Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»Matvælaverð á Íslandi mældist 64% yfirmeðaltali ESB 2006 en var 42% árið 2003.
»ASÍ krefst kerfisbreytinga sem lækkamunu matarverð til frambúðar.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ birti í gær skýrslu
um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana
og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði.
Þar er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að verð á
matvöru á Íslandi hafi að jafnaði verið 64% yfir
meðaltali ESB-ríkjanna árið 2006 en var árið 2003
42% yfir meðaltali. Þá er nefnt í skýrslunni að all-
margir samningar birgja og matvöruverslana feli í
sér ákvæði sem kunni að raska samkeppni neyt-
endum til tjóns.
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðu-
sambands Íslands, segir mögulegt að hlutfallsleg
hækkun á matvælaverði á Íslandi miðað við ESB-
meðaltal kunni að skýrast af því,að frá því fyrri
rannsóknin var gerð, hafi fátæk ríki í Austur-Evr-
ópu fengið inngöngu og megi gera ráð fyrir að
matvælaverð þar hafi lækkað meðaltalið: „Eftir
sem áður stingur í augu að við erum með hæsta
matvælaverðið í Evrópu 2006,“ segir hann.
„Þetta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar
enda kemur fram í skýrslunni að brýnt sé að grípa
til ráðstafana til að efla samkeppni,“ segir Ólafur
Darri. „Hér er skortur á samkeppni og algjörlega
óviðunandi að birgjar setji samkeppnishamlandi
ákvæði í viðskiptasamninga.“
Ólafur Darri telur hömlur á innflutningi land-
búnaðarafurða skipta verulegu máli um hátt mat-
vælaverð á Íslandi: „Það vekur athygli að mat-
vælaverð í Noregi er það sem kemst næst verðinu
á Íslandi en þar eru, eins og hér, verulegar hömlur
á innflutningi á landbúnaðarvörum. Held ég að
þar sé að leita stórs hluta skýringarinnar á háu
verði matvæla á Íslandi.“
Segir Ólafur Darri ASÍ kalla eftir kerfisbreyt-
ingum sem lækka muni matarverð til frambúðar.
Matvælaverð á Íslandi 64%
yfir meðalverði innan ESB
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ASÍ telur hömlur á innflutningi landbúnaðarvara eiga stóran þátt í háu verði
GAMALGRÓNIR flugkappar, flugmenn og flug-
vélstjórar rifjuðu upp gömul ævintýr og ný úr flugsög-
unni á fundi sem haldinn var í Skýli 25 í Fluggörðum
síðastliðið mánudagskvöld. Fundarstjóri var Ómar
Ragnarsson flugmaður með meiru. Dagskráin var liður
í flugvikunni sem Flugmálafélag Íslands stendur fyrir
og lýkur með sérstökum flugdegi á Reykjavík-
urflugvelli næstkomandi laugardag.
Frumkvöðlarnir stilltu sér upp við flugvélina TF-
ÖGN til myndatöku. Flugvélina hönnuðu og smíðuðu
þrír íslenskir flugvirkjar. Þeir hófu verkið 1932 en
flugvélin flaug fyrst 23. nóvember 1940. TF-ÖGN var
fyrsta flugvélin sem var smíðuð hér á landi. Frum-
kvöðlarnir eru f.v.: Magnús Guðmundsson, Aðal-
mundur Magnússon, Hörður Eiríksson, Haraldur Stef-
ánsson, Ragnar Kvaran, Ottó Tynes, Karl Eiríksson,
Erling Jóhannesson, Dagfinnur Stefánsson, Magnús
Norðdahl og Smári Karlsson.
Morgunblaðið/hag
Rifjuðu upp forna tíð í fluginu
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ SEM skiptir máli er að árs-
reikningurinn 2007 sýnir gríðarlega
góða niðurstöðu sem er svo langt,
langt um betri en við höfum nokkurn
tímann séð áður. Við höfum ekki séð
svona góða útkomu hjá Aðalsjóði,“
segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður borgarráðs og fyrrverandi
borgarstjóri.
„Það sem menn hafa til marks um
góðan rekstur í sveitarfélagi er að
skatttekjur, sem eru útsvar og fast-
eignaskattar aðallega, að þær dugi
fyrir rekstri málaflokka. Það hefur
ekki verið þannig í langan tíma og
undanfarin ár hefur verið viðvarandi
halli á Aðalsjóði fyrir fjármagns-
tekjur. Aðalsjóðurinn hefur síðustu
ár verið að meðaltali fimm milljarða
í mínus en núna er algjör viðsnún-
ingur, þrátt fyrir að tekjur af sölu
borgarinnar á hlut sínum í Lands-
virkjun sé ekki talin með.“
Afkoma á rekstri Aðalsjóðs
Reykjavíkurborgar var jákvæð um
16,5 milljarða króna í fyrra, eða 52%
meira en upphafleg áætlun gerði ráð
fyrir, og komu þar af tíu milljarðar
króna vegna sölunnar á hlut borg-
arinnar í Landsvirkjun.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri
var ánægður með ársreikninginn og
leggur áherslu á að „góð fjármála-
stjórn og aðhald í borgarrekstrinum
sé undirstaða þess velferðarsam-
félags sem við viljum sjá í borginni“.
„Hjákátleg“ umræða
Svandís Svavarsdóttir, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, taldi hins
vegar „hjákátlegt“ að ræða um við-
snúning í rekstri borgarinnar.
„Það sem er aðfinnsluvert er
hvernig meirihlutinn eignar sér til-
tekna þætti sem eiga sér eðlilegar
skýringar. Ég verð að segja það er í
raun og veru hjákátlegt að tala um
viðsnúning í stjórn borgarinnar og
sýnir bara að meirihlutinn þarf að
skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Það er eðlilegt vegna þess að hann
er á hröðu undanhaldi í velflestum
málaflokkum. Þetta er þenslu-
uppgjör. Það er bæði aukning í út-
svarstekjum og þensla sem endur-
speglast í manneklu, þannig að
áætlanir sviðanna eru að skila af-
gangi. Svo er náttúrlega salan á
Landsvirkjun sem er of lág tala ef
maður ætti að fara út í það.
Miðað við hækkun á verðmati í
hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja
úr 2,7 milljörðum í 7 milljarða frá 1.
janúar 2007 til 1. apríl 2007 þá mætti
ætla að sambærileg hækkun fyrir
Landsvirkjun ætti að þýða 25–26
milljarða króna og að borgin hafi
orðið af 15 milljarða króna tekjum.“
Dagur B. Eggertsson, borgarfull-
trúi Samfylkingarinnar, sagðist telja
ástæðu til að kanna hvort stofnun
Landvirkjun Power gæti leitt til
endurskoðunar á söluverðinu.
Lögfræðileg skoðun sem hann
hefði sett af stað í borgarstjóratíð
sinni „virtist hafa farið í einhverja
bið“. „Borgin hefði fengið allt of lítið
fé fyrir hlut sinn í Landsvirkjun.“
Dagur benti á að borgin hefði selt
verðmætar eignir og að „því miður
hefði sparast vegna manneklunnar á
sumum sviðum borgarinnar“.
Inntur eftir áliti sínu á ársreikn-
ingnum sagði Óskar Bergsson, borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins,
þetta jákvæða niðurstöðu sem
„sýndi góða stöðu borgarsjóðs“.
Óskar taldi hins vegar umhugs-
unarefni hvort ekki hefði átt að bók-
færa eignasölu vegna útboða, frem-
ur en að bíða til næsta ársreiknings
til að gefa raunsanna mynd af nið-
urstöðu fjárhagsársins 2007.
16,5 milljarða hagnaður af A-hluta borgarsjóðs 10 milljarðar tilkomnir vegna sölu borgarinnar
á hlut sínum í Landsvirkjun Besta niðurstaðan í sögu borgarinnar að mati formanns borgarráðs
„Gríðarlega góð niðurstaða“
NJÖRÐUR KÓ-7 veiddi í gærkvöld
fyrstu hrefnu sumarsins, 7,4 metra
karldýr, norðanlega í Faxaflóa.
Njörður verður eini báturinn á veið-
um næstu vikurnar, að sögn Gunnars
Bergmanns Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Félags hrefnuveiði-
manna. Leyfi hefur fengist til að hafa
þrjá báta á veiðum, en hinir tveir
verða við aðrar veiðar a.m.k. næstu
tvær til þrjár vikurnar.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna, Sjómannasamband Íslands,
Félag skipstjórnarmanna og Félag
vélstjóra og málmtæknimanna sendu
í gær frá sér yfirlýsingu þar sem
þeirri ákvörðun sjávarútvegsráð-
herra er fagnað að leyfa veiðar á 40
hrefnum. Segir í yfirlýsingunni að vís-
indamenn hafi staðfest gott ástand
hvalastofna við Ísland og sé hrefn-
ustofninn talinn nálægt sögulegu há-
marki.
Er þar jafnframt lýst undrun
vegna afstöðu forystumanna Sam-
fylkingar sem segja meiri hagsmun-
um fórnað fyrir minni með veiðunum.
„Þar vega hagsmunir helsta útflutn-
ingsatvinnuvegar þjóðarinnar, sjáv-
arútvegs, lítið,“ segir í yfirlýsingunni.
Fyrsta
hrefnan
veidd
ORKUVEITA Reykjavíkur segir
óhagstæða gengisþróun skýra alfar-
ið verri afkomu félagsins, sem í gær
tilkynnti um 17,2 milljarða króna
halla á rekstri fyrstu þrjá mánuði
ársins. Á sama tímabili í fyrra var
OR rekin með um 4,3 milljarða króna
hagnaði.
Námu rekstrartekjur fyrstu þrjá
mánuði ársins rúmlega 6 milljörðum
en voru rúmir 5,5 milljarðar króna á
sama tímabili árið áður. Hagnaður
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta (EBITDA) var 3,4 milljarðar
nú en 2,9 milljarðar á sama tímabili í
fyrra.
17,2 millj-
arða tap
á OR
UM átta tonn af sprengiefni voru
flutt af svæði Kárahnjúkavirkjunar
án leyfis lögreglu á föstudag. Að
sögn lögreglunnar á Egilsstöðum
flutti fyrrverandi starfsmaður virkj-
unarinnar efnið af svæðinu en þegar
í ljós kom að hann hafði ekki heimild
lögreglu til þess að flytja efnið sneri
hann við og skilaði því.
Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn á Seyðisfirði, segir að maður-
inn hafi talið sig vera að fá efnið að
láni, og bætir við að meðal verktaka
tíðkist það að menn fái lánað hver
hjá öðrum, en í þessu tilviki hafi
vantað leyfi lögreglu. Hugsanlegt sé
að málið endi með sekt.
Flutti 8 tonn
af sprengiefni
án leyfis
♦♦♦
REYKJAVÍKURBORG verður að
endurskoða rekstrargrundvöll fé-
lagsbústaða, að mati Svandísar
Svavarsdóttur, borgarfulltrúa
Vinstri grænna. Í ársreikningnum
komi fram að félagsbústaðir skuldi
17-18 milljarða króna, sem þýði að
rétta þurfi fjárhagsgrundvöllinn af,
með hækkaðri leigu eða framlagi
frá borginni. Hvorug ákvörðunin er
að hennar mati ásættanleg.
Spurður hvort bregðast eigi við
stöðu félagsbústaða með breyt-
ingum á húsaleigunni segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
borgarráðs, málið fara til umsagn-
ar hjá velferðarráði áður en borg-
arráð fjalli um það. Á þessu stigi
hafi engin ákvörðun verið tekin.
Leigan
hækkuð?
VINNSLUSTÖÐIN hf. og Vest-
mannaeyjabær framlengdu í gær
þann frest sem samgönguráðuneyti
hefur til að svara nýju tilboði í smíði
og rekstur farþegaferju í Bakka-
fjöru. Upphaflegur frestur til svars
rann út á hádegi í gær en fresturinn
var lengdur til hádegis á fimmtudag.
Fyrsta tilboð Eyjamanna hljóðaði
upp á 16,5 milljarða króna en nýtt til-
boð upp á 14,5 milljarða. Miðað er við
sama skip og í fyrra tilboðinu en ým-
is annar kostnaður hefur verið lækk-
aður eftir viðræður við ríkið.
Tilboðið
framlengt
♦♦♦