Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 41

Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 41 Sýnd í álfabakka ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára SUPERHERO MOVIE kl. 8 LEYFÐ P2 kl. 10 B.i. 16 ára IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára FORGETTING SARAH M. kl. 8 B.i. 12 ára 21 kl. 10:30 B.i. 16 ára SKEMMTILEGASTA RÓMANTÍSKA GAMANMYND ÁRSINS Sýnd í álfabakka Sýnd í kringlunni og keflavík Sýnd í keflavík Sýnd á akureyri Sýnd á SelfoSSi UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd í álfabakkaSýnd í álfabakka og akureyri Sýnd í kringlunni og SelfoSSi Sýnd í álfabakka frábær öðruvíSi Spennumynd í leikStjórn paul HaggiS, (CRASH) eeee BBC eeee Ebert eeee S.V. - MBL IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára THE RUINS kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd í álfabakka eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir Í kringum 1980 kom fram á sjón-arsviðið í Bretlandi kynslóð rit-höfunda sem átti eftir að koll- varpa hugmyndum umheimsins um breska skáldsagnagerð. Þessir höf- undar fleyttu breskum skáldskap inn í samtímann með þeim hætti að tekið var eftir. Fljótlega stóðu fjórir eftir sem ókrýndir konungar breskr- ar samtímaskáldsagnagerðar; þeir Julian Barnes (f. 1946), Ian McEwan (f. 1948), Salman Rushdie (f. 1947) og Graham Swift (f. 1949). Ein- hverjir kynnu að vilja raða Martin Amis (f. 1949) í þennan hóp, en sól hans hneig svo snöggt til viðar á síð- asta áratug tuttugustu aldar að lítið hefur kveðið að honum síðan. Fyrir þessum mönnum í skapandi för þeirra inn á nýjar slóðir í skáld- sagnagerð fór Angela Carter – nærri áratug eldri – með ferskum andblæ, aðferðum og hug- myndafræði. Einn fyrrgreindra fjór- menninga var reyndar nemandi hennar í skapandi skrifum, þ.e.a.s. McEwan, og annar nemandi hennar Kazuo Ishiguro (f. 1954) sem er nokkru yngri en hinir þrír skapaði sér einnig nafn um áþekkt leyti og þeir.    Flaubert’s Parrot, eftir Barnes,The Child in Time, eftir McEw- an, Midnight’s Children eftir Rus- hdie og Waterland Grahams Swifts eru án efa þær bækur sem lögðu grunninn að velgengni þessara höf- unda og vöktu á þeim athygli um heim allan. Allar voru þessar bækur þýddar á tugi tungumála og höfund- arnir urðu heimsfrægir á svip- stundu. Þeir voru góðir kunningjar og Barnes, McEwan og Rushdie reyndar nánir vinir. Síðan þetta var hefur gengið á ýmsu í ferli þeirra allra. Rushdie náði athygli heimsins alls er lífi hans var ógnað fyrir að hafa skrifað The Satanic Verses (Söngvar satans) – hann þurfti að fara í felur og reglulega birtust fréttir af útlegð hans, allt þar til hann taldi óhætt að gera tilraun til sæmilega eðlilegs lífs árum seinna. Hinir gátu lifað sínu lífi og haldið sínum skrifum áfram með reglu- bundnum hætti. Allir nema Barnes hafa þeir unnið til Bookerverðlauna.    Enginn þeirra þarf m.ö.o. aðkvarta yfir því að athygli um- heimsins hafi ekki verið næg, þeir hafa notið meiri umbunar en flestir rithöfundar gera sér vonir um yf- irleitt. Óhjákvæmilega vekur þó at- hygli þegar einn úr svona hópi skýst fram úr hinum á ógnarhraða, enda ekki mjög algengt að alvarlegir rit- höfundar nái þeim stjörnustatus að almenningur um heim allan þekki til verka þeirra. Slíkur heiður hefur yf- irleitt fallið reyfarahöfundum í skaut nú þótt ekki megi gleyma hlut- deild J.K. Rowling, höfundar Harry Potter-barna- og unglingabókanna í heimsfrægðinni. En eftir að Atone- ment eftir McEwan kom út tók ferill hans þann kipp er dugði honum til að öðlast slíka heimsfrægð; honum stendur nú allt til boða og hefur lítið gert annað undanfarið en ferðast um heiminn til að halda fyrirlestra og lesa úr verkum sínum. Samnefnd kvikmynd sem gerð var eftir bókinni og vakti mikla athygli í slagnum um Óskarsverðlaunin í vetur bætti enn stöðu hans. Þær bækur sem fylgdu í kjölfar Atonement, Saturday og On Chesil Beach, ýttu enn frekar undir þá skoðun lestrarhesta heimsbyggð- arinnar að kominn væri fram ókrýndur meistari fagurbókmennta sem erfitt verður að skáka á næst- unni. Svo á bara eftir að reyna á hvort einhver sem notið hefur við- líka vinsælda og Ian McEwan er ekki með þeim vinsældum búinn að skrifa sig frá öllum möguleikum á að hreppa mestu heiðursverðlaun bók- menntanna, sjálfan Nóbelinn. Fremstur meðal jafningja AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir » Óhjákvæmilega vekur þó athygli þegar einn úrsvona hópi skýst fram úr hinum á ógnarhraða, enda ekki mjög algengt að alvarlegir rithöfundar nái þeim stjörnustatus að almenningur um heim allan þekki til verka þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Vinsæll Breski rithöfundurinn Ian McEwan var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum. fbi@mbl.is TVÆR gjörólíkar kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í kvöld. Redacted Leikstjórinn Brian De Palma er þekktastur fyrir spennumyndir á borð við Scarface, The Untouch- ables og Mission: Impossible, en rær á ný mið í nýjustu mynd sinni Redacted. Þar segir frá hryllileg- um glæpum bandarískra her- manna nálægt bænum Al- Mahmudiyah í Írak í mars árið 2006. Hópur hermanna nauðgaði fjórtán ára gamalli stúlku og myrti hana, foreldra hennar og litlu systur. Viðbrögðin við mynd- inni hafa verið misjöfn, De Palma hefur verið sakaður um föð- urlandssvik fyrir það að sýna bandaríska herinn í neikvæðu ljósi og myndin hlaut dræma aðsókn í bandarískum kvikmyndahúsum. De Palma fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum, en gagnrýn- endur hafa ýmist lofað myndina í hástert eða sagt hana lélega með afbrigðum. Empire: bbnnn Metacritic: 52/100 What Happens in Vegas Í þessari gamanmynd segir frá samkvæmisljóninu Jack Fuller og kaupsýslukonunni Joy McNally sem eru jafn ólík og svart og hvítt er slysast til að gifta sig þegar þau eru úti að skemmta sér í Las Veg- as. Til þess að flækja málin enn frekar vinna þau þrjár milljónir dollara í fjárhættuspili á brúð- kaupsnóttina, svo að þau þurfa að gera upp deilumál sín eftir þessa afdrifaríku nótt fyrir dómstólum. Leikstjóri er Tom Vaughan og með aðalhlutverk fara þau Came- ron Diaz og Ashton Kutcher. Engin gagnrýni hefur enn verið birt um myndina, enda verður hún heimsfrumsýnd hér á landi í kvöld. Frumsýningar» Hernaður Í kvikmyndinni Redacted er fjallað um voðaverk bandarískra hermanna í Írak. Glæpir og gaman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.