Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Blaðbera vantar
í Njarðvík
• í afleysingar
• í sumarafleysingar
• í fasta stöðu
Upplýsingar
gefur Ólöf
í síma 899 5630
Blaðbera
Vélstjóri óskast!
á skuttogara sem gerður er út frá Þorláks-
höfn, stærð aðalvélar 1691 kw.
Upplýsingar í síma 862-0069.
Skipulagsmál í Rangárvallasýslu
Rangárþing ytra
Samkvæmt 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með
auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.
Leirubakki frístundabyggð, Rangárþingi ytra.
Breyting á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Leirubakka, Rangárþingi
ytra.
Deiliskipulag fyrir Fjallaland - frístundabyggð í landi Leirubakka í Landsveit var staðfest í sveitar-
stjórn þann 3. apríl 2006. Byggðin er á um 143 ha svæði og lóðirnar eru á bilinu 5.800 til 10.000
m² að stærð. Lóðirnar eru við Hraunveg og Fjallaland og eru alls 79. Breytingartillagan felur í sér
að mörkum 6 lóða er breytt auk þess sem fjölgað verður um eina lóð. Þá er einnig lagt til að
breyta skilmálum fyrir svonefndar bláar lóðir á staðfestu deiliskipulagi.
Breytingartillagan nær til um 16 ha svæðis og þar eru lóðirnar Hraunvegur 33, 35, 37 og 39 auk
lóðanna Fjallaland 41 og 43. Þá er lagt til að við bætist ein lóð; Fjallaland 41a.
Breyting lóðamarka felst í að lóðirnar stækka og mörk þeirra færast, yfirleitt norðar og austar.
Gert er ráð fyrir bili milli Hraunvegar 33 og 35 til að tryggja góðar göngutengingar á milli opinna
svæða.
- Hraunvegur 33 er 7000 m² en færist til og stækkar, verður 13.000 m².
- Hraunvegur 35 er 7000 m², mörk hnikast til, lóð stækkar og verður 10.300 m².
- Hraunvegur 37 er 7000 m², mörk hnikast til, lóð stækkar og verður 12.700 m² .
- Hraunvegur 39 er 7000 m², mörk hnikast til, lóð stækkar og verður 10.700 m².
- Fjallaland 41 er 7000 m² en stækkar til norðurs og verður 13.200 m².
- Fjallaland 43 er 7000 m² en stækkar til austurs og verður 11.400 m².
- Fjallaland 41a er ný lóð, kemur austan þessara lóða og verður 16.200 m².
Um þessar nýju og breyttu lóðir gilda skipulagsskilmálar um rautt svæði, m.a. heimild til að
byggja allt að 200 m² hús á einni hæð.
Skipulagsskilmálum fyrir bláar lóðir er breytt þannig að um þær gildi að öllu leyti sömu skilmálar
og gilda um grænt svæði, m.a. að á þeim verði heimilt að byggja allt að 160 m² hús á einni hæð,
sbr. einnig kafla 4.2.3 í greinargerð.
Að öðru leyti gildir núverandi deiliskipulag, samþykkt 3. apríl 2006.
Merkihvoll frístundabyggð, Rangárþingi ytra.
Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Merkihvols í Landsveit, Rangárþingi
ytra.
Deiliskipulagið nær til tæplega 20 ha svæðis úr landi Merkihvols í Landsveit. Stærsti hluti
svæðisins hefur verið nýttur undir frístundabyggð og Merkihvolsskógur ásamt nánasta umhverfi
hefur verið undir hverfisvernd.
Deiliskipulagsbreytingin nær til 5 nýrra frístundahúsalóða, sem eru 0,5 til 0,6 ha að stærð, auk
þess sem eldri lóðir eru afmarkaðar aftur, stundum sameinaðar og lóðarmörkum breytt. Fyrir er
á svæðinu samþykkt deiliskipulag fyrir 23 lóðum sem voru um 0,2 ha hver um sig. Aðkoma að
svæðinu er um þjóðveg 26, Landveg.
Þjóðólfshagi frístundabyggð, Rangárþingi ytra.
