Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 18
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Nú virðist sem sjúklingar með vota, aldurstengdahrörnun í augnbotnum, sem lengi vel var kölluðkölkun í augnbotnum, eygi ljós. Fyrsta aðferðin semstöðvar sjóntap vegna votrar ellihrörnunar felst í að lyfinu Lucentis er dælt inn í glerhlaup augans en frá því í mars í fyrra hafa verið framkvæmdar 1.044 inndælingar í augu nokkur hundruð einstaklinga á Augndeild Landspítalans. Lyfið var skráð á Íslandi í mars í fyrra og er S-merkt og er notkun þess spítalabundin. Það dregur úr leka frá nýæðahimnu, minnkar sjónhimnuþykkt og ver sjónina sem í sumum tilfellum batnar eða lagast aðeins. Vot ellihrörnun skaðar sjónina með því að nýjar, veikbyggðar æðar myndast í augnbotninum. Þær leka og valda bjúgmyndun og blæðingum í sjónhimnunni sem leiðir til skyndilegrar og hratt vaxandi sjónskerðingar. Argon- lasermeðferð var lengi eina meðferðin við votri ellihrörnun í augnbotnum en laserinn eyðir nýæðahimnu með hita eða bruna en skaðar líka nærliggjandi vefi og æðar í sjónhimnunni. Aðeins var hægt að meðhöndla 10-20% tilfella á þennan hátt. Árið 2000 kom fram ný meðferð við votri ellihrörnun sem hafði marga kosti fram yfir Argon-lasermeðferð og þeim fjölg- aði sem hægt var að meðhöndla. Þetta var stórt skref fram á við en var langt í frá að vera fullkominn lækning. Það hægði á sjón- tapi en sjónin batnaði ekki. Engin lækning er enn sem komið er til við þurri ellihrörnun í augnbotnum. Aðferð sem stöðvar sjóntap Fyrsta aðferðin sem stöðvar hins vegar sjóntap vegna votrar ellihrörnunar felst í notkun lyfsins Lucentis, sem dælt er í gler- hlaup augans. Meðferðin á Augndeild Landspítalans er á svip- uðum nótum og víðast hvar í nágrannalöndunum, gefnar eru þrjár lyfjainndælingar með mánaðarmillibili í upphafi og síðan er fylgst með sjúklingum á fjögurra til sex vikna fresti. Við greiningu fer fram nákvæm sjónmæling, augnbotnaskoð- un, æðamyndataka með nýrri tækni sem hefur valdið byltingu í skoðun á sjónhimnunni. Lyfjainndæling er endurtekin ef sjón versnar ákveðið mikið, leki í sjónhimnu eykst eða ný blæðing verður í augnbotni. Hér hafa þá verið gefnar þrjár lyfjainndæl- ingar til viðbótar en í sumum löndum hefur aðeins verið gefin ein sprauta og ástandið svo metið aftur. Í flestum tilvikum fá sjúklingar með vota ellihrörnun breyt- ingar í bæði augu en ekki endilega á sama tíma. Mörg ár geta liðið þar til einkenni koma fram í seinna auga svo mikilvægt er að sjúklingar fari í reglulegar augnskoðanir. Einnig þarf að fræða þá um skaðsemi reykinga, áhrif mataræðis og stundum er ráðlögð inntaka sérstakra bætiefna sem hægja á gangi sjúk- dómsins. Þessir sjúklingar eiga að nota reglulega, svokallað AMSLER-kort til að meta og greina aflögun (bjögun) á sjón sem er oftast fyrsta einkenni um að votellihrörnun sé að byrja. Sjá ljós í myrkrinu Morgunblaðið/Golli heilsa 18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ómar Garðarsson Mestalla síðustu öld ogfram á þessa hefur fólkflutt af landsbyggðinni áhöfuðborgarsvæðið. Þetta hefur klofið fjölskyldur og oftar en ekki eru það foreldrarnir sem eftir sitja. Treysta sér ekki að fara suður og verða af því skjóli sem felst í að hafa börnin innan seilingar á efri ár- um. Vestmannaeyjar hafa ekki farið varhluta af þessu og búa sennilega fleiri Eyjamenn á fastalandinu en í Eyjum og halda flestir