Morgunblaðið - 25.06.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ voru blendin
viðbrögð landsmanna
þegar skýrt var frá því
að núverandi stjórn-
arflokkar hefðu náð
samkomulagi um mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar.
Rökstuðningur for-
manna flokkanna var
aðallega sá, að mikill
meirihluti á Alþingi
skipti miklu, ef ekki
öllu.
Flokksmenn Sjálf-
stæðisflokks og Sam-
fylkingar létu þetta gott
heita að mestu. Sam-
fylkingin þó mjög gott.
Létti nánast sam-
stundis að mestu dauða-
skeytum pistla- og greinarhöfunda í
garð sjálfstæðismanna. Utan hvað
enn skyldi hamast á fyrrverandi for-
manni Sjálfstæðisflokksins svo og ný-
skipuðum dómsmálaráðherra. Þeir
fengu ekki frið. Og fá ekki enn!
Fátt boðaði samt betri tíma í ís-
lensku þjóðfélagi með nýrri rík-
isstjórn Samfylkingar og Sjálfstæð-
isflokks. Og gerir ekki enn.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
lítil von er til þess að þær blikur sem
nú eru á lofti verði leystar með sam-
eiginlegu átaki innan núverandi rík-
isstjórnar. Hún virðist mynduð með
því áformi einu að sitja í fjögur ár, og
láta sem ekkert sé. Það er augljóst af
yfirlýsingum formanna beggja
stjórnarflokkanna.
Ljóst má þó vera, að sneri rík-
isstjórnin sér af alefli að því að vinna
landi og þjóð gagn þyrfti hún að
stöðva rennireiðina að fullu, og
stokka spilin til að öðlast traust, jafnt
hjá landsmönnum sem og hjá þeim
mikilvægu stofnunum erlendis sem
hún þarf að sækja til.
Tvennt gæti ríkisstjórnin gert án
þess að tiltakanlegt rof yrði milli
landsmanna: annað að setja bráða-
birgðalög um verðlag og kaupgjald,
sem gilti t.d. til loka kjörtímabilsins;
lágmarkslaun yrðu 300 þús. kr. og há-
markslaun mættu vera fimm sinnum
hærri – skattleysismörk yrðu hækk-
uð í 180 þúsund krónur hjá öllum
launþegum. Myndi í raun spara rík-
issjóði allar aðrar tilfærslur í launa-
málum þetta tímabil.
Hækkuð skattleysismörk þýða í
flestum tilvikum að ríkið fær hluta
þess aftur í formi eyðslu einstakling-
anna. Sama gilti um ávörðun um 15%
flatan skatt á allar tekjur, vöruverð
og þjónustu. En það þarf kjark og þor
ríkisstjórnar til að framkvæma slíkar
aðgerðir. – Þorir þing-
kjörin meirihlutastjórn
Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks að taka til
við tækin og tólin sem
hún hefur þó við hönd-
ina?
Það sem
þarf ekki
Eitt af því sem nú-
verandi ríkisstjórn
heldur fast í eru fram-
kvæmdir sem sýnast
ekki vera annað en
dauðagildra opinberra
fjárfestinga. Nægir að
taka þrjú dæmi af
mörgum mögulegum.
1. Bygging nýs há-
skólasjúkrahúss. Auð-
velt að fresta þeim
framkvæmdum eða
falla frá þeim að fullu.
Framkvæmdirnar
stangast á við ráðlegg-
ingar þekktra lækna og
fleiri, sem telja, að ef
stækka þarf sjúkrahús
á svæðinu væri það best komið sem
viðbótarbygging við Borgarspítalann.
Ný umferðarmannvirki í tengslum
við nýtt háskólasjúkrahús í grennd
við Landspítalann og Reykjavík-
urflugvöll (ásamt nýbyggingu Há-
skóla Reykjavíkur) myndu þá fyrst
verða slíkt vandamál, að enn þyrfti að
skipa nýja nefnd til að leysa þann
vanda.
