Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VON okkar og bæn er sú að við fáum að dveljast hér áfram,“ segir Rosemary Atieno Athiembo, eig- inkona Keníamannsins Pauls Ram- ses sem Útlendingastofnun vísaði úr landi á fimmtudag í síðustu viku. Rosemary, sem fengið hefur þau boð að henni verði einnig vísað úr landi, er enn í óvissu um hvenær verði af því. Á meðan hún bíður sinnir hún Fídel Smára, sex vikna gömlum syni þeirra Pauls, í íbúð sem þau hafa bú- ið í hér á landi síðastliðna mánuði. Rosemary kynntist Paul, eigin- manni sínum, fyrir um fimm árum í heimalandi þeirra Kenía. „Við kynntumst í gegnum kirkjustarf. Hann vann með ungmennum en ég var í kirkjukórnum, þannig hittumst við,“ segir hún. Undanfarin ár hafa Paul og Rose- mary ekki dvalist saman að öllu leyti en árið 2005 kom Paul til Íslands á vegum AUS-ungmennaskipta. „Þá vann hann hér sem sjálfboðaliði í eitt ár,“ segir Rosemary. Þaðan fór hann aftur til Kenía og starfaði m.a. fyrir ABC-barnahjálpina, að sögn Rosem- ary. Hann vann við það verkefni þar til í fyrra „en þá hætti hann og fór út í stjórnmál“. Sjálf hélt Rosemary til Svíþjóðar á vegum AUS árið 2006. Í desember sneri hún aftur til Kenía en þá fór fram brúðkaup þeirra Pauls. Síðan hélt Rosemary aftur til Svíþjóðar og fékk vinnu við hágreiðslu í bæ í norð- urhluta landsins. Hún segir ástæðu þess að hún hafi verið áfram í Sví- þjóð þá að sér hafi litist vel á landið. Í maí í fyrra kom hún til Íslands í fyrsta sinn og líkaði mjög vel. Á þeim tíma var Paul einnig staddur hér á landi en hann var þá með gilda vega- bréfsáritun, segir Rosemary. „Ég hafði áhuga á að dveljast hér á landi og fékk vilyrði um vinnu á veitingastað í miðborginni,“ segir hún. Það gekk hins vegar ekki eftir enda hafa íslensk stjórnvöld hert takmarkanir á atvinnuleyfum fyrir fólk utan EES. Paul eyddi drjúgum hluta síðasta árs í Kenía þar sem hann bauð sig fram til borgarstjórnar í Starehe, einu af átta kjördæmum Naíróbí- borgar, en kosið var í desember. Þar stýrði hann jafnframt kosningabar- áttu Odingas, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, til forsetaframboðs. „Paul náði kjöri í borgarstjórn en vegna kosningasvindls fékk hann ekki embættið heldur fulltrúi annars flokks,“ segir Rosemary. Eftir for- setakosningarnar var sitjandi for- seti, Mwai Kibaki, lýstur sigurvegari en stuðningsmenn Odingas voru ósáttir við þá niðurstöðu. Í kjölfarið brutust út óeirðir í landinu. „Þrír þingmenn voru drepnir og margra er saknað. Paul flúði því til þess að reyna að bjarga eigin lífi.“ Paul kom hingað í janúar og sótti um hæli. Rosemary kom hingað einnig, en hún átti þá von á barni. Hún segir ákvörðunina um að koma til Íslands byggða á því að hér hafi Paul þekkt til og átt vini og ættingja. „Paul leit á Ísland sem sitt annað heimili. Þess vegna sótti hann um hæli hér,“ segir Rosemary. Tekið hafi verið við umsókn hans og bæði Rauði krossinn og lögfræðingur Pauls hafi unnið í málinu og spurt út- lendingayfirvöld um framgang máls- ins. Það hafi Paul jafnframt gert sjálfur. „Í hvert sinn sem hann hafði samband fékk hann þær upplýsingar að mál hans væri enn í vinnslu,“ seg- ir hún. Paul hafi sagt að hann ótt- aðist að lenda í þeirri aðstöðu að vera vísað úr landinu fyrirvaralaust. Sá ótti hafi svo orðið að veruleika í síðustu viku þegar lögregla kom á vinnustað Pauls og spurði um hann. Paul hafi farið á lögreglustöð en þar fékk