Morgunblaðið - 21.05.2008, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
„ÞAÐ er engin afsökun fyrir þján-
ingum Palestínumanna sem hafast
við í Al Waleed-flóttamannabúð-
unum. Þeir flúðu vegna morða á ætt-
ingjum og morðhótana en horfast nú
í augu við dauðann í Al Waleed.“
Þannig mæltist Michelle Alfaro,
starfsmanni Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) eft-
ir heimsókn í búðirnar fyrr í þessum
mánuði. Í haust munu um 30 Palest-
ínumenn sem nú hafast við í Al Wa-
leed verða fluttir til Íslands og er
ætlunin að fólkið setjist að á Akra-
nesi.
Móttaka flóttamannanna er liður í
verkefninu „Konur í hættu“ og mun
hópurinn væntanlega samanstanda
af konum og börnum þeirra.
Palestínumennirnir sem hafast
við í Al Waleed flúðu frá heimilum
sínum í Bagdad eftir að ofsóknir
gegn þeim hófust fyrir um tveimur
árum. Sumir þeirra flúðu Palestínu
um það leyti sem Ísraelsríki var
stofnað en aðrir fæddust í Írak og
hafa búið þar alla tíð. Þeir komust að
Al Waleed, skammt frá landamær-
um Íraks og Sýrlands en þar hafa
þeir verið strand síðan. Sýrlend-
ingar vilja ekki hleypa þeim inn í
landið og hafa bent á að þeir hafi nú
þegar tekið á móti mörg hundruð
þúsund flóttamönnum frá Írak til
viðbótar við þann mikla fjölda sem
flúði til Sýrlands um miðja síðustu
öld. Palestínumennirnir í Al Waleed
eru í þeirri stöðu að þeir geta sig
hvergi hreyft; þeir geta ekki snúið til
baka og ekkert nágrannalanda Íraks
vill taka við þeim.
Lítil viðbrögð við neyðinni
Upp á síðkastið hefur nokkur
fjöldi úr Al Waleed-búðunum fengið
hæli á Vesturlöndum. Flótta-
mannastofnun SÞ segir viðbrögð al-
þjóðasamfélagsins við þessum vanda
þó hafa verið í lágmarki, þrátt fyrir
ítrekaðar óskir um aðstoð.
Al Waleed-búðirnar eru á afar
ótryggu svæði og hefur SÞ ekki
fengið leyfi til að halda uppi stöðugri
starfsemi í búðunum. Frá því búð-
irnar voru opnaðar fyrir um tveimur
árum hafa a.m.k. þrír látið lífið úr
meinum sem auðvelt hefði verið að
lækna, þ. á m. sex mánaða gamalt
barn, að því er segir á vef Flótta-
mannastofnunarinnar.
Fara til Al Waleed í júní
Aðstæður í búðunum munu vænt-
anlega versna enn í sumar þegar
hitastigið fer yfir 50°C og sand-
stormar eru tíðir.
Um miðjan júní er ætlunin að lítil
sendinefnd frá Rauða krossi Íslands
fari í búðirnar til að taka viðtöl við
konur sem þar dvelja og velja þær
sem munu koma hingað til lands.
Ekki er talið ólíklegt að um verði að
ræða 10 konur og um 20 börn en það
á eftir að koma endanlega í ljós.
Frá 1996 hafa 277 flóttamenn komið til Íslands og hefur meirihluti þeirra hafið nýtt líf á landsbyggðinni
Morgunblaðið/Ásdís
Móttaka Á Blönduósi var höfðinglega tekið á móti flóttamönnunum.
Horfast í augu
við dauðann
í Al Waleed
Palestínsku flóttamennirnir sem eru væntanlegir
til Akraness í haust, konur og börn þeirra, búa
við hörmulegar aðstæður í flóttamannabúðum
við landamæri Íraks og Sýrlands.
!"
#
$!% &'$%
! !"
!
!
!
!
!( '$
)*( $+
,+!
- $$!%
,+!
,+!
'+!.
'+!.
'+!.
'+!.
'+!.
'+!.
$
/+
$
/+
. '+! #0 1 !2 + 3!+
4 ( +! 1 $!%
5 +
kennara og gagnkvæmum heim-
sóknum. Fyrir um ári heimsóttu
norsku og íslensku krakkarnir
Danina og skoðuðu vindmyllur og í
haust kynntust krakkarnir olíu-
auðlindum Norðmanna. Að þessu
sinni er heita vatnið og virkjanir á
Íslandi tekið til meðferðar.
Í gær var meðal annars gengið
um Elliðaárdalinn, farið í Árbæj-
arlaug og í skoðunarferðir um Ár-
bæjarsafn og Rafheima. Í danska
hópnum eru 24 nemendur og 3
kennarar, í norska hópnum 20
nemendur, 3 kennarar og 14 for-
eldrar og frá Borgaskóla 40 nem-
UM 100 manna hópur var á ferð
um Elliðaárdalinn og nágrenni í
Reykjavík í gær í þeim tilgangi að
kynna sér orku og orkunotkun á
svæðinu en áður hafði hópurinn
skoðað vindmyllur í Danmörku og
olíulindir í Noregi.
Vettvangsferðin var liður í sam-
norræna verkefninu Orka í norðri,
sem nemendur í 7. bekk í Borga-
skóla taka þátt í ásamt jafnöldrum
sínum í tveimur skólum, í Noregi
og Danmörku.
