Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 29
samkennd hún hafði með sjúkling-
unum og hversu hart hún barðist
fyrir réttindum þeirra. Jónína var
eldhugi þegar kom að málefnum
sjúklinga, en því miður fékk hún
aldrei almennilega starfsaðstöðu á
spítalanum og hætti því þar störfum
sínum sem var henni þungbært. Það
var mikill missir fyrir marga sjúk-
linga hennar og Landspítalann að
geta ekki notið starfskrafta hennar
lengur.
Samhliða störfum sínum á Land-
spítalanum vann Jónína fyrir
LAUF, samtök flogaveikra, í mörg
ár, gigtarsjúklinga og síðar einnig
fyrir samtök Parkinsonsjúklinga.
Sneri hún sér alfarið að þeim störf-
um eftir að hún hætti vinnu sinni á
spítalanum. Framtíðarsýn hennar
fólst í því að efla og styðja þessi
sjúklingafélög og fleiri hefði henni
enst aldur til. Sl. haust leituðum við
nokkur til Jónínu varðandi stofnun
nýs sjúklingafélags, sem lengi hafði
vantað. Tók hún á móti okkur með
bros á vör og kaffi á könnunni:
„Ekkert mál, þið stofnið bara félag“.
Full af bjartsýni og miðlaði okkur af
dýrmætri reynslu sinni. Megi hún
hafa þökk fyrir það. Hún hefur ætíð
síðan spurt hvernig það gangi.
Við Jónína innrituðum okkur
saman í MPA-nám í opinberri
stjórnsýslu, og tókum báðar nám-
skeið með vinnu til að styrkja okkur
frekar í störfum okkar. Við útskrif-
uðumst saman nú í vor með fram-
haldsdiplómu í þeirri grein. Hugur
okkar beggja stefndi til að ljúka
MPA-náminu. En því miður lést
Jónína kvöldið fyrir útskrift. Í nám-
inu sýndi hún enn og aftur þvílíkur
forkur hún var. Hún átti létt með að
læra og fékk góðar einkunnir, þrátt
fyrir miklar annir og veikindi.
Ég kveð Jónínu vinkonu með
söknuði og er þakklát fyrir allar
minningarnar sem ég á um hana.
Ég votta Hnikari, Ýri, Arnóri og
Rebekku og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð. Megi góður
Guð hughreysta ykkur í ykkar
miklu sorg.
Guð geymi þig.
Margrét Kaldalóns Jónsdóttir.
Elsku Jónína,
það er ótrúlegt að þú skulir hafa
kvatt þetta líf svo ung og full af
krafti þar til undir það síðasta. Þú
varst kollegi okkar á Landspítalan-
um í Fossvogi og við unnum hvor á
okkar sviði, þú á taugalækninga-
deildinni. Það var alveg greinilegt
að þú mast vinnu þína mikils, enda
átti félagsráðgjafastarfið með sjúk-
lingunum einstaklega vel við þig og
þér fórst samstarf við starfsfólk og
alla aðra vel úr hendi. Þótt aðbún-
aður hefði oft mátt vera betri á spít-
alanum til þess auðvelda þér starfið,
var alltaf hressandi og hvetjandi að
sitja með þér í matartímum, á fund-
um og annars staðar því þú varst
alltaf svo jákvæð og faglega gefandi.
Þú óttaðist heldur aldrei að fara
ótroðnar slóðir í starfi þínu eins og
vinna þín fyrir LAUF (Landsamtök-
um áhugafólks um flogaveiki) og
Gigtarfélag Íslands bar vitni um.
Þar sinntir þú alls kyns ólíkum en
uppbyggilegum verkefnum af lífi og
sál. Þú starfaðir t.d. sem félagsráð-
gjafi þar sem þú bauðst upp á ein-
staklingsviðtöl, símaráðgjöf, ýmiss
konar hópvinnu og námskeið fyrir
félagsmenn og sjúklinga og sem
verkefnastjóri í fræðslu- og útgáfu-
störfum. Einnig varstu fulltrúi
LAUF í Norðurlandasamstarfi sam-
takanna og í Evrópunefnd alþjóða-
samtakanna. Þetta er lifandi dæmi
um brennandi áhuga þinn fyrir
starfinu, kraft þinn og áræðni. Síðan
bættist við meistaranám við HÍ sem
þú auðvitað sinntir af kappi þangað
til alveg undir það síðasta. Þú varst
svo sannarlega okkur félagsráðgjöf-
um til mikils sóma!
