Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð-
herra vék að framtíð Íbúðalánasjóðs
á morgunverðarfundi sem Samtök
iðnaðarins boðuðu til í gær um
ástand og horfur í bygginga- og
mannvirkjagreinum. „Það þarf ekki
að orðlengja að ríkið hefur á undan-
förnum árum verið að losa sig út úr
hvers konar atvinnu- og fjármála-
starfsemi á þeirri forsendu að einka-
aðilar sem eiga beinna hagsmuna að
gæta geta oftast gert hlutina betur
en hið opinbera,“ sagði hann. „Íbúða-
lánasjóður er nánast eina fjármála-
stofnunin sem eftir situr í eigu rík-
isins. Stjórnarflokkarnir, bæði í fyrri
ríkisstjórn og þessari, hafa haft
framtíð sjóðsins í umræðu, auk þess
sem alþjóðastofnanir svo sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD
hafa gagnrýnt það að sjóðurinn sé
enn í ríkisforsjá og vinni oft og tíðum
gegn peningamálastefnu Seðlabank-
ans þegar síst skyldi. Þá hefur Eft-
irlitsstofnun EFTA haft umfang og
starfsemi sjóðsins til nánari skoðun-
ar og er þess að vænta að þaðan ber-
ist álit sem muni gera athugasemdir
við núverandi starfsramma sjóðsins.
Til að bregðast við því má telja eðli-
legt að farið verði út í það að skipta
sjóðnum upp í tvo hluta. Annars veg-
ar þann hluta sem lýtur að félagslegu
húsnæði og skyldum málum og hins
vegar hinn almenna hluta sem rekinn
verður að fullu á markaðsgrundvelli.
Með þessu er mætt því sjónarmiði að
ríkið hefur tilteknum félagslegum
skyldum að gegna í húsnæðismálum
og að skýr mörk verði dregin milli fé-
lagslega hlutans og almenna hlutans.
Sú grunnregla yrði þá í heiðri höfð að
ríkið væri ekki í samkeppni við
einkaaðila á markaði,“ sagði fjár-
málaráðherra.
Fram kom í máli Árna að fjármála-
ráðuneytið spáir að íbúðaverð muni
lækka um 15% að raunvirði á næstu
þremur árum. Hann sagði ljóst að
stjórnvöld gætu gert ýmislegt til að
styrkja fasteignamarkaðinn og að
þau hefðu hlutverki að gegna hvað
varðaði félagsleg úrræði á markaðn-
um. Reikna mætti með verulegum
stuðningi við byggingu leiguíbúða á
næstu árum sem koma ætti bygging-
ariðnaðinum til góða, auk þess sem
þar með yrði mætt húsnæðiseftir-
spurn ýmissa tekjuhópa í þjóðfélag-
inu sem ekki geta staðist þær kröfur
sem gerðar eru til eignakaupa. „Því
verður að telja að félagslegar ráð-
stafanir í húsnæðismálum hafi ein-
hver mildandi áhrif á niðursveifluna
sem gengur yfir markaðinn um þess-
ar mundir,“ sagði hann.
Bregðast við ef ástandið
verður mjög óvenjulegt
Hann sagði að framboð og eftir-
spurn ættu eftir að vinna úr hverju
því misvægi sem skapast á fasteigna-
markaði á næstu misserum á eigin
forsendum. Vissulega muni aðgerðir
stjórnvalda mótast af því ástandi
sem stefnir í. „Ef ástandið verður
mjög óvenjulegt er viðbúið að ríkið
þurfi að bregðast við með einhverj-
um hætti sem hugsanlega mætti
gera með sérstökum aðgerðum um-
fram þær sem nú þegar hafa verið
ákveðnar, þ.e. með afnámi stimpil-
gjalda á fyrstu íbúðakaup eða með
því að setja aukna fjármuni í sérstök
lán vegna leiguíbúða.
