Morgunblaðið - 25.06.2008, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„STAÐAN núna er sú að miðað við sama tíma í
fyrra erum við að sjá um fjörutíu prósent hækk-
un á afurðaverði hjá okkur. Það segir þó ekki alla
söguna. Grunnhráefnin hjá okkur hafa mörg hver
hækkað meira,“ segir Einar Þorsteinsson, for-
stjóri Elkem Ísland á Grundartanga, um áhrif
gífurlegra sveiflna á hráefnismörkuðum á rekst-
ur járnblendiverksmiðjunnar undanfarna mán-
uði.
„Járn er stór hluti af því sem er í okkar vöru.
Það hefur hækkað um tæp
hundrað prósent. Síðan eru kol
stór hluti líka og þau hafa
hækkað gríðarlega. Ég hugsa
að ég geti sagt um kolin að þau
slaga í hátt í hundrað prósent
hækkun.“
Einar kveðst ekki vilja gefa
upp veltutölur en svarar því til
að enn sem komið er hafi
hækkandi afurðaverð vegið á
móti hækkunum á hráefnisvör-
um. Gengi krónunnar hafi hins vegar óveruleg
áhrif. Hráefni séu keypt í erlendri mynt sem og
orkan sem er notuð við framleiðsluna.
Aðspurður um áhrif verðhækkana á járngrýti í
vikunni segir Einar „blikur á lofti um að járnverð
muni hækka áfram“. Að teknu tilliti til allra þátta
séu heildaráhrifin jákvæð enn sem komið er.
„Við sjáum að heildin er á uppleið. Við sáum
hækkanir í fyrra en þær voru hlutfallslega miklu
minni. Árið 2006 til 2007 horfðum við upp á 15 til
18 prósent hækkun á afurðaverðinu á milli ára.
Hráefnin voru þá ekki komin á jafnmikið skrið.“
Vegur hvað upp á móti öðru
Afkoman af rekstrinum hafi ekki breyst mikið.
„Heildarþýðingin hjá okkur núna er sú að við
sjáum því miður ekkert endilega fram á miklu
betri afkomu. Þetta vegur hvað upp á móti öðru
eins og staðan er nákvæmlega núna. Í heildina er
þetta okkur frekar til hagsbóta.“
Inntur eftir áhrifum hækkandi eldsneytisverðs
á rekstrarafkomuna reiknar Einar með að það
muni „endurspeglast í hærra hráefnisverði“ þeg-
ar fram líða stundir. Útlitið í rekstrinum sé „mjög
gott“, enda eftirspurnin mikil. Þrátt fyrir það sé
„ekki uppi á borðinu“ að stækka verksmiðjuna.
40 prósent hækkun á afurðaverði
Afurðir hækkað umfram
hráefnisverðið hjá Elkem
Ísland á Grundartanga
Einar
Þorsteinsson
EF FRAM heldur sem horfir
mun verð á járni hækka enn
frekar á næstu mánuðum. Má
þar nefna að Baosteel, helsti
stálframleiðandi Kína, sam-
þykkti í vikunni 96,5 prósent
hækkun á járngrýtisverði í
langtímasamningum við
námarisann Rio Tinto, hækkun
sem mun hafa áhrif á járn-
verðið. Í járnblendiverksmiðj-
unni er framleitt kísiljárn, sem
inniheldur um 76 prósent kísil
og 22 prósent járn.
Járnið á uppleið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
BOÐUÐ verkföll flugumferðarstjóra hefjast
að öllu óbreyttu á föstudaginn. Fyrsta verk-
fallið af tuttugu hefst á föstudagsmorguninn
klukkan sjö og stendur til klukkan ellefu.
Næsta verkfall verður klukkan sjö til ellefu
næsta mánudagsmorgun og svo koll af kolli
að morgni dags til 20. júlí, takist ekki samn-
ingar. Ljóst er að verkföllin kunna að hafa
röskun í för með sér fyrir tugþúsundir flug-
farþega til og frá landinu og í innanlands-
flugi.
Á þessum tíma árs eru brottfarir í milli-
landaflugi frá Keflavíkurflugvelli og Reykja-
víkurflugvelli á tímabilinu frá 07:00 til 11:00
um tuttugu talsins. Miðað við að aðeins átta
flugvélum verður heimilt flugtak á þessu
tímabili er augljóst að mikil röskun verður á
áætlun flugvéla frá landinu. Þessi röskun
mun magnast þegar verkföllin skella á dag
eftir dag. Allt innanlandsflug leggst niður á
verkfallstímanum.
Óviðráðanlegar ástæður
„Við treystum því að deiluaðilar leysi
ágreining sinn og að ekki komi til boðaðs
verkfalls. Icelandair er ekki aðili að þessari
deilu, við getum ekki haft nein áhrif á gang
viðræðna og því ekki tekið neina ábyrgð á
gerðum þeirra sem eiga í deilunni heldur,“
segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmda-
stjóri Icelandair.
Hann segir það auðvitað óviðunandi fyrir
almenning, viðskiptavini, starfsmenn og fyr-
irtækið sjálft, sem ekki eiga neinn þátt í mál-
inu, að svona skuli komið.