Andlát þitt er því mikill missir
fyrir okkar stétt, en ekki síst fyrir
fjölskyldu þína sem þú unnir svo
heitt. Þú greindist með illkynja
sjúkdóm og þrátt fyrir mikinn dugn-
að og harða baráttu bar hann þig of-
urliði að lokum. Við höfum því miður
aldrei miklu að flagga þegar illvígt
krabbamein er annars vegar. Jónína
mín, það var einstaklega ánægjulegt
að fá að kynnast þér og ég kveð þig
með söknuði. Það veit ég að ég tala
einnig fyrir hönd kollega þinna á
spítalanum. Megi fjölskylda þín,
maki, börn og allir sem standa þér
næst öðlast styrk til að ganga veg-
inn fram á við án þín. Missir ykkar
er mikill. Jónína mín, hvíl þú í friði.
Sigurlaug Hauksdóttir.
Kær vinkona er látin. Það virðist
svo óréttlát að kona í blóma lífsins
sé tekin svo fljótt frá sínum nán-
ustu. Vantrúin yfir að hún sé horfin,
ekki lengur hægt að hringja eða
koma og ræða um allt milli himins
og jarðar.
Sorgin og söknuðurinn eru þung,
en þær minningar sem við eigum
um Jónínu eru fallegar. Þær eru um
fallega konu sem geislaði af orku,
lífsgleði og húmor og hafði svo mikið
að gefa öðrum. Þegar Jónína birtist
þá fylgdi henni frískur andvari. Hún
hafði skemmtilega frásagnargáfu
þannig að það voru óteljandi skiptin
sem maður veltist um af hlátri þeg-
ar hún var að segja frá. Jónína átti
góða og nána fjölskyldu sem hún lét
sér afskaplega annt um og var henni
mikils virði. Sagði hún mér oft, sér-
staklega eftir að hún veiktist, að það
sem skipti máli þegar upp væri stað-
ið væri fjölskyldan og vinirnir og
það hversu mikilvægt væri að gefa
sér tíma til að vera með þeim og að
vera til staðar. En litli kjarninn
hennar, með börnunum Ýri, Arnóri
og Rebekku ásamt tengdabörnum,
litla Hnikari og Hnikari manninum
hennar, var það sem allt snerist um.
Meðan á veikindum Jónínu stóð
var Hnikarr alltaf til staðar, fór með
henni í allar læknisheimsóknir og
meðferðir og studdi hana með ráð-
um og dáð og sagði Jónína mér að
þessi mikli stuðningur hans hefði
verið sér ómetanlegur. Jónína var
félagsráðgjafi og er óhætt að segja
að hún hafi mætt því fólki sem hún
var að aðstoða af einstakri næmni
og skilningi. Hún reyndi alltaf að
hjálpa fólki að sjá lausnir og sömu-
leiðis skrifaði hún og þýddi margs
konar fræðsluefni fyrir þann hóp
sem hún var að vinna með. Hugur
minn er hjá Hnikari, börnum henn-
ar og öðrum aðstandendum og votta
ég þeim mína innilegustu samúð. Að
eiga konu eins og Jónínu að vini er
dýrmætara en orð fá tjáð og með
þessum orðum vil ég þakka fyrir
hennar ljúfu og hressu samfylgd.
Svala Björgvinsdóttir.
Það er ekki auðvelt að segja eitt-
hvað þegar ung kona í blóma lífsins
er hrifin burtu frá fjölskyldu sinni
og ástvinum en okkur í gamla góða
saumaklúbbnum langar að kveðja
hana með nokkrum orðum.
Við kynntumst flestar þar sem við
ólumst upp á Þingeyri við Dýrafjörð
og þar liðu árin hratt og ekki mikið
um áhyggjur af morgundeginum
eða framtíðinni.
Nú, svo leið tíminn og við ungu
konurnar fluttum ein af annarri til
höfuðborgarinnar ýmist í nám eða
störf af einhverju tagi og þá var
saumaklúbburinn stofnaður og svo
fórum við (þroskaðar og lífsreyndar
að eigin mati) að stofna til fjöl-
skyldna og skella okkur í barneignir
og það var ekki að spyrja að því
Jóna okkar var fyrst og átti frum-
burðinn sinn hana Ýri rétt 18 ára
gömul og svo komu litlu krílin hvert
af öðru og þar sem það var í mörg ár
að það var nánast alltaf ein ófrísk í
klúbbnum og við vorum jú 6 í honum
þá var það ekki flókið að finna nafn-
ið á hann, að sjálfsögðu 007, og lögð-
um við aldeilis okkar til samfélags-
ins í barneignunum, og oftar en ekki
þegar einhver var með nýjasta með-
liminn á brjósti þá fékk hann að
koma með í klúbbinn því ekki
slepptum við úr klúbbi. Þrátt fyrir
miklar annir á heimilunum var alltaf
saumaklúbbur á tilsettum tíma og
það var sko alvörusaumaklúbbur,
það voru allar uppi með prjónana og
hosur, húfur og peysur á litlu ung-
ana okkar voru framleiddar í stórum
stíl, á ákveðnu tímabili komu meira
að segja saumavélarnar við sögu.
