Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skammastu þín bara, gamli Gráni, að herma svona eftir ísbjarnarsporum, ég hefði kannski
getað verið búin að freta á þig og setja þig inn í fína kasann.
VEÐUR
Margt fróðlegt kom fram í frá-sögn Kristjáns Jónssonar
blaðamanns hér í Morgunblaðinu í
gær, þar sem hann ræddi við Þor-
geir Pálsson, forstjóra Flugstoða,
um fund CANSO, alþjóðasamtaka
flugumferðarstjórnaraðila, sem ný-
verið var haldinn á Madeira og hann
sótti fyrir hönd
Flugstoða.
Sýnu for-vitnilegust
og jafnframt
spaugilegust var eftirfarandi klausa:
Þorgeir Pálsson segir að því hafiverið komið á framfæri við
Rússa að þeir gætu fengið þjónustu
Flugstoða þegar þeir senda
sprengjuflugvélar í áttina að Íslandi.
Þá þyrfti ef til vill ekki að hafa sér-
stakan viðbúnað hér vegna flugs
Bjarnanna við landið.“
Svo mörg voru þau orð!
En bíðum við: Hver voru svör Rúss-anna við þessu makalausa tilboði
Flugstoða? Svöruðu Rússar þessu í
einhverju?
Í hverju ætti þjónusta Flugstoða viðsprengjuvélarnar að vera fólgin?
Hefði NATO kannski eitthvað viðslíka þjónustu Flugstoða að at-
huga?
Gætu Flugstoðir bara, eins og ekk-ert væri, leyst af hólmi eftirlits-
flugvélar frá Frökkum og fleiri þjóð-
um, sem hafa verið að athafna sig í
íslenzkri lofthelgi frá því að varn-
arlið Bandaríkjanna hvarf héðan og
m.a. verið að stugga við rússneskum
sprengjuflugvélum?
Það vakna margar spurningar viðlestur þessarar klausu, ekki
satt?!
STAKSTEINAR
Flugstoðir og Birnirnir
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
" #
" #
" #
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
$
" #
" #
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$%$
%$
%$
%$
%$$
&
&
&
&
%$
'$
*$BC
!
""# $
"
%
!
& '(
)
!
*!
$$B *!
(")
*
)
#+
<2
<! <2
<! <2
(* , -./ 0
CD2E
/
B
*
"
! "$
%
!
%
!
""# &
<7
*
"# & '+
)
!
<
*
,
-")
"$
"#
%
. !
%
! !
"# /0 12 "33 # "4
#, -
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
VERÐ á bens-
íni og dísilolíu
hækkaði í gær
um þrjár krón-
ur á flestum
bensínstöðvum
landsins. Al-
gengt verð í
sjálfsafgreiðslu
er nú 176,40
krónur fyrir
bensínlítrann
og 192,80 fyrir lítrann af dísilolíu. Að
sögn Magnúsar Ásgeirssonar, inn-
kaupastjóra hjá N1, kemur verð-
hækkunin til af lækkun gengis krón-
unar og hækkaðs heimsmarkaðs-
verðs á hráolíu.
Sé miðað við sparneytinn bensín-
fjölskyldubíl í blönduðum akstri
kostar skreppitúr að Gullfossi nú um
3300 krónur báðar leiðir. Að því
gefnu að keyrt sé á 75 km/klst að
meðaltali kostar mínútan 16,5 krón-
ur. Sama ferð á dísilbíl af sömu gerð
er um 1000 krónum ódýrari þar sem
slíkir bílar eru sparneytnari.
Á svipuðum tíma í fyrra var sami
bíltúr um fjórðungi ódýrari á bens-
ínbílnum og kostaði þá rúmlega 2400
krónur. Á dísilbíl kostaði hann um
1600 krónur og er þannig tæpum
þriðjungi dýrari nú. skulias@mbl.is
Enn hækk-
ar verð á
eldsneyti
Dísilolían fikrar sig
nær öðru hundraðinu
Akureyri | Slóvenskir kartöfluunnendur sem
berjast gegn bandarískum skyndibitamatarsiðum
heimsóttu Akureyri í gær. Hópurinn er á ferð hér
á landi til að kynna sér íslenska matarsiði og er
hluti af 1.200 manna samfélagi sem berst fyrir við-
urkenningu á sérstökum kartöflurétti sem þjóð-
arrétti Slóvena.
Rétturinn felur í sér að snöggsjóða, léttsteikja
og krydda kartöflur og blanda svolitlu kjöti saman
við. „Okkur hefur orðið vel ágengt síðustu ár,“
segir Drago Bulc, forsprakki hópsins. „Við byrj-
uðum sem 30 manna vinahópur en höfum stækkað
mikið á þeim 8 árum sem við höfum verið til. Und-
anfarið hafa steiktar kartöflur unnið á og franskar
og McDonalds eru á undanhaldi.“
Drago er ánægður með ferðina og segir gott að
blanda íslensku hvalkjöti saman við slóvenska
kartöfluréttinn.
Íslendingarnir Valgarður Egilsson og Katrín
Fjeldsted eru á meðal félagsmanna og voru í hópi
fyrstu útlendinganna sem fengu aðild að félaginu:
„Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi ferð geti
styrkt tengslin á milli Íslands og Slóveníu,“ segir
Valgarður. „Það vildu fleiri koma í þessa ferð en
gátu en þeir koma í staðinn á næstu árum.“
hsb@mbl.is
Þjóðlegar kartöflur gegn McDonalds
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Matgæðingar Drago, Valgarður og Sigríður
gæddu sér á kartöflurétti á Friðriki V í gær.
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagaströnd | Merkt gönguleið
um Spákonufellshöfða, eða Höfð-
ann eins og hann er daglega kall-
aður, var formlega opnuð með fall-
byssuskoti og borðaklippingu
nýverið.
Höfðinn er fólkvangur við
Skagaströnd en að undanförnu
hefur verið unnið að því að merkja
gönguleið um þessa náttúruperlu.
Við gönguleiðina hefur verið kom-
ið fyrir upplýsingaskiltum um
fugla- og plöntulíf á Höfðanum á
smekklegan og aðgengilegan hátt.
Þegar leiðin var formlega opnuð
var skotið úr fallbyssu, sem nýlega
var keypt til staðarins, því á öld-
um áður var einmitt svipuð byssa
á Höfðanum sem skotið var úr til
að tilkynna kaupskipakomur
þeirra tíma. Eftir skotið var síðan
klippt á borða sem lokaði göngu-
leiðinni og hún formlega lýst opin
fyrir almenning.
Af þessu tilefni var síðan hald-
inn ratleikur um Höfðann ásamt
því að hafin var ljósmynda-
samkeppni en hún mun standa
fram að mánaðamótum. Fjöldi
manns var við opnunina og tók
þátt í skemmtilegum ratleik að
henni lokinni.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Bang! Skothvellurinn glumdi í Höfðanum og heyrðist langar leiðir.
Gönguleið um Höfðann
vígð með fallbyssuskoti