Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JARÐGUFA OG VATNSAFL Vatnsaflsvirkjanir hafa veriðmjög umdeildar hin seinni ár,kannski fyrst og fremst vegna þess, að þeim hefur fylgt mikið rask í óbyggðum og að margra mati eyði- legging á náttúruverðmætum. Þess vegna hefur verið spurt og Morgunblaðið hefur m.a. varpað þeirri spurningu fram, hvort jarð- gufuvirkjanir gætu orðið einhvers konar málamiðlun á milli virkjana- sinna og umhverfisverndarsinna. Virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hafa að vísu dregið úr trú manna á að svo gæti orðið vegna þess, að þeim hefur ekki síður fylgt jarð- rask, þótt með öðrum hætti sé en í til- viki vatnsaflsvirkjana. Nú hefur Skipulagsstofnun sent frá sér álitsgerð um tvær jarðgufu- virkjanir á Hellisheiði, Bitruvirkjun, sem stofnunin hafnar og Hverahlíð- arvirkjun, sem sett eru ákveðin skil- yrði fyrir, sem sumir telja vera ströng skilyrði. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, túlkar niðurstöðu Skipulagsstofnun- ar á þann veg, að það þrengi víða að byggingu jarðgufuvirkjana. Ef það er rétt mat má spyrja hvar við Íslendingar erum á vegi staddir í nýtingu orkuauðlinda okkar. Við eig- um tvær meginauðlindir, þ.e. fiskinn í sjónum og orkuna, sem felst í vatns- afli og jarðgufu. Svo er náttúra lands okkar auðvitað ein allsherjar auðlind. Það er áreiðanlega víðtæk sam- staða meðal þjóðarinnar um að úti- loka frekari framkvæmdir á miðhá- lendinu, hvort sem um er að ræða virkjanir eða aðrar framkvæmdir svo sem vegaframkvæmdir. Þar með þrengist mjög um möguleika á nýjum vatnsaflsvirkjunum. Og jafnvel þótt þær séu ekki í óbyggðum eru þær umdeildar eins og sjá má af deilun- um, sem standa um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Ef líka þrengir mjög að jarðgufu- virkjunum fer þetta að verða spurn- ing um, hvort við treystum okkur til að halda yfirleitt áfram að nýta orku- auðlindir þjóðarinnar að einhverju marki. Við höfum þegar sett okkur ströng mörk í sambandi við nýtingu á auð- lindum hafsins. Treystum við okkur til að ganga ekki lengra að sinni í nýtingu auð- linda okkar? Erum við tilbúin til að taka á okkur þær takmarkanir á lífs- kjarabata á næstu árum, sem því mundi fylgja? Um síðustu aldamót héldum við að þekkingariðnaðurinn svonefndi mundi færa okkur björg í bú. Það hafa líka reynzt sveiflur í honum. Síð- ustu árin hafa menn haldið því fram, að við Íslendingar værum svo snjallir fjármálamenn, að við gætum orðið einhvers konar alþjóðleg fjármála- miðstöð. Síðustu mánuði hefur heldur dregið úr þeirri trú og ekki sennilegt að almenningur muni veðja á þann kost. Þetta eru álitamálin, sem við stöndum frammi fyrir í kjölfar álits- gerðar Skipulagsstofnunar. GESTRISNI ÍSLENDINGA Á Akranesi hafa verið hengdir uppundirskriftalistar til að mótmæla því að bærinn taki á móti 30 palest- ínskum flóttamönnum. Þetta eru kald- ar kveðjur til fólks, sem væntanlegt er til Íslands til að hefja nýtt líf eftir að hafa lifað hörmungar. Það eru grimm örlög að vera hrakinn frá heimalandi sínu og þurfa að setjast að á framandi slóðum. Flóttamennirnir eru af pal- estínskum uppruna, einstæðar mæður og börn þeirra, sem koma frá Írak. En í raun gildir einu hvaðan fólkið kemur. Hér er um að ræða fólk í neyð, sem ís- lensk stjórnvöld hafa ákveðið að rétta hjálparhönd. Íslendingar hafa verið lánsamir og lausir við átök svo öldum skiptir. En það eru ekki allir svo lánsamir. Hing- að hafa í nokkur skipti komið flótta- menn, þar