Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 13

Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 13 NÝTT ungmenna- hús í Kópavogi hefur hlotið nafn- ið Molinn en það var opnað á setn- ingardegi Kópa- vogsdaga, menn- ingarhátíðar í Kópavogi, síðast- liðinn laugardag við hátíðlega at- höfn. Molinn er menningar- og tómstundamið- stöð ungs fólks á aldrinum 16–24 ára og gjöf bæjar- stjórnar handa ungu fólki í bænum á 50 ára afmæli bæjarfélagsins 2005. Fjöldi manns var viðstaddur opn- unina þar sem ýmsir ungir lista- menn komu fram og Ómar Stefáns- son, formaður bæjarráðs, flutti ávarp og tilkynnti nafnið á miðstöð- inni. Efnt hafði verið til nafnasam- keppni og verðlaunum heitið. Sá sem sendi tillöguna kaus að láta nafns síns ekki getið og ákvað lista- og menningarráð Kópavogs því að gefa verðlaunaféð, 100 þúsund krónur, BUGL – Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson klipptu á borð- ann eftir að séra Ægir Sigurgeirs- son blessaði húsið. Sólrún Sigvalda- dóttir hélt ávarp fyrir hönd ung- menna en hún er nýkjörinn formaður Nemendafélags Mennta- skólans í Kópavogi. Sigurrós Þor- grímsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, kynnti nýjan for- stöðumann Molans, Andra Þór Lefever. Fyrir unga fólkið Ungmennahúsið Molinn við rætur Borgarholtsins, gegnt Salnum og Gerðarsafni. Molinn fyrir unglingana í hjarta Kópavogs FYRSTA þjónustuíbúðin í Mörk- inni, Suðurlandsbraut 58 til 64, var afhent á föstudag. Við íbúðinni tók Sigrún Sturludóttir, en hún er einn af frumkvöðlum að byggingu þjón- ustuíbúða ásamt hjúkrunarheimili og þjónustukringlu í Mörkinni. Á svæðinu er markmiðið að byggja upp öfluga þjónustu við eldri borgara þar sem þeir geta fengið nánast alla þá þjónustu sem þeir óska eftir. Um er að ræða 78 íbúðir sem verið er að ljúka við í fyrsta áfanga. Í næsta áfanga verða 45 þjónustuíbúðir ásamt þjónustu- miðstöð þar sem m.a. er gert ráð fyrir heilsulind ásamt sundlaug. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins hefur lýst því skriflega yfir við stjórn Markarinnar að hverjum íbúa verði tryggð heimahjúkrun sé hennar þörf. Á vegum félagsmála- ráðuneytisins eru að hefjast fram- kvæmdir við byggingu hjúkrunar- heimilis fyrir 110 vistmenn. Nánar á vefnum www.thjonustuibudir.is Í Mörkinni Sigrún Sturludóttir ásamt dóttur sinni og tengdasyni Sóley Þórhallsdóttur og Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni. Fyrsta þjón- ustuíbúðin af- hent í Mörkinni ÚTHLUTAÐ hefur verið úr þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2008-2009. Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 18,5 millj. kr. til 30 verkefna en samtals voru 63 umsóknir. Snælandsskóli fær hæsta styrkinn að þessu sinni 1,1 millj. kr. í verkefnið „Að læra að læra“. Lundarskóli á Akureyri fær 1 millj. kr. í verkefnið „Svíf- um seglum þöndum“ og Álftanesskóli fær 1 millj. kr. til verkefnisins „Frá gráma til gleði – skólalóðin okkar“. Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar tilraunir og ný- breytni í grunnskólum. Fimm manna ráðgjafarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráð- herra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Ís- lands, Háskólanum á Akureyri, samtökum kennara og skólastjóra og menntamálaráðuneyti. Símenntun, Rannsóknir, Ráðgjöf, Kennaraháskóla Íslands annast umsýslu sjóðsins skv. samningi við menntamálaráðuneytið. Þróunarsjóður grunnskóla Föndrað í Snælandsskóla. VINSÆLDIR bláu pappírstunn- unnar vaxa jafnt og þétt. 1.668 tunnur eru nú í notkun í borginni og eru um 50 til viðbótar pantaðar vikulega hjá Sorphirðu Reykjavík- ur. Tæplega 60 tonn af dagblöðum söfnuðust í marsmánuði í bláu tunn- urnar. Miðað við að Reykvíkingar séu nú um 119 þúsund þýðir það að um hálft kg af dagblöðum hafi safn- ast fyrir hvern Reykvíking í mars- mánuði eða um eitt kg á hverja íbúð. Það er um þriðjungur þess sem safnast í grenndargámana. Magn dagblaða sem safnast í grenndargámana hefur þó ekki minnkað að ráði þrátt fyrir bláu tunnurnar. Auknar vinsældir bláu tunnanna FIMMTUDAGINN 15. maí verða haldnir tónleikar til styrktar Jóni Gunnari Einarssyni, sem slasaðist á mótorkrosshjóli 12. apríl. Hann er á batavegi og fer fljótlega í endur- hæfingu á Grensási, en verður lengi frá vinnu, að því er segir í tilkynn- ingu frá aðstandendum. Tónleik- arnir verða haldnir í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Fram koma ýmsir tónlistarmenn sem allir gefa vinnu sína. Þeim sem vilja styrkja mál- efnið er bent á söfnunarreikninginn 0160-26-61400, kt.: 290483-3799. Styrktartónleikar á Skagaströnd Ljósmynd/Sigurður