24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 32
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Íslendingar flykkjast út á þjóðveg-
ina á þessum árstíma enda margir
sem nota sumarfríið til að ferðast
um landið sitt ásamt fjölskyldu eða
vinum. Slík ferðalög eru ekki alltaf
tekin út með sældinni einni því að
þeim fylgir gjarnan mikil kyrrseta í
loftlitlum og þröngum bílum.
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnis-
stjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð,
segir að langvarandi kyrrseta í bíl
geri fólki yfirleitt ekki gott og geti
valdið syfju og stirðleika.
Meiri hreyfiþörf barna
Til að ferðalagið verði ánægju-
legra mælir Gígja með því að ferða-
menn taki hlé frá akstrinum öðru
hverju á leiðinni og nýti það til að
koma blóðinu á hreyfingu og teygja
úr sér. „Það er sérstaklega mikil-
vægt að ökumaðurinn taki sér hlé
til að hreyfa sig til að hann eigi
auðveldara með að einbeita sér að
akstrinum,“ segir Gígja.
Það er einnig mikilvægt að þeir
sem ferðast með börn í bílnum geri
ráð fyrir nokkrum stoppum á leið-
inni. Börn hafa meiri hreyfiþörf en
fullorðnir og finna fljótt til eirð-
arleysis og þreytu í aftursætinu.
„Börnin stytta sér oft stundir með
spilum eða tölvuleikjum en fólk
ætti ekki aðeins að miða afþrey-
inguna við tímann sem er varið
inni í bílnum. Það getur líka verið
gott að taka með bolta, frisbídiska
eða önnur leikföng sem er hægt að
nota nánast hvar sem er,“ segir
Gígja og bendir á að þá sé upplagt
fyrir fjölskylduna að fara í leiki
saman.
Sundlaug í hverjum bæ
Gígja bendir enn fremur á að í
flestum sveitarfélögum sé að finna
sundlaugar þar sem þreyttir ferða-
langar geti þvegið af sér ferðarykið
um leið og þeir hreyfa stirða liðina.
„Fólk ætti líka að nýta sér þá
möguleika til hreyfingar sem um-
hverfið býður upp á. Ef það er fjara
á leiðinni er hægt að stoppa þar,
ganga um og fleyta kerlingar eða
farið í stuttar gönguferðir um
áhugaverða staði,“ segir Gígja að
lokum.
Bolti í farangrinum Gott getur
verið að hafa sippuband, bolta, fris-
bídisk eða önnur leikföng með í far-
angrinum á ferðalagi.
Regluleg hreyfing er mikilvæg á löngum ferðalögum
Hress og fersk
á áfangastað
Langvarandi kyrrseta í bíl
getur leitt til stirðleika og
þreytu ferðalanga. Með
því að taka hlé frá akstri
öðru hverju til að hreyfa
sig og anda að sér fersku
lofti hressist maður við
og nýtur ferðalagsins
betur. Það á ekki síst við
um börn sem hafa meiri
hreyfiþörf en fullorðnir.
➤ Mikilvægt er að gefa sér tímatil að nærast vel á leiðinni.
Upplagt er að taka hlé til að
matast og hreyfa sig.
➤ Ferðalangar ættu að drekkamikið af vökva en takmarka
sætindaát enda getur það ýtt
undir eirðarleysi hjá börnum.
➤ Í stað þess að borða ruslfæði ívegasjoppum má smyrja hollt
og gott nesti. Það er líka
ódýrara.
➤ Gott er að hafa föt til útiverutil taks í bílnum. Munið að
allra veðra er von á Íslandi.
RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
32 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir
Gönguferðir eru góður og ódýr
kostur til heilsueflingar á meðan
maður er á ferðalagi. Þær eru
einnig upplögð leið til að kynnast
nýjum og framandi slóðum.
Náttúra Íslands býður upp á
óþrjótandi möguleika til göngu-
ferða, hvort sem fólk kýs að
ganga í hægðum sínum á strönd-
inni eða klífa hæstu fjöll.
Góður útbúnaður
Ef menn stefna á gönguferðir í
fríinu er betra að búa sig vel.
Góðir gönguskór eru að sjálf-
sögðu ómissandi og það borgar
sig að vanda valið á þeim. Annar
útbúnaður er ekki síður mik-
ilvægur svo sem hlífðarföt og létt-
ur bakpoki til að geyma þau í
ásamt nesti. Þá má ekki gleyma
að fylgjast vel með veðurspá og
láta aðra vita af ferðum sínum og
áætluðum komutíma.
Fyrir alla fjölskylduna
Það besta við gönguferðir er að
þær bjóða upp á skemmtilega
samveru með vinum eða fjöl-
skyldu. Það verður aðeins að
gæta þess að leiðin reynist
minnstu fótunum ekki of erfið.
Gengið í ferðalaginu
Ef menn hafa gaman af því að
hjóla sér til heilsubótar getur ver-
ið góður kostur að taka reiðhjólið
með sér í sumarfríið. Með því að
kaupa sérstakar hjólafestingar á
bílinn getur maður flutt hjólhest-
inn með sér hvert á land sem er.
Þegar maður er búinn að tjalda
eða koma sér fyrir á hótelher-
bergi er síðan hægt að leggja bíln-
um og hjóla um nágrennið. Hægt
er að fá festingar fyrir tvö eða
fleiri hjól og kosta þær ódýrustu
undir 10.000 krónum.
Reiðhjólið tekið
með í ferðalagið
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is heilsa
AFTER SUN frá
Aubrey Organics
er rakagefandi,
mýkjandi og
græðandi krem.
Án allra aukefna
og 100%
náttúrulegt.
– Hentar allri
fjölskyldunni.
ÚTSALA
30-70% afsláttur
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið 11-18 og 11-16 lau.
F i r ð i . H a f n a r f i r ð i . 2 . hæð . s ím i 5 5 4 . 1 2 0 0
ÚTSALAN ER HAFIN
KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP
Skólavörðustíg 21a
Njálsgötumegin
S. 551 4050
Fyrir brúðhjónin
Úrval af vönduðum sængurfatnaði
Nesbyggð ehf óskar að ráða pípulagnameistara.
Starfssvið meistarauppáskrift, verkstjórn og
almenn pípulagnavinna. Hjá Nesbyggð starfa
4 til 6 píparar og eru næg verkefni framundan.
UPPLÝSINGAR GEFUR
PÁLL Í SÍMA 840 6100
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir