Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 25
GRENSÁSDEILD
er miðstöð frumend-
urhæfingar á Íslandi,
einkum er varðar fólk
með mænuskaða, heila-
skaða og fjöláverka. Að-
eins þar er veitt sér-
hæfð teymisþjónusta
bæði á legu- og göngudeildargrunni. Í
teyminu felst að saman vinna læknar,
sjúkra- og iðjuþjálfar, hjúkrunar-, tal-
meina- og sálfræðingar og fleiri við að
byggja upp og reglulega yfirfara það
meðferðarkerfi sem talið er munu
skila mestum árangri fyrir hvern
sjúkling. Reynslan hefur sannað að
þar fer einstaklega hæfur hópur
fólks. Grensásdeild er ekki í sam-
keppni við sjálfstætt starfandi þjón-
ustuaðila, t.d. sjúkraþjálfara, enda
geta þeir ekki veitt svo umfangsmikla
meðferð.
Hvað er vandamálið?
Síðan Grensásdeild tók til starfa
1973 hefur einungis þjálfunarlaug
verið bætt við. Á þessu
tímabili hefur þjóðinni
fjölgað um meir en 40%
og þeim, sem end-
urhæfingu þurfa, hefur
fjölgað hlutfallslega
meira vegna hærri
meðalaldurs og vegna
þess að nú bjargast
fleiri úr slysum en áður
en um fjórðungur inn-
lagna á Grensásdeild er
vegna slysa. Það er því
mjög knýjandi og vax-
andi þörf fyrir úrbætur.
Samkvæmt áætlunum í sambandi við
nýtt landssjúkrahús við Hringbraut
verður starfsemi deildarinnar ekki
flutt þangað fyrr en eftir hátt á annan
tug ára í fyrsta lagi, ef úr verður.
Endurhæfing kemur fyrst og
fremst að gagni ef henni er beitt tím-
anlega. Dragist hún, hvað þá um
nokkra mánuði, stórskerðir það
möguleikana á að bæta færni til fyrra
horfs og leiðir í mörgum tilfellum til
varanlegs skaða og skerðingar á
starfsþreki og möguleikum til að
verða sjálfbjarga.
Þjóðhagsleg arðbærni
Starfsemi Grensásdeildar er þjóð-
hagslega séð mjög arðbær. Að með-
altali hverfa um 20% þeirra sjúklinga,
sem útskrifast þaðan, til starfa á ný.
Miðað við t.d. árið 2004 og meðaltöl
Hagstofu Íslands og Ríkis-
skattstjóra, námu atvinnutekjur
þessara fyrrverandi sjúklinga á
tveimur árum hærri upphæð en
heildarkostnaði Grensásdeildar það
árið; og skatttekjur ríkisins af þeim
munu greiða upp þann kostnað á
tæpum sjö árum.
Hollvinir Grensásdeildar (HG)
hófu viðræður í júní 2006 við Sjóvá
um mögulega aðkomu félagsins til
styrktar starfseminni á Grensásdeild
en það er hagur tryggingafélaga að
endurhæfing sé sem skilvirkust því
það hefur áhrif á bótagreiðslur.
Stjórnendur Sjóvár sýndu þeirri
málaleitan mikinn skilning og í apríl
2007 lýsti félagið sig reiðubúið að
fjármagna byggingu viðbótarálmu
við Grensásdeild, er hýsa mundi
sjúkra- og iðjuþjálfun alla þar ásamt
göngudeild. Sjóvá mundi jafnframt
leggja fram 10-15% af heildarkostn-
aðinum, þ.e. tugi milljóna króna, sem
styrk til Grensásdeildar og leigja
bygginguna LSH á sanngjörnu verði
þar til ríkið tæki hana yfir að til-
teknum árum liðnum. Endanlegar
kostnaðartölur liggja ekki fyrir en
reikna má með að árlegur kostnaður
hins opinbera af þessari nauðsynja
framkvæmd yrði ekki nema brot af
vöxtum þeirra 18 milljarða króna
sem nota á af hagnaði ríkisins af sölu
Landssímans til byggingar nýs
sjúkrahúss við Hringbraut.
