Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 39
SÍÐUSTU SÝNINGAR
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS!
55.000 MANNS!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
-bara lúxus
Sími 553 2075
eeee
“Ein besta
gamanmynd ársins”
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
-S.V., MBL
eeee
- 24 stundir
- H.J., MBL
eeee
Sýnd kl. 6Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:30
Sýnd kl. 8
CAMERON DIAZ
OG ASHTON KUTCHER
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND!
BÚÐU ÞIG UNDIR...
STRÍÐ!
BARÁTTA
KYNJANNA
ER HAFIN!
Prom Night kl. 6 - 8:30 - 10:30 B.i. 14 ára
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15
21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Sýnd kl. 6, 8 og 10:30
HAROLD OG KUMAR
ERU MÆTTIR AFTUR
Í SPRENGHLÆGILEGRI
GAMANMYND
Stærsta kvikmyndahús landsins
CAMERON DIAZ
OG ASHTON KUTCHER
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND!
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
eee
„Þrælskemmtileg mynd
um baráttu kynjanna.
Húmorinn missir sjaldan marks.”
T.V. - Kvikmyndir.is
eee
“Bragðgóður skyndibiti sem
hæfir árstíðinni fullkomlega”
- S.V., MBL
BÚÐU ÞIG UNDIR...
STRÍÐ!
BARÁTTA
KYNJANNA
ER HAFIN!
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
19 LIÐ frá jafnmörgum löndum kepptu í fyrri
forkeppni/undanúrslitum Evróvisjón-söngva-
keppninnar í gærkvöldi og komust tíu lönd upp
úr henni, eins og reglur gera ráð fyrir: Grikk-
land, Rúmenía, Bosnía-Hersegóvína, Finnland,
Rússland, Ísrael, Aserbaídsjan, Armenía, Pól-
land og Noregur. Fulltrúar Íslendinga, Euro-
bandið, keppa annað kvöld og þá verður spenn-
an að sjálfsögðu í hámarki hér á Fróni. Aðal-
keppnin fer svo fram tveimur dögum síðar,
laugardaginn 24. maí.
Útsendingin í gær hófst á ljúfum barnakórs-
söng og allt virtist ætla að ganga hnökralaust
fyrir sig en sú varð þó ekki raunin. Hljóðið virt-
ist sérstaklega lélegt og voru margir söngv-
aranna falskir, líklegt að þeir hafi ekki heyrt
nægilega vel í sér á sviðinu. Þulur Sjónvarps-
ins, Sigmar Guðmundsson, stóð sig hins vegar
með ágætum, þrátt fyrir að nota frasann „með
trukki og dýfu“ tvisvar.
Finnar komu á óvart
Blaðamaður Morgunblaðsins í Belgrad,
Dagur Gunnarsson, fylgdist með forkeppninni
með íslenska hópnum á píanóbar Hotel Cont-
inental, skammt frá höllinni þar sem keppnin
fer fram, og tók púlsinn á þeim Regínu Ósk og
Friðriki Ómari að lokinni keppni. Þau syngja
lagið „This is My Life“ með Eurobandinu ann-
að kvöld, eins og alþjóð veit. Úrslitin í gær voru
sanngjörn að þeirra mati.
Regína Ósk sagði að sér hefði komið
skemmtilega á óvart að Finnar skyldu komast
áfram og hún væri mjög ánægð með að báðar
Norðurlandaþjóðirnar skyldu komast áfram,
þ.e. Finnar og Norðmenn. Finnarnir hafi verið
kraftmiklir og flottir á sviði. Friðrik Ómar
sagðist ekki hafa átt von á að Aserbaídsjan
skyldi komast áfram, en það hafi farið mikið
fyrir kynningarherferð hópsins.
Bæði Regína og Friðrik áttu von á að írski
kalkúnninn Dustin kæmist áfram en hann sat
eftir með sárt ennið. Grikkirnir hefðu virkilega
átt skilið að komast áfram og Armenar einnig
en sviðsframkoma Rússans Dima Bilan hefði
hins vegar verið veik og atriðið ekki gott. Bilan
er stórstjarna í Rússlandi og þénaði milljarða
á síðasta ári og sögðu Friðrik og Regína að það
væri dálítið grunsamlegt að á eftir hans atriði
hefði verið gert auglýsingahlé, þegar aðeins
átti eftir að flytja eitt lag. Ástæðan var sögð sú
að sviðsmyndin sem fylgdi Rússanum væri of
fyrirferðarmikil fyrir snögga skiptingu. Rúss-
inn hefði ætlað að hafa hana enn stærri en ver-
ið settir afarkostir; annaðhvort að velja stiga
eða skautasvell, hann gæti ekki verið með
hvort tveggja. Friðrik og Regína töldu að Ís-
lendingar kæmust aldrei upp með slíka stæla
eða fyrirferð.
Ánægð með sitt
Regína og Friðrik voru ekki sammála um
frammistöðu Belga, Regína sátt við að þeir
kæmust ekki áfram en Friðrik ekki. Blaða-
maður spurði þau hvort staða þeirra hefði eitt-
hvað breyst eftir gærkvöldið, hvort þau væru
einbeittari eftir að sjá frammistöðu annarra
keppenda og fékk þau svör að þau ætluðu að
halda sínu striki, væru mjög ánægð með sitt
atriði og sínar æfingar og þá sérstaklega með
myndvinnslu á atriðinu. Þau væru vel und-
irbúin og handritinu að atriðinu vel fylgt, þ.e.
hvar myndavélar eiga að vera og önnur þess
háttar tækniatriði. Það er því borubratt Euro-
band sem stígur á svið annað kvöld.
Sanngjörn úrslit
Reuters
Fyrirferðarmikill Rússinn Dima Bilan lagðist
á sviðið og svo kom auglýsingahlé.
Reuters
Sirusho frá Armeníu Stóð sig vel í fyrri und-
anúrslitum Evróvisjón í gærkvöldi.
Friðrik Ómar og Regína Ósk eru sátt við úrslit gærkvöldsins í Evróvisjón
Morgunblaðið/ Dagur Gunnarsson
Sæl Regína Ósk og Friðrik Ómar í Belgrad.