24 stundir - 26.06.2008, Qupperneq 19
24stundir FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 19
Ýmsir bregðast hart við um-mælum Geirs H. Haardeúti í London
um kosti þess að
halda í íslensku
krónuna. Evr-
ópusinnar, verka-
lýðsleiðtogar og
fleiri pólitískir and-
stæðingar ráðherrans telja Geir
gamaldags og ganga erinda ann-
arra en kjósenda. Guðmundur
Gunnarsson, formaður rafiðn-
aðarsambandsins greinir stöðuna
þannig:
„Forsætisráðherra er að lýsa því
yfir að hann vilji viðhalda þeim
stjórnarháttum að geta leiðrétt
hagstjórnarmistök sín með því að
fella laun í landinu og skella á at-
vinnuleysi á almennum vinnu-
markaði.“ María Kristjánsdóttir
leikstjóri er á svipuðum nótum
þegar hún spyr á bloggi Péturs
Gunnarssonar hverjir njóti
sveigjanleikans vegna sjálfstæðs
gjaldmiðils. Hún
telur forsætisráð-
herra vera úti á
þekju að tala um
hagsmuni okkar og
segja að við njótum
sveigjanleika.
„Þessir“ við hverra hagsmunir
það eru sem ráða afstöðu for-
sætisráðherrans. Kjósendur,
þ.e.a.s. vinnuveitendur Geirs? Það
held ég ekki –“ en María og fleiri
pennavinir Péturs telja hagsmuni
bankanna í fyrirrúmi.
Hátt bensínverð kveikirguðlegan neista í brjóstiGunnars í Krossinum.
„Auður heimsins safnast til
þess landsvæðis sem aldingarð-
urinn var í upphafi. Þetta held ég
að sé guðleg ábending til allra um
að gæta sín og gera sig klára,“ seg-
ir Krossmaðurinn við DV um
þróun bensínverðs-
ins og bætir því við
að Guð sé einn sem
öllu ræður.
Líklega er GeirH. Haardeekki sammála Gunnari.
Ráðherrann vill að minnsta kosti
ráða íslensku krónunni fyrir okk-
ur, frekar en að fá stjórn að utan.
Andvarp Gunnars í Krossinum
gæti hins vegar gefið vísbendingu
um að nú sé svo komið í efna-
hagsmálum að engu skipti hvort
Seðlabanki, ríkisstjórnin eða Evr-
ópusambandið ráði för. Réttast sé
að fela efnahagsstjórnina Guði al-
máttugum og vona það besta.
beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Þróun efnahagsmála hefur verið
fólki hugleikin síðustu vikur og
mánuði, enda er okkur tamt að
mæla persónulega velsæld okkar á
sama kvarða og segir til um efna-
hagsástand þjóðarbúsins. Það þýð-
ir þó ekki að okkur sé ókunnugt
um að fleira þurfi í dansinn en
fagra skóna. Almenningur þekkir
vel það einstigi sem feta þarf þegar
reka á heimili og sjá fyrir fjöl-
skyldu. En hvað veldur því að sú
ríkisstjórn sem nú situr hefur feng-
ið á sig hvassa gagnrýni og ákúrur
fyrir að standa sig ekki í stykkinu
við stjórn efnahagsmála?
Vakandi öllum stundum
Eitt mikilvægasta verkefni hverr-
ar ríkisstjórnar er að annast stjórn
efnahagsmála. Til að valda því
verkefni þarf margt að koma til.
Ríkisstjórnin þarf að sýna með
óyggjandi hætti að hún verðskuldi
traust þjóðarinnar, því ef almenn-
ingur treystir ekki að sameiginleg-
um hagsmunum okkar á efnahags-
sviðinu sé vel fyrir komið þarf ekki
að spyrja að leikslokum. Til að afla
þessa trausts hefur ríkisstjórnin
ýmis tæki sem fólgin eru í umboð-
inu sem hún hefur frá kjósendum
þeirra flokka sem hana skipa. Fjár-
lögin eru þeirra áhrifaríkust og
með þeim annast hún stjórn rík-
isfjármála. Fjárlagafrumvarp hvers
árs setur framkvæmdavaldinu
bæði skorður og veitir því svigrúm.