„Við erum að byrja að fá fyrirspurnir frá
viðskiptavinum um hvað gerist, en við getum
ekki veitt svör við því. Frá sjónarhóli flug-
félags er hér um að ræða hugsanlegar trufl-
anir á áætlun og seinkanir, utanaðkomandi
óviðráðanlegar aðstæður, sem við tökum á
þegar og ef til þess kemur. En við getum því
miður ekki ráðlagt fólki eitt eða neitt í þessu
sambandi – við sjálf hjá Icelandair trúum
ekki öðru en að úr leysist,“ segir Birkir.
Hafa nóttina til að jafna seinkanir
Að sögn Matthíasar Imsland, forstjóra Ice-
land Express, munu verkföllin, ef til þeirra
kemur, óhjákvæmilega hafa í för með sér
seinkun á áætlunarferðum félagsins. Hins
vegar komi ekki til þess að ferðir verði felld-
ar niður eða flug flutt milli daga. Iceland Ex-
press hafi nóttina til þess að jafna seinkanir.
Matthías segir að farþegum, sem bókað
eigi flug, verði send sms-skilaboð og tölvu-
póstsskeyti um þær breytingar sem kunna
að verða á flugi. Eins verði nýjar upplýs-
ingar settar jafnharðan á heimasíðu félags-
ins, icelandexpress.is.
Matthías kvaðst ekki trúa öðru en lausn
fyndist á málinu áður en til aðgerða kæmi.
Þessar aðgerðir væru fáránlegar og óábyrg-
ar á háannatíma í fluþjónustunni og gætu
stórskaðað ímynd Íslands.
Verkföll geta truflað ferðir tugþúsunda
Morgunblaðið/Kristinn
Úr skorðum Ljóst er að áætlanir flugfélaganna munu allar fara úr skorðum komi til verkfalla og viðbúið að innanlandsflug leggist alveg niður meðan á verkfalli stendur.
NÆSTI samningafundur í deilu Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra og Samtaka at-
vinnulífsins fyrir hönd Flugstoða verður hjá
ríkissáttasemjara í fyrramálið klukkan 10.
Haldnir hafa verið átta samningafundir síð-
an deilunni var vísað til ríkissáttasemjara hinn
8. maí síðastliðinn. Síðasti fundur deiluaðila
var haldinn fyrir hálfum mánuði. Að sögn Ás-
mundar Stefánssonar ríkissáttasemjara er
þetta mjög erfið deila.
Fram hefur komið hjá talsmönnum flug-
umferðarstjóra, að með aðgerðunum séu þeir
m.a. að þrýsta á stjórnvöld og Flugstoðir um
að hrinda í framkvæmd tillögum svokallaðrar
réttarstöðunefndar. Var hún sett á laggirnar
af hálfu ríkisstjórnarinnar og skilaði hún áliti
30. júní 1997. Niðurstaða hennar var einróma
og telja flugumferðarstjórar að þessi 11 ára
gamla skýrsla sé ígildi kjarasamnings. Þeir
vilja fá það staðfest í yfirstandandi viðræðum.
Næsti samninga-
fundur á morgun
ENGINN er verri þótt hann vökni, segir orðatiltækið. Eflaust hefur þess-
um piltum ekki þótt verra að kæla sig í Nauthólsvíkinni í gær enda fremur
heitt í veðri. Ekki er ólíklegt að þeir hafi viljað hvíla sig frá róðrinum, enda
erfiðisvinna, en hvort ætlunin var að gera það í köldum sjónum er annað
mál.
Í bátnum voru fjórir ungir piltar. Svo virðist sem þeir hafi ekki gætt
fyllstu varúðar en þegar þrír þeirra stóðu samtímis á fætur tók báturinn að
vagga með þeim afleiðingum að þeir féllu útbyrðis. Sá fjórði hefur eflaust
talið sig nokkuð öruggan en ekki leið á löngu þar til hann fylgdi vinum sín-
um í sæinn. Hann gætti þess þó að halda árinni traustu taki. | ylfa@mbl.is
Fátt jafnast á við siglingu á kanó á fallegum sumardegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir smáóhapp
SAMTÖK fyrirtækja í heilbrigð-
isþjónustu og stéttarfélögin Efling,
SFR – stéttarfélag í almannaþjón-
ustu og Sjúkraliðafélag Íslands
undirrituðu kjarasamninga á mánu-
daginn var. Samkomulagið er hlið-
stætt því sem BSRB gerði við ríkið
25. maí s.l. og eru kjarabætur aft-
urvirkar frá 1. maí s.l.
Hjá Eflingu hófst atkvæða-
greiðsla um samningana á mánudag
og lýkur henni um hádegi í dag.
SFR er að undirbúa kynningu sam-
komulagsins meðal félagsmanna á
vinnustöðum. Sjúkraliðafélagið ætl-
ar að efna til rafrænnar atkvæða-
greiðslu um samkomulagið á heima-
síðu félagsins.
Fyrirtækin sem eiga aðild að
samkomulaginu eru Hrafnistuheim-
ilin, Grund, Víðines, Vífilsstaðir, Ás
í Hveragerði, Öldungur, Skógar-
bær, Sunnuhlíð, Sjálfsbjargarheim-
ilið, HNLFÍ og SÁÁ.
Samið í
heilbrigð-
isþjónustu