á meðal frá Víetnam og Balkanskaga og hefðu Íslendingar vissulega getað tekið á móti fleiri flóttamönnum í áranna rás. Nú er von á palestínskum flóttamönnum frá Írak. Hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar ekki að taka vel á móti þeim? Flóttamönnum hefur farið fækk- andi í heiminum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna voru tæplega tíu milljónir flóttamanna í heiminum í fyrra og höfðu ekki verið færri í 25 ár. Vandinn er hins vegar ærinn og við þessa tölu bætist allur sá fjöldi fólks, sem er á vergangi í sínu heimalandi. Íslendingar leggja ekki mikið á vog- arskálar þróunarstarfs. Árið 1971 var samþykkt á þingi að stefna að því að framlag Íslands til þróunarmála næði 0,7% af þjóðartekjum, sem er mark- mið Sameinuðu þjóðanna. Enn er langt frá því að það markmið hafi náðst. Þótt stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að ná þessu marki hef- ur almenningur ávallt brugðist vel við þegar kallað hefur verið eftir fram- lögum til hjálpar bágstöddum í heim- inum. Móttaka flóttafólks er líka að- stoð við umheiminn, lítið lóð á stóra vogarskál. Framtakið skiptir kannski ekki miklu máli þegar horft er á fjölda flóttamanna í heiminum, en fyrir þá einstaklinga, sem hingað koma, getur það skipt sköpum og veitt tækifæri til að hefja nýtt líf. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í Morgunblaðinu í gær undirskriftalistarnir hafi verið settir upp án samþykkis og neitar að íbúar bæjarins skiptist í tvær fylkingar út af málinu. Það er vonandi rétt. Bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar samþykkti í fyrrakvöld með öllum greiddum at- kvæðum að taka á móti flóttamönn- unum. Undirskriftalistarnir á Akranesi eru ógeðfellt uppátæki. Hvernig væri að sýna gestrisni og hengja upp undir- skriftalista til stuðnings því að fá fleiri flóttamenn til landsins? Víst er að þörfin er nóg og á Íslandi er af nógu að taka. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Hlutur jarðvarmans í raf-orkuframleiðslu hér á landihefur aukist hratt á síðustuárum og nú er svo komið að um 30% af raforkunni koma úr jarð- gufuvirkjunum. Þetta hlutfall var 19,1% árið 2005. Uppi eru áform um að auka þessa vinnslu enn frekar á næstu árum. Lengst af var framleitt rafmagn með gufuafli á aðeins tveimur stöðum á landinu, í Kröflu og Svartsengi. Fyr- ir rúmum tíu árum var afl þessara tveggja virkjana samtals 50 MW. Nú er hins vegar rafmagnsframleiðsla með jarðgufu kominn upp fyrir 450 MW. Þrjár nýjar virkjanir hafa bæst við á þessum tíu árum, þ.e. Nesjavalla- virkjun, Reykjanesvirkjun og Hellis- heiðarvirkjun. Auk þess hafa virkj- anirnar við Svartsengi og Kröflu verið stækkaðar. Tvöföldun á tveimur árum Árið 2005 voru framleidd 1.658 GWh með gufuafli en í fyrra nam fram- leiðslan 3.579 GWh. Öll stóru orkufyrirtækin áforma að auka enn frekar framleiðslu á raf- magni með gufuaflsvirkjunum. Orku- veita Reykjavíkur áformar að stækka Nesjavallavirkjun en hún framleiðir í dag 120 MW. Á svæðinu hafa verið boraðar 25 borholur og í undirbúningi er að bora rannsóknarborholur til þess að meta hvort svæðið geti staðið undir stækkun. Í Hellisheiðarvirkjun eru nú framleidd 123 MW en hún verður stækkuð á þessu ári og aftur 2010. Þá mun virkjunin framleiða 300 MW. Þeg- ar er búið að bora á svæðinu 38 borhol- ur. Orkuveitan hefur undirbúið að byggja tvær nýjar hlíðarvirkjun og Bi ákvað stjórn fyrirtæ Bitruvirkjun eftir a lagðist gegn virkju hverfisáhrifa sem h in