Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÖRMUNGAR Í BÚRMA
Hörmungarnar í Búrma vegnafellibyls, sem gekk yfir land-ið, eru óskaplegar. Nú er tal-
ið hugsanlegt, að 60-70 þúsund
manns hafi týnt lífi og að um milljón
manns hafi misst heimili sín. Þessar
tölur geta vel átt eftir að hækka.
Herforingjastjórnin, sem hefur
haldið Búrma í einangrun áratugum
saman, hafði tæpast fyrir því að vara
þegna sína við fellibylnum, þótt hún
hafi augljóslega haft upplýsingar um
það, sem var að gerast. Viðvörun
hefði getað bjargað mannslífum.
Seint og um síðir kvaðst herfor-
ingjastjórnin mundu þiggja erlenda
aðstoð en á sama tíma hefur hún
þvælst fyrir því að hjálparsveitir
kæmust til landsins.
Fólkið í Búrma þarf á aðstoð að
halda, ekki bara nú næstu daga held-
ur í marga mánuði og misseri, vegna
þess að uppbyggingarstarfið tekur
langan tíma. Hér getum við Íslend-
ingar lagt hönd á plóginn.
Sú spurning hefur að sjálfsögðu
vaknað, hvort þessir atburðir geti
haft áhrif á stöðu herforingjastjórn-
arinnar. Líkurnar á því eru taldar
litlar af þeim, sem bezt til þekkja.
Herforingjarnir byggja völd sín á
hervaldi, sem enginn innan Búrma
ræður við. Ekki er ósennilegt að þeir
njóti pólitísks stuðnings Peking-
stjórnarinnar að einhverju leyti. Kín-
verjar hafa áreiðanlega meiri áhrif á
það, sem kann að gerast í Búrma
heldur en Bandaríkjamenn eða Bret-
ar.
Hins vegar er þetta ástand óþol-
andi. Það er ekki hægt að una því nú á
dögum, að fólk sé ekki varað við felli-
byl. Að hjálp sé ekki þegin þegar í
stað og greitt fyrir því, að hjálpar-
sveitir komist til landsins.
Bandaríska forsetafrúin Laura
Bush hefur hvað eftir annað gengið
fram fyrir skjöldu og gagnrýnt
stjórnvöld í Búrma. Sennilega hefur
forsetafrúin einhver persónuleg
tengsl við landið eða einstaklinga,
sem þar búa eða hafa búið. Stuðning-
ur hennar er mikilvægur fyrir íbúa
Búrma.
Það er áleitin spurning hvað al-
þjóðasamfélagið getur gert, þegar
heil þjóð er lokuð inni í landi sínu eins
og gerzt hefur í Búrma og sú innilok-
un staðið áratugum saman.
U Thant, fyrrum framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sem var
frá Búrma, sagði eitt sinn: „Mér var
kennt að vera umburðarlyndur gagn-
vart öllu nema óbilgirni.“
Óbilgirni herforingjastjórnarinnar
í Búrma er slík að hún verður varla
þoluð öllu lengur. Fyrr eða síðar mun
fólkið í Búrma rísa upp, á hvern veg
sem það gerist.
Þá verða þjóðir heims að vera til-
búnar til að koma til hjálpar. Þá mega
stórveldahagsmunir ekki ráða ferð-
inni eins og gerðist, þegar Ungverjar
báðu um hjálp í Búdapest 1956 en það
hjálparkall var virt að vettugi.
Hörmungarnar í Búrma kunna að
flýta því að kallið um hjálp berist og
þá þarf að bregðast við.
FRELSI EINS TIL ATHAFNA Á EKKI
AÐ SKERÐA FRELSI ANNARS
Rekstraraðilar Hótels Borgar viðAusturvöll segja frá því í Morg-
unblaðinu í gær að hávaði vegna
rekstrar skemmtistaðar í Apóteki í
Austurstræti raski ró hótelgesta og
erfitt eða ómögulegt sé að leigja út 5-6
herbergi um helgar vegna þessa.
Tekjutap vegna hávaðans er umtals-
vert fyrir hótelið. Vandinn „var ekki
til staðar þegar Apótek var veitinga-
staður, sem seldi mat, enda var „hann
ekki opinn til klukkan sjö á morgn-
ana“,“ er haft eftir hótelstjóranum,
Ólafi Þorgeirssyni. Í blaðinu í dag
kemur síðan fram að með þessum
tveimur rekstraraðilum hafi tekist
samkomulag sem vonandi verður til
að leysa vandann, varðandi þetta til-
tekna dæmi.
Það breytir þó ekki því að það
ástand sem hefur skapast í miðborg-
inni á undanförnum árum afhjúpast í
hnotskurn í þessu máli. Til þess bær
yfirvöld, borgaryfirvöldin, hafa ekki
haft döngun í sér til að stemma stigu
við gríðarlegri útbreiðslu skemmti-
staða á litlum bletti í miðborginni
þrátt fyrir að afleiðingarnar séu mjög
alvarlegar fyrir aðra rekstraraðila,
fyrirtæki og íbúa. Það er rétt eins og
þau átti sig ekki á að fleiri en veitinga-
húsaeigendur hafa fjárfest í uppbygg-
ingu í miðborginni og eiga allt sitt
undir að þær skili tilætluðum arði.
Hótel Borg er eitt virðulegasta fyr-
irtæki borgarsögunnar og vinsælt
vegna frábærrar staðsetningar. Þrátt
fyrir það er ekki hægt að tryggja gest-
um þess svefnfrið, án þess að komi til
árekstra. Afleiðingarnar af því að
setja upp næturklúbb í næsta húsi við
hótel hefðu átt að vera öllum ljósar.
Það er spurning hvort slíkur nætur-
klúbbur hefði fengið rekstrarleyfi ef
hann hefði verið settur í grenndar-
kynningu? Og jafnframt hvort
grenndarkynning ætti ekki að vera
skilyrði fyrir veitingaleyfum allra
næturklúbba? Hótelstjóri Hótels
Borgar á ekki að þurfa að standa í
samningaviðræðum við nágranna sína
um næturfrið fyrir gesti sína; hótelið
skapar ekki vandann. Í raun réttri
ættu borgaryfirvöldum að bera skylda
til þess að skapa honum viðeigandi
rekstrarumhverfi rétt eins og veit-
ingahúsaeigendum – hótelreksturinn
hefur þegar allt kemur til alls verið
þarna í áratugi.
Því miður er þetta mál þó ekkert
einsdæmi í miðborg Reykjavíkur, á
einhverju mesta niðurlægingarskeiði
þessa verðmæta svæðis í manna minn-
um. Þéttleiki næturklúbba í óviðun-
andi húsnæði hvað hljóðmengun varð-
ar er með svo miklum ólíkindum að
ætla mætti að borgaryfirvöld hefðu
engan áhuga á annarri atvinnustarf-
semi á svæðinu. Um þessar mundir
stendur húsnæði 10–15 fyrirtækja í
dagrekstri autt við Laugaveginn.
Skyldi vera samhengi þarna á milli?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
EFTIRFARANDI yfirlýsing frá
Halldóri J. Kristjánssyni, formanni
Samtaka fjármálafyrirtækja, hefur
borist Morgunblaðinu:
„Samtök fjármálafyrirtækja
(SFF) gera alvarlegar
athugasemdir við yfir-
lýsingar fyrrverandi
hagfræðiprófessors,
Roberts Z. Alibers, á
fundi í Háskóla Ís-
lands í vikunni. Full-
yrðingar hans um ís-
lenskt fjármálakerfi
báru þess vitni að vera
illa ígrundaðar og
byggja á huglægu
mati fremur en hlut-
lægri rannsókn.
Í fyrsta lagi er eng-
inn grundvöllur fyrir
þeirri staðhæfingu að
sennilega sé hafið
„hljóðlátt“ áhlaup á ís-
lenska banka þar sem
enginn eigandi jöklabréfa og banka-
skuldabréfa sem nálgast gjalddaga
muni endurnýja þau á næstunni.
Þær athugasemdir eru úr lausu lofti
gripnar, enda féllu 100 ma.kr. af
jöklabréfum á gjalddaga á fyrsta
ársfjórðungi og 98,2 ma.kr. af jökla-
bréfum voru gefin út á sama fjórð-
ungi. Með áhlaupi á banka er átt við
að innstæðueigendur mæti og taki
út innlán sín. Það að jöklabréf verði
ekki endurnýjuð getur ekki falið í
sér eða verið hluti af áhlaupi á
banka því jöklabréf eru viðskipti
milli aðila utan bankanna þó þau séu
mögulega gerð með milligöngu
banka, innlendra eða erlendra. Ali-
ber hefur uppi getsakir um að stór-
fyrirtæki hér á landi séu farin að
flytja fé sitt úr íslenskum bönkum.
Staðreyndin er sú að í mars jukust
innlán innlendra fyrirtækja í ís-
lenskum bönkum um 69 ma.kr. og
frá áramótum nemur aukningin 73
Landsbanki Heritable í Bret
Í þriðja lagi fullyrðir Alib
lensku bankarnir séu ekki
heldur reknir eins og sjóði
endurskipulagning þeirra s
kvæmileg. Hann segir þá þ
renna saman og skipta ei
upp í einingar, þ.e. viðskipt
og fjárfestingarbanka, og r
einungis að ábyrgjast vi
bankahlutann. Það er ek
rekstri íslensku viðskiptaba
sem kallar á slíkar afdrifar
gerðir. Þeir standa á tr
grunni með há eiginfjárhlu
lausafjárstöðu sem stenst al
an samanburð.
Eiginfjárhlutföll þeirra s
strangt álagspróf Fjármálae
ins og eru bankarnir að s
þessar mundir viðunandi a
erfiðu árferði. Bankarnir ha
ið úr gengismun sem hlu
tekjum, hlutfall útlána af eig
hátt í alþjóðlegum samanb
mö.kr. Engar vísbendingar eru um
að sú þróun hafi snúið til baka.
Hann lítur einnig fram hjá því að
það eru skýr merki þess að áhættu-
fælni á erlendum mörkuðum fari
lækkandi og hefur
skuldatryggingarálag
íslenskra banka fallið
yfir 60% frá hæsta
gildi 31. mars síðast-
liðinn. Einnig hafa ís-
lensku bankarnir sýnt
fram á aðgengi að er-
lendu fjármagni í lok-
uðum skuldabréfaút-
gáfum á undanförnum
mánuðum á viðunandi
kjörum, þrátt fyrir
erfitt tíðarfar.
Í öðru lagi fullyrðir
Aliber að íslenskir
bankar hafi greitt of
hátt verð fyrir dóttur-
félög sín erlendis og
segir að ef bankarnir
gætu selt þessi dótturfélög sín í dag
mundu þeir gera það. Honum finnst
eðlilegt að dótturfélögin verði seld
áður en hið opinbera tekur stórt lán
til þess að koma bönkunum til að-
stoðar. Aliber horfir fram hjá því að
margar af stærstu yfirtökum ís-
lensku bankanna gengu afar vel fyr-
ir sig og skiluðu umtalsverðum sam-
legðaráhrifum, stóraukinni
áhættudreifingu og juku arðsemi
bankanna. Má þar nefna yfirtöku
Kaupþings á Singer & Friedlander
og kaup Glitnis á Bnbank. Vöxtur
Landsbankans hefur að mestum
hluta verið innri vöxtur án þess að
farið hafi verið í stórar yfirtökur. Þá
horfir hann fram hjá því að dóttur-
fyrirtæki sem bankarnir hafa keypt
erlendis eru að mestu leyti fyrirtæki
sem hafa að meginstarfsviði útlán
og fjármögnun þeirra, svo sem FIH
sem Kaupþing á í Danmörku, dótt-
urfyrirtæki Glitnis í Noregi og
Vegna forsíðuf
Morgunblaðsin
Halldór J.
Kristjánsson
6+ ( &
78!9
8:;
<= >
-9
!
59
?- 4 8-49
@?9
78"
"A89
!
B
-4
8
. 09
C
;2 @"8
D:
+ &
2 E5-9
C-2
-49
F-
0G H C :
0-
%
0 2 %
8G H 8- ;
9 +5 1&C
%%C MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
Gylfa Zoëga, formanni hagfræði-
skorar, viðskipta- og hagfræði-
deildar Háskóla Ís-
lands:
„Hagfræðiskor
viðskipta- og hag-
fræðideildar stend-
ur um þessar
mundir fyrir fyrir-
lestraröð um stöðu
efnahagsmála.
Fyrsti fyrirlesari
okkar var fyrrum
prófessor við Chi-
cago-háskóla, Ro-
bert Z. Aliber, en
hann er nú á eft-
irlaunum eftir að
hafa starfað við
skólann í ein 40 ár.
Fyrirlestur Ro-
berts var áhugaverður fyrir þær
sakir að hann lýsti því hvernig
mikið framboð fjármagns í heim-
inum hefur haft áhrif á fram-
vindu efnahagsmála hér á landi
síðustu árin. Í fyrirlestrinum
lýsti hann því hvernig innflæði
fjármagns, það er að segja miklar
lántökur innlendra aðila á alþjóð-
legum fjármagnsmarkaði, hafi
valdið gríðarlegri hækkun hluta-
bréfavísitölu, sem meira en átt-
faldaðist á fáeinum árum, og
einnig umtalsverðri hækkun á
fasteignaverði. Robert hélt því
fram að Íslendingar hefðu lifað
um efni fram og færi þar saman
bankanna og umsvif í út
Hann vék sérstaklega a
verki bankanna í uppsve
ustu ára og sagði að þe
leikið veigamikið hlutve
því að auka útlán sín og þ
eftirspurn eftir eignum
lands svo og einkaneyslu.
Í lok fyrirlesturs síns
bert falla ummæli um rek
afkomu viðskiptabankan
ég get ekki skilið á annan
að hann hafi sagt þau í hi
ins án þess að kanna sér
staðreyndir máls. Það er
óheppilegt að forsíðufy
Morgunblaðsins hafi grip
af þessum setningum á l
sem segir í viðtalinu að:
mjög sennilegt að h
áhlaup sé þegar hafið. M
ar að enginn eigandi jö
eða bankaskuldabréfa se
ast gjalddaga muni en
þau á næstunni og ég gis
flestir yfirmenn fjárs
stórfyrirtækja séu farnir
fé sitt til banka utan Í
Hér virðist vera um gru
og getgátur að ræða en e
urstöður að athuguðu má
fjöllun um málefni banka
kvæm og mikilvægt að h
við staðreyndir. Ekki hafa
viti til, komið fram stað
sem styðja þessar getgátu
Virðingarfyllst,
Gylfi Zoëga,
formaður hagfræðiskor
skipta- og hagfræðideilda
mikill viðskiptahalli, hátt verð
hlutabréfa, hátt fasteignaverð og
mikil einkaneysla. Hafi þeir hér
farið að dæmi Breta, Bandaríkja-
manna, Íra og fleiri
þjóða sem einnig hafa
notið ódýrs lánsfjár
undanfarin ár – við
séum hluti af heims-
hagkerfinu og það or-
saki bæði uppsveiflur
og niðursveiflur hjá
okkur. En þjóðin geti
ekki lifað um efni
fram til lengdar eins
og hafi komið fram
síðustu mánuði. Þegar
hið alþjóðlega fjár-
magn dragi sig til
baka þá lækki öll
eignaverðin og við-
skiptahallinn hverfi
smám saman. Slík að-
lögun geti verið erfið vegna þess
að skuldugir einstaklingar og fyr-
irtæki sjái þá verðmæti eigna
sinna lækka en skuldirnar standi
eftir. Af þessum sökum verði
næstu tvö árin erfið hjá okkur.
Robert lagði fram tvær tillögur. Í
fyrsta lagi að gengi krónunnar
yrði leyft að lækka vegna þess að
slík aðlögun væri nauðsynleg til
þess að viðskiptahallinn hyrfi.
Þess vegna ætti ekki að halda
stýrivöxtum Seðlabankans háum.
Hins vegar lagði hann til að ríkið
ábyrgðist þá starfsemi bankanna
sem lyti að innlánum og útlánum
innan lands en ekki fjárfestingar
Misvísandi fyrirsögn
í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 6. maí
Gylfi Zoëga