hann afhent bréf þar sem stóð að hann yrði fluttur úr landi snemma næsta morgun. „Bréfið var dagsett 1. apríl,“ segir Rosemary sem segir þau aldrei hafa séð bréfið. Þau hafi heldur ekkert heyrt frá Útlendinga- stofnun. „Stofnunin talaði aldrei við hann vegna málsins. Fulltrúar henn- ar höfðu tvisvar hringt í mig og spurðu hvers vegna ég væri enn á landinu, því ég ætti ekki að vera hér,“ segir hún. „Líf okkar allra í hættu“ Rosemary segist ekkert vita um sína stöðu. Hún óski þess þó heitast að fjölskyldan fái að dveljast áfram hér á landi . „Von okkar og bæn er sú að stjórnvöld endurskoði mál okkar og við fáum að dveljast hér áfram. Verði ég send til Svíþjóðar veit ég ekki hvað ég á að gera þar ein með ungt barn. Þar á ég enga að,“ segir hún. Hún hafi fundið fyrir miklum velvilja almennings hér á landi og sá stuðningur sé ómetanlegur. Hún segist ekki vilja fara aftur til Kenía. „Líf okkar allra er í hættu,“ segir hún og kveðst jafnframt óttast um fjölskyldu sína í landinu. Viljum fá að vera áfram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óvissa Rosemary og litli drengurinn hennar, Fídel Smári, dveljast enn hér á landi, en óvissan er mikil. Hún segir þau biðja þess að mál þeirra verði endurskoðað og að fjölskyldunnni verði veitt leyfi til að vera áfram á Íslandi.  Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Pauls Ramses, segir mann sinn hafa litið á Ísland sem sitt annað heimili  Segir fjölskylduna óttast um líf sitt í Kenía og hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni þar Í HNOTSKURN »Samkvæmt upplýsingumFlóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sótti 31 Keníabúi um hæli í Svíþjóð í fyrra. Tíu sóttu um hæli í Nor- egi en enginn í Danmörku eða Finnlandi. »Alls sóttu 36.207 mannsum hæli í Svíþjóð í fyrra. 2.709 var vísað úr landi með vísan til Dyflinnarsamkomu- lagsins. » Í Noregi var hlutfallið6.528/560, Í Danmörku var 2.226/358, í Finnlandi 1.434/311 og á Íslandi 42/16. „RÁÐHERRA taldi rétt að hafa samband við ítölsk yfirvöld,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, um þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að óska eftir því að Guðni Bragason, sendifulltrúi Íslands á Ítalíu, ræddi við ítölsk stjórnvöld vegna máls Pauls Ramses. Urður segir fulltrú- ann eiga að upplýsa yfirvöld um aðstæður Ramses í því skyni að tryggja réttláta málsmeðferð. „Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um að vakið sé máls á þessu við ítölsk stjórnvöld,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um ákvörðun utanríkisráðherra. Ítala sé að „taka afstöðu til þess, hvort veita eigi Paul Ramses hæli sem pólitískum flóttamanni. Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, fór í mörg ár með þau mál innan framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins sem lúta að framkvæmd Schengen-samstarfsins og þar með Dyflinnarsamningsins, sem er grundvallarskjal í málum sem þessum. Hann hefur yfirburða- þekkingu á þessu sviði. Hann þekkir einnig vel til hér á landi og er velviljaður landi og þjóð, rödd Íslands á örugglega hljómgrunn hjá honum,“ segir Björn. Gott að málið sé rætt við ítölsk stjórnvöld FUNDUR hefur verið boðaður í allsherjarnefnd kl. 14 í dag en yf- irskrift hans er hælisleitendur, seg- ir Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður nefndarinnar, en hann stýrir fundinum í fjarveru formanns. Ágúst Ólafur segir að