24 stundir - 26.06.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir
Nýr lífrænn barnamatur frá Nestlé
www.barnamatur.is
Gott veganesti fyrir lífið
Ósalta
ð
og
ósykra
ð
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Bankarnir eru ekki viljandi að
fella gengi krónunnar. Það er
ekki gott fyrir bankana að krónan
veikist.
SALA
JPY 0,7592 -2,54%
EUR 127,83 -2,32%
GVT 164,34 -2,27%
SALA
USD 82,07 -2,16%
GBP 161,56 -2,28%
DKK 17,139 -2,32%
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
„Bankarnir eru ekki viljandi að fella
gengi krónunnar. Það er ekki gott
fyrir bankana að krónan veikist,“
segir Lárus Welding, forstjóri Glitn-
is.
Eins og sagt var frá í 24 stundum
í gær hafa stóru viðskiptabankarnir
þrír á öðrum ársfjórðungi þessa árs
grætt samtals rúmlega 80 milljarða
á veikingu krónunnar, ef miðað er
við gjaldeyrisstöðu þeirra í lok
fyrsta ársfjórðungs.
Aukin áhættufælni
Frá mánaðamótum hefur gengi
krónunnar lækkað um 11%. Lárus
segir lækkun gengisins að undan-
förnu stafa af aukinni áhættufælni
fjárfesta á erlendum mörkuðum,
sem dragi sig nú út úr hávaxta-
myntum á borð við íslensku krón-
una.
„Íslenska krónan er líka minnsti
gjaldmiðill í heiminum, þannig að á
gengi hennar eru miklar sveiflur
sem erfitt er að útskýra dag frá
degi,“ segir Lárus.
Eins og kom fram í 24 stundum í
gær telja sumir að ástæða lækkunar
gengis krónunnar nú sé sú að bank-
arnir hafi stundað viðskipti með
krónuna með það að markmiði að
lækka gengi hennar og bæta þannig
stöðu sína fyrir uppgjör annars árs-
fjórðungs. Samskonar raddir heyrð-
ust fyrir uppgjör fyrsta ársfjórð-
ungs. Lárus segir að þá, líkt og nú,
hafi lækkun gengisins líklega stafað
af aukinni áhættufælni fjárfesta.
Alvarleg ásökun
„Það er mjög alvarleg ásökun að
segja að bankarnir séu vísvitandi að
reyna að fella gengi krónunnar, og
ætla ég ekki að taka undir slíkar
ásakanir,“ segir Gylfi Magnússon,
dósent í hagfræði við Háskóla Ís-
lands. „En það er sjálfsagt að skoða
það ef grunur er um eitthvað slíkt. Í
raun ætti það að vera mjög einfalt,
því allar upplýsingar um gjaldeyr-
isstöðu bankanna liggja fyrir hjá
Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.“
Aðspurður segir Lárus fleiri en ís-
lensku bankana versla með íslensk-
ar krónur. „400 milljarðar af krónu-
bréfum eru ennþá í útgáfu, þannig
að það er ennþá töluvert af fjárfest-
um sem er að versla með krónuna.
Að sama skapi er mjög mikið flutt
inn og út úr landinu, þannig að það
eru alls ekki bara íslensku bankarnir
sem versla með íslensku krónuna.“
Ónýtur gjaldeyrismarkaður
Gylfi segir hins vegar að nánast
einungis íslensku viðskiptabank-
arnir eigi í viðskiptum á gjaldeyr-
ismarkaði með íslensku krónuna.
Þar sem þeir séu nú sömum megin
við borðið, enda í samskonar stöðu,
sé ekki undarlegt að gengið lækki
mikið. „Þetta sýnir glöggt fram á
það, sem var kannski vitað fyrir, að
gjaldeyrismarkaður með krónuna
er nánast handónýtur.“
Gylfi segir að aukinn gjaldeyris-
forði Seðlabanka Íslands muni lík-
lega styrkja gengi krónunnar, en
eins og fram hefur komið bíður
Seðlabankinn eftir réttum aðstæð-
um til að taka gjaldeyrislán sem
samþykkt hefur verið á Alþingi.
Ekki að fella
gengið viljandi
Forstjóri Glitnis segir veika krónu ekki hagsmunamál bankanna
Græða á gengi Bank-
arnir græddu mikið á
veikingu krónunnar á
öðrum ársfjórðungi.
➤ Krónan styrktist um 4% í gær,og var lokagildi gengisvísitöl-
unnar 161 stig.
➤ Gengisvísitalan hefur verið ísögulegum hæðum í vikunni,
en há vísitala þýðir lágt
gengi.
SÖGULEG LÆGÐ
MARKAÐURINN Í GÆR
!" ##$
!"
#$
%
&"
'()*+
',-. /0.
"1
2
345
"!
! 61
! ("" (7/
/81
+9
"0
1- -
: -
;"1
-0
!
"
:-
- < =
# '
>?5?4@3
33A4BB?C>
CD?4@ABD4
D3B>>54D?
D5DC5?
?AC5AA
>>A?4D>454
BC33BDB3A
4CBB@>B3
>4@BC3C4
>C>4@44>A
,
3A>34B?
>43?3
3>?AAC5A
35@4?>5
A
C?A?@A
4>3?4D@
,
,
,
>4C>45AAA
>?4??DA
,
4EBC
3AE3A
?EA4
>4EAA
>BE3A
>5EDA
@DBEAA
C3E>5
DAE3A
3E4C
>AEAA
CEA5
DCE>A
>E>5
@EA5
>D>EAA
>54AEAA
C?CEAA
>BAEAA
,
,
,
5C?AEAA
>AEAA
,
4EB?
