Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 15
MENNING
SILJA Aðal-
steinsdóttir bók-
menntafræðingur
tekur hinn 1.
september nk. við
starfi útgáfu-
stjóra Máls og
menningar/Vöku-
Helgafells. Silja
tekur við starfinu
af Hólmfríði
Matthíasdóttur.
Silja hefur m.a. ritstýrt Tímariti
Máls og menningar undanfarin ár og
er reyndur ritstjóri og bókmennta-
gagnrýnandi. Hún hefur auk þess
ritað kennslubækur og ævisögur.
Silja ætlar sem útgáfustjóri að
byggja við og efla sterkan útgáfu-
lista innlendra höfunda Máls og
menningar og víkka sjóndeildar-
hringinn með nýjustu straumum og
stefnum í erlendum bókmenntum.
Oddný S. Jónsdóttir er nýr rit-
stjóri kennslubóka hjá forlaginu en
sá hluti útgáfunnar hefur verið í um-
sjón Laufeyjar Leifsdóttur. Laufey
mun nú einbeita sér betur að vefbók-
um, orðabókum og öðrum stórvirkj-
um, að því er segir í tilkynningu frá
fyrirtækinu.
Silja út-
gáfustjóri
Ætlar að víkka
sjóndeildarhringinn
Silja
Aðalsteinsdóttir
MINNISVARÐI um samkynhneigð
fórnarlömb nasista verður afhjúp-
aður í Berlín 27. maí nk. Minnisvarð-
ann gerði listamannatvíeykið Mich-
ael Elmgreen og Ingar Dragset.
Elmgreen og Dragset unnu sam-
keppni um hönnun minnisvarðans en
honum hefur verið fundinn staður í
Tiergarten, til móts við minnisvarða
Peters Eisenmanns um fórnarlömb
Helfararinnar.
Minnisvarðinn er steypufleki líkur
þeim sem eru í verki Eisenmanns og
í honum verður myndbandsverk sí-
endurtekið sem kvikmyndaleikstjór-
inn Thomas Vinterberg leikstýrði. Á
því sjást tveir karlmenn kyssast ást-
úðlega. Skipt verður um myndband
á tveggja ára fresti þannig að bæði
hommar og lesbíur komi við sögu.
Fórnarlamba
nasista minnst
Tvíeykið Elmgreen og Dragset.
DJASSHLJÓMSVEIT Hauks
Gröndal leikur á næstu tón-
leikum djassklúbbsins Múlans
sem haldnir verða annað kvöld
á DOMO í Þingholtsstræti.
Auk Hauks saxófónleikara
skipa sveitina þeir Ásgeir Ás-
geirsson á gítar, Agnar M.
Magnússon á píanó, Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Erik
Qvick á trommur. Efnisskráin
verður samsett af fjölbreyttri
djassmúsík sem leikin verður af fingrum fram.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð kr.
1.000 og kr. 500 fyrir nemendur. Múlinn er sam-
starfsverkefni FÍH og Jazzvakningar og heitir í
höfuðið á Jóni Múla Árnasyni.
Tónlist
Gröndal og félagar
á Múlanum
Haukur Gröndal
saxófónleikari
SÍÐUSTU útskriftartónleikar
tónlistardeildar Listaháskóla
Íslands á vorönn 2008 verða
haldnir í Salnum í Kópavogi
annað kvöld kl. 20, og eru það
tónleikar nr. 23 í röðinni.
Píanóleikarinn Hákon
Bjarnason lýkur törninni með
verkum eftir Bach, Beethoven,
Granados, Chopin, Liszt og
Prókofíeff. Í október 2007 varð
Hákon einn af fjórum nem-
endum sem urðu hlutskarpastir í einleikarakeppni
Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Í kjölfarið spilaði hann í janúar sl. píanó-
konsert nr. 1 eftir Prokofíeff með Sinfóníuhljóm-
sveitinni. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Hákon rekur
smiðshöggið
Hákon Bjarnason
píanóleikari
STOPPLEIKHÓPURINN
frumsýnir á morgun nýtt ís-
lenskt leikrit byggt á lífi og
ljóðum Bólu-Hjálmars. Sýn-
ingin hefst kl. 10 í fyrrmálið í
Iðnó.
Í tilkynningu frá leik-
hópnum segir að leikritið um
Bólu-Hjálmar „leiði okkur á
fjörugan, hressandi og óvenju-
legan hátt í gegnum þetta sér-
stæða lífshlaup hans á 45 mín-
útum, þar sem öllum meðölum leikhússins er
beitt“. Þrír leikarar segja söguna og leika allar
persónur, þ.e. Hjálmar, eiginkonu hans, móður,
börn, föður, uppeldismóður, bændur, presta,
sýslumenn, förukonur og fleiri.
Leiklist
Brunað í gegnum
Bólu-Hjálmar
Teikning af
Bólu-Hjálmari
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
BANDARÍSKI myndlistamaðurinn
og landslagsarkitektinn Martha
Schwartz sameinar þessar tvær list-
greinar í verkum sínum. Fyrirtæki
hennar er með útibú í Bandaríkj-
unum og Bretlandi og hefur hannað
almenningsrými í borgum um allan
heim. Í hennar huga er manngert
umhverfi og náttúrlegt ekki and-
stæður. „Fólk hefur þá hugmynd að
landslag sé alltaf villt náttúra og er
almennt ekki meðvitað um að það
geti verið hannað af mönnum. Það er
mjög einföld sýn á umhverfið að
stilla alltaf upp þessum andstæðum,
ósnortin náttúra annars vegar og
hins vegar borgarumhverfið sem
engu máli skiptir hvernig lítur út.
Þetta er eins og að hugsa alltaf um
konur sem annað hvort hreinar
meyjar eða hórur.“
Blinduð af áli
Í tengslum við sýninguna Draum-
ar um ægifegurð í íslenskri sam-
tímalist hefur hún gert verk sér-
staklega fyrir portið á Kjarvals-
stöðum. Titill verksins er „I hate
nature/Aluminati“ og ál leikur aðal-
hlutverk í því. „Ég vildi búa eitthvað
til sem væri áhugavert að skoða og
ögrandi. Ég lagði upp með hug-
myndina um ægifegurð og hvernig
hægt væri að koma henni til skila í
svona takmörkuðu plássi. Ein leiðin
er að búa til andstæður, leiða fólk
inn í lítið og dimmt rými og búa til
útsýni yfir eitthvað víðfemt og bjart.
Augun venjast myrkrinu og þegar
fólk sér svo álið þá hálfpartinn blind-
ast það af því,“ segir Schwartz.
„Þetta á að vera fallegt, en um leið
yfirþyrmandi.“
Mörg álitamál sem nú eru uppi á
Íslandi um umhverfismál koma
henni kunnuglega fyrir sjónir. „Við-
horfin til landslagsins eru mjög ólík
eftir samfélögum, en ég sé margt
líkt með því hvernig Íslendingar og
Bandaríkjamenn hugsa um þessa
hluti. Báðar þjóðirnar urðu til í
landslagi sem var miklu stærra en
þær. Vegna þess hvað Bandaríkin
eru víðfeðm þá höfum við nýtt okkur
allt sem við getum úr náttúrunni án
þess að leiða hugann að því að það
gætu verið takmörk, að landslagið
gæti verið viðkvæmt og það fælust í
því sjálfstæð verðmæti.“
Hún segir að hér séu mistök í um-
hverfismálum dýrkeyptari en víðast
annars staðar. „Þið búið í hálfgerðu
eyðimerkurlandslagi, sem á yfir-
borðinu lítur út fyrir að vera mjög
harðgert, en í rauninni er það mjög
viðkvæmt. Víða er hægt að nota
skóga og gróður til þess að breiða
yfir mistökin sem gerð hafa verið. Ef
eitthvað fer úrskeiðis hérna þá blas-
ir það við í hundruð þúsunda ára.“
Líkindin með Bandaríkjunum ná
að mati Schwartz líka til Reykjavík-
ur. „Þið takið ekki með í reikninginn
að þið eruð að byggja umhverfi sem
þið þurfið síðan að búa í. Til þess að
borgir beri sig þá verða þær að vera
þétt byggðar, því þannig nýtast tak-
markaðar auðlindir best og að-
stæður skapast fyrir nauðsynlega
menningarstarfsemi. Við höfum gert
mistök í þessum efnum í Bandaríkj-
unum og erum ennþá að gera þau.
Það er ennþá verið að byggja út-
hverfi, en umræðan um hlýnun jarð-
ar hefur vakið fólk til umhugsunar.
Mér finnst samfélagslegu rökin ekki
síður mikilvæg.“
Martha Schwartz vinnur á mörkum byggingarlistar og myndlistar
Yfirþyrmandi fegurð álsins
Morgunblaðið/G.Rúnar
Myrkur og ofbirta Martha Schwartz stillir upp andstæðum í verki sínu.
Í HNOTSKURN
»Verk Mörthu Schwartz varsett upp í tilefni af sýning-
unni Ægifegurð í íslenskri sam-
tímalist sem opnaði um helgina á
Kjarvalsstöðum.
»Á sýningunni eru verk eftirmarga af fremstu myndlist-
armönnum landsins sem ekki
hafa verið sýnd hér áður. Meðal
þeirra eru Hreinn Friðfinnsson,
Ragnar Kjartansson og Gjörn-
ingaklúbburinn. Sýningin var
sett upp í Brussel á Íslands-
kynningu þar í febrúar.
Á TÓNLEIKARÖÐINNI Köku-
konsertar er tónlist, kökum og víni
blandað saman á hárnákvæman
hátt. Í kvöld verða aðrir tónleikarnir
í röðinni þar sem bæði efnisskrá og
veitingar eru miðaðar við árstíðirnar
vetur, vor og sumar.
Hafliði Ragnarsson konfektgerð-
armeistari og Arnar Bjarnason tón-
skáld og víninnflytjandi sjá um
sætabrauðið og vínið með hverri árs-
tíð, en þær Margrét Sigurðardóttir
og Hallveig Ragnarsdóttir skipu-
lögðu tónleikana. „Við ætlum að
víkka út upplifunina af tónlistinni
með því að bjóða upp á rétti sem
passa við þá, konfekt og kökubita.
Bragðlaukarnir fá að vera með,“
segir Hallveig. „Í þetta skiptið bæt-
ist enn ein vídd við, því við fengum
myndlistarmann, Björk Viggósdótt-
ur, til þess að gera myndbandsverk
sem styður við tónlistina.“
Slagverksleikarinn Frank Aarn-
ink og raftónlistarmaðurinn Kippi
Kanínus spinna tónlist sem hæfir
vetrinum, síðan tekur Margrét við
með fimm sönglög þar sem vor-
stemning ræður ríkjum og Hallveig
flytur að lokum sumarlegan laga-
flokk eftir Berlioz, „Nuits d’Été“.
Tónleikarnir hefjast klukkan átta
í kvöld á Kjarvalsstöðum. Aðgangs-
eyrir er 2.500 krónur og eru veit-
ingar innifaldar í því verði.
Gómsætir tónleikar
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kræsingar Agnieszka Panasiuk, Björk Viggósdóttir, Þuríður Jónsdóttir,
Hallveig Rúnarsdóttir, Hafliði Ragnarsson og Margrét Sigurðardóttir.
Útsölustaðir eru í
verslunum Byko
og verslun Rangá.