mál Pauls Ramses verði að sjálfsögðu rætt á fundinum, auk þess sem nefndin líti til framtíðar og afli sér upplýsinga um regluverk og framkvæmd þess- ara mála. Fulltrúar dómsmálaráðu- neytis, Útlendingastofnunar, Amnesty, Rauða krossins og Alþjóðahúss mæti á fundinn, en vinstri græn óskuðu eftir að mál Ramses yrði tekið upp í nefndinni. Ágúst Ólafur segir það skoðun sína að dómsmálaráðherra eigi að endurskoða ákvörðun Útlendinga- stofnunar og hafa mannúðarsjónar- mið í huga. „Ég tel það mikilvægt og sýnist svigrúm fyrir hann að gera það,“ segir Ágúst. Mikilvægt sé að Paul fái að koma hingað aftur og mál hans verði tek- ið fyrir. Ágúst Ólafur segir málið ekki hafa verið rætt á þingflokks- fundi Samfylkingarinnar. Hann telji hins vegar að hann hafi skiln- ing samfylkingarfólks varðandi þetta sjónarmið. „En ég lít ekki á þetta mál sem flokkspólitíska ákvörðun,“ segir hann. Ákvörðunin um brottvísun hafi verið tekin hjá Útlendingastofnun. Björn endurskoði málið Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÁSTÆÐUNA fyrir endurnýjun á byggingarleyfi sveitarstjórnanna í Garði og Reykjanesbæ vegna framkvæmda við álver í Helguvík má rekja til þess að ekki var leitað staðfestingar ráðherra sveitar- stjórnarmála, það er samgöngu- ráðherra, á þeirri skipan mála að sameiginleg nefnd sveitarfélag- anna samþykkti leyfið í apríl. Tóku bæjarfélögin því ákvörðun um að afturkalla leyfið og sam- þykkja nýtt leyfi sitt í hvorri bygg- ingarnefndinni, sem var í kjölfarið samþykkt í sveitarstjórnunum. Gæti skapað óvissu Aðspurður hvers vegna bygging- arleyfið hafi verið endurnýjað seg- ir Árni Vilhjálmsson, lögmaður Norðuráls, að vegna þess, að ekki var leitað samþykkis ráðherra sveitarstjórna hefði hugsanlega orðið nokkur óvissa um það hvernig staðið var að leyfisveit- ingunni á sínum tíma. Málið snúist öðrum þræði um formsatriði lag- anna. „Það er verið að veita tugi ef ekki hundruð bygg- ingarleyfa hér á landi á hverjum einasta degi og það er gert eftir skipulags- og byggingarlögum. Þau gera ráð fyrir því að það séu byggingarnefndir í sveitarfélögun- um sem gefi út leyfin, sem hljóta síðan staðfestingu í viðkomandi sveitarstjórn, áður en þau eru svo auglýst,“ segir Árni. Liggur í laganna hljóðan „Þetta er þetta venjulega ferli. Það eina sem er afbrigðilegt hérna er að vegna þess að þessi fram- kvæmd er inni í tveimur sveitar- félögum þá er ákveðið að gera það með sama hætti og gert var uppi á Grundartanga, að setja á sameig- inlega byggingarnefnd. Þar var það gert með því að það voru sett sérstök lög um þá fram- kvæmd sem ekki hefur verið gert hér. Í þeim lögum er kveðið á um þessa sameiginlegu byggingar- nefnd, þannig að við höfum ekki svoleiðis ákvæði. Hins vegar er ákvæði í byggingarlögunum sjálf- um sem gerir ráð fyrir því að þetta sé hægt, án þess að sérstök laga- heimild komi til. Síðan er byggingarnefnd sveit- arfélaganna í Garði og Reykja- nesbæ, sem gaf út byggingarleyfið, sett upp og það er ekki leitað eftir staðfestingu ráðherra þegar það er gert. Til að laga þetta er ákveðið að gera þetta þannig að það falli að reglunum eins og þær eru og ferlið var þar með endurtekið. Þar með er búið að kippa út þessari óvissu sem af þessu skapaðist.“ Endurnýjuðu byggingarleyfið í Helguvík Árni Vilhjálmsson Sveitarstjórnir í Garði og Reykjanesbæ samþykktu leyfið í sinni nefndinni hvor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.