Morgunblaðið - 21.05.2008, Síða 20
- kemur þér við
Farþegar í óvissuferð
með Iceland Express
Vanræksla á börnum
er versta ógnin
Óléttar konur á
geðlyfjum
Mugison vonar að
Eurobandið tapi
Kylfingur fimm
mínútur á beina braut
Allt um fótboltaleik
ársins í Moskvu
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
skilti hefði verið sett
þarna til að undirstrika
orð mannsins.
x x x
Tungumálið er und-arlegt fyrirbæri og
merkilegt hvað festist í
málinu. Víkverji hefur
ávallt furðað sig á vin-
sældum orðsins val-
kostur. Orðið er notað í
samhengi þar sem
myndi duga að nota ann-
aðhvort val eða kostur.
Menn eiga einhvers kost
eða eiga val um eittvað.
Til hvers valkostur?
Þykir það fínna fyrir einhverra hluta
sakir? Í Íslenzku orðabókinni frá
árinu 1963 kemur orðið valkostur ekki
fyrir. Valkost er hins vegar að finna í
Íslensku orðabókinni frá 2002. Og
hvernig er það skýrt þar? Valkostur
merkir val eða völ og virðist vera full-
komlega óþörf viðbót í málinu.
x x x
Orðið bílaleigubíll er fáránlegt ný-yrði. Þetta merkisorð verður
greinilega til af því að orðið leigubíll
er upptekið. Leigubíll er bíll, sem er
leigður með bílstjóra. Bílaleigubíll er
bíll, sem er leigður á bílaleigu – en
væntanlega án bílstjóra.
x x x
Annað hvimleitt orð er lág-vöruverðsverslun. Þetta orð er
ekki í orðabókinni frá 2002. Þar er
ekki heldur orðið lágvara, sem líkast
til er notað um vöru, sem er lægri en
hávara. Og hvað ætli sé svo selt í búð-
inni? Verð á lágvöru?
x x x
Hér býr engin hugsun að baki.
Víkverji átti nýlegaleið í Borgarfjörð-
inn og fór meðal annars
fram hjá merkisbýlinu
Húsafelli. Með í för var
meðal annarra maður
þaulkunnugur stað-
háttum og fann hann að
því að nú væri svo kom-
ið að flestir segðu í
Húsafelli, en ekki á
Húsafelli eins og tíðk-
aðist í sveitinni um ald-
ir. Taldi hann kveða svo
rammt að þessu að allar
líkur væru á því að
brátt myndi deyja út að
segja á Húsafelli.
x x x
Hafði hann vart sleppt orðinu þeg-ar komið var að Húsafelli og
þar var fyrir skilti með áletruninni:
„Velkomin í Húsafell.“ Var eins og
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Þegar foreldrar fá þá grein-ingu að barnið þeirra sémeð einhverfu vakna fjöl-margar spurningar. Hvað
er einhverfa? Hverjar eru orsak-
irnar og hvaða meðferðarúrræði
koma til greina?
Eiríkur Þorláksson, faðir barns
með einhverfu, þýðandi Bókarinnar
um einhverfu og fyrrverandi for-
maður Umsjónarfélags einhverfra,
segir mikla þörf fyrir fræðslu í
þessum málum. „Hugmyndin um
útgáfu þessarar bókar kom upp í
tengslum við 30 ára afmæli félags-
ins á síðasta ári, þegar það ákvað
að þýða og gefa út handbók sem
gæti gagnast sem flestum,“ út-
skýrir Eiríkur.
Bókin, sem er staðfærð miðað við
íslenskar aðstæður, er eftir Dawn
Ham-Kucharski og S. Jhoanna Ro-
bledo en sú fyrrnefnda er móðir
barns með einhverfu. Hvatinn var
að þeim vinkonum fannst mikil þörf
fyrir svona fræðslurit, og engin
sambærileg bók var til á mark-
aðnum.
