Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnu- stofa kl. 9-16.30, postulínsmálun kl. 9-12 og 13- 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30. Heilsugæsla kl. 10- 11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, al- menn handavinna, glerlist, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, hádegisverður, spiladagur, kaffi, slökunarnudd. 9. maí verður vorfagnaður kl. 17, hátíðarmatur, skemmtiatriði og ball. Skráning í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 13-16, leikfimi með Guðný kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdegisdans undir stjórn Matthildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffi- veitingar. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin kl. 10-16, leiðbeinandi á staðnum, félagsvist kl. 13, söngfuglar og gítarspil kl. 15.15. Viðtals- tími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, bobbararnir sýna hvernig á að leika bobb, dans kl. 18-20, myndlistarsýning Sigurgeirs Jóhannssonr stendur yfir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Morgunganga kl. 10, hádegisverður, kvennabrids kl. 13, allar konur velkomnar. Harmónikkufélag Reykjavíkur leikur fyrir dansi á föstudaginn kl. 20-23. Léttar veit- ingar, aðgangseyrir 500 kr. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, Jónshús lokað fyrir hádegi, húsið opnað kl. 13.45, vorsýning-uppskeruhátíð opnuð kl. 14. Rútu- ferðir frá Garðabergi í Jónshús kl. 13.45 og 14.45. Frá Jónshúsi að Garðabergi kl. 15.15 og 16.15. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, leiðsögn fellur niður eftir hádegi, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kl. 12 er lagt af stað í ferðalag austur fyrir fjall, m.a. Hveragerði o.fl. Uppl. á staðnum og í síma 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband, leikfimi og framhaldssagan. Á morgun koma Böðvar og Hrafnistukórinn úr Hafnarfirði í heimsókn kl. 13.30. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt á Keilisvelli kl. 10-11.30, línudans kl. 11, almenn handmennt kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, keramik, taumálun o.fl. Jóga kl. 9- 12, Sóley Erla. Böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan fjölbreyttu handverki, framsögn kl. 9, kennt á tölvur kl. 13.15-15. Tungubrjótar Dalbrautar og Soffíuhóp- ur fara til Akureyrar 14. maí, sími 568-3132. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan kl. 9-16. Út- skurður, myndlist, glerlist, bútasaumur, útsaum- ur alls kyns o.fl. Morgunkaffi, Müllers æfingar kl. 9, leikfimi kl. 10. Bör kl. 11, bridshópur kl. 12.30, Bónus kl. 12.40, bókabíll kl. 14.15. Sími 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu í Dals- mára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10 pútta Korpúlfar saman á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræð- ingur frá Heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, Hárgreiðslustofa sími 552-2488, fóta- aðgerðastofa sími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19.30 í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handa- vinnustofan opin allan daginn, morgunstund kl. 10, bókband, verslunarferð kl. 12.15, framhalds- saga kl. 12.30. Dans við undirleik hljómsveitar. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal kl. 11. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12, Elfa Björk Vigfúsdóttir garðyrkjufræð- ingur kemur í heimsókn og gefur ráð varðandi garðinn. Opið hús eldri borgara kl. 13-16, spilað, spjallað og púttað. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimili á eftir. Bústaðarkirkja | Starf eldri borgara er kl. 13- 16.30. Vist og brids, þæft, saumað, prjóna o.fl. Gestur kemur í heimsókn. Bílaþjónusta er pönt- uð hjá kirkjuverði í síma 553-8500. Dómkirkjan | Hádegisbænir, bænastundir kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloft- inu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til dom- kirkjan@domkirkjan.is. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi frá kl. 9. Jónshús lokað fyrir hádegi, opnar kl. 13.35, Vorsýning – uppskeruhátíð hefst kl. 14, skemmtidagskrá frá kl. 14-16, sýningin opin til kl. 18. Rúta frá Garða- bergi kl. 13.45 og 14.45, frá Jónshúsi kl. 15.15 og 16.15. Kaffiveitingar 500 kr. Grensáskirkja | Samverustund aldraðra, matur og spjall kl. 12, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleið- ing, altarisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund í kaffisalnum kl. 12-13. Skrifstofa kirkjunnar lokar á meðan stundin er. Kristniboðssalurinn | Kristniboðsflokkur KFUK heldur sína árlegu fjáröflunarsamkomu í kvöld kl. 20 á Háaleitisbraut 58. Kangadúettinn syng- ur, happdrætti og sr. Frank M. Halldórsson flytur hugvekju. Kökubasar eftir samkomu. Fólk er hvatt til að taka með sér gesti. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með org- elleik og sálmasöng kl. 12.10. Létt máltíð kl 12.30. Starf eldri borgara kl. 13-16, sungið, spil- að, föndrað, og kaffisopi. Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkjunni kl. 8, foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólar- megin kl. 10.30. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15, umsjón hefur sóknarprestur og kirkju- vörður safnaðarins. Harðjaxlar Laugarneskirkju halda fund kl. 17. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Einnig er altarisganga. 60 ára afmæli. 12. maínæstkomandi verður Runólfur Guðmundsson á Grundarfirði sextugur. Af því tilefni bjóða Runólfur og fjöl- skylda til veislu í samkomu- húsi Grundarfjarðar föstu- daginn 9. maí kl. 20 og vonast til að sjá alla sína vini og vandamenn. Afmælisbarnið afþakkar gjafir en þætti vænt um að andvirði gjafa myndi renna til Grundarfjarð- arkirkju, reikningsnr. 0321- 26-000064 kt. 700676-0489. dagbók Í dag er miðvikudagur 7. maí, 128. dagur ársins 2008Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.) Félag forstöðumanna rík-isstofnana og Stofnun stjórn-sýslufræða halda morg-unverðarfund á Grand-hóteli á morgun undir yfirskriftinni Er þörf fyrir nýja þjónustuhugsun hjá opinber- um stofnunum? Fyrirlesarar eru dr. Svafa Grönfeld, rektor HR, Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við HÍ, og Kristinn Tryggvi Gunnarsson, forstjóri Capacent á Íslandi. “Undanfarin ár hafa aðilar í einka- geiranum beint sjónum sínum í ríkara mæli að þjónustustjórnun,“ segir Kristinn Tryggvi. „Þjónustustjórnun er grein sem hefur verið í mikilli þróun, og um leið hafa þau tæki sem stjórn- endur hafa til að stýra þjónustu batnað til muna. Er því við hæfi að við skoðum hvort hægt sé að beita aðferðum þjón- ustustjórnunar með góðum árangri hjá stofnunum hins opinbera.“ Kristinn Tryggvi bendir á að það geti gert starfsemi opinberra stofnana erfitt um vik að þjónusta þeirra og starfsemi er að stórum hluta bundin í lög: „Á meðan einkafyrirtækin eru með arðsemi að leiðarljósi og þjónusta við- skiptavininn sem best til að tryggja endurtekin viðskipti, þá er það verkefni opinberrar stofnunar að veita, með tak- mörkuð fjárráð, þjónustu sem meiri eftirspurn er eftir en framboð.