Ef ástandið á markaði helst hins
vegar innan eðlilegra marka og
stefnir í jafnvægi, þó svo að það geti
tekið einhvern tíma, væri betra að
láta markaðinn jafna sig án sér-
stakra aðgerða af hálfu hins opinbera
fyrir utan þær sem þegar hafa verið
ákveðnar eða boðaðar samkvæmt
stjórnarsáttmálanum eða öðrum yf-
irlýsingum ríkisstjórnarinnar,“ sagði
Árni.
Fram kom í máli Bjarna Más
Gylfasonar, hagfræðings SI, að
byggingariðnaðurinn og mann-
virkjagerðin stæðu á krossgötum um
þessar mundir. Um 16 til 17 þúsund
manns störfuðu á þessum sviðum.
Atvinnugreinin stæði augljóslega
frammi fyrir breyttum aðstæðum og
„frosthörkum“ á markaði, sem hefði
áhrif á fyrirtæki í greininni og í
skyldum greinum og gæti ekki síður
haft áhrif á fjárhag ríkissjóðs til
lengri tíma litið. „Síðast en ekki síst
er þetta upp á líf og dauða að tefla
fyrir ýmsa sem reka fyrirtæki í þess-
ari grein,“ sagði hann. Bjarni birti
upplýsingar um samanlagða skulda-
stöðu fyrirtækja í mannvirkjagerð í
lok mars sl., sem var þá um 140 millj-
arðar. Sagði hann ljóst að fyrirtækin
í byggingariðnaðinum hefðu kosið að
fjármagna sig að miklu leyti í er-
lendri mynt. Gengisbundin skulda-
bréf eru 47% af heildarskuldunum
eða rúmlega 66 milljarðar og yfir-
dráttarlán 15% eða rúmir 22 millj-
arðar. Á síðustu 5 árum hafi greinin
verið að sækja sér tæpa 2 milljarða á
mánuði til bankanna en líklegt sé að
sú sókn stöðvist nú, a.m.k. tímabund-
ið. Bjarni sagði að samdrátturinn um
þessar mundir skýrðist af skorti á
lánsfé, háum vöxtum, lokum um-
fangsmikilla framkvæmda og mettun
á fasteignamarkaði.
Fram kom í máli hans að miðað við
þær upplýsingar sem lægju fyrir og
athuganir SI væri líklegast að mann-
virkjagerð í heild sinni dytti niður á
svipað stig og var fyrir 2004. Íbúða-
byggingar drægjust hratt saman á
þessu og næsta ári en síðan myndi
markaðurinn jafna sig eftir það. Bú-
ast mætti við að mörg fyrirtæki lentu
í alvarlegum vanda og atvinnuleysi
ykist í greininni, en það réðist þó að
umtalsverðu leyti af því hversu
hreyfanlegt erlenda vinnuaflið verð-
ur.
Rétti tíminn
til að afnema stimpilgjöld
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri BM Vallár, sagði enga
ástæðu enn til að örvænta. Ef litið
væri upp úr vandamálum dagsins í
dag mætti sjá fjöldann allan af tæki-
færum. Fjölmörg verkefni væru í
gangi og önnur í uppsiglingu.
„Íbúðamarkaðurinn er í harka-
legri niðursveiflu og þennan markað
þarf að örva en ekki tala niður“ sagði
Þorsteinn og sagði að grípa ætti til
aðgerða strax. Núna væri rétti tím-
inn til að afnema stimpilgjöld og
styrkja þyrfti Íbúðalánasjóð, a.m.k.
tímabundið, hækka lágmarkslán
verulega, t.d. í 25 milljónir, og að
sjóðurinn gæti boðið 80% lánshlutfall
af markaðsvirði eigna.
