Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 39
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
eeeee
K.H. - DV
eeee
24 stundir
Sýnd kl. 6, 9 OG 10:30
Meet Bill kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Zohan kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára
Flawless kl. 8 LEYFÐ
Sex and the City kl. 7 - 10 B.i. 14 ára
Indiana Jones kl. 10:20 B.i. 12 ára
Brúguminn m/enskum texta - w/english subtitles kl. 6 B.i. 7 ára
Þú færð 5% endurgreitt í Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Þau fremja hið fullkomna gimsteinarán...
en ekki fer allt eins og planað var!
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
eeeee
K.H. - DV
eeee
24 stundir
650kr.
eeeeee
650kr.
650kr.
,,Biðin var þess virði”
- J.I.S., film.is
,,Ljúfir endurfundir”
- Þ.Þ., DV
,,Hasar, brellur og gott grín”
- S.V., MBL
650kr.
Sýnd kl. 5, 8 OG 10:45 POWERSÝNINGSýnd kl. 5 OG 8
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þegar öllu er á botninn
hvolft, þá má alltaf bæta sig.
Aaron Echart fer á kostum í frábærri
gamanmynd... með hjarta.
Mynd í hjarta American Beauty
sem þú vilt ekki missa af!
EDWARD NORTON ER HULK
Í EINNI FLOTTUSTU HASARMYND
SUMARSINS.
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
- Viggó,
24stundir
650kr.
Hann var með áætlun. Hún var með ástæðu.
,,Ævintýramynd Sumarsins”
- LEONARD MALTIN, ET.
,,Besta spennumynd ársins”
- TED BAEHR, MOVIEGUIDE.
,,Stórsigur. Aðdáendur
bókanna munu elska þessa”
- MEGAN BASHAN, WORLD MAGAZINE.
-bara lúxus
Sími 553 2075
M Y N D O G H L J Ó Ð
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
ÞÖKK sé leynileikhópnum Stígis
má eiga von á því að miðbæjarlífið
verði ævintýri líkast – nú eða líkara
dramatískri sápuóperu eða has-
armynd.
Meðlimir Stígis stunda nefnilega
þá merkilegu iðju að leika litlar og
stórar senur á því sviði sem mann-
lífið í miðborginni er, en hópurinn
er hluti af skapandi sumarstarfi
Hins hússins
„Einn gjörningurinn fór þannig
fram að meðlimir úr hópnum fengu
sér sæti á kaffihúsi, þóttust vera
starfsmenn banka og hófu mjög
dramatískt samtal um verð-
bréfasjóði, svik og stöðuhækkanir.
Fólk var mishrifið af því að heyra
þetta og raunar tæmdust borð í
kringum okkur,“ segir Kjartan
Yngvi Björnsson sem ásamt Unni
Birnu Björnsdóttur, Snæbirni
Brynjarssyni og Rut Rúnarsdóttur
myndar leynileikhópinn.
Lífið verður að leikriti
Kjartan segir tilganginn með
starfinu að lífga upp á andrúms-
loftið í miðbænum og gæða líf fólks-
ins þar örlítið skáldlegum blæ.
Kjartan játar líka að hópurinn er
stríðinn. „Við erum samt fyrst og
fremst að reyna að vekja ímynd-
unarafl fólks,“ útskýrir hann. „Að
flytja atriði úr Beðið eftir Godot á
strætóstoppistöð lýsir þessu ágæt-
lega.“
Annar gjörningur sem hópurinn
framdi fólst í því að búa til mann úr
dagblöðum, og svo klæða tvo með-
limi úr hópnum pappír frá hvirfli til
ilja: „Við settumst á bekki hér og
þar í miðbænum og hófum samræð-
ur, og þeir sem áttu leið hjá gátu
ómögulega greint hver var úr
pappír og hver var leikari,“ segir
Kjartan.
„Annar gjörningur vakti mikla
undrun en þá skylmdumst við niður
Bankastræti og alla leið út á Aust-
urvöll. Um var að ræða flutning á
þremur frægum einvígjum úr kvik-
myndasögunni,“ útskýrir Kjartan
en piltarnir úr hópnum sáu um
skylmingarnar á meðan Unnur
Birna fylgdi þeim eftir klædd í
brúðarkjól. „Sumir áhorfenda voru
jafnvel farnir að hvetja okkur til
dáða,“ bætir Kjartan við.
Þá er enn ótalinn einhver grág-
lettnasti leikþáttur hópsins til
þessa. „Við vorum með gjörning
sem fór þannig fram að við buðum
fólki á ferð í miðbænum að kaupa
sér ferð í hvalasafarí. Fyrir skitnar
500.000 kr. að fá að veiða sinn eigin
hval. Margir hneyksluðust en aðrir
voru mjög hrifnir og vildu endilega
vita hvar hægt væri að kaupa
miða.“
Leynileikfélag herjar á miðbæinn
Hver er ekta? Tveir af þessum pappírskörlum eru leikarar leikhópsins en einn er gegnheill pappír. Gjörningar
Stígis einkennast af frumleika og hæfilegum skammti af stríðni.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrirsát Leikfélagið Stígis er leyni-
leikfélag og þess vegna verða með-
limir hópsins að halda ásjónu sinni
leyndri.
Skylmast á
Austurvelli og
selja ferðamönn-
um miða í hval-
veiðileiðangur
www.stigis.is