Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í KJÖLFAR vin- sælda Da Vinci lykilsins eftir Dan Brown og samnefndrar kvikmyndar með Tom Hanks í að- alhlutverki jókst straumur ferða- manna á sögu- slóðir hennar mjög. Ferðaþjónusta á ýmsum stöð- um í Frakklandi og Skotlandi naut góðs af og nú vonast Rómarbúar til að kvikmynd eftir bókinni Englar og djöflar hafi sömu áhrif þar, Dan Brown-áhrifin svokölluðu. Tökum er nýlokið á myndinni sem gerist á mörgum af þekktustu ferða- mannastöðum Rómar, t.d. í Panþeon og á Navona-torginu. „Svona kvik- mynd gæti hleypt nýju lífi í ferða- mannastrauminn frá Bandaríkj- unum,“ sagði Patrizia Prestipino, ferðamálastjóri borgarinnar. Nú þegar kaupa tuttugu manns á degi hverjum miða í sérstaka skoðunar- ferð um borgina þar sem heimsóttir eru þeir staðir sem koma við sögu í Englum og djöflum. Brown- áhrifin Fleiri ferðamenn til Rómar Tom Hanks FRANSKI hönn- uðurinn Philippe Starck hyggst feta í fótspor fyr- irsætunnar Tyru Banks og kokks- ins Gordons Ramsays með því að nota sérþekk- ingu sína til þess að búa til raun- veruleikaþátt. Þáttaröðin verður sýnd á BBC2 og þar munu 25 efnilegir hönnuðir bítast um tækifæri til þess að kom- ast í nám til Starcks og fá jafnvel starf hjá hönnunarfyrirtæki hans. Keppnin er öllum opin og hægt er að sækja um þátttöku á heimasíðu stöðvarinnar. Keppt í hönnun Philippe Starck Á FIMMTUDAGINN hefst hádegistónleikaröð í Dóm- kirkjunni sem haldin er í sam- vinnu Félags íslenskra org- anleikara og Alþjóðlegs orgelsumars. Næstu sjö fimmtudaga munu íslenskir organistar ásamt einsöngv- urum og einleikurum koma fram í Dómkirkjunni kl. 12:15. Það er formaður Félags ís- lenskra organleikara, Guð- mundur Sigurðsson sem ríður á vaðið ásamt Hjör- leifi Valssyni fiðluleikara á fyrstu tónleikunum í röðinni á fimmtudaginn næstkomandi. Á efnis- skrá þeirra eru verk eftir Vivaldi, Rimsky- Korsakov, Jón Leifs og Pál Ísólfsson. Tónlist Íslenskir organist- ar í Dómkirkjunni Guðmundur Sigurðsson ERLINGUR Sigurðarson, fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri, býður til ljóðveislu í Deiglunni á fimmtudagskvöldið í tilefni af sextugsafmæli sínu. Þar mun hann aflétta leynd af ýmsu því sem hann hefur sett saman síð- ustu misserin. Erlingur var forstöðumaður skáldasafna á Akureyri og hef- ur einnig fengist við ritstörf og skriftir. Hann gaf t.d. út ljóðabókina Heilyndi árið 1997 og var útnefndur bæjarlistamaður á Ak- ureyri árið 2005. Ljóðveislan er öllum opin og hefst kl. 20.45 eða strax að loknum leik Þjóðverja og Tyrkja. Bókmenntir Erlingur býður til ljóðveislu Deiglan Í KVÖLD klukkan átta verður haldið listamannaspjall í SÍM- húsinu, Hafnarstræti 16. Þar mun norski listamaðurinn Bård Ask fjalla um eigin verk en þessi ungi listamaður hefur vakið mikla athygli í sínu heimalandi að undanförnu frá því að hann lauk námi frá Aka- demíunni í Bergen 2005. SÍM og KulturKontakt Nord hafa nú tekið upp sam- starf og var Bård í kjölfarið boðið að dvelja í einni af gestavinnustofum félagsins. Þær eru eru m.a. starfræktar til þess að efla tengsl við alþjóðlega listamenn með það fyrir augum að gera landið að fullgildum vettvangi fyrir heimslistina. Myndlist Bård Ask spjallar um verk sín Verk eftir Bård Ask FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HLJÓÐBÓKAÚTGÁFA