Ingólfur Bender hjá Greiningar-
deild Glitnis sagði að niðursveiflan
yrði ekki langvarandi. ,,Hagkerfið
nær jafnvægi, betra aðgengi verður
að lánsfé og aukin bjartsýni um þró-
un íbúðaverðs með aukinni veltu.“
„Upp á líf og dauða
að tefla fyrir ýmsa“
Fjármálaráðherra segir eðlilegt að almennur hluti
Íbúðalánasjóðs verði rekinn að fullu á markaðsgrundvelli
Í HNOTSKURN
»Hagfræðingur Samtaka iðn-aðarins telur að mikið fram-
boð af ódýru lánsfé hafi sett í
gang verkefni sem undir eðlileg-
um kringumstæðum hefðu ekki
átt að fara í gang.
»Á síðustu 5 árum hefurmannvirkjageirinn sótt sér
tæpa 2 milljarða á mánuði til
bankakerfisins. Líklegt er talið
að sú sókn stöðvist nú, a.m.k.
tímabundið.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Erfitt ástand Framsögumenn á fundi Samtaka iðnaðarins ræddu dökkt út-
lit í mannvirkjaiðnaði en því var einnig haldið fram að ljós væri í myrkrinu.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
42
47
9
05
/0
8
Landsbanki Íslands hf.
Landsbanki Íslands hf, kt. 540291-2259, hefur birt lýsingar vegna töku skuldabréfa
til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. (OMX ICE) og gert aðgengilegar
almenningi frá og með 21. maí 2008.
Eftirfarandi skuldabréfaflokkar hafa verið teknir til viðskipta:
• Flokkur að heildarfjárhæð ISK 50.000.000.000. Skuldabréf að fjárhæð ISK
1.000.000.000 voru gefin út þann 7. maí sl. og verða tekin til viðskipta á OMX ICE
þann 21. maí 2008. Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 09 0504. Skuldabréfin
eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 4. maí 2009.
Skuldabréfin bera breytilega 3. mánaða REIBOR vexti að viðbættu 50 punkta álagi.
• Flokkur að heildarfjárhæð ISK 50.000.000.000. Skuldabréf að fjárhæð ISK
1.000.000.000 voru gefin út þann 7. maí sl. og verða tekin til viðskipta á OMX ICE
þann 21. maí 2008. Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 10 0503. Skuldabréfin
eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum með lokagjalddaga þann 3. maí 2010.
Skuldabréfin bera breytilega 3. mánaða REIBOR vexti að viðbættu 50 punkta álagi.
Lýsingarnar er hægt að nálgast hjá útgefanda Landsbanka Íslands hf., Austurstræti 11,
155 Reykjavík eða á vefsetri útgefanda, www.landsbanki.is, fram til lokadags
skuldabréfaflokkanna.
Reykjavík, 21. maí 2008
P
IPA
R
• S
ÍA
• 810
52
Í tengslum við fyrirhugaðan könnunarleiðangur til Brasilíu í júní
verður haldinn kynningarfundur á skrifstofu Útflutningsráðs,
Borgartúni 35.
Fundurinn er ætlaður öllum sem hafa hug á að stunda viðskipti á
þessum ört vaxandi markaði og vilja fræðast nánar um bæði markaðinn
og fyrirkomulag ferðarinnar.
Dagskrá:
Kl. 08:15 Morgunverður
Kl. 09:30 Fundarlok
Skráning fer fram í gegnum netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is
en allar nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson,andri@utflutningsrad.is
eða í síma 511 4000.
www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is
Viðskiptatækifæri í Brasilíu
PAULO Roberto Ribeiro GUIMARÃES, viðskiptafulltrúi
sendiráðs Brasilíu fyrir Ísland, með aðsetur í Osló.
Að stunda viðskipti í Brasilíu – séð frá sjónarhorni íslenskra fjárfesta
Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Salt Properties ehf.
Fyrirkomulag vegna ferðarinnar
Guðjón Svansson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands.
Brasilía
Heitur markaður
í Brasilíu
Morgunverðarfundur
fimmtudaginn 22. maí.