Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1
LÍKLEGT er að mannvirkjagerð í heild sinni detti niður á svipað stig og var fyrir 2004, störfum muni þá fækka og bygging íbúða dragast hratt saman í ár og á næsta ári en jafni sig eftir það. Búast má við að mörg fyrirtæki lendi í alvarlegum vanda og at- vinnuleysi aukist í greininni. Þetta kom fram í máli Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, á morgun- verðarfundi í gær. Forsvars- menn tveggja stórra byggingar- verktaka, Íslenskra aðalverktaka og Eyktar, segja að verkefna- staða þeirra sé góð á þessu ári. Hins vegar hafi ástandið um þessar mundir leitt til þess að hægt hafi verið á framkvæmdum við ýmsar íbúðabyggingar. For- stjóri Eyktar á von á að íbúða- markaðurinn hér taki aftur við sér þegar líða tekur á árið 2009. Fram að því megi búast við því að framleiðsla íbúða verði með hæg- asta móti hér á höfuðborgar- svæðinu. „Við erum vel settir með verkefni en þess sjást merki á markaðinum að það er að draga úr,“ aðstoðarforstjóri ÍAV. | 2 og 11 Morgunblaðið/RAX Spá hægagangi í íbúðabyggingum Nýtt byggingarsvæði Mikið hefur undanfarið verið byggt af fjölbýlishúsum á Norðurbakkanum, rétt við miðbæ Hafnarfjarðar. STOFNAÐ 1913 137. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Á KREIKI Í CANNES ANGELINA JOLIE Á BLAÐAMANNAFUNDI FÓLK >> 43 HEFUR STAÐIÐ VIÐ SKENKINN FRÁ 1958 DAGLEGT LÍF >> 18 Á MOKKA Í HÁLFA ÖLD FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FRÁ árinu 1996 hafa Íslendingar tekið á móti 277 flóttamönnum og hefur mikill meirihluti þeirra farið til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Sem dæmi má nefna að árið 1996 tóku Ísfirðingar á móti 30 flóttamönnum, Blönduósbúar tóku á móti 23 árið 1998 og árið 2000 tóku Siglfirðingar á móti 24 flóttamönnum. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður flótta- mannaráðs, segir að móttaka flóttamanna hafi ávallt gengið vel og þeir hafi aldrei fundið fyrir fordómum af hálfu Íslendinga. Hún harmar jafnframt neikvæða umræðu meðal sumra á Akranesi. Íslendingar tóku fyrst á móti flóttamönn- um með skipulögðum hætti árið 1956 þegar hingað komu 52 Ungverjar sem höfðu flúið undan innrás Sovétríkjanna í landið. Fram til ársins 1991 bættust um 150 manns í hóp- inn, tæplega 100 frá Víetnam auk hópa frá Júgóslavíu og Póllandi. Alls hafa Íslend- ingar því tekið á móti tæplega 500 flótta- mönnum frá árinu 1956. Aldrei áður andstaða Sú staða sem upp er komin á Akranesi, þar sem bæjarfulltrúi Frjálslynda flokks- ins, Magnús Þór Hafsteinsson, hefur haft forystu um að mótmæla komu flóttamann- anna og þar sem undirskriftum er safnað í sama tilgangi, er algjört einsdæmi hér á landi. Aldrei áður hefur komu flóttamanna verið mótmælt með þessum hætti. Í texta undirskriftalistanna segir m.a. að þeir sem skrifi undir telji að velferðarkerfi bæjarins, leikskólar, grunnskólar og heil- brigðis- og félagsmálakerfi sé ekki í stakk búið til að takast á við slíkt verkefni. Þessu hafnar Gísli S. Einarsson bæjarstjóri alfar- ið og segir bæjarfélagið vel í stakk búið til að taka á móti flóttamönnunum. Hann benti auk þess á að