Breyting á deiliskipulagi frístundahúsalóðar nr. 33 í Þjóðólfshaga, Rangárþingi ytra.
(deiliskipulag frístundabyggðar)
Breytingin felur í sér að lóðinni er skipt upp í þrjár lóðir undir frístundahús.
Heimilt er að byggja allt að 120 m² frístundahús á hverri lóð auk geymsluhúss allt að 25 m².
Mænishæð húsa getur verið allt að 5 m frá aðliggjandi jörð/jarðvegi. Hús skulu vera á einni hæð,
en með möguleika á svefnlofti.
Ofangreindar breytingar á stærðum húsa, eiga einnig við um aðrar lóðir í deiliskipulaginu í
Þjóðólfshaga.
Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulags-
fulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, frá 21. maí til og með 18. júní nk.
Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 2. júlí 2008. Athugasemdum ef einhverjar eru
skal skila á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki
gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Ath. athugasemdir skulu berast skriflega.
f. h. hreppsnefndar Rangárþings ytra,
Hvolsvelli 21. maí 2008,
Rúnar Guðmundsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
Rangárþings bs.
Bifreiðarstjórar ath
Bus drivers
Óskum eftir að ráða í nokkur störf bifreiðar-
stjóra með rútupróf . Mikil vinna, nýlegir bílar.
Enskukunnátta æskileg.
Nánari upplýsingar gefur Rúnar í s. 660 1303/
540 1303 eða netfang runar@ruta.is
Icelandexcursions allrahanda er alhliða
ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti.
101 hótel
Óskum að ráða starfsfólk í eldhús
1. Matreiðslumann í fullt starf eða aukavinnu
aðra hverja helgi
2. Uppvaskara og aðstoðarmann í eldhús
unnið 15 daga í mán. frá 17 - 23.30
3. Manneskju til að sjá um morgunverð í
eldhúsi unnið 15 daga í mánuði frá 6 -11.30
Umsóknir sendist til eldhus@101hotel.is
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Lóðir & lagnir
Einn verktaki í allt verkið
Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir,
húsfélög og einstaklinga. Grunnar, hellu-
lagnir, snjóbræðslulagnir, dren, skolplagnir,
lóðafrágangur, jarðvegsskipti, smágröfuleiga
o.fl. Gerum föst verðtilboð.
Guðjón, sími 897 2288.
Hverahlíðarvirkjun, allt að 90 MW
jarðvarmavirkjun
Mat á umhverfisáhrifum
- álit Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt á mati á
umhverfisáhrifum Hverahlíðarvirkjunar, allt að
90 MW jarðvarmavirkjun, Sveitarfélaginu
Ölfusi samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b.
Helstu niðurstöður eru að mikil óvissa er fyrir-
liggjandi um áhrif fyrirhugaðrar virkjunar við
Hverahlíð á jarðhitaauðlindina. Áhrif á loftgæði
ráðast alfarið af virkni hreinsibúnaðar fyrir
brennisteinsvetni sem fyrirhugað er að koma
upp og áhrif á grunnvatn ráðast af því að skilju-
vatni verði veitt um fóðraðar niðurrennslis-
holur niður fyrir grunnvatnsborð. Skipulags-
stofnun telur að setja þurfi skilyrði fyrir
framkvæmdinni er lúta að áhrifum á jarðhita-
auðlindina, áhrifum á grunnvatn og áhrifum á
loftgæði. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð
virkjun við Hverahlíð komi til með að hafa tals-
verð neikvæð sjónræn áhrif sem muni breyta
ásýnd svæðis við Suðurlandsveg og hafa í för
með sér talsvert rask á mosavaxinni hraun-
breiðu.
Skipulagsstofnun vekur sérstaklega athygli
þeirra sem gerðu athugasemdir við frum-
matsskýrslu að álit stofnunarinnar í heild liggur
frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166,
150 Reykjavík og er unnt að fá afrit af álitinu
þar. Þá er álit Skipulagsstofnunar og mats-
skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur aðgengileg á
heimasíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is
Skipulagsstofnun.
Tilkynningar