Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 STÆRÐIR 40-52 Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433 Sumarúlpur Ný sending Glæsileg sumardress og -kjólar TAIFUN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Peysur í úrvali www.sjofnhar.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÉG tel að það sé mjög gott að spyrja spurninga um hvernig megi nýta náttúruna en auðvitað tek ég líka undir sjónarmið þeirra sem vilja nýta jarðhitann okk- ar,“ segir Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um álit Skipulagsstofn- unar á Bitruvirkjun. „En það er ekki sama hvernig er staðið að nýting- unni. Ég er ekki mjög hlynntur verulegri röskun svæða í nýting- arskyni og tel að vernda þurfi jarð- hitasvæði á sama hátt og vatnsföll og þvíumlíkt.“ Guðjón Arnar segir álit Skipu- lagsstofnunar koma á óvart að því leyti hversu skýr afstaða sé tekin gegn Bitruvirkjun. „Þetta vísar okk- ur veginn í því að vanda vinnubrögð- in þegar kemur að nýtingu nátt- úruauðlinda hvort sem um er að ræða jarðhita eða aðrar auðlindir. Að sjálfssögðu þurfum við samt að finna lausnir þar sem unnt er að nýta orkuna í sátt við náttúruvernd- arsjónarmið. Það hlýtur að mega skoða aðferðir hvað það snertir. Ég segi það alveg eins og er að mér finnst ekki mikill fegurðarauki að öllum röraflækjunum á Hellisheiði,“ segir Guðjón Arnar. „Vísar okkur veginn“ Guðjón A. Kristjánsson ILLUGI Gunn- arsson, þingmað- ur Sjálfstæð- isflokksins, segir álitið hvorki til þess fallið að fagna því né harma það. „Þetta er nið- urstaða Skipu- lagsstofnunar og ég er viss um að þeir sem þar eru vinna sitt starf eftir bestu sam- visku, viðmiðum, lögum og gildandi reglum. Næsta stig er að velta því fyrir sér hvaða áhrif álitið muni hafa.“ Illugi segir að treysta verði því að álitið sé unnið á faglegum for- sendum. Ef einhver hafi efasemdir um það verði að koma í ljós hvort mistök hafi átt sér stað. Segir hann þetta aðspurður um staðhæfingu Ólafs Áka Ragnarssonar, bæj- arstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss, þess efnis að ekki sé mikið um ferðamenn á fyrirhuguðu virkj- anasvæði en ferðaþjónusta hefur mikið vægi í áliti Skipulagsstofn- unar. Treystir á fagleg vinnubrögð Illugi Gunnarsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon segir niðustöðu Skipu- lagsstofnunar hárrétta og ánægjulega og ákvörðun OR sjálfsagða. „Þessi niðurstaða er ekki komin úr tóma- rúmi og er nær- tækt að vísa til þeirrar málefnalegu og einbeittu andstöðu sem höfð hefur verið uppi gegn þessum virkjunaráformum og þeirrar miklu viðhorfsbreytingar sem orðið hefur í landinu almennt hvað varðar umhverfisvitund og gild- ismat,“ segir hann. „Baráttan er að skila árangri, það er ekki nokkur vafi, og sýnir sig í íbúakosningunni í Hafn- arfirði [um stækkun álvers], og í fylg- isaukningu okkar, að þessi mál eru komin á kortið með alveg nýjum hætti í íslenskum stjórnmálum.“ Spurður hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af skorti á orku til verkefna segir Steingrímur að orkuskortur verði ekki vandamál ef við mótum okkur nýjar áherslur um sjálfbæra þróun orkubúskapar: „Þá eru okkur allir vegir færir og eigum nóg fyrir þarfir okkar í dag og komandi kyn- slóðir, ef við spilum skynsamlega úr því sem við höfum og látum ekki ein- hver skammtímasjónarmið og þjónk- un við erlend stórfyrirtæki ráða ferð- inni“ „Við erum bara í straumnum miðjum,“ segir Steingrímur. Barátt- unni er ekki lokið þótt áfangasigur hafi unnist. „Því miður er langur veg- ur frá því að búið sé að kveða stór- iðjuvirkjanadrauginn niður. Hann gengur ljósum logum undir vernd- arvæng núverandi ríkisstjórnar.“ Hárrétt og ánægju- leg ákvörðun Steingrímur J. Sigfússon HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær kröfu manns, sem hefur verið í ör- yggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni undanfarin ár, um að örygg- isgæslunni verði aflétt í áföngum. Maðurinn var dæmdur fyrir mann- dráp sem hann framdi árið 2002 og hefur sætt öryggisgæslu síðan. Hæstiréttur staðfesti með þessu úrskurð Héraðsdóms Suðurlands, sem taldi að saga mannsins benti ótvírætt til þess að hann væri hættu- legur umhverfi sínu og ekki hefði verið sýnt fram á að öryggi annarra yrði tryggt með minni gæslu en nú væri veitt. Héraðsdómur tók fram að þessi niðurstaða kæmi þó ekki í veg fyrir að manninum yrði heimilað að fara á kaffihús eða í aðrar stuttar heimsóknir í fylgd gæslumanna eftir nánari ákvörðun yfirlæknis. Maðurinn sem um ræðir hefur átt við geðsjúkdóm að stríða frá árinu 1987. Árið 2002 stakk hann mann til bana með hnífi en héraðsdómur og síðan Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ósak- hæfur og bæri að vistast í öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun. Tafir aðfinnsluverðar Fram kemur í dómi Hæstaréttar nú að tilsjónarmaður mannsins hafi fyrst borið erindi um að aflétta ör- yggisgæslunni í áföngum undir hér- aðsdóm í janúar 2006. Héraðsdómari hafi skömmu síðar beðið Magnús Skúlason yfirlækni við réttargeð- deildina að Sogni um skriflega um- sögn um erindið. Þessi beiðni var ítrekuð í október og nóvember 2007 en svar Magnúsar barst ekki fyrr en 4. mars. Segir Hæstiréttur að tafir, sem orðið hafi á afgreiðslu erindisins af þessum sökum, séu aðfinnsluverð- ar. Ekki óhætt að af- létta öryggisgæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.