Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 möguleg, 4 mý- grútur, 7 vasabrotsbók, 8 kynið, 9 húsdýr, 11 korna, 13 vaxa, 14 sjónvarps- skermur, 15 hávaði, 17 ábætir, 20 leyfi, 22 kvendýr, 23 setjum, 24 út, 25 sterkja. Lóðrétt | 1 bogna, 2 skrið- dýrið, 3 rekald, 4 lemur, 5 athygli, 6 rás, 10 öfgar, 12 ílát, 13 á litinn, 15 hrósaði, 16 glerið, 18 lögum, 19 lengdarein- ing, 20 hvöss, 21 vætlar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mararbotn, 8 andar, 9 lifur, 10 alt, 11 sárar, 13 aumum, 15 leggs, 18 ógert, 21 tær, 22 grípa, 23 aftra, 24 skaprauna. Lóðrétt: 2 aldir, 3 aurar, 4 bolta, 5 tófum, 6 hass, 7 hrum, 12 agg, 14 ugg, 15 logn, 16 grísk, 17 stapp, 18 óraga, 19 ertan, 20 tían. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert vel einbeittur við verkefni sem þú þarft að klára. Í stað þess að þrengja sjónarhornið víkkar þú það. Eins og vefari sem vefur eitt munstur inn í annað. (20. apríl - 20. maí)  Naut Deildu þekkingu þinni. Fólk mun vera opnara fyrir reynslu þinni en þig grunar. Líklega muntu finna áheyr- endahóp sem étur upp hvert orð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur áhrif á aðra í gegnum hæfileika til að sýna samúð. Hvort sem þú vilt selja eitthvað eða fá ástvin til að láta af ósið er bara að tengja tilfinningalega. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarfnast snilldarhugmyndar til að vinna þér inn aukapening, þú færð hana! Fáðu fólk til að hjálpa þér; vini, elskhuga, alla sem dást að snilli þinni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að vinna úr neyðarlegum aðstæðum á samkundu. Ef þú getur ekki reddað þessu með gáfulegum at- hugasemdum, notaðu þá það sem kemur fyrst upp í hugann. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Komið verður til móts við þarfir þínar á sérstakan hátt. Sumir standa ekki við orð sín, en aðrir eru bæði gjafmildir og ástríkir. Þetta jafnast allt út. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það vill svo ótrúlega til að um leið og kaupið þitt hækkar eykst eyðslan. Ó, þetta er kannski engin tilviljun! Mundu að þú hefur stjórn á hvorum tveggja víg- stöðvum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú kemur einföldum kurteis- isreglum á svo hátt plan að þær líkjast listformi. Þú nýtur viðbragðanna sem þú færð þegar þú eyðir athygli á fólk og gleð- ur það þannig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hillurnar í búðinni eru skyndilega fullar af dóti sem þú vilt eiga. Þess vegna er þetta slæmur inn- kaupadagur. Hafðu bara seðla, ekki kort. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt aðrir séu ánægðir þarft þú ekki að vera það. Treysta þeir á að þú hækkir viðmiðið? Þú sættir þig ekki við meðalmennsku þegar þetta getur orðið frábært. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Línan á milli vináttu og við- skipta óskýrist. Það er alþjóðlegt fyr- irbæri. Þegar á reynir vita allir hvar vald- ið liggur. Haltu þér á tánum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ættir að endurmeta stöðu þína í félagi eða sambandi. Ef þú þarft að breyta reglunum er núna góður tími til þess. Aðrir laga sig að þeim. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á alþjóðlega Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Sigur- vegari mótsins, sænski stórmeist- arinn Tiger Hillarp-Persson (2.491), hafði hvítt gegn kollega sínum og landa Evgeny Agrest (2.567). 28. Rd5! exd5 svartur hefði orðið mát eftir 28. … Rxd5 29. Dh7 Kf7 30. Bg6# og einnig eftir 28. … Hxd5 29. Dh7 Kf7 30. Bg6 Rxg6 31. Hf1+. Framhaldið varð: 29. Dh7+ Kf7 30. Df5+ Kg8 31. Dh7+ Kf7 32. Hf1 dxc4 33. Be4 Hd1 34. Hxd1 Dc8 35. Hf1 Dg4 36. Bd5+ He6 37. De4 Ke8 38. Bxe6 Dxe6 39. Dxf4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Vel vopnun búinn. Norður ♠Á102 ♥– ♦ÁKG832 ♣9863 Vestur Austur ♠K5 ♠4 ♥D10864 ♥953 ♦65 ♦D10974 ♣G1074 ♣ÁK52 Suður ♠DG98763 ♥ÁKG72 ♦– ♣D Suður spilar 5♠. Margir spilarar hafa í vopnabúri sínu sagnvenju sem gerir þeim kleift að spyrja um lykilspil fyrir utan ákveð- inn lit – Exclusion Key Card, er enska heitið, en aðferðin felst í stökki upp á fimmta þrep í þeim lit sem spyrjandinn vill útiloka. Aðalsteinn Jörgensen fékk tækifæri til að nota sagnvenjuna á Ís- landsmótinu. Félagi hans, Sverrir Ár- mannsson, vakti í norður á Precison- tígli og Aðalsteinn svaraði með 1♠. Sverrir valdi að hækka í 2♠ á þrílitinn og þá uppgötvaði Aðalsteinn að hann var með hárréttu spilin fyrir Exclu- sion-sagnvenjuna og stökk í 5♦. Í kennslubókum á svarhönd mikilvæg- ustu lykilspilin (sem hér væru ♠ÁK og ♣Á), en veruleikinn er grár, Sverrir átti bara eitt lykilspil og sagði frá því með 5♠. Aðalsteinn passaði, tók tólf slagi eins og aðrir sagnhafar, líka þeir sem voru svo illa vopnum búnir að vill- ast í slemmu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvar var skotpallur eldaflaugarinnar sem nemendurHáskólans í Reykjavík skutu á loft á mánudag? 