góðum tengslum við sitt fólk í Eyjum. Þó eru til fjölskyldur þar sem öll systkinin hafa hvergi farið. Dæmi um það eru fimm börn Friðþjófs Mássonar og Jórunnar Einarsdóttur sem öll búa í Eyjum. Tvö hafa búið þar allan sinn aldur en þrjú hafa leitað í heimahag- ana á ný eftir að hafa reynt fyrir sér annars staðar. Þetta kunna foreldrarnir að meta, segja ómetanlegt að hafa börnin í kallfæri þegar eitthvað kemur upp á. Gott uppeldi hjá Jórunni Friðþjófur er oftast kenndur við Valhöll í Vestmannaeyjum þar sem hann ólst upp frá tíu ára aldri eða árinu 1937. Þegar árin færðust yfir og þau hjónin orðin tvö í kotinu keyptu þau íbúð í gamla ættarsetrinu þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Stendur Friðþjófur því enn þá undir nafni sem Fiddi í Valhöll eins og flest- ir Eyjamenn þekkja hann. Jórunn kemur frá Seyðisfirði en fjórtán ára fór hún í vist til Vilborgar systur sinnar í Vestmanneyjum. „Ég fór alltaf heim á vorin og var á Seyð- isfirði á sumrin sem er enn þá heima í mínum huga,“ segir Jórunn um sín fyrstu kynni af Vestmannaeyjum. „Seinna var ég í vist hjá Einari Gutt- ormssyni, lækni, sem á sínum tíma setti mikinn svip á bæjarlífið. Svo lágu leiðir okkar Fidda saman og við byrjuðum að búa 1949.“ Og frjósemi var í góðu meðallagi hjá þeim hjónum sem eiga fimm börn auk þess sem Fiddi átti tvö börn fyr- ir. Elst barna þeirra er Inda Marý, á eftir koma Einar, Anna, Már og loks Svanhvít. „Þetta gekk bara vel enda gott að ala börn upp í Vestmanna- eyjum,“ segir Jórunn. „Svo búa þau öll hérna sem sýnir að uppeldið hefur verið gott hjá Jórunni. Sjálfur var ég lítið heima fyrstu 20 árin, alltaf á sjó,“ segir Fiddi. Hér er gott að eyða ellinni Þau eru sammála um að það sé ómetanlegt, já, frábært, að hafa öll börnin á staðnum. Ekki síst þegar aldurinn færist yfir og heilsan farin að gefa sig. „Ef eitthvað kemur upp á er bara að hringja og þá eru þau öll boðin og búin að koma til hjálpar,“ segir Jórunn og Fiddi bætir við: „Svo maður tali nú ekki um að hafa notið barnabarnanna sem eru orðin 15 hjá okkur og langömmu- og langafabörn- in eru orðin sjö.“ Þegar Fiddi og Jórunn líta yfir far- inn veg eru þau meira en sátt við að hafa sest að í Eyjum. „Eins og aðrir urðum við að flýja í gosinu 1973. Þá skoðuðum við nokkra staði með það í huga að setjast þar að en það kom enginn til greina nema Vest- mannaeyjar,“ segir Jórunn. „Ég held að við hefðum ekki þrifist annars staðar og hér er gott að eyða ellinni. Það er vel hugsað um gamalt fólk og heilsugæsla góð. Þannig að við höfum það eins gott og hægt er að fara fram á,“ segir Fiddi að lokum. Hefðum ekki þrifist annars staðar Morgunblaðið/Sigurgeir Barnalán Jórunn og Friðþjófur með börnunum fimm. Frá vinstri, Svanhvít, Már, Anna, Einar og Inda Marý. Vestmannaeyjar Friðþjófur og Jórunn njóta þess að öll börnin þeirra búa í Eyjum eftir að þrjú þeirra sneru aftur frá meginlandinu. Um 1500 blindir og sjónskertir eru skráðir á Íslandi sem þýðir að sjón með bestu glerjum er minni en 30%. Hjá um sextíu prósent þeirra er sjónskerðingin af völdum aldurstengdrar hrörnunar í augnbotnum, bæði votrar og þurrar. Til skamms tíma var fátt til ráða gegn votri aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Því er ekki að undra að hún sé ein af algengustu orsökum blindu hérlendis sem og í öðrum vestrænum löndum. Ein algengasta orsök blindu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.