2. Ný umferðar-/samgöngumiðstöð
í Vatnsmýrinni er fullkomlega óþörf.
Hvers vegna þarf alltaf að byggja
nýtt ef möguleikar eru á annarri jafn-
góðri lausn? Löngum hefur verið
bent á að Perlan, þessi glæsilega og
vannýtta bygging, sé fullkomin bygg-
ing fyrir umferðarmiðstöð fyrir inn-
anlandsflug sem og áætlunarbíla.
Með lítils háttar breytingum og til-
færslu flughlaða til austurs og til hlið-
ar við enda austur-norður flugbraut-
arinnar.
3. Hætta á við uppbyggingu hafnar
við Bakkafjöru, áður en meira fé er
varið í þær fáránlegu framkvæmdir
fyrir meira en 12 milljarða króna!
Þorlákshöfn blasir við stækkuð og
endurbætt fyrir nýja og stærri Vest-
mannaeyjaferju. Fullkomin hafskipa-
höfn, jafnt fyrir fragt- sem farþega-
skip sem losna þá við 8 tíma siglingu
fyrir Reykjanesið. – Hér er þó um
stórpólitíska ákvörðun að ræða. Ekki
síst með tilliti til Faxaflóahafna sem
sumir þingmenn hafa heitið stuðningi
fram í rauðan dauðann.
Það sem þarf
Ríkisstjórnin ætti að falla frá fram-
kvæmdum á ofangreindum verk-
efnum og veita því fé sem sparast til
samgöngubóta. Og samgöngubóta
eingöngu. Sundabrautin og beinni
samgöngur frá Reykjavík til Suð-
urnesja eru forgangsverkefni. Borun
jarðganga í Hrafnseyrarheiði og
Dynjandisheiði og í Vaðlaheiði eru
forgangsverkefni á landsbyggðinni.
Einnig ættu samgöngur sjóleiðina í
kringum land að vera á verkefnaskrá
hins opinbera. Það er engan veginn
verjandi að eyland sem er byggt
hringinn með strandlengjunni skuli
ekki eiga skip sem sinnir strandferð-
um jafnt með farþega sem vörur.
Það sterkasta í stöðunni fyrir rík-
isstjórn Íslands er þó það verkefni að
láta rannsaka 5 km þykk setlögin sem
fundust við norðausturland með tilliti
til olíuvinnslu. Sæmra væri iðn-
aðarráðherra að hætta að sprengja
sig á olíuleit neðansjávar á svonefndu
Drekasvæði við Jan Mayen, en láta
kanna setlögin í heimagarði.
Í miðri alþjóðlegri olíukreppu er
auðvitað sérstök gæfa íslenskrar
þjóðar að búa yfir dýrmætum orku-
auðlindum. Miðað við fyrirsjáanlegar
forsendur er allsendis fráleitt annað
en að nýta skynsamlega hluta þeirra
þjóðinni og þjóðarbúinu til fram-
dráttar.
Það sem þarf –
og þarf ekki
Geir R. Andersen
skrifar um þau
atriði sem
ríkisstjórnin
ætti að beita
sér fyrir og
þau sem hún
ætti að sleppa
Geir R. Andersen
» Lítil von er
til þess að
þær blikur sem
nú eru á lofti
verði leystar
með sameig-
inlegu átaki inn-
an núverandi
ríkisstjórnar.
Höfundur er blaðamaður.
Í ORRAHRÍÐ átaka
milli Ísraels og araba
hefur sú staðreynd
gleymst, að þrátt fyrir
átök og skærur hefur
endurkoma gyðinga og
stofnun Ísraels líka ver-
ið til mikillar blessunar
fyrir palestínsku arab-
ana sem og aðra íbúa hins forna Gyð-
ingalands (Palestínu). Nokkur dæmi:
1. Evrópsk heilbrigðisþjónusta.
Zíonískum gyðingum frá Evrópu
fylgdi vestræn heilbrigðisþjónusta og
sérgyðinglegir heilbrigðishættir, sem
þeir voru mjög fúsir að deila með því
fólki sem fyrir var, aröbum jafnt sem
öðrum. Sú heilbrigðisþjónusta hafði
gríðarleg áhrif á heilbrigðisástand
araba á svæðinu, t.d. minnkaði barna-
dauði verulega.
