Morgunblaðið - 25.06.2008, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég á erfitt með að koma í orð
þeim söknuði sem fyllir hjörtu okkar
nú þegar baráttu þinni er lokið en á
erfiðum tímum er rétt að hafa lífs-
gleði þína og kjark að leiðarljósi og
minnast frekar allra þeirra yndis-
legu stunda sem við áttum saman.
Ég gleymi aldrei þegar við sátum
saman fjölskyldan á jóladagskvöld
fyrir nokkrum árum og spiluðum
saman fram á rauða nótt. Við vorum
í sitt hvoru liðinu í spurningakeppni
og sem fyrr var kappið í tengdasyn-
inum meira en forsjáin og þegar ég
lamdi af öllu afli á bjölluna áttaði ég
mig ekki á því að þú varst sneggri
en ég svo að farið eftir bjölluna var
grafið í lófa þinn það sem eftir lifði
nætur. Þessu tókstu öllu með þinni
einstöku kímni og gerðir grín að
mér fyrir ærslaganginn lengi á eftir.
Það var alltaf stutt í húmorinn og
gaman að fylgjast með þeirri lífs-
gleði sem umlék þig hvort sem það
var í karókíkeppnum vestur í Keldu-
dal um hverja verslunarmannahelgi
eða þegar þú settist niður með
ömmudrengnum þínum til að lesa
Ástarsögu úr fjöllunum.
Ég hugsa til þess hvað sonur
minn var heppin að fá þessi rúmu 3
ár með ömmu sinni sem hann elskar
svo heitt.
Ég minnist þess þegar við fórum
öll saman til Tenerife seinasta sum-
ar, ef stubburinn var ekki sáttur við
morgunmatinn sem foreldrarnir
lögðu á borð fyrir hann tók hann sig
upp og rölti yfir í næstu íbúð, þá rétt
rúmlega 2 ára, þar sem amma tók á
móti honum með kostum og kynjum.
Vissulega höfðum við Ýr laumað
jógúrtinu yfir svalirnar á meðan
ferðalaginu stóð þannig að það var
sama jógúrtdollan sem litli gaurinn
borðaði en einhvern veginn bragð-
aðist allt miklu betur ef það var
amma sem lagði kræsingarnar á
borð. Þegar svo við Ýr giftum okkur
nokkrum vikum seinna varst þú
auðvitað ein af örfáum veislugestum
sem vissu hvað til stóð. Ég hugsa að
mamma sé ekki enn búin að fyr-
irgefa mér að hún hafi mætt í galla-
buxum og strigaskóm í brúðkaupið
hjá frumburðinum, enda átti þetta
bara að vera grillveisla í Heiðmörk á
fallegum sumardegi.
Nú fer í hönd erfiður tími hjá fjöl-
skyldunni þar sem mikið tóm hefur
myndast með fráfalli Jónínu en við
getum haldið á lofti minningu henn-
ar með því að hafa lífsgleði hennar
og manngæsku að leiðarljósi.
Minning þín er ljósið í lífi okkar.
Arnar, Ýr og Hnikarr Örn.
Horfin er til æðri starfa Jónína
Björg, elskuleg æskuvinkona mín,
baráttukonan ljúfa og káta sem
barðist í starfi sínu fyrir betri til-
veru fyrir skjólstæðinga sína en síð-
asta slaginn tók hún við sjúkdóm
sem að lokum hafði betur. Faðir
hennar tók á móti henni í flugvél á
leiðinni til Reykjavíkur árið 1961.
Þetta ár var fólk ekki mjög frjósamt
heima í Dýrafirði, við vorum bara
fjögur í árganginum okkar, tvennt
af hvoru kyni. Kannski var það þess
Jónína Björg
Guðmundsdóttir
✝ Jónína BjörgGuðmundsdóttir
fæddist hinn 11. sept-
ember 1961. Hún lést
á Landspítalanum við
Hringbraut hinn 13.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Guðmundur Sören
Magnússon og Krist-
ín Gunnarsdóttir.
Jónína var þriðja
yngst af 11 systk-
inum.
Eiginmaður Jónínu
er Hnikarr Ant-
onsson. Börn þeirra eru Ýr, f.
30.12. 1979, Arnór, f. 9.8. 1985 og
Rebekka, f. 28.10. 1993.
Útför Jónínu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
vegna sem við Jóna
tengdumst órjúfan-
legum böndum sem
ekki brustu þó við
færum hvor sína leið
í lífinu.
