Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Júlíus Guð-laugsson var fæddur 18.2. 1931 í Efra-Hofi í Garði og lést á heil- brigðisstofnun Suðurnesja í Kefla- vík 11.5. 2008. Foreldrar hans voru Guðlaugur Oddsson sjómaður og fiskimatsmaður í Garði, f. 27.2. 1897, d. 16.3. 1981 og Þórunn Guðlaugs- dóttir, f. 2.10. 1903, d. 23.2. 1976. . Júlíus var yngstur fjögurra systkina. Elstur var Einar, f. 6.12. 1923, d. 14.6. 1986. Næstur var Hörður, f. 24.11. 1925, d. 9.2. 1926. þá Guðbjörg, f. 12.1. 1927, d. 10.1. 1990. Áríð 1952 giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Ellen Ein- 1951, sambýliskona hans er Haf- dís Helgadóttir þroskaþjálfi, f. 9.1. 1953, þau eru búsett í Reykja- vík. Börn Arnar eru Jan Schnei- der, f. 30.1. 1970, giftur Susan Race, þau eiga eitt barn saman, Otto, en Jan á fyrir dótturina Lenu. Sigríður Ellen viðskipta- fræðingur, f. 9.1.1979, gift Kára Birni Þorsteinssyni pípulagning- armeistara, f. 14.11. 1974, börn þeirra eru Guðni Freyr, f. 7.3. 2005, og Þorsteinn Ingi, f. 18.7. 2007. Þau eru búsett á Sauð- árkróki. Erna Sif líffræðingur, f. 31.8. 1981, gift Hlyni Ómarssyni garðyrkjufræðingi, f. 1.5. 1978, og Arndís, f. 30.11. 1985. Júlíus var sjómaður framan af ævi. Síðan tóku við ýmis störf, m.a. vann hann hjá Landsíma Ís- lands, síðan við járnabindingar bæði innanlands og í Svíþjóð og gerði út bát um tíma. Síðustu árin vann hann í áhaldahúsi Gerða- hrepps. Útför Júlíusar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 21. maí og hefst athöfnin kl. 13. arsdóttur, f. 5.7. 1923.og bjuggu þau í Efra-Hofi í Garði frá 1981 en áður á Reykjavíkursvæðinu. Börn þeirra eru Guðlaugur rafvirki, f. 26.10. 1959, bú- settur í Reykjavík, giftur 17.8. 2002 Kulli Kuur lögfræð- ingi, f. 20.7. 1968, frá Tallin í Eistlandi. Þau eru barnlaus. Guðríður, f. 13.3. 1965, giftist 14.5. 1994 Sigurjóni Hjaltasyni, f. 29.10. 1968. Þau eru bændur í Raftholti. Þau eiga eitt barn sam- an, Helgu Sunnu, f. 27.6. 1996. Fyrir átti Guðríður einn son, Eini Frey Helgason, f. 29.6. 1983, nema. Júlíus og Ellen ólu upp einn fósturson, Örn Valberg Úlf- arson, byggingarverktaka, f. 2.9. Júllí á Hofi var aðstoðarverk- stjóri í Áhaldahúsinu þegar ég kom haustið 1990 sem nýráðinn sveitarstjóri í Garðinn. Hann var einn af þeim starfsmönnum sem ég kynntist strax og þurfti að hafa mikil samskipti við. Júlli var áhugasamur starfsmaður og fræddi mig, aðkomumanninn, um margt í Garðinum bæði hvað varð- aði sögu, framkvæmdir og mann- lífið. Júlli var einstaklega léttur og skemmtilegur í allri umgengni. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var ekkert að leyna sínum skoðunum og var óhræddur við að segja mér sína skoðun á ýmsu sem snerti stjórnun sveitarfélagsins. Ekki var hann nú alltaf sáttur við það sem ákveðið var að gera eða gera ekki og lét mig heyra það. Stundum var líka um stríðni að ræða en hann hafði gaman af því að gantast með hlutina. Ekki lá hann heldur á liði sínu að gefa mér nýbyrjuðum sveitarstjóranum góð ráð, hvernig standa ætti að hlutunum. Það var hressilegt að fá Júlla í heimsókn á skrifstofuna. Ég og stelpurnar