Morgunblaðið - 07.05.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 31
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Alaskan Malamute hvolpar
Alaskan Malamute sleðahundar,
hvolpar til sölu. Tilbúnir til afhend-
ingar. Ættbók frá HRFÍ. Áhugasamir
kynni sér tegundina. Upplýsingar í
síma: 660 0366.
9.vikna Rat terrier strákur til sölu
Ættbókarfærður hjá Rex, kom mjög
vel út úr heilsufarsskoðun, barngóð
og ógeltin tegund, fullvaxnir í
kringum 6 kíló. Ásett verð 200 þús.
Hulda, 694 8225.
Garðar
Ódýr garðsláttur
Tek að mér garðslátt í sumar fyrir ein-
staklinga og húsfélög. Vönduð vinnu-
brögð. Óbreytt verð frá síðasta sumri.
Fáðu tilboð. Upplýsingar í síma:
857-3506. Ferðalög
Íbúðir til leigu á Spáni
Íbúðir í Barcelona, margar stærðir.
Einnig Costa Brava Playa de Aro,
Menorca Mahon, Valladolid,
www.helenjonsson.ws.
Sími 899 5863.
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins 6
mánuðum
LR-heilsukúrinn er ótrúlega einfaldur
og auðveldur. Uppl. Dóra 869-2024,
www.dietkur.is
Betri öndun
Hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is, www.theta.is.
Nudd
Nudd fyrir heilsuna
Ertu aum/ur í baki, hálsi eða höfði?
Þá er þetta rétta stofan fyrir þig.
Upphitun í japönsku saunabaði.Losun
á vöðvafestingum. Slökun og fyrir-
bæn. Upplýsingar í síma 863 2261.
Húsnæði í boði
Til leigu 40 fm kjallaraíbúð
í Suðurhlíðum Kópavogs. 100 þús. á
mánuði. Upplýsingar í síma 554 4623.
Stór stúdíóíbúð til leigu í 101 Rvk.
Mjög skemmtileg 100 fm, 2 herbergja
íbúð til leigu í sumar. Fullbúin. Fyrir-
framgreiðsla og meðmæli skilyrði.
Upplýsingar í síma 770 7190.
Íbúð á Manhattan í sumar
3ja herbergja íbúð laus frá 6. júní til
20. ágúst. Tvö svefnherbergi, stofa
og borðstofa. Á 122. stræti milli
Amsterdam og Broadway, rétt við
Columbia University. Göngufæri í
lestar (A,C,D,1). Leigist með hús-
gögnum. Áhugasamir hafi samband
á: manhattansumar2008@gmail.com
Einbýlishús í Hveragerði til leigu
Lítið einbýlishús á tveimur hæðum til
leigu. Húsið er um 120 fermetrar.
Leigist frá 15. maí.
Upplýsingar í gsm 891 7565.
Húsnæði óskast
Íbúð óskast
Ég er einstæð tveggja barna móðir og
bráðvantar 4 herb. íbúð á svæði 105
Rvk. Greiðslugeta 90-125 þús. á
mánuði. Vinsamlegast hafið samband
í síma 663-4239, Steinunn.
Sumarhús
Rotþrær, heildarlausn (“kit”)
á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör,
fráveiturör og tengistykki.
Einangrunarplast og takkamottur.
Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími
561 2211. Heimasíða:
www.borgarplast.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Byrjendanámskeið fyrir fullorðna
Skemmtileg byrjendanámskeið í
tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar-
skráning hafin. Tíu tíma námskeið
kr. 18.900. Upplýsingar í síma
564 4030.
Tennishöllin og TFK
Golf
Golfhjól og rafskutlur á
frábæru verði
Golfbílar kr. 599.000. Golfhjól kr.
156.000. Rafskutlur kr. 149.000.
H-Berg ehf. www.hberg.is
Sími 866-6610.
Viðskipti
Lærðu alvöru NETVIÐSKIPTI!!
Viltu læra að skapa þér miklar tekjur
á Netinu? Skoðaðu þá vefsíðuna
VIDSKIPTI.COM og fáðu allar
upplýsingar um málið.
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja!
Er komin móða eða raki milli glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.
Sími 897 9809.
Byggingavörur
Innihurðir
Innihurðir í málum frá 60cm - 80cm.
Hvítar m/karm og stálhún kr. 19.900.
Háglans m/ karm og stálhún
kr. 59.000. Eikarhurðir m/karm og
stálhún kr.24.900. Húsgagnasprautun
Gjótuhrauni 6, s. 555-3759.
Ýmislegt
Verktakar - Ferðaþjónusta -
Bændur o.fl.
Við höfum rafstöðina fyrir ykkur,
eigum á lager 5-12-30 kw stöðvar.
Sparneytnar vélar á afar hagstæðu
verði. Bíla & búvélaverkst. Holti,
s. 895 6662, www.holt1.net
Nýjar skolplagnir!
Endurnýjum lagnir með nýrri tækni!
Enginn uppgröftur, lágmarks truflanir,
auknir rennslis eiginleikar. Fullkomin
röramyndavél.
Ástandskoðum lagnakerfi.
Allar pípulagnir ehf.
Uppl. í síma 564-2100.
Bílar
Vantar alla gerðir bifreiða á skrá
Netbílar.is stórlækka þinn sölukost-
nað. Verð frá aðeins 34.900 m/vsk
fyrirþitt ökutæki. Kynntu þér málið á
Netbilar.is Gerðu verðsamanburð.
Bílasalan Netbílar.is,
Hlíðasmára 2, S. 588 5300
Suzuki Jimny árg. '99
TS Suzuki Jimny ´99, ekinn 105 þús.
km. Litur blár, sumar- og vetrardekk.
Ný skoðaður. Vel með farinn bíll í alla
staði. Sími 893 9960.
MMC Space Star árg. '02
Ekinn 118 þús km. Sjálfskiptur, reyk-
laus og í góðu standi. Sumar- og
nagladekk fylgja!
Frekari uppl. í s: 699 2651.
Jeppar
LAND ROVER FREELANDER,
árg ´03, ekinn 81.000 km. Ásett verð
1.590.000.- Lán frá Lýsingu kr.
1.036.000.- afborgun pr. mán.
20.000.-Upplýsingar í síma 896 3362.
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza Aero ‘08.
696 0042/566 6442.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
Bifhjólakennsla.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
892 1451/557 4975.
✝ Anna SvavaJónsdóttir fædd-
ist í Varmadal á
Stokkseyri 4. októ-
ber 1911. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 28.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Kristjáns-
son, f. 7.5. 1885 í Út-
skálasókn í Gull-
bringusýslu, d. 7.5.
1925, og Jóna Jóns-
dóttir, f. 24.9. 1891 í
Kolsholtshelli í Vill-
ingaholtssókn, d. 31.8. 1978. Systk-
7.2. 1875, d. 29.3 1950.
Kristján og Svava eignuðust
einn son, Sólmund, f. 23.4. 1956.
Sólmundur kvæntist Hafdísi Dag-
mar Guðmundsdóttur, f. 16.5.
1959, og eignuðust þau tvær dæt-
ur. Þau skildu. Dætur þeirra eru 1)
Anna Svava, f. 24.6. 1983, sam-
býlismaður Haraldur Guðmunds-
son, f. 17.10. 1980, sonur þeirra er
Guðmundur Kristján, f. 12.2. 2008,
og 2) Ásdís Guðrún, f. 31.7. 1985.
Svava fluttist ásamt fjölskyldu
sinni frá Stokkseyri til Reykjavík-
ur árið 1920 og bjó þar alla tíð síð-
an. Hún vann lengst af við versl-
unarstörf í Pennaviðgerðinni.
Útför Svövu verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin kl. 13.
ini hennar eru
Ágústa Magnea, f.
8.8. 1914, d. 9.2. 1985,
Gísli, f. 7.2. 1917, d.
20.5. 2001, Kristjana,
f. 28.2. 1920, og Har-
aldur, f. 24.3. 1924, d.
4.4. 1990.
Hinn 3. desember
1955 giftist Svava
Kristjáni Sólmunds-
syni, f. 17.12. 1903, d.
9.11. 1963. Foreldrar
hans voru Sólmundur
Kristjánsson, f. 22.9.
1877, d. 16.11. 1953,
og Guðrún Sigríður Teitsdóttir, f.
Okkur systur langar til að minnast
Önnu Svövu Jónsdóttur, eða Svövu
frænku, eins og hún var alltaf kölluð
á okkar bernskuheimili. Svava
frænka var systurdóttir mömmu
okkar, Guðrúnar Gísladóttur, en
jafngömul henni. Þær voru frá fyrstu
tíð mjög nánar frænkur og vinkonur.
Þær fermdust sama daginn í Frí-
kirkjunni í Reykjavík. Daginn eftir
fermingu þeirra dó Jón faðir Svövu í
slysi við uppskipun. Þá stóð Jóna,
mamma Svövu , ein með 5 börn, en
Svava var elst þeirra, 13 ára. Varð
hún þá að fara að vinna úti því að
engar voru tryggingar árið 1925.
Svava varð því að hugsa um systkini
sín og oftast var mamma með henni.
Systkini Svövu voru því alltaf stór
hluti af lífi mömmu. Nú er aðeins
Kristjana eftir af þeim systkinum og
öll systkini mömmu látin.
Okkar fyrstu minningar tengjast
því Svövu frænku og systkinum
hennar mjög mikið. Þær voru alltaf
tilhlökkunarefni heimsóknirnar á
Bjargarstíginn og alltaf vel tekið á
móti okkur. Svava var mjög barngóð
og nutum við systurnar þess að
skreppa þangað. Þær voru ekki sam-
stíga í barneignum frænkurnar,
Svava og mamma. Við vorum 10
systkinin, en við systurnar þrjár,
Katla, Hanna og Maddí, elstar og öll
vorum við fædd um það leyti sem
Svava gifti sig og eignaðist sinn
einkason, Sólmund. Sigrún og Flosi
yngstu systkini okkar voru nær hon-
um í aldri og kynntust honum betur.
Frá 16 ára aldri voru Svava og
mamma saman í saumaklúbb alveg
þangað til mamma lést, 1994. Það var
alltaf gaman að hlusta á þær rifja upp
minningar frá æskuárunum og oft
hlógu þær dátt að mörgu sem þær
höfðu upplifað saman. Þeirra kynslóð
er nú næstum horfin og miklar breyt-
ingar á lífsháttum fólks orðnar síðan
þær voru að alast upp.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Svövu frænku elsku hennar og
tryggð við okkur og biðjum henni
guðsblessunar á nýjum vegum. Við
erum þess vissar að þær mamma og
hún hafa nú hist aftur og farnar að
rifja upp gamla tíma.
Við sendum Sólmundi, Hafdísi,
Önnu Svövu, Ásdísi Guðrúnu, Krist-
jönu og fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þórdís Katla, Jóhanna, Magnea
og Sigrún Sigurðardætur.
Elsku amma okkar. Þú varst ynd-
isleg amma og gerðir allt fyrir okkur.
Þú varst alveg ekta amma, svo hlý og
góð og gott að leita til þín með allt.
Við munum alltaf muna eftir öllum
góðu stundunum okkar saman, enda
varst þú mikið með okkur. Það var
alltaf svo gaman hjá þér og viðhorf
þitt til lífsins kenndi okkur mikið.
Þegar við gistum hjá þér var margt
brallað. Þú kenndir okkur að búa til
hafragraut sem okkur fannst mikið
sport, við spiluðum lúdó, horfðum á
barnatímann og keyptum nammi fyr-
ir 25 krónur í hvorn poka. Það var svo
gaman að leika sér heima hjá þér því
þú áttir svo mikið af fínu dóti sem
spilaði stórt hlutverk í leikjum okkar.
Þar má nefna að fara í tindátaleik,
búa til hús og fara í búðarleik því þú
áttir flottasta búðardótið í bænum.
Þú leyfðir okkur alltaf að gera það
sem við vildum og tókst þátt í leikj-
unum okkar. Þú þreyttist aldrei á að
stjana í kringum okkur, til dæmis
þegar við borðuðum ekki kartöflur
með fisknum þá brást þú á það ráð að
kaupa bara kartöfluflögur í staðinn.
Síðan áttir þú alltaf til smákökur og
bakkelsi handa okkur og maður fór
aldrei heim svangur eftir að hafa ver-
ið hjá þér. Sérstaklega fannst okkur
góðar súkkulaðismákökurnar og
jólakökurnar. Þú safnaðir alltaf
Myndasögum Moggans fyrir okkur
og við þreyttumst aldrei á að teikna
myndir fyrir þig sem þú geymdir alla
tíð. Við fórum líka oft í strætó niður í
bæ að kaupa ís og heimsækja pabba í
vinnuna. Þú varst alltaf svo fín og
glæsileg og áttir svo mikið af fötum
sem við vorum alltaf að máta.
Það var gaman að þú fékkst að
hitta langömmustrákinn þinn sem
þér fannst svo fallegur. Við munum
segja honum frá þér í framtíðinni og
öllum þeim skemmtilegu minningum
sem við eigum um þig. Þú varst
hjartahlý kona sem gerðir vel við alla
og við erum svo þakklátar að þú hafir
verið amma okkar.
Elsku amma, takk fyrir allar góðu
stundirnar og góðu minningarnar
sem við munum ávallt varðveita í
hjörtum okkar. Við endum þetta á
bæninni sem þú kenndir okkur að
fara með:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Guð blessi þig.
Anna Svava og Ásdís Guðrún.
Anna Svava Jónsdóttir
MINNINGAR FRÉTTIR
LEIÐTOGAÞJÁLFUN með jóga-
meistaranum Ashutosh Muni verð-
ur á Grand hóteli Reykjavík 8. maí
kl. 9-17. Í fréttatilkynningu segir að
þessi þjálfun sé fyrir þá sem svara
kalli sínu til leiðtogastarfa, og eru
tilbúnir að taka skrefin fram á við.
Ashutosh Muni heldur helgar-
námskeið, Aukin lífsgæði – Betra
líf, í Valsheimilinu (hátíðarsal) á
Hlíðarenda 9.-11. maí.
Ashutosh Muni er fæddur í Guj-
arat-héraði á Indlandi árið 1953. Að
loknu námi í herskóla lauk hann
námi í læknisfræði, sálfræði og
Ayurveda-lækningum. Ashutosh
Muni dvaldi í tvö ár á Indlandi eftir
læknanámið og þjálfaði marga
jógakennara.
Ashutosh Muni dvaldi í einangr-
un við djúpa ástundun í 25 ár eða
þar til desember 2005. Þá hóf hann
að miðla þekkingu sinni. Allt sem
Ashutosh Muni kennir fellur undir
Sanatan Dahrma sem er leið allra
trúarbragða og heimspekikerfa að
því er fram kemur í tilkynningu.
Jógameist-
arinn Ashutosh
Muni á Íslandi
Ashutosh Muni jógameistari.