Jökull Á flugi Keppt í mótorkrossi. STUTT ÚR VERINU Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VERKEFNIN breytast ekki,“ segir Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformað- ur Skinneyjar-Þinganess hf. á Horna- firði. Félagið hefur fengið nýtt og öfl- ugt uppsjávarskip, Ásgrím Halldórs- son SF 250, og lætur í staðinn frá sér Jónu Eðvalds SF. Nýja skipið er átta ára gamalt, smíðað í Noregi en hefur verið gert út frá Skotlandi til tog- og nótarveiða. Það hét Lunar Bow og var í eigu Lun- ar Fishing. Ásgrímur Halldórsson er liðlega 61 metri að lengd og um 13 á breidd og getur borið liðlega 1.500 tonn í kælitönkum. Skipið fékk nafn Ásgríms Halldórs- sonar, eins af stofnendum Skinneyj- ar. Ásgrímur er gangmeira og burð- armeira skip en Jóna Eðvalds. „Við erum að hugsa um að koma hráefninu í betra ásigkomulagi til vinnslunnar hérna. Með þessu skipi höfum við möguleika á stöðugra og betra hrá- efni en verið hefur,“ segir Gunnar. Krossey verður áfram gerð út. Lítur út eins og nýtt „Þetta er glæsilegt skip. Þótt það sé átta ára gamalt lítur það út eins og nýtt,“ segir Sigurður Ægir Birgisson sem er skipstjóri á Ásgrími Halldórs- syni SF ásamt Ásgrími Ingólfssyni. Sigurður segir að skipið hafi reynst vel í siglingunni frá Skotlandi. Það hafi til dæmis varla haggast þegar það lenti í slæmu veðri á milli Fær- eyja og Íslands. Stefnt er að því að Ásgrímur Hall- dórsson fari til veiða á síld úr norsk- íslenska stofninum undir lok mánað- arins ásamt Krosseynni. Skip félags- ins hafa verið saman að veiðum undanfarin tvö ár, með svokallað par- troll, með góðum árangri. Það verður að sögn Sigurðar Ægis í sömu verkefnum og Jóna Eðvalds, veiðum á síld og loðnu fyrir vinnsluna á Hornafirði. Þó segir hann að stærra og öflugra skip skapi möguleika til að sækja lengra, ef á þurfi að halda. Þannig segir hann til athugunar að fara einn túr á kolmunna núna í mán- uðinum til að láta reyna á tækin. Tvö ný skip í haust Skinney-Þinganes fær í haust tvö ný skip sem verið er að smíða í Taív- an. Þau verða notuð til humarveiða en jafnframt útbúin til annarra verkefna. „Við erum að yngja upp skipakostinn og skapa möguleika til að koma með betra hráefni að landi,“ segir Gunnar. Fyrirtækið gerir út átta skip og reiknar Gunnar ekki með að breyting verði á því. Hins vegar sé ekki ákveð- ið hvaða skipum verði lagt þegar nýju skipin koma. „Þetta er stöðug barátta, eins og alltaf hefur verið,“ segir Gunnar um stöðuna. Hann segir að engin breyt- ing hafi orðið á verkefnum fyrirtæk- isins. Það er í bolfiski, humri og upp- sjávarfiski. Hann segir að taka verði á því í stjórnuninni, þegar hann er spurður um viðbrögð við kvótasam- drættinum sl. haust. Nýr Ásgrímur Halldórsson SF leysir Jónu Eðvalds af hólmi Gangmeira og burðarmeira skip Morgunblaðið/Sigfús Már Þorsteinsson Heimahöfn Ásgrímur Halldórsson SF kominn til heimahafnar í Hornafirði. Skinney-Þinganes bauð Hornfirðingum að skoða Ásgrím Halldórsson SF, hið nýja skip félagsins, um helgina. Skipstjór- arnir tveir voru um borð með sonum sínum. Annar skipstjórinn, Sigurður Ægir Birgisson, er sonur Birgis Sigurðssonar, skipstjóra og útgerðar- manns, eins stofnanda Skinneyjar. Hinn skip- stjórinn, Ásgrímur Ing- ólfsson, er sonur Ingólfs Ásgrímssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, sem einnig var meðal stofnenda fyrirtækisins. Skipið ber svo nafn þriðja stofnandans, Ásgríms Halldórssonar, föður Ingólfs. Með skipstjórunum voru synir þeirra, Birgir og Freyr Sigurðssynir og Ingólfur Ásgrímsson. Tveir þeirra bera nöfn stofnenda fyrirtækisins og ef hefðin helst í fjölskyldunum má sjá þarna tilvonandi skipstjóra og útgerð- armenn af þriðju og fjórðu kynslóð. Í fótspor feðranna 0 ) -  - , ) &* ) " %  & '  $  $ ()*+  ",  -$   #$%&'( ) *#%+#$  .    $$%*,' ) '%$-,  .(+$   $%$(+ ) &-,  .((    (%(*, ) ,%&.+  /  (   $$.%,.+ ) *,%$#,  0   $(%'(( ) $,%'&(  1$   (*%*-- ) ,(%&&(  2   ,%''. ) $%.#. . (    $%(-( ) $%,'$  3    &*%$#. ) ,#%#,+   .(4    ,%('* ) $%$*+ /5(()   ,%$.+ ) $%*$&  67$ 8(9   -%+*& ) #%*..  /  (    *..%(*. ) $,-%-+#      SKIP frá þremur erlendum ríkjum voru við veiðum innan íslensku lög- sögunnar í marsmánuði, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Mest var um færeysk skip en sex færeysk línuskip voru hér að veiðum. Alls lönduðu þau rúmlega 530 tonn- um. Norska línuskipið Keltic var einnig hér að veiðum og var það eina norska skipið sem stundaði veiðar í íslenskri landhelgi í mánuðinum. Ennfremur var grænlenska skipið Erika við loðnuveiðar. Átta erlend skip að veiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.