settumst gjarnan í spjall með Júlla á kaffistofuna. Það voru skemmtilegar og hressi- legar umræður um mannlífið al- mennt og nánasta umhverfið. Þegar Júllí lét af störfum í áhaldahúsinu hélt hann áfram að koma í kaffi á skrifstofuna og oft kom Ella kona hans með honum. Mér fannst ómissandi að gefa sér tíma í stutt spjall við þau ágætu hjón. Það var mjög lærdómsríkt að hlusta á skoðanir þeirra og frá- sagnir frá fyrri tíð. Júlli er einn af þeim mönnum sem maður mun alla tíð muna eft- ir. Hann var svo ótrúlega léttur og hress og hann hafði svo ákveðnar skoðanir á öllu. Það var ánægju- legt að fá tækifæri til að kynnast svo ágætum félaga. Við hjónin sendum Ellu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Jónsson. Blessaður, afi minn. Alltaf studdir þú mig í öllu sem ég tók fyrir hendur, brostir og óskaðir mér velgengni og farsældar, og geri ég hér með hið sama. Ég get ekki að því gert en að hugsa til baka og minnast góðu tímanna með bros á vör. Þegar þú varst með gulrótaræktina, svo þaulhugs- aða, að uppskeran var sennilega sú bragðbesta á öllu landinu, og þó víðar væri leitað. Þegar við spil- uðum á spil langt fram eftir kvöldi; ólsen ólsen, rússa, fimm-upp og jafnvel tafl eða myllu. Þegar þú tókst þá ákvörðun að taka ellinni bara létt og keyptir þér gömlu- kallahatt sem fékk annað fólk í umferðinni til að gæta vel að þeg- ar þú áttir ferð hjá. Það er margt gott sem mig lang- ar alveg ofsalega að segja, en það er allt annað en auðvelt að koma því í orð. Guð geymi þig, afi minn, einhvern daginn tökum við aftur í spil þegar við hittumst eftir þetta líf. Einir Freyr Helgason. Júlli svili minn er dáinn. Við vorum þrír jafnaldrar sem sótt- umst eftir dætrum Einars Ein- arssonar, klæðskera. Þegar ég kynntist Júlla var hann þegar gift- ur Ellu systur Siggu konu minnar. Þegar við Sigga vorum í tilhugalíf- inu var gott að heimsækja Ellu og Júlla, en þau áttu þá heima á Bjarmalandi við Rauðalæk, í Reykjavík. Þar var alltaf gest- kvæmt, alveg sama hvenær sem mann bar að garði. Ella bakaði pönnukökur og Júlli sagði sögur, en Júlli hafði einstakan frásagn- arhæfileika. Hann fór létt með að færa hversdagslega hluti í skemmtilegan búning. Þegar Ella og Júlli fluttu í Garð- inn, þá lá leiðin þangað. Það voru ófáir sunnudagstúrarnir til þeirra. Það var oft kátt á hjalla. Góða skapið fylgdi þeim hvert sem þau fóru og allir voru velkomnir í sveitasæluna til þeirra. Ég sé Júlla og Ellu fyrir mér í gulrótargarð- inum, sem þau önnuðust af stakri natni. Það voru margir pokarnir af gómsætum gulrótum, sem við bár- um með okkur heim. Við hjónin eigum margar ljúfar minningar frá þessum tíma. Það var svo fallegt í Garðinum, eftir að þau fluttu þangað, meira að segja veðrið breyttist. Ella og Júlli voru vön að dásama veðrið og það var eins og það hefði tekið stakkaskiptum. Rokið sem Garðurinn var frægur fyrir hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar þau fluttust þangað, að minnsta kosti í minningunni var alltaf blíðskapar- veður þar, þegar við komum í heimsókn. Nú seinni árin var Júlli oft veik- ur, en hann var ekki vanur að bera veikindi