Verkefnið er unnið á tveimur
skólaárum, meðal annars með
tölvusamskiptum nemenda og
endur og 3 kennarar. Sóley Stef-
ánsdóttir, umsjónarkennari 7.
bekkjar í Borgaskóla, segir að
verkefnið hafi farið sérlega vel af
stað og góða veðrið hafi ekki spillt
fyrir.
Tekið var á móti erlendu gest-
unum í Borgaskóla í gær og sáu
foreldrar nemenda í 7. bekk um
móttökuna og matinn. Í dag verða
m.a. Gvendarbrunnar skoðaðir og
þaðan að Hellisheiðarvirkjun en
dagskránni lýkur á morgun. Gest-
irnir gista heima hjá nemendum í
Borgaskóla og halda heimleiðis á
föstudag.
Morgunblaðið/Frikki
Næring milli mála Boðið var upp á grillaðar pylsur og safa við Rafheima og kunnu krakkarnir vel að meta bitann.
Norrænir krakkar kanna
orkuna í Elliðaárdalnum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á fimmtugs-
aldri í 10 mánaða fangelsi fyrir pen-
ingafals með því að ljósrita 20 tvö
þúsund króna peningaseðla, alla með
sama númerinu. Var hann sakaður
um að hafa ætlað að koma seðlunum
í umferð sem ósviknum gjaldeyri
Maðurinn neitaði sök að þessu
leyti en sagðist þó hafa ljósritað seðl-
ana, hugsanlega til að nota þá sem
spilapeninga. Hann sagðist hafa not-
að venjulegan pappír og skorið seðl-
ana niður í venjulegar stærðir með
dúkahníf. Ákærði gat ekki útskýrt af
hverju hann var með peningana á sér
þegar hann var handtekinn í apríl
2007 og heldur ekki af hverju ljósrita
þurfti raunverulega seðla ef ætlunin
hafi verið að nota þá sem spilapen-
inga.
Aðdragandi málsins var sá að
maðurinn var handtekinn sem eftir-
lýstur aðili fyrir að sinna ekki boðun
í fangelsi til að afplána eldri dóm.
Reyndi hann að flýja undan lög-
reglumönnum en náðist á flóttanum.
Við þetta tækifæri fundust peninga-
seðlarnir í fórum hans og var málið
tekið til rannsóknar sem endaði með
ákæru ríkissaksóknara.
Maðurinn á nokkurn sakaferil að
baki og hlaut sinn fyrsta dóm árið
1983 fyrir hegningar- og umferðar-
lagabrot. Síðan þá hefur hann verið
dæmdur 15 sinnum í fangelsi í sam-
tals 137 mánuði. Síðast var hann
dæmdur í 13 mánaða fangelsi 25.
janúar 2007 fyrir umferðar- og fíkni-
efnalagabrot.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
dæmdi málið
Dæmdur fyrir
peningafals
Notaði venjulegan pappír og skar seðl-
ana í venjulegar stærðir með dúkahníf
UNNIÐ er að reglugerð sem varðar
markaðssókn á vörum og þjónustu
sem beinist að börnum og ungling-
um. Þetta verða leiðbeinandi reglur,
lagðar fram af talsmanni neytenda
og umboðsmanni barna, en unnar í
nánu samráði við aðila á markaði, al-
mannasamtök, stofnanir og sérfræð-
inga. Er þeim ætlað að vera viðbót
við gildandi lög og reglur.
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, segir í tilkynn-
ingu að verkefnið sé til komið vegna
fjölmargra athugasemda um að
brýnt sé að tekið verði á sívaxandi
markaðsáreiti sem beinist að börn-
um. Í tengslum við verkefnið verður
haldið málþing 27. maí nk., þar sem
aðilum gefst frekara tækifæri til
þess að koma með ábendingar.
Reglur um markaðs-
sókn gegn börnum
UM 70% af þeim 277 flóttamönnum sem hafa komið til Íslands hafa byrjað
nýtt líf hér á landi í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa
flutt þaðan og á mölina, rétt eins og innfæddir hafa gert. Talið er að um 80%
flóttamannanna séu enn búsett á Íslandi.
Árið 1998 tóku íbúar á Blönduósi, sem þá var tæplega 1.000 manna
byggðarlag, á móti 23 flóttamönnum frá Krajína-héraði. Flóttafólkinu var
m.a. útveguð stuðningsfjölskylda sem átti að létta því aðlögunina í nýju
landi. Valdimar Guðmannsson var í stuðningsfjölskyldu og í samtali við
Morgunblaðið var greinilegt að honum þótti sú reynsla í senn ánægjuleg og
dýrmæt. Flóttafólkið flutti fljótlega frá Blönduósi og ekkert af því býr þar
nú. Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Konan í fjölskyldunni sem fjölskylda
Valdimars studdi var lærður bókbindari og uppkominn sonur vildi í háskóla.
„Það haldast enn tengslin þótt þau séu flutt til Reykjavíkur fyrir mörgum
árum. Við heimsækjum þau og þau okkur. Og jólakortin ganga ennþá á
milli,“ segir Valdimar. Hann veit ekki betur en öllum í hópnum hafi gengið
vel.
Sama aðferðafræði og fyrirvari og áður
Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, segir að
við móttöku flóttamannanna á Akranesi sé fylgt sömu aðferðafræði og þeg-
ar tekið var á móti öðrum hópum. Fyrirvarinn sé einnig hinn sami.
Á mánudag verður opinn kynningarfundur á Akranesi um móttöku flótta-
mannanna. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst klukkan 17:00.
Um 70% fóru út á land