Akurnesingum hefði fjölgað um 30 á hverjum mánuði að meðaltali síð- asta eina og hálfa árið. Komi 20 börn með mæðrum sínum, eins og hugsanlegt er, sé pláss fyrir þau í skólunum og lítið muni um þessa fjölgun. Það má líka benda á að á árunum 2000- 2007 fjölgaði íbúum á Akranesi um rúmlega 900 eða úr 5.433 í 6.345. Að meðaltali fjölg- aði Akurnesingum því um 130 á hverju ári. Palestínsku flóttamennirnir sem bætast í þennan hóp í haust verða 30. Fólkið kemur frá Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak þar sem það býr við erfiðar aðstæður. | 8 Reuters Flóttamenn Palestínsk kona eldar í flótta- mannabúðum í Írak, skammt frá Sýrlandi. Flótta- mönnum vel tekið Frá 1996 fór meiri- hlutinn út á land ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir að hugsanlega þurfi að hafa áhyggjur af skorti á orku nú þegar hætt hefur verið við Bitruvirkjun: „Það er ljóst að er- lend stórfyrirtæki hafa áhuga á að setja upp framleiðslu hér á landi, mengunarlausa en orkufreka stór- iðju, sem hugsanlega myndi skapa bæði verðmæti og störf. Við þá stöðu sem núna er komin upp gæti slegið í bakseglin,“ segir hann. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að hætta undirbúningi Bitruvirkjun- ar og fresta öllum frekari fram- kvæmdum á svæðinu. Kom ákvörðunin í framhaldi af áliti Skipulagsstofn- unar þar sem virkjunin er sögð óviðun- andi, m.a. vegna veru- legra, nei- kvæðra og óaft- urkræfra áhrifa á landslag og ferðaþjónustu. Össur telur að atburðir gærdagsins muni ekki hafa mikil áhrif á þróun jarðgufu- virkjana hér á landi: „Ég er ósam- mála forstjóra Orkuveitunnar um það, en hann heldur að þetta muni hafa mikil áhrif og að jafnvel verði illmögulegt að halda áfram nýt- ingu jarðhita,“ segir Össur. „Sér- stakar aðstæður tengjast Bitru, sem felast í því að virkjunarstað- urinn er mjög nálægt þéttbýlis- kjarna þar sem þorri íbúa hefur lagst þungt gegn virkjuninni af ýmsum ástæðum.“ Raforkuframleiðsla með gufuafli hér á landi hefur tvöfaldast frá árinu 2005. Í júlí á síðasta ári hafn- aði iðnaðarráðherra umsóknum um leyfi til rannsókna á möguleik- um virkjunar gufuafls í Brenni- steinsfjöllum, Kerlingafjöllum og víðar. Össur segir að þeirri ákvörðun hafi ráðið að um ósnortin svæði var að ræða. | 2, 9, Miðopna Skortur á orku get- ur orðið vandamál  OR blæs af Bitruvirkjun í kjölfar álits Skipulagsstofn- unar  Iðnaðarráðherra segir að slegið geti í bakseglin Össur Skarphéðinsson EDWARD M. Kennedy, öld- ungadeildar- þingmaður frá Massachusetts, hefur greinst með heilaæxli. Hann var flutt- ur á sjúkrahús í Boston um helgina eftir að hafa fengið flog og kom í ljós að hann var með illkynja æxli í vinstra hvirfilblaði. Slík æxli eru oftast meðhöndluð með geislameðferð og lyfjum. Kennedy er 76 ára og hefur átt sæti í öldungadeildinni frá 1962. Bróðir hans, John Kennedy, var forseti 1961 til 1963 er hann var myrtur. Annar bróðir, Robert Kennedy, var myrtur 1968 er hann reyndi að hreppa tilnefningu demókrata sem forsetaefni. Edward Kennedy Kennedy með heilaæxli Dauðasyndirnar >> 37 Magnaðar stundir í leikhúsinu Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.