Ég man ekkert
eftir mér áður en
Jóna kom inn í líf
mitt með gleði sína
og dillandi hlátur og
flestar mínar kær-
ustu og bestu æsku-
minningar eru
tengdar henni og
leikjum okkar. Eins
og allar stelpur í þá daga áttum við
venjuleg drullubú en við áttum líka
alveg stórmerkileg skeljabú upp um
allan árdalinn heima á Kjaransstöð-
um. Þangað fram eftir bárum við
skeljar úr fjörunni og bjuggum til úr
þeim fólk og alls konar kvikfénað.
Þar réð hugmyndaflugið ríkjum og í
holum börðum við árbakkann sváfu
stórbændur með húsfreyjum sínum
á mosaþembum. Þarna frammi í ár-
dalnum undum við okkur dögum
saman. Tíminn leið í endalausu
sumri og sólskini æskunnar.
Þegar við vorum tíu ára kom Solla
og við vorum þrjár stelpurnar alltaf
saman. Ég held að barbíleikir hafi
hvorki fyrr eða síðar verið stundaðir
af þvílíkri ástríðu né orðið að þvílíkri
list og iðnframleiðslu sem þeir urðu
hjá okkur. En að yfirgefa bernskuna
varð ekki umflúið og það gerðum við
líka.
We had joy, we had fun, we had sesons in
the sun
þetta lag söng Terry Jakcs með
svo miklum trega beint inn í hjörtu
okkar árið 1974. Mér finnst lagið
eiga vel við í dag en það minnir líka
á hamingjuríkari tíma. Mæja systir
hennar Jónu kom með þessa smá-
skífu í farteskinu heim til Þingeyrar
ásamt fleiri plötum og líf okkar
breyttist. Þarna í litla herberginu
þeirra systra á Fjarðargötunni á
Þingeyri urðum við táningar án þess
að fá nokkru ráðið. Þvílíkir töfrar,
ég er ekki viss um að í tónlistarflóði
nútímans, með sínu niðurhali, iPod
og MP3-spilurum og hvað það heitir,
felist helmingurinn af þeim dásam-
legu fyrirheitum sem litli plötuspil-
arinn og þessar gljáandi svörtu vín-
ilplötur kölluðu fram hjá okkur
stöllunum. Við sungum hástöfum
með og lifðum okkur inn í drauma-
veröld ástar og sorgar. Svo kom að
því að leiðir okkar skildu, Solla flutti
og Jóna fór líka burtu til að fara í
skóla og kom æ sjaldnar heim,
þannig fækkaði smám saman sam-
verustundum okkar. Jóna var sú
eina okkar sem hafði metnað og
dugnað til að mennta sig á þessum
árum og reyndar hélt hún áfram
námi eftir að hún veiktist og náði að
ljúka því.
Ég verð forsjóninni ávallt innilega
þakklát fyrir að hafa skákað okkur
þessum tveimur stelpuskottunum
saman í upphafi. Nú er hún farin
þangað sem við förum öll að lokum,
Guð blessi hana. Um leið og ég kveð
mína kæru vinu með þökk fyrir allt
og allt votta ég Hnikari, börnunum
hennar, tengdabörnum og barna-
barni, foreldrum og systkinum öll-
um og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð.
Ósk Elísdóttir.
Elsku Jóna, mikið hefur það
reynst mér erfitt að setjast niður og
skrifa kveðju til þín, því ég er ekki
alveg að meðtaka stöðuna hvað þá
skilja eða sætta mig við hana.
Andspænis þessum atburði verða
öll orð fátækleg en samt verður að
segja þau.
Við höfum verið í góðu sambandi
síðan þú greindist með krabbamein í
byrjun árs 2006 og það hefur verið
ótrúlegt og lærdómsríkt að fylgjast
með baráttu þinni. Eftir að þú
greindist aftur sl. haust hefur verið
mjög á brattann að sækja og hvert
áfallið rekið annað og algjörlega
aðdáunarvert að sjá hvernig þú,
Hnikarr þinn og fjölskyldan tókust
á við það.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri en ég bið að Guð vaki yfir þér
og umvefji þig ljósi sínu og kær-
leika. Hnikari þínum sem stóð sem
stólpi við hlið þér allt til enda, börn-
unum sem þú varst svo stolt af og
ekki af ástæðulausu en þau bera
með sér glöggt vitni góðra foreldra,
uppeldis og ástríkis, tengdabörnum,
litla ömmustráknum þínum sem
missir af miklu að fá ekki meiri tíma
með þér, foreldrum þínum sem
þurfa nú í annað sinn að sjá á eftir
dóttur í blóma lífsins sem hlýtur að
vera ótrúleg raun, systkinum og
fjölskyldum þeirra og öllum ástvin-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur og bið um styrk, kjark, von
og trú þeim til handa. Og um leið og
ég þakka þér allt frá liðnum árum
þá kveð ég eins og við kvöddumst
gjarnan: Heyrumst og sjáumst.