“ Í fyrirlestri sínum fjallar Kristinn Tryggvi um aðferðafræði stjórn- unarmódels sem á ensku er kallað Customer Relationship Management (CRM) „Í nýlegri könnun Harvard Business Review meðal 8.500 stjórn- enda í Bandaríkjunum var CRM að flestra mati með gagnlegustu og mest notuðu stjórnunartækjum. Stjórn- unarmódelið byggir á fjórum skrefum og er það fyrsta að greina viðskipta- mannagrunninn eða skjólstæðinga- grunninn í tilviki opinberrar stofnunar. Skilja þarf hvernig fólk er í þessum hópi, hverjar þarfir þess eru og hvernig má flokka einstaklingana saman,“ segir Kristinn Tryggvi. „Eftir að hópurinn hefur verið greindur er honum skipt í hópa eftir sameiginlegum einkennum, sem geta t.d. verið landfræðileg, lýð- fræðileg eða hegðunarleg. Þriðja skref- ið er svo að þróa samskiptakerfi sem best hentar hverjum hópi og loks er fjórða skrefið að sérsníða eins og unnt er þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig.“ Nánari upplýsingar á www.stjorn- syslustofnun.hi.is Samfélag | Fjallað um möguleika í þróun þjónustu opinberra stofnana Þarf nýja þjónustuhugsun?  Kristinn Tryggvi Gunnarsson fædd- ist í Reykjavík 1963. Hann lauk B.S. í við- skiptafræði frá University of North Carolina 1989 og MBA frá Univers- ity of Georgia 1991. Hann starfaði hjá Íslandsbanka (Glitni) lengst af sem úti- bússtjóri. Var framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs og síðar markaðssviðs hjá SPRON en hefur frá 2003 starfað hjá IMG (Capacent), sem forstjóri frá mars 2007. Eiginkona Kristins Tryggva er Guðrún Högnadóttir þróunarstjóri og eiga þau tvær dætur. Tónlist 7-9-13 | Deep Jimi-menn ætla að frumflytja nýtt efni á nýjum stað 7-9-13. Hljómsveitin vinnur að nýju efni. Hefst kl. 21 og er miðaverð 1.000 kr. www.my- space.com/deepjimi Langholtskirkja | Útskriftartónleikar LHÍ. Vero- nika Osterhammer mezzósópr- an heldur söngtónleika í kvöld kl. 20. Veronika mun m.a. flytja lög eftir: Vivaldi, Mozart, Dvo- rák, Grieg, Hugo Wolf, Gordon Jacob, Þorkel Sigurbjörnsson, Louis Spohr og Sigvalda Kalda- lóns. Selma Guðmundsdóttir er meðleikari á tónleikunum. Organ | Popphljómsveitin The Way Down fagnar sumri með tónleikum sem hefjast kl. 22. Mun sveitin frumflytja ný lög af væntanlegri breiðskífu í bland við eldra efni. Á undan þeim spilar hljómsv. Bulldozer. Miða- verð er 500 kr. Myndlist Lista- og menningaverstöðin Hólmaröst | Myndlistarmað- urinn Richi Smith er með verk sín til sýnis og sölu á vinnu- stofu Gussa á 3. hæð t.v., á Vor í Árborg daganna 8. til 18. maí. Sýningin opnuð kl. 20. Opið er kl. 14-18 aðra daga. ReykjavíkurAkademían | Sýn- ingin List og fræði opnar á morgun, í Hoffmannsgallerí. Sýningin er byggð á samvinnu 6 fræðimanna Reykjavík- urAkademíunnar og jafn- margra listamanna. Sýningin er opin kl. 9-17 alla virka daga. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 7. maí, kl. 17. Gestur fundarins verður Gunnar Sigurjónsson sókn- arprestur í Digraneskirkju. Gunnar ætlar að segja hópnum frá starfi prestsins. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Fréttir og tilkynningar Blóðsöfnun á Snæfellsnesi | Í Stykkishólmi við Íþróttamiðstöð- ina kl. 8.30-12.30 og í Ólafsvík við Söluskálann kl. 14-17. Félag landfræðinga | Árlegt vor- þing Félags landfræðinga verður haldið í Norræna húsinu 9. maí kl. 13-18, í samvinnu við félag um- hverfisfræðinga og Skipulags- fræðingafélag Íslands. Flutt verða erindi á sviði umhverfis- og skipu- lagsmála, opnunarerindi flytur Auður Sveinsdóttir, dósent og brautarstjóri umhverfisskipulags við Landbúnaðarháskóla Íslands. Opið öllum og ókeypis. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15 Sími 551 4349, netfang maedur@simnet.