Við þekkjum öll stefið um að sýna
þurfi ábyrgð í ríkisfjármálum, en
það er ekki allt fengið með því að
skila fjárlagafrumvarpi sem virðist
taka mið af efnahagsástandi á
hverjum tíma, jafnvel ekki þó það
geri ráð fyrir tekjuafgangi á ríkis-
sjóði og niðurgreiðslu erlendra
lána. Það eitt og sér nægir ekki til
að tryggja ríkisstjórninni traust
þjóðarinnar, hún þarf að sýna að
hún geri sér grein fyrir flóknu sam-
spili ríkisfjármála og annarra þátta
er hafa áhrif á efnahagslífið. Og
ekki nægir að sýna einhverja til-
burði í þá átt, þegar blikur eru á
lofti í efnahagsmálum og útlit er
fyrir samdrátt. Ef vel á að vera þarf
ríkisstjórnin að sýna hvern einasta
dag að hún hafi tök á efnahags-
málum, hún þarf að sýna aðhald og
ráðdeild í góðæri, og kunna að
beita ríkissjóði af skynsemi þegar
harðnar á dalnum.
Sver sig í ætt fyrri ríkisstjórnar
Það hefur komið í hlut þeirrar
ríkisstjórnar sem nú situr að
bregðast við samdrætti í efnahags-
lífinu og hún ber sig klaufalega að.
Fyrst um sinn virtist hún sofandi,
nánast eins og hún væri að vona að
sveiflan leiðrétti sig af sjálfsdáðum.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma
seint og virðast tilviljanakenndar,
auk þess sem sárlega skortir að þær
byggi á skýrri framtíðarsýn. Þetta
ráðleysi sver sig í ætt við aðgerðir
fyrri ríkisstjórnar, sem fór með
völd á þeim tímum sem menn
kenndu við góðæri. Sú ríkisstjórn
var svo himinlifandi yfir uppsveifl-
unni, sem hún sjálf átti þátt í að
skapa m.a. með einkavæðingu
bankanna og annarra ríkisfyrir-
tækja, að hún hallaði sér bara út af
og fylgdist spennt með því hversu
langt í góðærisátt efnahagspendúll-
inn gæti mögulega sveiflast. Þessi
aðferðafræði var gagnrýnd þá og
hún verðskuldar gagnrýni nú, enda
ber hún vott um skilningsleysi á
hinu vandasama verkefni sem
stjórn efnahagsmála er.
Stöðugt á varðbergi
Ábyrg ríkisstjórn leitast við að
halda efnahagspendúlnum stöðug-
um öllum stundum, þannig að
hann slái hvorki of langt í góðæri
né á samdráttarskeiði. Almenning-
ur, sem er ábyrgur fyrir rekstri
heimilanna og velsæld fjölskyldn-
anna, þarf að finna að ríkisstjórnin
sé stöðugt á varðbergi, að hún beiti
afli sínu af meðvitund og skyn-
semi.
Þjóðin vill miklu heldur ríkis-
stjórn sem öllum stundum svitnar
við stjórn efnahagsmála, en ríkis-
stjórn sem strýkur kviðinn í góðæri
og stingur svo hausnum í sandinn
þegar samdráttarskeið gengur í garð.
Höfundur er alþingismaður.
Stjórn efnahagsmála
krefst meðvitundar
VIÐHORF aKolbrún Halldórsdóttir.
En hvað veld-
ur því að sú
ríkisstjórn
sem nú situr
hefur fengið
á sig hvassa
gagnrýni og
ákúrur fyrir að standa sig
ekki í stykkinu við stjórn
efnahagsmála?
ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa
Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og
fallegar. Margar stærðir og gerðir.
Sturtubúnaður , álbrautir o.fl.
Söluumboð:
N1 Laugatanga 1
Mosfellsbæ - sími 566 8188.
Fjarðanet hf. Grænagarði
Ísafirði - sími 470 0836.
KB búrekstrard. Egilsholti 1
Borgarnesi - sími 430 5500.
Háholt 18 Mosfellsbæ
sími 894 5111
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
· · ·
Opið laugardaga í Galleríi Fold, Rauðarárstíg kl. 11–14,
lokað á sunnudögum í sumar
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Listmunauppboð
Fyrir viðskiptavini leitum við sífellt að
góðum verkum gömlu meistaranna.
Af gefnu tilefni tökum við fram að við vitum ekki
til þess að sölulaun séu lægri annars staðar.
Jóhannes S. Kjarval
Dramasmiðjan heldur námskeiðið í
Borgarfirðinum fyrir börn sem vilja æfa
snilligáfu sína í gegnum leik og listsköpun.
Markmiðið er m.a. að örva skapandi
hugsun, rökhugsun og félagsfærni.