2 Hver varð Evrópumeistari einstaklinga í skák á nýaf-stöðnu móti í Búlgaríu? 3 Hvaða virkjunaráætlunum mótmæltu landeigendur áausturbakka Þjórsár á mánudag? 4 Hvað nefnist færeyska þungarokkssveitin sem er aðgefa út fjórðu breiðskífu sína? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvað kallast felli- bylurinn sem olli mannskaða og miklu tjóni í Búrma um helgina? Svar: Nargis. 2. Í hvaða kirkju sótti hesta- fólk á höfuðborg- arsvæðinu messu á sunnudaginn? Svar: Seljakirkju. 3. Hverj- ir urðu Íslands- meistarar í handknattleik karla og kvenna í ár? Svar: Haukar í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki. 4. Hver er nýkjörinn forseti Skáksambands Íslands og hver er forveri hans? Svar: Björn Þor- finnsson tók við af Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR verður í Kenn- araháskóla Íslands í Bratta, fyrirlestrarsal í Hamri í dag, 7. maí, kl. 16-17. Kristín Á. Ólafs- dóttir flytur fyrirlesturinn Leiklist í skólastarfi – Til hvers? Hvað þarf til? Í fyrirlestrinum byggir Kristín aðallega á meistararitgerð sinni frá 2007: Þróun leik- rænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Að stærstum hluta byggist hún á viðtölum við 17 þátttakendur sem flestir hafa notað leikræna tjáningu í kennslu. Skýr niðurstaða rannsóknarinnar er að ekki dugði að setja leikræna tjáningu í aðalnámskrá til að tryggja framgang hennar. Margvíslegar aðgerðir og stuðningur í raun verður að fylgja ef nýjar aðferðir í kennslu eiga að ná fótfestu og hefðir að breytast í skólastarfinu, segir í tilkynn- ingu. Leiklist í skólastarfi Á MENNINGARHÁTÍÐINNI Kópavogsdögum sem nú stendur yfir verður fluttur fyrirlesturinn Þríhnúkagígur – Nýr ferðamöguleiki? í dag, miðvikudaginn 7. maí, í Menningarmiðstöðinni, náttúrufræðistofunni við hliðina á Salnum í Kópavogi kl. 17. Kópavogsdagar, árleg menn- ingarhátíð í Kópavogi standa til 11. maí. Einar K. Stefánsson, verkfræðingur hjá VSÓ- ráðgjöf, fjallar um verkstöðu og næstu skref í verkefninu „Frumathugun á aðgengi Þríhnúka- gígs“ sem snýst um fýsileika þess að nýta Þrí- hnúkagíg til ferðamennsku. Um þetta málefni má lesa nánar á heimasíðu VSÓ-ráðgjafar: http://vso.is/A-trihnukar/ Verkefni/valin-verkefni-Thrihnukagigur/0- Thrihnukagigur-Forsida.html Þríhnúkagígur – Nýr ferðamöguleiki? Röng höfundarmynd Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist röng mynd með grein Valdimars Harðarsonar lands- lagsarkitekts um óperuhús í Kópavogi. Myndin var af Valdimar Harðarsyni, arkitekt FAÍ, en hann er einn af höf- undum einnar tillögu um óperuhús í Kópavogi. Greinin Ó, ó, óperuhús er honum óvið- komandi. Morgunblaðið biður þá vel- virðingar á mistökunum. Engin ákvörðun tekin um kanadískar herþotur EFTIRFARANDI leiðrétting hefur borist frá Önnu Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi, vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 5. maí sl. undir fyrirsögninni Herþotur Frakka lenda í dag: „Í fréttinni er sagt: „Þá sé í haust von á herþot- um frá Kanada,“ og á þar við eftirlit á vegum Atl- antshafsbandalagsins. Raunin er sú að ennþá hef- ur engin ákvörðun þess efnis verið tekin í Kanada.“ LEIÐRÉTT Valdimar Harðar- son landslags- arkitekt FÍLA. STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um opinbera há- skóla. Margt gott er í því að finna sem gerir mögulega sameiningu við Kennaraháskólann og fagnar Stúdentaráð því sérstaklega að í frum- varpinu sé hvergi heimild til upptöku skóla- gjalda, segir í frétt frá stúdentaráðunum Í samantekt kemur fram að Stúdentaráð HÍ, Stúdentaráð KHÍ og BÍSN eru uggandi vegna nokkurra atriða. Nefnd eru umbylting á skipun háskólaráðs sem fer með allar meiriháttar ákvarðanir innan háskólans, val rektors og rúm- ar gjaldtökuheimildir. Hvergi heimild til upptöku skólagjalda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.