Þín vinkona,
Valgerður.
Kveðja frá starfsfólki
Gigtarfélags Íslands
Jónína var vinnufélagi okkar í
rúmlega tvö og hálft ár og eftir það
var hún viðloðandi fræðslu á nám-
skeiðum og á Gigtarlínu í hjáverk-
um svo lengi sem heilsan leyfði. Það
var alltaf gott að leita til hennar,
hún tók skjólstæðinga sína að sér og
fylgdi eftir því sem þurfti. Jónína
var traust manneskja.
Glaðværð hennar og lífsgleði
smitaði út frá sér og sérlega gaman
var að hafa hana með í ferðum eða
uppákomum. Hnyttin og skemmti-
leg tilsvör hennar og jákvæðni nutu
sín þar vel.
Þegar hún gekk inn með sitt
bjarta bros og kröftuga fas birti yf-
ir. Það var sárt að fylgjast með
hennar erfiðu baráttu. Hún vildi
sigra en tókst ekki.
Við vottum fjölskyldu hennar
innilega samúð og Guð varðveiti
hana á nýjum slóðum.
Magndís Grímsdóttir.
Við fráfall vinkonu minnar Jónínu
á bjartasta og fegursta tíma ársins,
er mér efst í huga þakklæti fyrir
þær fjölmörgu ánægjulegu og inni-
haldsríku stundir sem við áttum
saman. Það er í mínum huga heiður
af því að hafa kynnst Jónínu og átt
hana sem vinkonu. Jónína veiktist af
illvígum sjúkdómi fyrir tveimur og
hálfu ári síðan og varð að lokum að
lúta í lægra haldi fyrir þeim vágesti,
þrátt fyrir að hart væri barist og öll-
um nútímalæknavísindum væri
beitt.
Jónína var glæsileg kona, með
leiftrandi augu full af mannskilningi
og greind. Hún hafði til að bera
mjög sterkan persónuleika, var með
mikla útgeislun, glaðvær og hörku-
dugleg. Hún var mikil fjölskyldu-
kona, enda komin úr stórum systk-
inahópi. Umhyggja hennar fyrir
fjölskyldu sinni var mikil og ræddi
hún oft um börn sín, barnabarn og
eiginmann, sem hún hafði kynnst
ung.
Kynni okkar Jónínu hófust er hún
kom til starfa á taugalækningadeild
Landspítalans í Fossvogi eftir sam-
einingu spítalanna. Með tilkomu
Jónínu í okkar fámenna félagsráð-
gjafahóp bættist við öflugur liðs-
auki. Hún var félagsráðgjafi af lífi
og sál. Það sem einkenndi hana öðru
fremur í starfi var hversu mikla
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
bróðir og mágur,
TÓMAS VILHELM ÓSKARSSON,
áður til heimilis á Ránargötu 45,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, sunnudaginn 22. júní, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
27. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent
á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Ísleifur Tómasson, Guðrún Ásta Kristjánsdóttir,
Karitas Jóna Tómasdóttir,
Tómas Haukur Tómasson, Hrafnhildur Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Vilhelmína Svava Guðnadóttir, Stefán Hólm Jónsson.
✝
Elskuleg bróðurdóttir mín og vinkona okkar,
ÁSHILDUR HARÐARDÓTTIR,
Barðavogi 19,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 22. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Snæbjörn Ásgeirsson og aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
áður Meistaravöllum 33,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
21. júní.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 30. júní kl. 15.00.
Ingólfur Kristjánsson, Ólafía Einarsdóttir,
Jón Egill Kristjánsson, Rita Moi,
Sigurður Kristjánsson, Ingibjörg Birna Ólafsdóttir,
Baldur Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Konan mín, mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
ELÍN JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR
HANNAM,
sem lést að morgni þriðjudagsins 17. júní, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 27. júní kl. 13.00.
Ralph Th. Hannam,
Vilhjálmur Leifur Tómasson,
Sólveig Hannam, Árni Ól. Lárusson,
Júlía Hannam, Ragnar Þ. Ragnarsson,
Elísabet Hannam, Örn Helgason
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGFÚS KRISTMANN GUÐMUNDSSON,
lést mánudaginn 16. júní á Heilbrigðisstofnuninni
Blönduósi.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn
28. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð
Blönduósskirkju í Kaupþingi, Blönduósi.
Jóhanna Björnsdóttir,
Sigþrúður G. Sigfúsdóttir,
Birna Sigfúsdóttir, Valgeir M. Valgeirsson,
Guðmundur Sigfússon, Vigdís E. Guðbrandsdóttir,
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, Jóhann H. Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.