2. Atvinnuástand á svæðinu batn-
aði mjög og um leið öll lífskjör fólks.
Arabar frá nálægum löndum flykkt-
ust inn á svæðið til starfa í landbúnaði
og fyrirtækjarekstri gyðinga.
Samkvæmt rannsókn Columbia-
háskóla, þá fjórfaldaðist fjöldi araba á
svæðinu á u.þ.b. eitt hundrað árum,
frá miðri nítjándu öld og fram að
stofnun Ísraelsríkis 1948 eftir að hafa
staðið í stað nokkur hundruð ár þar á
undan. Bætt heilbrigðisástand (minni
barnadauði), bætt atvinnuástand og
meiri tekjur arabískra heimila hafa
vafalaust verið samverkandi ástæður
fyrir þessari miklu fjölgun araba.
Gyðingar greiddu verkamönnum sín-
um yfirleitt mun hærri laun en tíðk-
uðust hjá arabískum vinnuveit-
endum.
Hafi það verið ætlun Zíonista að
ryðja aröbum burt, sem alls ekki var
raunin, þá virkaði hin gyðinglega
endurkoma allavega þveröfugt, aröb-
um fjölgaði mjög og lífskjör þeirra og
heilbrigði batnaði til stórra muna!
3. Allskonar tækninýjungum og
uppfinningum tengdum
landbúnaði og áveitum
og uppgræðslu eyði-
marka hafa Ísraelar
verið mjög fúsir að deila
með nágrannaþjóð-
unum til heilla fyrir
landbúnað þeirra ríkja.
Það hefur ekki farið
fram hjá neinum að
gyðingar hafa breytt
landi sínu úr eyðimörk í
gróðursæla matarkistu,
til hagsbóta fyrir allan
heiminn, enda er mat-
vara frá þeim seld um allan heim.
Segja má að það hafi orðið mörgum
palestínskum flóttamönnum lán í
óláni að lenda á umráðasvæði Ísraels.
Þeir sem lentu undir yfirráðum
araba- og múslimaþjóða hafa hlotið
hart hlutskipti, sumstaðar gert erfitt
að vinna fyrir sér, bannað að eiga
fasteignir, jafnvel sviptir erfðarétti
eins og gerðist í Saudi-Arabíu nýlega.
Slíkum vopnum er beitt af óvinum
Ísraels. Þeir nýta flóttamennina sem
peð í hatursstríði sínu við Ísrael og
hafa ekki hikað við að beita þetta
hrjáða fólk vægðarlausri grimmd og
mannúðarleysi til að halda þeim í full-
kominni örbirgð í marga ættliði og
kenna síðan vondu Zíonistunum í Ísr-
ael um!
Á umráðasvæði Ísraels hafa flótta-
mennirnir lengst af búið við mun
betri lífskjör, einkum fram að intifa-
dah-uppreisn þeirra árið 2000. Á
tímabili voru tekjur þeirra og lífskjör
með þeim bestu meðal araba utan ol-
íuríkja. Framfarirnar í kjörum þeirra
og aðbúnaði fram að því voru æv-
intýralegar. Fjöldi skóla og æðri
menntastofnana var reistur og marg-
ir innviðir nútímasamfélags búnir til
frá grunni. Á svæðum palest-
ínumanna á Gaza og Vesturbakk-
anum eru nú áttatíu sjúkrahús og
u.þ.b. 500 heilsugæslustöðvar auk
annarra heilsustofnana. Tugir þús-
unda heilbrigðisstarfsmanna, lækna
og hjúkrunarfólks starfa þar. Allt er
þetta reist undir forsjá og yfirstjórn
og með mikilli hjálp Ísraels þó auðvit-
að hafi alþjóðastofnanir eins og
UNRWA-stofnun Sameinuðu þjóð-
anna og aðrir lagt mjög mikið af
mörkum.