Það var alltaf mikið fjör þegar við
hittumst og oft ótrúlega mikið hleg-
ið og þá oft af bernskubrekunum
eða ævintýrum unglingsáranna fyrir
vestan og ekki var nú Jóna eftirbát-
ur okkar þar, endalausar gamansög-
ur og brandarar og oftar en ekki um
sjálfa sig og húmorinn hennar var
yndislegur svo hlátrasköllin mátti
örugglega oft heyra fram á stiga-
ganga eða út á götur, svo brugðum
við okkur nú af og til í Hollywood og
skemmtum okkur, og ekki voru Or-
eflame-kynningarnar í saumaklúbb-
unum nú leiðinlegar, við gjörsam-
lega duttum ofan í kremdollurnar og
vorum makaðar hinum ýmsu krem-
um hátt og lágt með tilheyrandi
fjöri. Þegar við látum hugann reika
aftur til þessa tíma þá munum við
bara endalausan hlátur og gleði.
Elsku Jóna, síðasta samverustund
okkar allra saman var þegar við fór-
um saman út að borða árið 2006 en
þá varst þú í erfiðri lyfjameðferð en
varst samt ótrúlega hress og reyttir
af þér brandara og sagðir skemmti-
legar sögur eins og þín var von og
vísa og mikið var hlegið.
En þér hefur verið ætlað æðra
hlutverk sem við þurfum svo sem
ekki að vera hissa á því þú varst ein-
stök kona og bæði vel gerð og gefin.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við til allrar fjölskyldu þinnar,
Hnikars, barnanna þinna þriggja,
tengdabarna, litla Hnikars Arnar,
aldraðra foreldra þinna, systkina
þinna og fjölskyldna þeirra.
Guð geymi þig elsku Jóna og
megir þú hvíla í friði.
Þínar vinkonur úr 007,
Valgerður, Ósk, Sólveig,
Pálína og Ólafía.
Með trega í hjarta kveðjum við
dugnaðarforkinn Jónínu Björgu
Guðmundsdóttur. Hún lést föstu-
daginn 13. júní eftir langa baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Kynni okkar Jónínu hófust fyrir
rúmum 6 árum, þegar ég gekk til
liðs við stjórn LAUF en Jónína var
þá búin að starfa fyrir félagið í 6 ár,
og var þar algjör prímusmótor. Jón-
ína var alveg einstök kona hlýr og
góður persónuleiki. Fyrir Lands-
samtök áhugafólks um flogaveiki
var hún ótrúlegur happafengur.
Starfsvettvangur hennar var mjög
fjölbreyttur, á hennar herðum var
blaðaútgáfa félagsins, umsóknir um
styrki öflun efnis fyrir blaðið, um-
sjón með heimasíðunni, þýðingar á
bæklingum og öll erlend samskipti.
Að auki sá hún um fræðslu um
flogaveiki, voru það helst skólar,
dagheimili, sambýli og vinnustaðir
sem kölluðu eftir fræðslu. Að hafa
slíkan starfskraft hjá líknarfélagi,
glaðan, úrræðagóðan, hugmyndarík-
an og jákvæðan er ómetanlegt. Það
kemur upp í hugann þegar LAUF
bauð félagsmönnum sínum í jólamat
á aðventunni í fyrsta sinn. Til að
halda kostnaðinum niðri fyrir félag-
ið sagði Jónína, að þetta væri ekkert
mál, hún og Margrét á skrifstofunni
gætu alveg séð um að sjóða hangi-
kjöt og uppstúf. Svona var Jónína
úrræðagóð og ófeimin að takast á
við hlutina. Ung-LAUF er fé-
lagskapur unglinga með flogaveiki,
ef Jónína hefði ekki með eljusemi
sinni og áhuga, komið unglingunum
saman og lagt fram ómælda vinnu
til að drífa þau áfram, þá væri senni-
lega ekkert Ung-LAUF til.
Jónína var félagsráðgjafi að
mennt, var mjög öguð og skipulögð í
öllu því sem hún tók sér fyrir hend-
ur, hún var sú manngerð sem við-
urkenndi ekki mótlæti og erfiðleika,
það var bara til að sigrast á. Jónína
sat í Evrópuráði flogaveikra, að sitja
þar í nefnd kallaði á mikil ferðalög
og fjarveru frá fjölskyldunni. Á
stjórnarfundum var hún ávallt sá
aðili sem kom fram, með nýjar og
ferskar hugmyndir, ávallt kát og
hress, en stóð föst við sínar skoð-
anir.