3AE@5
?E>A
>4EA5
>BEB>
>4EA5
@D@EAA
C3E35
DAE@A
3E45
>AEAB
CEA4
D3EAA
>E>D
@E>A
>DBEAA
>545EAA
C?4EAA
>BCEAA
CCEAA
,
?E5A
535AEAA
,
5E5A
/0
- 3
BC
BA
C5
@
>
DB
BA
?
D
CD
,
3
C
B
?
,
C
>3
,
,
,
>>
>
,
F"
- "-
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
CB4CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
C54CAA?
CB4CAA?
C54CAA?
C54CAA?
>34CAA?
4>CCAA@
34CAA?
C54CAA?
CA4CAA?
@3CAA?
● Mestu viðskipti í Kauphöllinni í
gær voru með bréf í Kaupþingi
Banka, fyrir 1,1 milljarð. Næst-
mest voru viðskipti með bréf í
Glitni, fyrir rúmar 900 millónir.
● Mest hækkuðu bréf Icelandair
Group, um 1,90%.
● Mest lækkuðu bréf í Century
Aluminium, um 5,93%. Bréf í
Bakkavör lækkuðu um 5,61%.
● Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,45% í gær, og var lokagildi
hennar 4.520 stig.
Samnorræna OMX-vísitalan lækk-
aði um 0,62% í gær. Þýska DAX-
vísitalan styrktist um 1,2% og
breska FTSE-vísitalan UM 0,6%.
● Íslenska krónan styrktist um
4% í gær, og stóð gengisvísitalan í
161 stigi í lok dags.
Glitnir kynnti í gær Save&Save
reikning sinn hér á landi og í Nor-
egi. Á sama tíma var stofnsettur
Glitnir Globe - Sustainable Future
Fund sjóðurinn, en Glitnir greiðir
árlega 0,1% ofan innistæðu á
Save&Save reikningnum, og renn-
ur upphæðin í sjóðinn. Sjóðnum
er ætlað að efla rannsóknir á sviði
sjávarútvegs og endurnýtanlegrar
orku.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði er reikningurinn var kynntur að
bankinn þurfi, eins og aðrir bankar um þessar mundir, að leggja aukna
áherslu á innlán. Þá hafi bankinn lagt áherslu á fjárfestingu í sjávar-
útvegi og endurnýjanlegri orku, og hinn nýi reikningur sameini því
þessi áherslumál. „Við erum að minna á að Ísland er með mikla sér-
stöðu í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Ég held að það sé ágætt
að muna að þetta eru okkar stærstu útflutningsgreinar.“ hos
Stofna umhverfissjóð
Volvo, sem er í eigu bandaríska
bílaframleiðandans Ford, hyggst
segja upp 1.200 starfsmönnum í
Svíþjóð. Uppsagnirnar eru liður í
hagræðingu í rekstri en félagið
ætlar að minnka kostnað um
fjóra milljarða sænskra króna, 55
milljarða íslenskra króna.
Á vef Dagens Nyheder kemur
fram að uppsagnirnar bitni verst
á starfsmönnum Volvo í Gauta-
borg og Olofström en þegar hefur
verið tilkynnt um hluta uppsagn-
anna. Þá segir Volvo upp samn-
ingum við um 500 ráðgjafa og
300 starfsmenn um allan heim.
Fredrik Arp, forstjóri Volvo, segir
uppsagnirnar lið í aðgerðum fyr-
irtækisins við að bregðast við erf-
iðum aðstæðum á markaði.
Tap Volvo á fyrsta ársfjórðungi
nam 151 milljón Bandaríkjadala,
12,5 milljörðum króna. mbl.is
Volvo segir upp
1.200 manns
„Búast má við að atvinnuleysi
aukist með haustinu,“ segir Ólaf-
ur Darri Andrason, hagfræðingur
ASÍ. „Við höfum orðið vitni að
uppsögnum að undanförnu auk
þess sem samdráttur í landsfram-
leiðslu og kaupmáttarskerðing
munu stuðla að samdrætti.“ Hag-
deild ASÍ gerir ráð fyrir versn-
andi atvinnuástandi til 2010 þeg-
ar atvinnuleysi verði 3,6% yfir
árið að meðaltali en mismikið
eftir atvinnugreinum. aak
3,6% án vinnu
Spá greiningardeildar Glitnis um lækkun íbúðaverðs er óbreytt þrátt
fyrir nýlega kynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að hleypa
lífi í fasteignamarkaðinn. Greiningardeildin spáir því að íbúðaverð
lækki um 7% að nafnverði í ár. „Við teljum þó ekki að aðgerðir rík-
isstjórnarinnar séu bitlausar, þvert á móti teljum við að þær muni
varna frekari kólnun á íbúðamarkaði [...],“ sagði í Morgunkorni grein-
ingardeildar bankans í gær. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar komi fyrst og
fremst til móts við þann vanda sem stafar af lausafjárþurrð á íbúða-
lánamarkaði, sem sé þó ekki það eina sem hrjái íbúðamarkaðinn.
„Ekki má gleyma þeim áhrifum sem aukið atvinnuleysi, minnkandi
kaupmáttur og aukin svartsýni neytenda hefur. Þá spilar mikið fram-
boð íbúðahúsnæðis einnig stórt hlutverk í þeirri þróun sem fram-
undan er og eykur þrýsting til verðlækkunar.“ hos
Spá enn 7% lækkun íbúðaverðs
Krónan styrktist um 4% í gær og
var lokagildi gengisvísitölunnar
161 stig en það var 168 stig við
opnun markaða. Gengi banda-
ríkjadals er 80 krónur, gengi evru
er 125 krónur og pundið er kom-
ið niður í 158 krónur. mbl.is
Styrktist um 4%