Lesendur hljóta auðvitað að spyrja
sig hvað valdi hinu mikla hatri Palest-
ínumanna á Ísrael ef meðferð Ísraels
á þeim hefur verið bæði mannúðleg
og stuðlað að gríðarlegum framförum
samfélags þeirra á síðustu áratugum.
Hvers vegna er þetta mikla hatur, ef
það er ekki andsvar við óskaplegri
kúgun og grimmd af hálfu Ísr-
aelsmanna? Því er vandsvarað. Ein
ástæðan getur verið hinar linnulausu
hatursmessur öfga-íslamsklerka á
föstudögum á svæðum arabanna í
áratugi og hatursinnræting sem bein-
ist að börnum í palestínskum fjöl-
miðlum. Þar er börnum kennt að bók-
staflega ekkert gott geti komið frá
gyðingunum í Ísrael.
Veigamesta ástæðan tel ég samt að
geti verið gagnverkandi áhrif áróð-
ursmaskínu Pallywood, sem eru vel
búin kvikmynda- og hljóðver sem
framleiða í stórum stíl afar fagmann-
legar lygaáróðursmyndir, sem átt
hafa greiða leið í fjölmiðla heimsins.
Allar miða þær að því að vekja hatur
á Ísraelsmönnum. Þeir sem sýkjast
af því ýkta hatri verða eins og palest-
ínsku börnin og trúa eftir það engu
nema illu um Ísrael og fást ekki til að
skoða neitt sem hróflað gæti við
þeirri hatursfullu trúarsannfæringu!
Pallywood eru líka kallaðar skapandi
fréttir af ýmsu tagi þar sem lát-
bragðsleikarar mæta á tökustaði
vestrænna sjónvarpstökumanna og
leika slasaða og særða og afar áreið-
anleg vitni að meintum stríðsglæpum
Ísraela. Lesendur geta skoðað dæmi
um Pallywood á netinu með því að slá
það inn á Google.com, Liveleak.com
eða Seconddraft.org.
Hefur sagan öll verið sögð?
Hreiðar Þór
Sæmundsson
skrifar um zíonisma
Gyðinga-
þjóðarinnar
Hreiðar Þ. Sæmundsson
» Allar miða þær að
því að vekja hatur á
Ísraelsmönnum.
Höfundur er kaupmaður.
Það væri synd að
segja að stjórn þjóðmál-
anna sé árangursrík í
okkar ástkæra landi.
Krónan hefur fallið um
40% frá áramótum og
velta á hlutabréfamark-
aði hefur dregist saman
um annað eins, sé borið
saman við síðasta ár. Daglega berast
fréttir af uppsögnum svo tugum og
hundruðum skiptir, verðbólgan fer
með himinskautum og stýrivextir eru
í sögulegu hámarki. Sérfræðingar
segja að það taki einhver ár að ná
jafnvægi á nýjan leik, ef landsstjórnin
verður skilvirk og skelegg sem ekk-
ert bendir til. Horfurnar eru vissu-
lega ekki góðar.
Velvildarmenn ríkisstjórnarinnar
hjá fjölmiðlum, sem eru ófáir, gera
svo ríkisstjórninni engan greiða með
að fjalla ekkert um vandræði hennar
og brýn verkefni, en fjalla mest um
aukaatriði eða þegja þunnu hljóði.