á Íslandi er lítill en ört stækkandi markaður. Stór hluti hljóðbóka sem framleiddar eru fer þó aldrei á almennan markað og eru sumar aðeins fáanlegar til útláns hjá Blindrabókasafninu eða í gegnum Námsgagnastofnun fyrir nemendur með lestrarörðugleika. Hljóðbók.is varð til í kjölfar þess að hljóðbókaklúbbur Blindrafélagsins hætti störfum og nú hefur Hljóð- bók.is keypt réttinn að útgáfu Blindrafélagsins. „Nú er meiningin að færa allar þessar bækur yfir á geisladiska og gefa út, eftir því sem samningar nást við höfunda,“ segir Gísli Helgason hjá Hljóðbók.is. Þetta voru aðallega skáldsögur og þá voru Íslendingasögurnar stór hluti útgáf- unnar og framhald verður á því. Það er misjafnt hverja samið er við. „Yfirleitt semjum við beint við höfunda, stundum við útgáfurnar, það fer eftir því hvernig útgáfurétt- urinn er. Við höfum átt mjög gott samstarf við flest forlög en stærri for- lögin hafa þó verið frekar treg til.“ Gísli segir að hljóðbækur verði allt- af hlutfallslega dýrari í framleiðslu sökum smæðar markaðarins en þó að titlar séu fáir séu notendur hljóðbóka fjölbreyttur hópur. „Blindir og sjón- skertir eru hverfandi lítill kaup- endahópur, ég held það sé yfir 99,5 fullsjáandi fólk sem kaupir þær.“ Lesarar eru ýmist höfundar eða leikarar, en oftast hafa þau samráð við höfunda og þýðendur um hverjir lesa. Það er þó lítið brot jóla- bókaflóðsins sem ratar á hljóðbækur. „Enn er hægt að telja þá titla sem koma út hvert haust á fingrum beggja handa,“ segir Gísli. „Við stöndum í þessu sjálf og greiðum all- an kostnað og höfum fengið frekar litla styrki í þetta enn sem komið er.“ En hefur komið til greina að kaupa efni sem Blindrabókasafnið hefur unnið? „Blindrabókasafnið er fyrst og fremst framleiðslufyrirtæki og á rík- isfjárlögum sem slíkt og því væri slíkt brot á samkeppnislögum. En gæði á hljóðritunum blindrabókasafnsins eru þannig að þær standast ekki al- mennar markaðskröfur.“ Bannað að gefa út Blindrabókasafnið framleiðir mikið af hljóðbókum en aðeins til útláns. „Við erum með samning við Rithöf- undasambandið þess efnis að það megi breyta bókum í annað form ef það er fyrir þennan hóp, það eru for- sendurnar fyrir því að safnið sé til,“ segir Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, for- stöðumaður safnsins. En Blindra- bókasafnið gaf þó út bækur áður fyrr. „Hér var hljóðbókaútgáfa sem hét Orð í eyra, þar voru búnar til bækur og seldar á almennum markaði. En keppinautur úti í bæ kærði safnið með þeim rökum að það væri raun- verulega verið að nýta ríkispeninga inni á safninu til að framleiða eitthvað fyrir almennan markað, okkur var bara settur stóllinn fyrir dyrnar þannig að við getum ekki nýtt þetta sem tekjulind.“ Fyrir síðustu jól gaf Forlagið út fimm hljóðbækur í sam- vinnu við Blindrabókasafnið þar sem Forlagið nýtti sér aðstöðu safnsins til upplestrar. „Við gerðum samstarfs- samning, þeir gáfu út bækurnar en við deildum hagnaðinum.“ Óvíst er þó um framhaldið, bæði vegna nýs úr- skurðar samkeppniseftirlitsins og eins vegna þess að salan stóðst ekki þær væntingar sem Forlagið hafði. Hljóðbókamarkaðurinn Morgunblaðið/RAX Hljóðbók.is Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir með nokkrar af þeim hljóðbókum sem fyrirtæki þeirra, Hljóðbók.is, hefur gefið út. Hægt er að heyra upplestur á greininni á mbl.is, undir innlent Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „Djassaður blús eða blúsaður djass,“ segir Sig- urður Flosason saxófónleikari mér þegar hann er beðinn um að skilgreina tónlist kvartettsins Bláu skugganna. „Innan djassins er þetta ákveðinn stíll sem eru einhver fordæmi fyrir, sérstaklega voru í kringum 1960 sveitir með Hammond-orgel í forgrunni nokkuð vinsælar. Það kemur alltaf upp mismikil blúsblöndun í djassinum öðru hverju, það er það sem við erum svolítið að rannsaka í þessu bandi,“ bætir hann við en hinir skuggarnir þrír eru þeir Þórir Bald- ursson sem spilar á Hammond orgel, gítarleik- arinn Jón Páll Bjarnason og trommuleikarinn Pétur Östlund. „Þetta átti sér langan aðdraganda, ég hef þekkt alla þessa menn lengi og spilað með þeim sitt í hvoru lagi, svo datt mér í hug að þetta gæti verið skemmtileg samsetning, gerði litla tilraun með þetta og fann strax að þetta var eitthvað sem gat kviknað í,“ segir Sigurður um þre- menningana sem eru allir af næstu kynslóð fyrir ofan hann, um tuttugu árum eldri, og meðal þeirra sem hann leit upp til þegar hann var að byrja í djassinum – „og geri enn.“ Sveitin hefur þegar gefið út tvær geislaplöt- ur, Blátt ljós og Bláa skugga, og er nú á leiðinni í tæplega tveggja vikna tónleikaför hringinn um landið sem hefst á Akranesi og í kjölfarið spila þeir á Kirkjubæjarklaustri, Neskaupstað, Mý- vatni, Húsavík, Akureyri, Blönduósi og Reykja- vík. Þeir ætla aðallega spila efni af plötunum tveimur, „en það er alveg til meira efni og því getur vel verið að við frumflytjum eitt og eitt lag á leiðinni,“ bætir Sigurður við en segir þó ekk- ert ákveðið um frekari útgáfu. Þessi för á sér langan aðdraganda. „Þetta er bara eitt af því sem manni dettur í hug í sinni persónulegu geðveiki að gæti verið gaman að gera. Svo fer maður bara að kanna mögu- leikana, hvar sé hægt að spila, ég hef verið að vinna að þessu frá því fyrir jól,“ segir Sigurður. Skuggaleg hringferð Skuggalegir Pétur Östlund, Sigurður Flosason, Jón Páll Bjarnason og Þórir Baldursson eru á leiðinni út á land og hefja leik í Tónbergi á Akranesi kl. 20 í kvöld. Blúsdjasssveitin Bláir skuggar heldur í tónleikaför Hverjir gefa út hljóðbækur? Hljóðbók.is er langstærsti aðilinn á markaðnum og sá eini sem sérhæfir sig algerlega í hljóðbókum, en For- lagið og Dimma hafa einnig gefið út hljóðbækur sem og Náms- gagnastofnun. Þá hefur RÚV gefið út sum útvarpsleikrita sinna á hljóðbók. En hvað með Blindrabókasafnið? Blindrabókasafnið framleiðir fjölda hljóðbóka en þær eru aðeins til út- láns fyrir viðskiptavini safnsins. Samkvæmt lögum geta einungis blindir, sjónskertir og aðrir sem geta ekki fært sér prentað letur í nyt not- ið þjónustu safnsins. Eru íslenskar hljóðbækur að- gengilegar á netinu? Ekki ennþá en flestir viðmælenda eru sammála um að það sé framtíðin og er Hljóðbók.is t.d. að vinna að því að setja sínar bækur á netið. S&S VIÐ vinnslu fréttar af bókastefn- unni í Frankfurt sem birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn mánudag urðu þau mistök að nafn Kristínar Marju Baldursdóttur var vitlaust beygt. Kristín Marja er beðin velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Röng beyging

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.