sín á torg. Þau hjónin bjuggu í Hofinu, í Garðinum, þrátt fyrir veikindi hans, en Júlli þurfti oft að leggjast inn á spítala, en rétti alltaf við aftur og kom heim í Hofið til Ellu sinnar. Við hjónin kvöddum Júlla á spít- alanum tveimur dögum áður enn hann var allur. Þá brá fyrir sömu gömlu glettninni, hjá honum. Sigga spurði hann hvort hún mætti ekki biðja fyrir honum. „Það ætti ekki að saka,“ sagði hann og brosti í kampinn, eins og í gamla daga. Þrátt fyrir að líkaminn væri bú- inn að gefa sig, þá var erfitt að sjá að hann ætti ekki afturkvæmt, þar sem hugurinn og góða skapið var enn til staðar. Við hjónin biðjum Guð að blessa minningu Júlíusar Guðlaugssonar og gefa Ellu og fjölskyldu hennar styrk og frið. Sigurður Friðfinnsson. Júlíus Guðlaugsson Í DAG, 21. maí, hefði Einar Björnsson skrif- stofumaður orðið tí- ræður. Hann var sonur hjónanna Björns Ólafs- sonar símritara ættað- ur úr Húnaþingi, og Stefaníu Stefánsdóttur frá Breiðdal austur. Hann var fæddur í Reykjavík „austan læk“ góðu heilli eins og hann var vanur að taka til orða en fluttist ung- ur með foreldrum sín- um austur á Seyðis- fjörð og bjó þar til 1930 eða til 22 ára aldurs. Félagsstörf áttu hug hans strax á unga aldri og laðaðist hann snemma að málefnum þeim tengdum. Á ní- unda aldursári hóf hann störf í barnastúkunni „Klettafrúin“ og síðar gerðist hann félagi í Knattspyrnu- félaginu Hugin og segja má að fé- lagsmálaástríða hans hafi byrjað þá ásamt aðdáun á knattspyrnunni sem íþrótt. Segja má að íþróttir og bind- indismál hafi mótað líf hans og störf því þessi hugðarefni voru sem „rauð- ur þráður“ í gegnum störf hans og datt honum aldrei í hug að skera á þann þráð. Einar fluttist norður og stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri, var þar mikið íþróttalíf. Hann tók þátt í að stofna Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Þann 8. jan- úar 1928, lögðu tólf ungir áhuga- samir menn leið sína inn á heimili Axels Schiöth bakarameistara, til þess að fylgja eftir umræðunum um félagsstofnun. Er ekki að orðlengja það, að þarna voru lögð fram frum- drög að lögum fyrir þetta nýja félag, sem var gefið nafnið Knattspyrnu- félag Akureyrar. Stjórnin var kosin og var hún þannig skipuð. Formaður var kosinn Tómas Steingrímsson, ritari Jón Sigurgeirsson, gjaldkeri Helgi Schiöth, sonur Axels bakara- meistara. Aðrir stofnendur voru þeir Alfreð Lilliendahl, Arngrímur Árna- son, Eðvarð Sigurgeirsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Bene- diktsson, Kristján Kristjánsson og Einar. Flestir voru þeir nemendur í Menntaskólanum. Var þetta hátíðleg stund í hugum stofnenda félagsins. Tóku þeir þátt í Íslandsmótinu ár- ið eftir stofnun félagsins eða 1929. Var haldið til Reykjavíkur að keppa við hina „stóru“ þar syðra en var þetta í fyrsta sinn sem knattspyrnu- lið af Norðurlandi tók þátt í því móti. Eftir að Einar flyst alfarinn suður til Reykjavíkur gekk hann til liðs við KR, en fékk bakþanka og flutti sig yfir til Vals þrem dögum síðar, sann- færður um að það væri sitt félag. Einar sat í stjórn Vals í 16 ár. Kemur það engum á óvart sem þekktu til