Sýndarmennska án innistæðu
Hinn gamalkunni stuðningsmaður
Samfylkingarinnar, Kolbrún Berg-
þórsdóttir, skrifar grein í Morg-
unblaðið í gær um uppreisn Samfylk-
ingarinnar (gegn
Sjálfstæðisflokknum). Kolbrún fer
þar miklum orðum um tilhneigingu
Sjálfstæðisflokksins til að kúga sam-
starfsflokk sinn og tekur sem dæmi
að enginn hafi nokkru sinni orðið var
við að sjálfstæðismönnum hafi
nokkru sinni þótt ástæða til að taka
mark á framsóknarmönnum í sam-
starfi flokkanna í síðustu ríkisstjórn.
Nú séu hins vegar
runnir upp aðrir tímar
því Sjálfstæðisflokk-
urinn sé ekki lengur í
samstarfi við smáflokk í
tilvistarkreppu.
Þetta er athyglisvert
útspil og í raun birtist í
þessari grein sú hug-
myndafræði sem liggur
til grundvallar öllu
starfi Samfylking-
arinnar. Málið snýst
ekki um að byggja á
þjóðarhag heldur miklu
frekar um hvers konar sýnd-
armennsku, eins og merkir ráðherrar
hafa raunar játað opinberlega á
bloggsíðum sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
tamið sér vinnubrögð af þessum toga
og mun ekki gera. Við tökum þátt í
stjórnmálum til að bæta samfélag
okkar og leggjum okkur fram um að
vinna af heilindum með hverjum svo
sem við störfum. Það er vegna þessa
sem við tölum um að Framsókn-
arflokkurinn grundvalli starf sitt á
þjóðhyggju. Í því felst m.a. að við-
fangsefni og verkefni sem upp koma
eru best leyst í samvinnu og með hag
samfélagsins að leiðarljósi. Sennilega
er þessi sýn framsóknarmanna ein
aðalástæða þess að Framsókn-
arflokkurinn hefur haft mikil áhrif og
hefur verið eftirsóttur til samstarfs,
bæði á landsvísu og á vettvangi sveit-
arstjórnarmálanna.
Það er alltaf vafamál hvort ástæða
er til að svara röngum staðhæfingum
eins og þeim sem koma fram í grein
Kolbrúnar. Raunar á þess ekki að
gerast þörf því blaðamenn kynna sér
alla jafna umfjöllunarefni sín áður en
niðurstaðan er skrifuð og draga þar
með úr líkum á óhappi sem þessu. Ef
rangfærslurnar eru hins vegar ekki
leiðréttar eru líkur á að fólk fari að
trúa þeim.
Árangur síðustu ára
að gufa upp?
Þegar horft er til þeirra 12 ára sem
Framsóknarflokkurinn starfaði með
Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn er
óhætt að fullyrða að mikill árangur
hafi náðst. Þetta blasir við hverjum
manni. Árangurinn grundvallaðist
ekki síst á því að flokkarnir unnu
saman að lausn mála og þótt ágrein-
ingur kæmi upp var hann ekki hróp-
aður upp á torgum úti.
Í ljósi kokhreysti Samfylking-
arinnar má þó geta þess að við fram-
sóknarmenn höfum miklar áhyggjur
af undanlátssemi hennar gagnvart
samstarfsflokknum í stórum mála-
flokkum sem snerta verulega hag
fólksins í landinu og má þar nefna
einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og
fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalána-
sjóði. Þá vantar báða stjórnarflokk-
ana augljóslega alla staðfestu og
ábyrgðartilfinningu varðandi stjórn
ríkisfjármála.
Það er engin tilviljun að nú horfir
allt til verri vegar. Sú ríkisstjórn sem
nú situr er sundurlaus og vart á ann-
an vetur setjandi.
Þjóðhyggjunni hefur verið kastað
fyrir róða.
Hvað með þjóðarhag Kolbrún?
Valgerður
Sverrisdóttir gerir
athugasemdir við
pistil Kolbrúnar
Bergþórsdóttur
Valgerður Sverrisdóttir
» Það er engin tilviljun
að nú horfir allt til
verri vegar. Sú rík-
isstjórn sem nú situr er
sundurlaus og vart á
annan vetur setjandi.
Höfundur er alþingismaður.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fréttir á SMS