Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR TVEIR MENN VERÐA
HRIFNIR AF SÖMU STÚLKUNNI
VIRÐIST EINUNGIS EIN LAUSN
VERA Í SJÓNMÁLI... BERJAST.
CAM G. ÚR THE O.C ER
TILNEFNDUR TIL MTV VERÐLAUNANA
FYRIR BESTA SLÁGSMÁLATRIÐIÐ ÁRIÐ 2008.
MYND SEM ENGIN O.C.OG/EÐA
MIXED MARTIAL ARTS AÐDÁANDI
ÆTTI AÐ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA.
MÖGNUÐ SKEMMTUN!
FRÁBÆR BARNA/FJÖLSKYLDUMYND
ÞAR SEM HUGLJÚF SAGA, FALLEGT UMHVERFI
OG ÆÐISLEGA FYNDIN DÝR KOMA VIÐ SÖGU.
SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
ÞEGAR UNG STÚLKA SÉR AÐ
SJÓRÆNINGAR HYGGJAST RÁÐAST Á
UPPÁHALDSEYJUNA HENNAR HYGGST
HÚN VERJA HANA MEÐ AÐSTOÐ
DÝRAVINA SINNA: SÆLJÓNINU, STORKINUM
OG HINNI ÞRÆLSKEMMTILEGU EÐLU.
NEVER BACK DOWN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
NIM'S ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
U2 3D kl. 10:303D LEYFÐ 3D DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:30 B.i. 12 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
MADE OF HONOUR kl. 5:40 - 8 - 10:30 LEYFÐ
DRILLBIT TAYLOR kl. 5:50 B.i.10 ára
IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára
LEYFÐ
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
eeee
BBC
eeee
Ebert
eeee
L.I.B.
Fréttablaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA
eeee
S.V. - MBL
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
NEVER BACK DOWN kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára
NIM'S ISLAND kl. 6 LEYFÐ
U2 3D kl. 63D LEYFÐ 3D DIGITAL
THE HUNTING PARTY kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
IRON MAN kl. 10:20 B.i. 12 ára
SHINE A LIGHT kl. 5:50 LEYFÐ
eee
- S.V.,
MBL
ADAM Gopnik bjó í New York sem
ungur maður en settist síðan að í
París um hríð þar sem hann bjó með
konu sinni og börnum (og skrifaði
um það bók). Þar kom að hann ákvað
að flytjast aftur
vestur um haf og
Through the
Children’s Gate
er byggð á hug-
leiðingum hans
um lífið í New
York auk frá-
sagna af börnum
hans, því hvernig
hann fór að iðka
trú sína (gyðingatrú) eftir margra
ára áhugaleysi, sálgreiningu og svo
má áfram telja.
Frásögnin af New York nýrra
tíma hnýtir bókina saman og er
helsti kostur hennar; sú mynd sem
dregin er upp af New York seinni
tíma, borg sem er gjörbreytt frá
óláni fyrri áratuga. Það kemur Gop-
nick á óvart þegar hann snýr aftur
úr sjálfskipaðri útlegð hve gott er að
vera með börn í New York eftir allt
saman. Að einhverju leyti markast
þessi nýja sýn hans á borgina af því
að hann leit hana ekki sem foreldri
þegar hann bjó þar áður, en einnig
greinilegt að New York hefur tekið
stakkaskiptum, sem betur fer.
Eins og getið er skrifar Gopnick
talsvert um börn sín í bókinni og það
er snöggur blettur á henni en annað
í bókinni bætir það þó upp að ein-
hverju leyti, til að mynda frásögn
hans af samskiptum við sálfræðing
sem hann gekk til um tíma fyrir ein-
hverjar sakir. Sá var af gamla skól-
anum, þver og fordómafullur, en að
sama skapi skemmtilegur persónu-
leiki.
Ný New
York
Through the Children’s Gate eftir Adam
Gopnik. Quercus gefur út. 336 síður ób.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Host – Stephenie Meyer
2. Sundays at Tiffany’s – James
Patterson & Gabrielle
Charbonnet
3. Phantom Prey – John Sandford
4. The Whole Truth – David
Baldacci
5. Careless in Red – Elizabeth
George
6. From Dead to Worse – Char-
laine Harris
7. Twenty Wishes – Debbie Ma-
comber
8. Where Are You Now? – Mary
Higgins Clark
9. Unaccustomed Earth – Jhumpa
Lahiri
10. The Miracle at Speedy Motors –
Alexander McCall Smith
New York Times
1. Sepulchre – Kate Mosse
2. The Reluctant Fundamentalist –
Mohsin Hamid
3. The Book Thief – Markus Zusak
4. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
5. The World According to Bertie
– Alexander McCall Smith
6. On Chesil Beach – Ian McEwan
7. Slam – Nick Hornby
8. The Lollipop Shoes – Joanne
Harris
9. Mister Pip – Lloyd Jones
10. Engleby – Sebastian Faulks
Waterstone’s
1. Ghost - Robert Harris
2. Judas Strain - James Rollins
3. After Dark - Haruki Murakami
4. Until It’s Over - Nicci French
5. Beyond Reach - Karin Slaug-
hter
6. Chameleon’s Shadow - Minette
Walters
7. Sanctuary - Raymond Khoury
8. Witch of Portobello - Paulo
Coelho
9. Good Guy - Dean Koontz
10. Blaze - Stephen King
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
BANDARÍSKI rithöfundurinn Nicholson Baker er lík-
lega þekktastur fyrir bækur um hið smáa enda sló hann í
gegn með sinni fyrstu bók sem byggðist á hugleiðingum
manns sem er á leið upp rúllustiga til að kaupa sér skó-
reimar en veltir fyrir sér hvernig best sé að drekka
mjólk með röri úr lítilli fernu – annað gerist ekki í bók-
inni. Í nýrri bók hans, Human Smoke, sem Simon &
Schuster gefur út, er öllu meira undir því hún fjallar um
seinni heimsstyrjöldina.
Lagst í rannsóknir
Eins og Baker rekur söguna hugðist hann skrifa bók
um bandaríska þingbóksafnið á dögum seinni heims-
styrjaldarinnar en áttaði sig snemma á því að hann skildi
ekki stríðið, gat ekki áttað sig á hvers vegna það hófst og
til hvers það var háð. Hann lagðist því í rannsóknir, tók
að fletta gömlum blöðum, lesa dagbækur, endurminn-
ingar og ævisögur og segist þá hafa áttað sig á því að við-
tekin söguskýring – bandamenn gripu til vopna til að
verjast nánast fyrirvaralausri útþenslustefnu Þjóðverja
og Japana (sem stýrt var af illmennum) – var ekki alveg
rétt.
Human Smoke hefst með tilvitnun í Afred Nobel þar
sem hann lýsir þeirri von sinni að dýnamítið, sem hann
fann upp, verði til þess að útrýma stríði því þegar eyð-
ingarmátturinn sé orðinn svo mikill muni menn hika við
að hefja átök. Annað kom á daginn og kenning Bakers er
sú að ýmsir hafi róið að því öllum árum að koma á stríði,
helst iðnjöfrar og stjórnmálamenn, og leiðir til vitnis til-
vitnanir í blöð og bækur sem sýna meðal annars fram á
að bandamenn seldu Þjóðverjum (og Japönum) vopn og
verjur á millistríðsárunum og gilti einu þótt þýskir lýð-
ræðissinnar og bandarískir gyðingar hafi þrýst á um við-
skiptabann.
Gyðingahatur víða
Einnig birtir Baker heimildir um það hve gyð-
ingahatur var víða á Vesturlöndum; það er alkunna að
Hitler hataði gyðinga, en hve margir vita að Roosevelt,
Neville Chamberlain og Churchill fyrirlitu og hötuðu
gyðinga líka? Málið er nefnilega það að mannkynssagan
er ekki eins svart/hvít og okkur hefur verið kennt – hún
er óteljandi grátónar.
Að þessu sögðu þá kemur Baker ekki að ritun bók-
arinnar algerlega skoðanalaus, frekar en sagnfræðingar;
hann er friðarsinni og það skín líka í gegn. Það fólk sem
kemur best úr þessari nýstárlegu mannkynssögu eru
nefnilega friðarsinnarnir, fólk sem barðist gegn stríði frá
því löngu áður en það hófst og lét ekki af sannfæringu
sinni hvað sem á gekk. Hann bendir líka á að það var
jafnan sama fólkið og vildi liðsinna gyðingum, barðist til
að mynda fyrir því að tekið yrði við börnum gyðinga í
Bandaríkjunum en varð ekki ágengt vegna Roosevelt.
Bókinni lýkur 31. desember 1941 og eins og Baker
nefnir í eftirmála hennar þá voru flestir þeir sem létust í
seinni heimsstyrjöldinni þá enn lifandi. Þess má geta að
heiti hennar er fengið úr lýsingu eins hershöfðingja Hit-
lers á reykflyksunum sem bárust inn í klefa hans í
Auschwitz – mannareyknum.
Forvitnilegar bækur: Mannkynssaga úr úrklippum
Óteljandi grátónar
BÓK Ármanns Jakobssonar,
Fréttir frá mínu landi, inniheldur
úrval úr bloggfærslum hans frá
ágúst 2005 til ágúst 2007. Þegar
þær birtast á bók er spurning
hvort þær verði að einhverju öðru
en bloggfærslum. Skiptir miðillinn
einhverju máli um eðli textans?
Svarið er nei.
Skýringin er sú
að Ármann
skrifar bóklegt
blogg. Hann hef-
ur ekki notað
miðilinn til að
brjóta gegn hefð
prentmálsins,
hvorki í formi né
efni. Á bók orka
textar hans því
líka á mann sem bókmenntir en
ekki blogg.
Það er hins vegar spurning
hvort það eigi að kalla textana
ljóð. Ármann gerir það ekki sjálf-
ur. Undirtitill bókarinnar er
Óspakmæli og örsögur. Í kynn-
ingu fjölmiðla hefur hins vegar
verið talað um ljóðabók. Sennilega
kemst textinn sem birtur er á
kápu bókarinnar næst því að vera
ljóð:
Óreiðan
Ég hlýt að búa á réttum stað
því að í martröðum mínum
bý ég alltaf annarstaðar.
Sami texti er birtur innan í bók-
inni án línuskiptingarinnar.
Ármann er skorinorður. Text-
arnir eru margir í eins konar til-
gátuformi, sumir eru leikir að orð-
um eða skilningi, en oftast er um
að ræða eins konar örsögur eða
húmorískar athugasemdir eins og
þessa:
20 ár af buldri og masi Það eru víst
komin 20 ár af “útvarpsfrelsi“. Hefur
þessi tilraun ekki staðið alveg nógu
lengi?
Eða þessa:
Tolstoj
Engir tveir ísskápar eru hávaðasamir á
nákvæmlega sama hátt.
Að forminu til mætti líkja bók
Ármanns við Cool Memories eftir
franska menningarrýnandann
Jean Baudrillard. Sjónarhorn Ár-
manns er hins vegar ekki jafn
beitt og Baudrillards. Að aflokn-
um lestri Frétta frá mínu landi
veltir maður því fyrir sér hvort
Ármanni liggi eitthvað sérstakt á
hjarta. Birta textar hans ákveðna
sýn á þetta land hans? Mér þykir
erfitt að koma auga á það.
Samanburðurinn við Cool
Memories er ef til vill ósanngjarn
vegna þess að textabútar Baudrill-
ards hafa stuðning af öðrum verk-
um hans sem eru einmitt greining
á menningarástandi og hug-
myndafræði. En ég sakna að
minnsta kosti einhverrar undir-
öldu í bók Ármanns.
Bóklegt blogg
BÆKUR
Óspakmæli og örsögur
Eftir Ármann Jakobsson,
Nýhil 2008, 93 bls.
Fréttir frá mínu landi
Ármann
Jakobsson
Þröstur Helgason