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Í dag er Jóhanna Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli í Önund- arfirði 100 ára. Jó- hanna dvelur nú á sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar. Jó- hanna fæddist á Kirkjubóli 7. maí 1908, þriðja í röð- inni af fjórum börn- um þeirra Kristjáns Guðmundssonar og Bessabe Halldórs- dóttur. Elstur þeirra systkina var Ólafur, þá Guðmundur Ingi, og yngstur Halldór. Jóhanna ólst upp á Kirkjubóli og bjó þar allt til 2003. Hanna eins og Jóhanna var alltaf kölluð, ólst upp á miklu menningarheimili þar sem mikið var lagt upp úr að börnin legðu stund á alls kyns fræðslu jafn- framt því að sinna skyldum sín- um við heimilið og búið. Faðir hennar veiktist vegna liðagigtar þegar Hanna var tveggja ára og lá rúmfastur í tíu ár áður en hann lést langt um aldur fram. Það þurfti samheldin hóp og kraftmikla konu sem Bessa var til að halda öllu í föstum skorð- um og koma börnunum til manns. En Bessa hafði skilning á því að til þess að ná góðum þroska þyrfti að sinna menntun og menningu jafnt og hafa fæði og klæði. Þessum þroska náði Hanna þrátt fyrir að hafa ekki dvali að heiman nema einn vetur er hún fór að Laugaskóla í Reykjadal. Krafta sína og hæfi- leika hefur hún helgað sveit sinni, gróðri og búfé. Hún starf- aði mikið að félagsstörfum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu félög. Hún er ræktun- armanneskja, stendur trjágarð- urinn á Kirkjubóli sem merki um vinnu hennar. Jóhanna var frumkvöðull á sviði trjáræktar í sinni sveit og vann ötullega að því starfi allan sinn starfsaldur. Hún hafði oft yfir: gróðursettu tré og það mun vaxa meðan þú sefur. Hanna ræktaði líka alls kyns grænmeti í garðinum sín- um og var því snemma græn- meti á borðum á Kirkjubóli. Hanna var víða vel að sér, hún lærði dönsku og las hana allvel. Hún lærði líka esperanto, það var sjálfsnám og hafði Ólafur bróðir hennar kynnt það fyrir Jóhanna Kristjánsdóttir þeim systkinum. Hanna var mikil hugsjónamann- eskja. Esper- antó taldi hún vera eina leið til að leiða ólíkar þjóðir saman og hefta stríð. Hanna er ágætt ljóðskáld og orti margar vísur og ljóð um ævina. Þegar hún varð níræð ákvað Kvenfélag Mosvallahrepps, sem hún er heiðursfélagi í, að gefa út ljóð hennar í bókinni „Hríslurnar hennar Hönnu“ til að sýna henni þakklæti og virðingu fyrir vel unnin störf. Hanna á eina dóttur, Kol- finnu, og eru afkomendur nú átta. Líka ólust upp á Kirkjubóli tveir drengir sem komu sem ungbörn og búnir að missa móð- ur sína. Þeir hétu Ólafur Jóns- son og Jón Guðjónsson, Auk þess sem fjöldinn allur af börn- um var í sumarvist á Kirkjubóli. Aldrei hefur Hanna borið neinn starfstitil um ævina, ekki var hún nefnd bóndi, en samt rak hún búið ásamt bræðrum sínum fram á níræðisaldur, ekki var hún húsmóðir, þótt hún stæði fyrir heimilinu. Veraldlegar eig- ur hennar komust fyrir í einu 10 fermetra herbergi í nærri 300 fermetra Kirkjubólshúsinu. Hún fór alltaf eftir ráðlegging- um ömmu sinnar en hún sagði: „Vertu aldrei óvinnandi meðan þú vakir.“ Jóhanna stóð sannar- lega við það, þó eru engir lífeyr- issjóðir í landinu sem minnast þess, en ræktun hennar á landi og lýð ber henni vitni. Þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið á Patreksfirði fyrir nokkru sagð- ist hún ekkert skilja í sér að verða svona gömul þegar hún væri hætt að geta nokkurn hlut. En þótt hendurnar, og augun séu lúin þá er hugurinn heill. Oft ber hann hana heim að Kirkju- bóli þar sem krókusarnir í garð- inum eru farnir að kíkja upp úr moldinni og lömbin fara að kjaga á brauðfótum um varpann. Þar myndi hugurinn lifna og höndin styrkjast. Fyrir hönd Kvenfélags Mos- vallahrepps, Halla Signý Kristjánsdóttir. AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.