Samtök flogaveikra á Norður-
löndunum hafa sent LAUF samúð-
arkveður vegna fráfalls Jónínu en
hún starfaði mikið með frændum
okkar á Norðurlöndunum. Í hjörtum
okkar í stjórn LAUF minnumst við
Jónínu með djúpum söknuði, þessi
einstaka kona full af krafti og vilja
til góðra verka, er nú hrifin á brott.
Glaðværðin eljusemin og krafturinn
á eftir að lifa í minningunni um þig,
hjá öllum sem áttu því láni að fagna
að hafa kynnst þér Jónína mín.
Við í stjórn LAUF vottum að-
standendum Jónínu okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd stjórnar LAUF,
Þorlákur Hermannsson,
formaður.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Jónína takk fyrir allt. Guð
geymi þig.
Margrét Njálsdóttir.
Kær vinkona er látin eftir erfið
veikindi, langt fyrir aldur fram.
Kynni okkar Jónínu hófust á Land-
spítalanum en báðar höfðum við
starfað sem félagsráðgjafar á tauga-
lækningadeildum spítalans um ára-
bil. Við áttum sameiginlegt að starfa
jafnframt fyrir félagasamtök, Jón-
ína fyrir LAUF og ég hjá MS-félagi
Íslands. Jónína hafði einnig starfað
áður fyrir Gigtarfélag Íslands.
Málefni langveikra einstaklinga
voru Jónínu hugleikin og hafði hún
mikinn metnað fyrir hönd þeirra og
óþrjótandi áhuga á bættum hag
þeim til handa. Það var mikill feng-
ur að fá Jónínu til samstarfs hjá
MS-félaginu við að halda námskeið
fyrir nýgreint fólk með MS. Dugn-
aður, eljusemi, jákvæðni og áhugi
einkenndu öll hennar störf. Ávallt
var hún reiðubúin til að skoða nýjar
leiðir þegar við ræddum möguleika
á úrbótum fyrir skjólstæðinga okk-
ar, ekki síst þegar hugmyndir um ný
og betri félagsleg úrræði voru rædd.
Við áttum margar skemmtilegar
og innihaldsríkar stundir með Jón-
ínu nokkrir kollegar á Landspítalan-
um, það góða samband rofnaði aldr-
ei.
Ég kveð kæra vinkonu með þakk-
læti og söknuði og votta Hnikari,
börnum og allri fjölskyldunni mína
dýpstu samúð. Megi drottinn
styrkja ykkur í sorginni.
Margrét S.
Kveðja frá starfsfólki tauga-
lækningadeildar B-2
Starfsfólk taugalækningadeildar
B-2 í Fossvogi þakkar Jónínu fyrir
einstaklega gott samstarf á liðnum
árum. Hún var með afbrigðum góð-
ur félagsráðgjafi, hafsjór af fróðleik
um leiðir fyrir félagslega aðstoð og
stuðning til handa skjólstæðingum
deildarinnar. Enn fremur var hún
stöðugt að bæta við sig þekkingu á
þessu sviði. Hún hafði góða sam-
starfseiginleika, hafði ákveðnar
skoðanir á málum og var sérstak-
lega úrræðagóð.
Við sögðum oftlega þegar um erf-
ið mál var að ræða, að þegar Jónína
tekur málið að sér, þá gerist eitt-
hvað jákvætt. Hún var mikils metin
bæði af starfsfólki deildarinnar en
ekki síst skjólstæðingunum. Hún
var ákaflega glaðlynd og jákvæð.
Mikil eftirsjá er að slíkum einstak-
lingi.
Viljum við senda Hnikari, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. starfsfólks,
Jónína H.H. og Jónína H.
Hafliðadóttir.
✝
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við fráfall okkar ástkæru
HJÖRDÍSAR HREIÐARSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Rannveig Ása Guðmundsdóttir, Ásmundur Eiður Þorkelsson,
Ágúst Ásmundsson og Arnar Ásmundsson.
✝
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR,
Barónsstíg 11,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júní
kl. 15.00.
Bryndís Jóhannesdóttir, Bjarni Ófeigur Valdimarsson,
Sigurður Einar Jóhannesson,
Jóhanna Ingibjörg Jóhannesdóttir,Ómar Sveinbjörnsson,
Ásgerður Jóhannesdóttir, Ægir Lúðvíksson,
Þóra Jóhannesdóttir, Kristján Pétur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
JÓNÍNA SÍMONARDÓTTIR,
áður til heimilis á
Eyrarvegi 7a,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 23. júní.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 27. júní kl. 13.30.
Jónas Ellertsson, Margrét Jónsdóttir,
Símon Ellertsson, María Snorradóttir,
Hulda Ellertsdóttir, Jóhannes Baldvinsson,
Inga Ellertsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson,
Ágúst Ellertsson, Sigríður Ásdís Sigurðardóttir,
Þóra Ellertsdóttir, Sæmundur Pálsson
og ömmubörnin öll.