Af eigin reynslu
Á meðal þess sem Bókin um ein-
hverfu tekur á er greining, orsakir,
lýsing á einkennum, hvernig for-
eldrar geta haft stjórn á tilfinn-
ingum sínum gagnvart ástandinu,
hver meðferðarúrræðin eru og
hvaða kostir eru í boði varðandi
menntun barna með einhverfu. Or-
sakir einhverfu segir Eiríkur hafa
valdið miklum heilabrotum og ýmis
hindurvitni og bábiljur vaðið uppi í
gegnum tíðina. „Það hafa komið
fram ýmsar kenningar sem oft lúta
að því að finna einhverja eina orsök
eða einn sökudólg einhverfu,“ segir
Eiríkur. „Það virðist þó alls ekki
þannig heldur að einhverfa sé víð-
tæk þroskahömlun sem eigi sér
margar samverkandi orsakir.“
Þroskahömlunin getur einkum
komið fram á sviðum vits-
munaþroska, tjáningarþroska og fé-
lagsþroska. „Börnin geta verið
þroskahömluð á öllum þessum svið-
um, þokkalega stödd á einu sviði en
þurft á þjálfun og meðferð að halda
á hinum tveimur, eða verið ágæt á
tveimur sviðum en algjörlega höml-
uð á því þriðja,“ útskýrir Eiríkur.
Eiríkur er faðir stúlku með ein-
hverfu og segir þá reynslu hafa
nýst sér vel við þýðingu og vinnslu
bókarinnar en dóttir hans er nú
sextán ára gömul. „Eins og aðrir
foreldrar barna með einhverfu er-
um við búin að fara í gegnum mjög
margt af því sem þessi bók hefur
frá að segja,“ segir hann. „Við höf-
um spurt þessara spurninga og
leitað svaranna og hefðum fegin
viljað hafa handbók sem þessa til
að fletta upp í á sínum tíma. Ætt-
ingjar og kunningjar hafa hins veg-
ar ekki enn fengið svör við ýmsum
spurningum og þá er ágætt að geta
bent þeim á þessa bók.“
Miklar breytingar
í skólakerfinu
Í Bókinni um einhverfu má finna
ýmsar gagnlegar upplýsingar um
íslenska skólakerfið og heilbrigð-
iskerfið auk ítarefnis um þjón-
ustuaðila og félagasamtök, er
tengjast einhverfu, um allt land.
Það var Sigríður Lóa Jónsdóttir,
sálfræðingur á Greiningar- og ráð-
gjafastöð ríkisins, sem staðfærði
þessar upplýsingar í samvinnu við
Eirík.
Eiríkur segir íslenska skólakerfið
hafa batnað mikið á skömmum
tíma. „Hér í eina tíð, fyrir u.þ.b. 30
árum, voru börn með þroskahaml-
anir yfirleitt sett til hliðar, þ.e.
voru annaðhvort ekki í skólum eða
þá eingöngu í sérskólum. Í dag er
tekið sérstaklega vel á málum þess-
ara barna í fjölda leikskóla, og síð-
an starfa sérdeildir fyrir börn með
einhverfu við marga grunnskóla;
einnig hafa orðið stórstígar fram-
farir hvað varðar námstilboð til
nemenda með þroskahamlanir á
framhaldsskólastiginu síðustu ár,“
útskýrir hann.
„Það er eflaust leitun að þeim
kennara í íslenskum grunnskólum
sem ekki hefur lent í því að kenna
nemanda sem er einhvers staðar á
einhverfurófinu, og því ætti þessi
bók að vera sérstaklega gagnleg
öllum sem vinna með börnum.
Jafnframt hafa menn uppgötvað
það að snemmtæk íhlutun, það að
grípa til meðferðarúrræða strax á
leikskólaaldri, getur hjálpað börn-
um mikið við að ná þeim þroska
sem þau geta og þannig skilað
margföldum árangri síðar á æv-
inni.“ Það er því ekki síður mik-
Morgunblaðið/Frikki
Þýðandinn Eiríkur Þorláksson segir Bókina um einhverfu eiga erindi víða.
Stuðningur á veg-
ferð inn í framtíðina
Foreldrar og aðstand-
endur barna með ein-
hverfu hafa nú fengið
stuðning í formi hand-
bókar. Vala Ósk
Bergsveinsdóttir hitti
fyrir Eirík Þorláksson,
þýðanda bókarinnar,
og föður barns
með einhverfu.