24. apríl 2007 greindi stjórn HG
síðan heilbrigðisráðuneytinu frá
þessu góða tilboði. Afstaða heilbrigð-
isráðherra, Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar, til málsins var mjög jákvæð
eins og fram kom í umsögn hans í
Morgunblaðinu þ. 1. júní 2007. Síðan
þá hefur málið verið í vinnslu í ráðu-
neytinu og reynst því flókið þar sem
það er einn þáttur af mörgum í end-
urskoðun á því hvernig aðkomu hins
opinbera að heilbrigðisþjónustu al-
mennt verði best hagað. Þá þarf að
taka grundvallarákvörðun um hvar
endurhæfingarstarfsemi LSH á að
fara fram í framtíðinni, þ.e. hvort það
yrði á Grensásdeild eða annars stað-
ar. Einróma álit þeirra sem dvalist
hafa á Grensásdeild er að þar sé
besta staðsetningin. Það eitt að fara
af spítaladeild í hið frjálsara and-
rúmsloft Grensásdeildar felur í sér
mikinn andlegan hvata og vekur þá
tilfinningu hjá sjúklingnum að fyrsta
skrefið á framfarabraut sé stigið.
Slíkur hvati er grunnur þess að end-
urhæfing takist.
Í sumar má loksins búast við
ákvörðun um staðsetninguna og
hvernig aðstöðuþörfum Grensás-
deildar verður best sinnt. Þetta mun
skipta sköpum í lífi þess stóra hóps í
biðstöðu, sem sér í úrbótum á Grens-
ásdeild möguleika á því að ná starfs-
færni á ný eða verða sjálfstæð og
sjálfbjarga. Í stað þess að verða var-
anlegir öryrkjar geta þessir ein-
staklingar aftur orðið að virkum þátt-
takendum í atvinnulífinu og
skattgreiðendur – eða þurft á minni
aðstoð og bótum frá hinu opinbera að
halda. Þessir einstaklingar, sem flest-
ir hafa lagt drjúgt til þjóðarbúsins,
eiga það vissulega skilið auk þess
sem það er þjóðfélaginu arðbært. Er
afgreiðslu ráðuneytisins á þessu
þjóðþrifamáli því beðið með mikilli
eftirvæntingu.
Vandi Grensásdeildar – vandi þjóðarinnar
Gunnar Finnsson
reifar vaxandi
aðstöðuleysi
Grensásdeildar
Landspítala
Háskólasjúkrahúss.
Gunnar Finnsson
» Lausn á vaxandi að-
stöðuleysi Grensás-
deildar Landspítala Há-
skólasjúkrahúss er
þjóðhagslega arðbær og
mundi bæta lífsgæði
mikils fjölda.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og formaður stjórnar Hollvina
Grensásdeildar.
EF PRÓFESSOR í
bókmenntum lýsir
Njálssögu án þess að
nefna Bergþórshvol
og Hlíðarenda og fólk-
ið þar þá vita flestir
Íslendingar að sagan
er önnur en prófess-
orinn segir. Það kall-
aði séra Árni að ljúga
með þögninni.
Í viðtali í Speglinum
í RÚV 13. júní sl. var prófessor í
hagfræði við Háskóla Íslands
spurður: „Erum við að gjalda að
einhverju leyti fyrir fyrri hags-
tjórnarmistök“? Og prófessorinn
svarar: „Já, ég held að það sé
óhætt að segja það, það er nú
þekkt hver þau voru, það var farið
mjög hratt í opinberar eða verk-
legar framkvæmdir fyrir austan og
það var gengið nokkuð hratt fram
í því þegar Íbúðalánasjóður hækk-
aði veðheimildir sínar.“ Svo flutti
prófessorinn skrýtið utangáttatal
um göfugt verkefni að draga úr
atvinnuleysi í Póllandi.
Prófessorinn tiltók að þekktu
hagstjórnarmistökin hafi verið
„verklegar framkvæmdir fyrir
austan“, og „Íbúðalánasjóður
hækkaði veðheimildir sínar“.
Prófessorinn nefndi ekki að fjár-
streymi inn í hag-
kerfið vegna fram-
kvæmda á
Austfjörðum er al-
mennt talið um 40
milljarðar og því vel
viðráðanlegt .
Hann nefndi ekki
að Íbúðalánasjóður
hafði 16 milljóna þak
á lánum sínum og að
veðheimildir miðuðu
við brunabótamat en
ekki sölusamninga.
Íbúðalánasjóður hafði
bæði axlabönd og belti til að koma
í veg fyrir þenslu á íbúðamarkaði.
Valminni
Prófessorinn nefndi ekki að
bankarnir fluttu inn á
húsnæðismarkaðinn rúma 400
milljarða eða tífalda þá upphæð,
sem kom inn í hagkerfið vegna ál-
versframkvæmda austanlands.
Hann nefndi ekki að bankarnir
undirbuðu vexti Íbúðalánasjós.
Hann nefndi ekki að bankarnir
höfðu ekkert þak á lánum og buðu
100% veðheimild miðað við kaup-
verð. Hann nefndi ekki að bank-
arnir otuðu að íbúðareigendum
svokallaðri endurfjármögnun, sem
leiddi til kaupa á þúsundum af
fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum
að ótöldum jeppum og pallbílum.
Hann nefndi ekki að Seðlabankinn
afnam bindiskyldu bankanna og
sleppti þar með milljörðum króna
út í hagkerfið. Hann nefndi ekki
skattalækkanir. Hann nefndi ekki
krónubréfin. Hann nefndi ekki að
fjöldi fyrirtækja hefur tekið millj-
arða að láni erlendis til að dæla
inn í neysluna á Íslandi. Hann
nefndi bara Íbúðalánasjóð og
virkjanir. Í siðfræði eru svona efn-
istök kölluð valminni.
Ekki boðlegt
Það er ekki boðleg umræða að
prófessor í hagfræði sleppi of-
antöldum atriðum þegar hann
skýrir „þekktar“ ástæður fyrir
fyrri mistökum í hagstjórn. Það
hét hjá séra Árna að ljúga með
þögninni. Menn mega auðvitað
hafa löngun til að gera Kárahnjúka
og Íbúðalánasjóð ábyrga fyrir þús-
unda milljarða mistökum í hag-
stjórn. Þeir verða þó að halda sig
innan þeirra marka að móðga ekki
skynsemi almennings.
Að ljúga með þögninni
Birgir Dýrfjörð
skrifar um hagfræði
Birgir Dýrfjörð
» „Ekki boðleg um-
ræða að prófessor í
hagfræði sleppi of-
antöldum atriðum.“
Höfundur er í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FYRIR nokkrum áratugum gerðist
sá einstaki atburður í Hollandi að
þarlendir ráku einn morguninn augu í
furðuskepnu sem lá í flæðarmáli. Ein-
hver, sem hafði lært dýrafræðina bet-
ur en aðrir í barnaskóla, gat skorið úr
um að þetta furðudýr með tvær skög-
ultennur væri selur úr norðurhöfum
og nefndist rostungur. Auðvitað voru
heimamenn ráðalausir hvað gera
skyldi, sumir héldu jafnvel að skepn-
an gæti gengið á land og gert fólki og
fénaði skráveifur. Fréttin spurðist
víða, en þá voru í burðarliðnum dýra-
og náttúruverndarsamtök sem síðar
hafa látið æ meir til sín taka. Þessi
samtök skáru upp herör; skepnunni
yrði að bjarga og koma til heimkynna
sinna norður í íshaf.
Ein moldrík hefðarkona beit á agn-
ið og lagði fram fúlgur fjár til aðgerð-
anna. Búr var smíðað eftir fyrirsögn
færustu dýrafræðinga og leitað var
að einhverjum sem flutt gæti þann
skögultennta spölinn norður. Hann
fannst fljótlega, íslenska flugfélagið
Loftleiðir tóku að sér þetta góðverk
fyrir ekkert gjald.
Rostungurinn var fangaður, settur
í búrið og ekið með hann til Lúx-
emborgar þar sem hann var settur á
farþegaskrá, fluttur um borð og flog-
ið með hann til Íslands. Þangað kom-
ið tók víst Flugfélag Íslands við kapp-
anum og kom honum til Grænlands.
Þarlendir ráku upp stór augu, sögð-
ust hafa nóg af slíkum skepnum og
spurðu furðulostnir hvers vegna Hol-
lendingar hefðu ekki einfaldlega
slátrað dýrinu þegar það lá svo vel við
höggi, ruglað og áttavillt í fjöru.
En hvar átti að sleppa Rosta?
Það vissu Grænlendingar, skammt
þar frá var vænn hópur rostunga og
þangað var farið með ferðalanginn
með von um að hann mundi verða
tekinn í samfélag bræðra sinna og
systra.
Hollenska hefðarkonan og hennar
fylgdarlið kvaddi nú Grænlendinga
með miklum þökkum fyrir hve vel
þeir tóku á móti þeirra kæra rost-
ungi.
Rétt þegar stigið var upp í flugvél-
ina til brottfarar varð einum gest-
anna á að spyrja heimamenn hvers
vegna þeir hefðu verið búnir að kanna
það svo rækilega hvar rostungahóp-
urinn væri. Það stóð ekki á svarinu;
heimamenn ætluðu á veiðar daginn
eftir og skjóta þó nokkurn slatta af
rostungum.
SIGURÐUR GRÉTAR GUÐ-
MUNDSSON,
Lýsubergi 6, Þorlákshöfn.
Sagan af rostungnum
Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni
GRENIMELUR
EFRI SÉRHÆÐ OG RIS AUK BÍLSKÚRS
Glæsileg 225 fm efri sérhæð og ris auk 26,8 fm bílskúrs á þessum eftirsótta stað í vest-
urbænum. Eignin hefur nánast öll verið endurnýjuð á sl. 3 árum m.a. nýlegt gler og glugg-
ar, nýlegar raflagnir og tafla, gólfefni og bæði baðherbergi og eldhús. Stórar samliggjandi
stofur, vandað eldhús og 6 herbergi. Fallegur bogadreginn veggur með miklum gluggum
í stofum og útgangur á flísalagðar svalir til suðvesturs. Bílskúr allur endurnýjaður Verð
85,0 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Sunnuflöt – Garðabæ
Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason sölustjóri í 896 5221.
Í einkasölu glæsilegt 366,6 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr á frábærum stað. Húsið er á 2 hæðum og allt
nýmálað að utan. Stórt nýstandsett bílaplan. Efri hæðin er 244 fm og neðri hæðin og bílskúr 123 fm. Á efri hæð eru
glæsilegar stórar stofur með fallegu útsýni, eldhús, þvottahús, stór skáli/hol, 3 stór svefnherbergi, þar af hjónaherb.
með fataherbergi og sérbaði, baðherbergi, eldhús og þvottahús og búr. Útgengi á stóra aflokaða verönd með heitum
potti og suðursvalir. Fallegt útsýni yfir hraunið og víðar. Á neðri hæðinni eru
forstofa, gestasnyrting, 28 fm herbergi, 2 geymslur og bílskúr. Húsið hefur
verið mikið endurnýjað á síðustu árum, m.a. gler, baðherbergi, skápar og fl.
Parket. Vönduð eign á einstökum stað í lokuðum botnlanga. Óskað er eftir
tilboði í eignina.