samþykkti jafnfr undirbúningi Hver Áætlað er að hægt Vegna mikillar andstöðu við vatnsaflsvirkjanir hafa orku 30% af raforku kom áformað er að bygg Ölkelduháls Bitruvirkjun átti að rísa á Ölkelduhálsi. Myndin Hveragerði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í gær að hætta Á síðasta ári hafnaði iðn- aðarráðuneytið umsókn- um um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum, Kerlingarfjöllum, á Torfa- jökulssvæðinu, Grændal og á Fremrinámasvæði. Þegar umræða um Eyjabakka-virkjun og síðar Kára-hnjúkavirkjun stóð semhæst urðu ýmsir til að benda á að það væru til aðrir virkj- unarkostir sem hefðu ekki eins skað- leg áhrif á umhverfi og stórar vatns- aflsvirkjanir með stórum uppistöðulónum. Menn bentu fyrst og fremst á þrjá aðra kosti; djúpbor- unarverkefni, rennslisvirkjanir og gufuaflsvirkjanir. Það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir allmörg ár hvort djúpbor- unarverkefnið skilar þeirri miklu orku sem vonast er eftir. Því fer hins vegar fjarri að mikil sátt hafi tekist um aðra kosti í virkjunarmálum sem sumir andstæðingar vatnsaflsvirkj- ana bentu á. Nægir þar að benda á harða andstöðu við rennslisvirkjanir í neðri hluta Þjórsár og harða and- stöðu við Bitruvirkjun. „Við viljum virkja jarðvarma“ Það er hægt að tína til mörg ummæli sem umhverfissinnar hafa látið falla í baráttu gegn vatnsaflsvirkjunum þar sem þeir hafa bent á aðra kosti. Ólafur F. Magnússon, núverandi borgarstjóri, sagði í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 2001: „Aug- ljóst virðist, að rennslisvirkjanir í Þjórsá við Stóra-Núp og Urriðafoss ásamt Búðarhálsvirkjun séu umhverf- isvænni kostur, sem komandi kyn- slóðir geti sætt sig við. Á sama hátt má ætla að rammaáætlun stjórnvalda um framtíðarnýtingu vatnsafls og jarðvarma leiði í ljós aðra og ásætt- anlegri virkjanakosti en fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun.“ Hlynur Hallsson, varaþingmaður VG, sagði í blaðagrein 2003: „Við vilj- um virkja jarðvarma og byggja rennslisvirkjanir sem ekki hafa óaft- urkræfar afleiðingar í för með sér.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði á Alþingi árið 2005 að það væri eðlilegt að nýta virkjanasvæði sem búið væri að fara inn á og opna. Hann nefndi sérstaklega Hellisheið- arsvæðið og Kröflusvæðið í þessu sambandi. Síðan bætti hann við: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síð- an Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissu- lega að fara vel yfir það en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði í sömu umræðum að fyrir lægi „að jarðvarmavirkjanir [væru] umhverfisvænni en vatnsaflsvirkj- anirnar í t.d. stóru jökulhlaupunum“. Hún bætti hins vegar við að „við verðum líka að haf varmavirkjanir] er ar á afar viðkvæm horft er til umhver horft er á náttúru Þegar Norðlinga umræðu í borgarst létu borgarfulltrúa isflokksins bóka að yrði við virkjunina Landsvirkjun „að l til að koma til mót endur á raforku m eða vatnsafls“. Í sömu umræðum Óskarsdóttir þáver og núverandi þing ingar: „Þróun djúp tæknilegra framfa hita hafa sýnt okku þurfum ekki endile þessu eilífa stappi andi og hverju ekk náttúruundrum.“ Nú liggur fyrir A unartillaga frá Álf tveimur öðrum þin gerir ráð fyrir að s starfshópur sem le hverfisáhrifum af f jarðhitasvæðum ve lágmarki. Í greina að tillagan er flutt óafturkræf umhve virkjana hafi beint Voru gufuafl og rennslis virkjanir ekki lausnaror

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.