hans, að það sem var hon- um efst í huga þau ár sem hann starf- aði hjá Val var eins og hann orðaði það sjálfur „kynni mín af dugmiklum velviljuðum félögum sem ég hef bundist vináttubönd- um“. Einar sat í tvö tíma- bil, 13 ár, í KRR eða knattspyrnuráði Reykjavíkur, lengst af sem formaður. Einnig sat hann í stjórn KSÍ og ÍSÍ. Einar fékkst við skrif og skrifaði greinar um knattspyrnu í Alþýðu- blaðið. Mest var um frásagnir og gang mála í leikjum og þá með hóf- legu orðavali. Fæddust þá mörg gullkornin og til að mynda hafði ein íþróttagreinin þessa fyrirsögn, „KR sigraði Val 7-2 í hörkuspennandi og jöfnum leik“. Auk þess að standa í þessu prent- pexi eins og hann kallaði ritstörfin var hann virkur í samtökum bindind- ismanna, góðtemplari frá 9 ára aldri og eins og hann sagði sjálfur „staðist skuldbindinguna“, en hún lagði grundvöll að allri félagsmálastarf- semi alþýðumanna hér á landi með fundarsköp svo fullkomin og traust svo önnur gerast ekki betri. Enda hafa þau orðið öðrum félagssamtök- um fyrirmynd og sjálft Alþingi hefur haft hliðsjón af þeim. Þessar tvær hreyfingar sem voru Einari hjartfólgnastar, þ.e. íþrótta- hreyfingin og bindindishreyfingin fannst honum vera greinar af sama meiði. Báðar stuðluðu þær að betra og fegurra mannlífi og efla það besta sem í hverjum manni býr. Einar starfaði hjá Trygginga- stofnun ríkisins í nær þrjá áratugi. Hjá Áfengisvarnarnefnd Reykja- víkur, sem ráðgjafi og til aðstoðar þeim sem á þurftu að halda í rúm 30 ár. Einnig starfaði hann á vegum lög- reglunnar við eftirlit á vínveitinga- stöðum borgarinnar í rúm 20 ár á kvöldin og um helgar. Í áratugi vann hann langan vinnu- dag, en samt hafði hann alltaf tíma til að sinna félagsmálum. Má segja að þetta hafi verið lífs- viðhorf Einars. Einar giftist Olgu Ellen Ludvigs- dóttur, dóttur þeirra Ludvigs A. Hafliðasonar kaupmanns á Vestur- götunni í Reykjavík og Jóhönnu K. Bjarnadóttur frá Reykhólum. Ellen var ákaflega dagfarsprúð og lét sér ekki bregða þótt Einar væri frá heimilinu löngum stundum sökum starfa eða félagsmála. Saman áttu þau þrjú börn, þau Jóhönnu, Björn og Þorstein og er Þorsteinn sá eini eftirlifandi af þeim. Auk þess eiga þau Einar og Ellen 14 barnabörn og 19 barnabarnabörn. Einar Björnsson lést þann 8. júní 1990. Með þessari grein viljum við eft- irlifendur þeirra Einars og Ellenar minnast þeirra með alúð og hlýju. Fyrir hönd afkomenda. Þorsteinn B Einarsson, Einar E Björnsson. Meira: meira á mbl.is/minningar Einar Björnsson ALDARMINNING Lið Vesturlands vann kjördæmamótið Lið Vesturlands nýtti sér heimavöllinn til hins ýtrasta og vann Kjördæmamótið sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Eftir fyrri dag voru Reyknesingar efstir en seinni daginn var úr þeim allur vindur og Vest- lendingar tóku forystuna sem þeir héldu til loka móts. Vesturland og Norðurland Eystra áttust við í næstsíðustu umferð. Úr varð stór- meistarajafntefli og fyrir síðustu umferð var Vesturland með 5 stiga forystu. Þeir spiluðu við Vestfirði á meðan Norðurland eystra þurfti að glíma við Reykjavík. Norðurland eystra vann góðan sigur á Reykjavík en Vesturland stóð sig enn betur á móti Vestfjörðum og hampar því titlinum í ár. Bikarkeppnin 2008 Búið er að draga í 1. og 2. umferð í bikar- keppni BSÍ sumarið 2008. Alls skráðu sig 33 sveitir til leiks en 1. umferð á vera lokið 8. júní. Einn leikur er í fyrstu umferð: Haraldur Þ. Gunnlaugsson – Sigurður Erlingsson Í 2. umferð sem á að vera lokið 29. júní dróg- ust þessar sveitir saman: Pottormarnir – Eyþór Jónsson Eðvarð Hallgrímsson – VÍS Grant Thornton – Erla Sigurjónsdóttir Omar Sharif – Gunnar Björn Helgason Sölufélag garðyrkjumanna – Kristinn Kristinsson Hulda – Hrafnhildur Skúladóttir Sparisjóður Siglufjarðar – Þjóðhagi Landsbankinn – Inda Vegas – BBF Haraldur Gunnl./Sig. Erlings – Þröstur Árnason Ómar F. Ómarsson – Mr. Bæjó Breki jarðverk – Sparisjóðurinn í Keflavík Björgvin Már – kriskris.is Gylfi Baldursson – Unaós Málning hf. – Norðanstrengur BYR – Eykt Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 16. maí var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Jens Karlsson – Björn Björnsson 382 Einar Einarsson – Magnús Jónsson 372 Ragnar Ásmundsson – Aðalheiður Torfadóttir 362 Rafn Kristjánsson – Magnús Halldórsson 357 A/V Kristján Þorláksson – Jón Sævaldsson 403 Stefán Ólafsson - Óli Gíslason 387 Sigurður Hallgrímsson – Ingimundur Jónsson 380 Alfreð Kristjánsson – Sigrún Pétursdóttir 377 Vetrarvertíð lýkur hjá Bridsfélagi Akureyrar Síðasta móti vetrarins hjá Bridsfélagi Akur- eyrar, Alfreðsmótinu, lauk nýverið. Það er minningarmót um Alfreð Pálsson sem lengi var einn af helstu spilurum B.A. og góður fé- lagi. Fjölskylda Alfreðs gaf að vanda skemmtileg verðlaun í mótið. Spilaður var impa-tvímenningur og pör einnig dregin saman í sveitir. Röð efstu para varð þessi: Pétur Guðjónsson - Grettir Frímannsson 130 Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 114 Haukur Jónsson - Grétar Örlygsson 27 Una Sveinsdóttir - Jón Sverrisson 17 Efstu sveitir urðu: Pétur - Grettir , Pétur Gíslas. - Sigurður Erlingss. 122 Haukur - Grétar, Gissur Jónass. - Gissur Gissurars. 32 Una - Jón, Valmar Väljaots - Hans Viggó Reisenhus 9 Aðalfundur félagsins var haldinn 13. maí. Stjórnin var að mestu endurkjörin. Formaður er áfram Stefán Vilhjálmsson. Sumarbrids er hafið, spilað á þriðjudags- kvöldum í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð og leikar hefjast kl. 19:30. Allt spilafólk hjartanlega velkomið, í pörum eða stakt. Um- sjónarmaður sumarbrids er Frímann Stefáns- son, s. 867 8744. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stang- arhyl, mánudaginn 19.05. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 279 Sigurður Jóhannsson - Siguróli Jóhannsson 241 Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 232 Árangur A-V Jón Lárusson - Eyjólfur Ólafsson 266 Ragnar Björnsson - Guðjón Kristjánsson 247 Þröstur Sveinsson - Kristján Jónasson 230 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 137. tölublað (21.05.2008)
https://timarit.is/issue/286573

Tengja á þessa síðu: 30
https://timarit.is/page/4190488

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

137. tölublað (21.05.2008)

Aðgerðir: