Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
✝ ÁsmundurKristbjörn Þor-
kelsson fæddist í
Reykjavík 10. júlí
1932. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
í Holtsbúð í Garða-
bæ þann 10. maí síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Bergþóra
Kristinsdóttir frá
Patreksfirði f. 14
júní 1907, d. 11.
febrúar 1976 og
Þorkell Ásmunds-
son trésmiður frá Fellsaxlarkoti í
Skilmannahreppi, f. 25. apríl
1902, d. 18. júní 1997. Systkini Ás-
mundar eru Guðbjörg, f. 1929,
maki Páll Guðjónsson og eiga þau
fjögur börn. Kristín Evlalía, f.
1931, d. 1934. Ellen, f. 1933, maki
Gunnar Kristinsson (látinn) og
eiga þau einn son. Kristín Evlalía,
f. 1936, d. 2000, maki Kristján
Samúelsson (látinn) og eignuðust
þau tvo syni. Helga Ingibjörg, f.
1942, maki Guðmundur H. Har-
aldsson og eiga þau þrjú börn.
hildar og Styrmis Magnússonar er
Ásdís Arna, f. 2008. Maki Eyglóar
er Reynir Snædal Magnússon,
vélamaður, f. 1960, dætur þeirra
eru, b) Ólafía Ósk f. 1998, c) Birta
Líf, f. 1998.
Ásmundur ólst upp á Grett-
isgötunni í Reykjavík, hann gekk í
barnaskóla Austurbæjar og síðan
lærði hann trésmíði í Iðnskól-
anum í Reykjavík og varð húsa-
smíðameistari árið 1960. Hann
vann ýmis störf sem unglingur en
eftir iðnskólanámið vann hann
með föður sínum við húsasmíðar.
Unnu þeir lengi hjá Múr hf. Ás-
mundur starfaði hjá Kirkjugörð-
um Reykjavíkur frá 1969 til 1999
þegar hann hætti vegna aldurs.
Hann starfaði þar lengst af við
smíðar en síðustu ár sín þar starf-
aði hann við útfararþjónustuna.
Ásmundur var einn af stofnendum
Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.
Hann var einnig einn af stofn-
félögum Lionsklúbbs Garðabæjar,
þar sem hann var alla tíð virkur
félagi. Jarðarför Ásmundar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag 21.
maí og hefst athöfnin kl. 13.
Guðmundur Valdi-
mar, f. 1945, maki
Jóna S. Sigurð-
ardóttir og eiga þau
tvö börn.
Ásmundur kvænt-
ist árið 1956 Hrafn-
hildi Kristinsdóttur,
fyrrv. bankastarfs-
manni, f. 6 mars
1936. Foreldrar
hennar voru Eygló
Einadóttir, f. 6. júlí
1913, og Kristinn
Guðjónsson, f. 12.
nóvember 1905.
Börn Ásmundar og Hrafnhildar
eru 1) Arnar, verslunarmaður f.
21. janúar 1957, maki Valgerður
Garðarsdóttir, kennari, f. 1959.
Börn þeirra eru a) Áshildur,
hjúkrunarfræðingur, f. 1982, unn-
usti Helgi Friðmar Halldórsson,
b) Garðar, menntaskólanemi, f.
1988, c) Jónas, f. 1993, d) Marta
María, f. 1996. 2) Eygló, stuðn-
ingsfulltrúi, f. 16. maí 1961, dóttir
hennar og Gísla Guðmundssonar
er a) Hrafnhildur, viðskipta-
fræðinemi, f. 1983, dóttir Hrafn-
Elsku besti pabbi minn, nú ertu
farinn frá okkur og það er mikill
söknuður.
Mér finnst eins og ég eigi eftir
að heimsækja þig áfram í Holts-
búð, en það var þitt annað heimili
síðan í október sl. Það var mikið
áfall þegar þú veiktist og enginn
trúði því að þú ættir ekki eftir að
geta gengið aftur. Við biðum og
biðum eftir kraftaverki. Þrátt fyrir
mikil veikindi stafaði af þér út-
geislun og þú reyndir eins og þú
gast að halda í húmorinn og góða
skapið.
Þú varst mér góður pabbi, hjálp-
aðir og studdir þegar á reyndi.
Þegar ég eignaðist Hrafnhildi þá
var hún sólargeisli inn á heimili
ykkar mömmu þar sem við bjugg-
um hjá ykkur. Hún var eins og
dóttir þín og þú vildir allt fyrir
hana gera. Uppáhalds sagan henn-
ar var músarsaga sem þú bjóst til,
og var hún sögð á kvöldin og þú
bættir alltaf við söguna. Þegar ég
eignaðist mína fyrstu íbúð þá var
tilhlökkunin mikil og þú hjálpaðir
mér að mála og leggja parket. Þú
hættir ekki fyrr en þú varst búinn
að klára, vildir ekki taka þér kaffi-
pásu. Hrafnhildur leitaði alltaf til
þín þegar hún komst á unglings-
árin og þegar hún eignaðist fyrsta
bílinn sinn var hún að springa úr
monti og kom akandi inn Aratúnið
og bauð þér og ömmu í bíltúr.
Eftir að ég kynntist Reyni og við
giftum okkur þá var mikið brallað
og ýmislegt gert þegar þið mamma
voruð í útlöndum. Eitt skiptið
keyptum við nýjan bíl og annað
skipti keyptum við íbúð í Lind-
arhverfinu og ekki búin að selja
hina íbúðina. Mömmu var farið að
gruna eitthvað og segir við þig,
pabbi, hvað skyldu þau gera næst?
Við eignuðumst tvíburadætur 1998
og þær urðu 10 ára í gær, 20. maí.
Þú varst einstaklega góður við litlu
dúllurnar þínar eins og þú kallaðir
þær. Þú kenndir þeim olsen olsen
og það var ekki spilað annað. Þú
varst svo duglegur að fara með
þeim út að labba, hjóla og þegar
snjórinn kom fóruð þið upp í
brekku og rennduð ykkur á plast-
poka niður brekkuna. Þegar þið
mamma komuð til okkar á Halls-
staði á sumrin þá varstu svo iðinn
við að labba með stelpunum niður í
fjöru, kasta steinum í sjóinn og
leika úti, veltast um í grasinu og
ýmislegt fleira.
Takk fyrir allt, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Eygló.
Afi er mín hetja, fyrirmynd,
átrúnaðargoð og síðast en ekki síst
minn besti vinur. Ég naut þeirra
forréttinda að alast upp hjá afa og
ömmu í Aratúninu og er það mitt
annað heimili enn í dag. Flestar
minningar mínar úr æsku tengjast
afa og ömmu á einn eða annan
hátt. Afi sagði mér alltaf músasög-
ur eða söguna um Búkollu fyrir
svefninn. Afi kom á skólaskemmt-
anir, hlustaði á mig spila á tón-
leikum, horfði á mig keppa í sundi
og spila handbolta.
Þegar ég byrjaði í fjölbraut þá
var afi hættur að vinna og var allt-
af með tilbúinn hádegismat handa
mér, grillað brauð og heitt kakó.
Afi hugsaði svo vel um mig og vildi
allt fyrir mig gera. Eftir að ég óx
úr grasi var afi samt sem áður allt-
af til staðar. Ef eitthvað bjátaði á
þá var komið til afa og hann leysti
úr vandanum. Afi var mikill barna-
karl og hafði endalausa þolinmæði
gagnvart mér og síðar yngri systr-
um mínum. Hvort sem það var að
spila olsen olsen eða fara í feluleik.
Alltaf lék hann við okkur og tók
þátt af fullum áhuga.
Ég er svo innilega þakklát fyrir
að afi fékk að hitta prinsessuna
mína, Ásdísi Örnu og gat fengið
hana í fangið sitt. Ég mun segja
henni allt um langafa sinn, hvað
hann var einstakur maður. Elsku
afi minn, nú ert þú kominn á betri
stað þar sem þér líður vel og ég
veit þú vakir yfir mér. Allar minn-
ingar mínar um þig, elsku afi minn,
varðveiti ég eins og fjársjóð í
hjarta mínu.
Guð geymi þig, afi minn.
Þín,
Hrafnhildur.
Elsku afi, við söknum þín. Þú
varst besti afi í heimi. Það var allt-
af svo gaman að koma til ykkar
ömmu í pössun. Þú fórst með okk-
ur í feluleik og spilaðir við okkur
olsen olsen. Þú fórst stundum með
okkur út að hjóla og þá hjóluðum
við að vatnsbrunninum og fengum
okkur að drekka.
Það er mikill söknuður í fjöl-
skyldunni núna því þú ert farinn,
en við vitum að þér líður betur og
þú fylgist með okkur. Við geymum
allar minningarnar um þig, elsku
afi, í hjörtum okkar.
Þínar afastelpur.
Birta Líf og Ólafía Ósk.
Vinátta sem spannar liðlega 60
ár skilur eftir óteljandi minninga-
brot, ekki síst minningar frá æsku-
árunum, en ég kynntist Ásmundi
eða Adda, eins og hann var þá
gjarnan kallaður, er við vorum á
aldrinum 10–12 ára. Bekkjarbróðir
minn og vinur í Austurbæjarskóla,
Sævar Halldórsson, kynnti okkur
Adda, sem var vinur Sævars og ná-
granni á Grettisgötunni. Má segja
að frá fyrstu kynnum og allt fram
um tvítugsaldur höfum við þrír
verið lítt aðskiljanlegir vinir og
heimagangar hver á annars heimili.
Var margt brallað á þessum árum,
eins og gengur hjá unglingsstrák-
um, en við hittumst að jafnaði oft í
viku þótt ég ætti heima á Greni-
mel, en Addi og Sævar á Grett-
isgötunni.
Sem dæmi um tryggð Adda og
vináttu má nefna að hann hélt
óslitið sambandi við foreldra mína
og móður eftir að pabbi deyr og
heimsótti þótt ég væri fluttur úr
foreldrahúsum. Móður minni þótti
afar vænt um Adda og talaði oft
um hversu ræktarsamur og góður
drengur hann væri.
Ekki man ég hvenær Addi varð
Ási, en langt er síðan. Á mínu
heimili hefur hann verið Ási um
áratugi.
Í okkar litla þjóðfélagi fléttast
vináttu- og ættartengsl víða. Sem
dæmi um það fyrrnefnda má nefna
að Esther, eiginkona mín sem síðar
varð og eiginkona Ása, Haddý,
þekktust frá því þær voru tólf og
þrettán ára eða löngu áður en Ási
kynntist henni. Allt frá því að Ási
og Haddý fóru að vera saman hef-
ur góður kunnungsskapur haldist
milli þeirra og okkar Esther, enda
þótt stundum hafi liðið langur tími
milli funda. Hvert sinn sem við
hittumst var eins og við hefðum
sést í gær.
Þar sem við vinirnir fórum hver í
sína áttina í menntun og starfi, auk
þess að festa allir ráð okkar ungir
að árum, var eðlilegt að fundum
fækkaði meðan við hösluðum okkur
völl í lífinu hver á sínu sviði. Sam-
band okkar rofnaði þó aldrei.
Nú á seinni árum varð samband
okkar Ása aftur nánara. Hef ég
ekki síst notið frábærra hæfileika
hans sem smiðs, en ótalin eru þau
skipti sem hann hjálpaði mér að
bæta og/eða breyta einhverju í
sumarbústað okkar Esther við
Álftavatn, auk þess sem hann var
ávallt boðinn og búinn til aðstoðar
ef eitthvað þurfti að lagfæra eða
smíða í húsi okkar í Kópavogi, þar
sem við bjuggum áður en við flutt-
um í Sjálandið. Allt sem Ási gerði
bar vott óbrigðulum smekk hans,
snyrtimennsku og vönduðum
vinnubrögðum.
Meðan ég skrifa þessar línur
sækja á hugann ótal minningar um
atburði og atvik, sem tengjast Ása
og kunningsskap okkar þriggja
vinanna frá æskuárum. Þessar
minningar er notalegt að eiga í
sjóði og orna sér við meðan árin
færast yfir, en Ása vini mínum
þakka ég löng og góð kynni, sem
aldrei bar skugga á.
Við Esther sendum þér Haddý
mín, börnum, barnabörnum og
barnabarnabarni einlægar
samúðarkveðjur.
Þorsteinn Júlíusson
Eitt af stóru lánunum í lífi okkar
hjóna var að eignast góða ná-
granna þegar við keyptum okkur
hús í Aratúni í Garðabæ 1976. Mik-
il vinátta myndaðist þar með 8 eða
9 hjónum sem varir enn. Hópurinn
var kallaður „Klíkan í Króknum“
Ásmundur Kr. Þorkelsson
MINNINGAR
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEGAR einhver afstaða, vísindaleg
eður ei, hefur mikla pólitíska hags-
muni að baki sér er hollt að spyrja
sig hvort afstaðan og rökin á bak við
hana séu algerlega hlutlaus, eða
hvort þau séu keyrð áfram af hlut-
drægum pólitískum hagsmunum.
Fyrir nokkrum áratugum átti sér
stað kólnunartímabil á jörðinni og,
eins og margir muna, talaði vísinda-
samfélagið um hugsanlegt upphaf
nýrrar ísaldar. Vísindamönnum sem
á þeim tíma töluðu um möguleika á
hitnun jarðar var ýtt út í kuldann.
Þessir vísindamenn héldu samt
áfram að gagnrýna viðtekinn „sann-
leika“ þess dags um nýja ísöld og
rökhyggja hinnar vísindalegu að-
ferðar fór að kæla niður tilfinn-
ingahita hræðsluraddanna. Þessum
mönnum getum við þakkað að í dag
sjáum við möguleika á hitnun jarðar
vegna útblásturs manna á gróð-
urhúsalofttegundum. Þetta er hinn
nýi „sannleikur“.
Kenningin um að hitnun jarðar sé
af mannavöldum kveikir eðlilega
mikinn tilfinningahita og hana ber
að taka alvarlega, því ef rétt reynist
gætum við orsakað gríðarlegar ham-
farir, en í dag eru vísindamenn sem
segja að gögnin styðji ekki þá kenn-
ingu, og þeim er ýtt út í kuldann.
Það er gott að vera inni í hitanum
með öllum hinum, en verum ekki
hrædd við að hlusta á vísindamenn
sem ýtt hefur verið út í kuldann fyrir
að fylgja hinni vísindalegu aðferð og
gagnrýna hinn viðtekna „sannleika“.
JÓN ÞÓR ÓLAFSSON,
viðskiptafræðinemi.
Eru viðtekin sannindi
um hitnun jarðar köld
hlutlaus vísindi?
Frá Jóni Þór Ólafssyni
ÞVERT ofan í allar góðar vonir
óttast ég að áhrifaöfl á Íslandi séu
á góðri leið með að sannfæra sífellt
fleiri landsmenn um
„fánýti“ þess að Ís-
land sé til frambúðar
óháð þjóðríki, sjálf-
stætt um löggjaf-
arvald, fram-
kvæmdavald og
dómsvald.
Nú á það að vera
íbúum Íslands til far-
sældar um afkomu
sína í bráð og lengd
að þeir tengist Evr-
ópusambandinu
áhrifamiklum póli-
tískum böndum, þ.e.
afsali pólitísku sjálf-
stæði í ríkum mæli,
skerði fullveldi rík-
isins í grundvall-
aratriðum. Er hægt
að horfa upp á slíkt
óttalaust?
Ef gengið verður í
Evrópusambandið verður Ísland
stjórnskipulega sambandsríki,
„federal state“, með tilheyrandi
takmörkunum sem slíkri stöðu
fylgja. Talsmenn aðildar segja að
okkur sé þetta engin ofætlun því að
þjóð á þjóð ofan, hvert ríkið á fætur
öðru, hefur gengið í Evrópusam-
bandið, haldið sínu og hagnast. En
er það satt og rétt? Nei, vitaskuld
ekki! Sama lögmál gildir um allar,
að hver sú þjóð sem gerist aðili að
ESB skerðir fullveldi sitt. Sú
skerðing er því meiri sem þjóðin er
minni (fámennari) og því fremur
sem þær víkja frá megineinkennum
hagkerfis bandalagsins. Fyrir Ís-
lendinga, sem enn eru fiskveiði- og
fiskiðnaðarþjóð og eiga mikið undir
landbúnaði sem grundvallargrein í
þjóðarbúskapnum, með afleiddum
störfum út um allt, er það atvinnu-
lega séð áhættuefni að ganga í Evr-
ópusambandið ofan á þá pólitísku
valdskerðingu sem við blasir.
Gerum okkur ljóst enn og aftur:
Ef gengið verður í ESB er Ísland
ekki lengur fullvalda ríki. Það verð-
ur sambandsríki, háð yfirþjóðlegri
„federal“ stjórnskipun, þ. á m. lög-
um og reglum um fiskveiðar og
fiskvinnslu, um búskaparhætti í
sveitum og afurðasölu og úrvinnslu
búsafurða. Í þeim efnum er óþarfi
að þreifa fyrir sér í aðildarvið-
ræðum. Hagsmunir frumfram-
leiðslu til lands og sjávar eru fyr-
irfram dæmdir.
Þó er það ein helsta röksemd
áhugafólks um fulla að-
ild að ESB að samn-
ingaviðræður, í kjölfar
formlegrar umsóknar
um aðild, geti einar
skorið úr um ávinning
af fullri aðild í stað
þeirrar aukaaðildar
sem felst í samningi
um Evrópska efna-
hagssvæðið. Þessi rök-
semd kann að hljóma
vel, en reynslan sýnir
að Evrópusambandið
gefur ekkert eftir að
því er tekur til yf-
irstjórnar sjáv-
arútvegsmála, hún
verður alltaf á hendi
alríkisstjórnar. Um
það gilda engar und-
anþágur. Sú staðreynd
er eitt skýrasta dæmið
um skert fullveldi að-
ildarþjóða og mundi bitna harðast á
Íslendingum ef á reyndi.
Ísland er eyland
Ekki mun ég þvertaka fyrir það
að meginlandsþjóðum Evrópu ríður
á þeirri einingarhugsjón að friður
ríki milli þeirra eftir öll þúsund-
árastríðin og ógeðslegheit evr-
ópskrar grimmdar í aldanna rás.
En nær þessi síðborna iðrun og
yfirbótaþrá meginlandsþjóðanna til
okkar Íslendinga, búandi á jöðrum
hins byggilega heims? Varla! Ís-
land er eyland í norðurhöfum, ekki
nema að nafninu til Evrópuland,
land sem Miðevrópumenn kunna
lítil skil á. En hafi nútímamiðevr-
ópumenn fundið pólitískt ráð til að
setja niður deilur sín í milli er það
ánægjuefni, en naumast íslenskt
viðfangsefni. Í umróti tímanna eiga
Íslendingar að fara sér hægt.
A.m.k. er hvers kyns ofboð í útrás-
um og afskiptasemi af eldfimum
heimsmálum ekki það sem stendur
okkur næst. Við eigum að búa vel
um okkur í eigin landi, rækta okkar
garð, stjórna landsmálum af hóf-
semi og hyggindum. Það eitt trygg-
ir okkur virðingu annarra þjóða.
Ræktum okkar
eigin garð
Ingvar Gíslason skrifar
um Evrópumál
Ingvar Gíslason
»Ef gengið
verður í
ESB er Ísland
ekki lengur full-
valda ríki.
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.