Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG VAR mjög nálægt því að klára í fyrra en það hafðist ekki, straumharkan var mjög mikil,“ segir Benedikt Hjartarson, 51 árs sundkappi, en hann kallar ekki allt ömmu sína. Hann hyggst nú reyna í annað sinn það sem engum Íslendingi hefur tekist til þessa, að synda yfir Ermarsundið. Ef veður og sjólag leyfir og allt gengur að óskum ætti Benedikt að leggja af stað frá nágrenni Dover á Englandi hinn 13. eða 14. júlí og ætti sundið að taka 13-15 klukkustundir. Er stefnan sett á Calais í Frakklandi. Benedikt fór á fimmtugsafmæli sínu í fyrrasumar en þurfti frá að hverfa. „Það hefur sótt á mig alla tíð síðan. Ég hef æft 6 daga í viku í allan vetur, oft allt upp í 3 æfingar á dag,“ segir Bene- dikt. Undirbúningsferlið skiptist í þrennt hjá honum, sund- og tækniæfingar, úthaldsæfingar og kulda- þolsæfingar. Hann hefur lengt sundtökin sjálf, fækkað sundtökum til þess að auka rennslið og sparar þannig orku. „Ég fór of hratt af stað í fyrra og þess vegna ætla ég að fara rólegar af stað núna til að eiga meira inni þegar líður á seinni hluta sundsins,“ segir Benedikt. Það er margt sem þarf að huga að meðan á sund- inu stendur. Marglyttur eru í sjónum sem geta stungið og valdið bráðu ofnæmi, menn hafa lent í erfiðleikum með að kasta af sér vatni þar sem óhreinindi hafa safnast saman í þvagrás og sjórinn er nokkuð kaldur eða á bilinu 10-15 gráður. Sund- maðurinn getur ekkert hvílst meðan á sundinu stendur og því eru bara tveir valkostir í stöðunni, að harka af sér og ljúka sundinu eða hætta. Benedikt kemur til með að brenna gífurlega mörgum hitaeiningum og því þarf hann að innbyrða 15.000 kaloríur úr þar til gerðum brúsa meðan á sundinu stendur, en meðalmaðurinn þarf u.þ.b 2.000 kaloríur á dag alla jafna. Íslenska landsliðið í boð- sundi mun einnig reyna við Ermarsundið og leggur hópurinn af stað 15. eða 16. júlí. Í liðinu er valinn hópur reyndra sundmanna úr Sundfélagi Hafnar- fjarðar. „Ermarsundið er ein af stóru ögrununum í heim- inum sem afreksmenn vilja ná,“ segir Ingþór Bjarnason, fararstjóri hópsins. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðunni www.ermarsund.com Hreystimenni reynir aftur við Ermarsund  Fimmtugur og fær í flestan sjó  Var nálægt því í fyrra Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jaxl Benedikt stefnir á að klára sundið á 13-15 klukkustundum. Hann hefur verið við stífar æfingar í vetur. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ALECKSEY Mosquera, orkumála- ráðherra Ekvadors, og Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra áttu í gær fund í iðnaðarráðuneytinu um hugsanlegt samstarf ríkjanna á sviði jarðhita. Össur segir að miklir möguleikar séu á samstarfi á sviði jarðhita milli íslenskra útrásarfyrirtækja og ríkja í Suður-Ameríku. Íslensk stjórnvöld telji fjögur ríki, Mexíkó, Níkaragva, Ekvador og Chile, skipta mestu máli og séu æskilegust vegna pólitísks stöðugleika, innviða og gæða jarð- hita í viðkomandi ríkjum. Össur segir að hlutverk ráðuneyt- isins sé aðeins að ryðja brautina fyr- ir íslensk einkafyrirtæki. Sá mögu- leiki sé líka fyrir hendi að Íslend- ingar komi í gegnum Þróunarsam- vinnustofnun að því að fjármagna einhvers konar frumrannsóknir til að hægt sé að halda áfram. Hins vegar sé það útrásarfyrirtækjanna að sjá í þessu viðskiptatækifæri. „Hugsunin er sú að allri hagnist, að ávinningurinn sé marghliða,“ segir Össur. Verkefni til fimm ára „Við höfum peningana og orkuna en þið kunnáttuna til að virkja hana og það viljum við nýta okkur,“ segir Alecksey Mosquera um ástæðu Ís- landsdvalar þessa vikuna. Alecksey Mosquera segir að sex jarðhitasvæði séu í Ekvador. Heima- menn viti ekki hvort hagkvæmt sé að nýta jarðhitann á þeim öllum, hafi ekki nauðsynlega þekkingu til að komast að því og vilji því samstarf við Íslendinga um rannsóknir og byggingu hugsanlegra gufuafls- virkjana. „Íslendingar hafa mesta þekkingu á sviði jarðhita í heim- inum,“ segir hann. Mosquera bætir við að gert sé ráð fyrir að kostnaður vegna rannsókna á fjórum svæðum verði um 5,7 milljónir dollara. Pen- ingarnir séu til en þekkinguna vanti. Í fyrra var ákveðið að ráðast í þró- unarverkefni í Níkaragva til að styðja við þekkingu og þjálfun á veg- um ráðuneyta orku- og umhverf- ismála. Verkefnið er til fimm ára og veita einkum vísindamenn frá Ís- lenskum orkurannsóknum sér- fræðiþekkinguna. Alecksey Mos- quera horfir til þessa samnings og sér fyrir sér að unnið verði á svip- uðum nótum í Ekvador en málið ætti að skýrast í haust.  Miklir möguleikar á sviði jarðhita í Ekvador  „Við höfum peningana og orkuna en þið kunnáttuna til að virkja hana og það viljum við nýta okkur,“ segir Alecksey Mosquera, orkumálaráðherra Ekvadors Hiti örvar Íslendinga í útrás Morgunblaðið/Valdís Thor Útrás Alecksey Mosquera, orkumálaráðherra Ekvadors, og Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra á fundinum í gær þar sem þeir ræddu samvinnu. SVARIÐ við ógreiddu reikn- ingunum frá síð- ustu mánaðamót- um kann að leynast í moldinni úti í garði. Í þurrkatíð síðustu vikna hafa veiði- menn fyrir sunn- an átt í mestu erfiðleikum með að verða sér úti um maðka hjá veiði- verslunum, og hafa sumir gripið til þess ráðs að vökva garða sína sem mest þeir mega, í þeirri von að ána- maðkar skjóti upp kollinum. Hafa veiðimenn á höfuðborgar- svæðinu yfirleitt boðið um 80 krónur fyrir hvern maðk og hafa heyrst sög- ur af allt að 100 krónur fyrir stykkið í einstaka tilviki. Þær veiðibúðir sem haft var samband við sögðu ástandið svipað og í fyrra, þegar maðkur var allt að því ófáanlegur um mitt sum- ar, en eftir að líða tekur á sumarið fjölgar þeim yfirleitt með meiri rign- ingu. Á Norðurlandi hefur þónokkuð rignt í sumar og er því nóg framboð á möðkum. Söluverð þar virðist vera í kringum 50 krónur stykkið, en Birgir Ævarsson í RB Veiðibúð í Reykjavík segir búðina hafa flutt maðka suður til að selja, en þar voru þeir seldir á 80 krónur stykkið. andresth@mbl.is Maðka- markaður á uppleið SAMNINGUR Sjúkraliðafélags Ís- lands við Samtök fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu (SFH) var sam- þykktur með meirihluta atkvæða í rafrænni atkvæðagreiðslu. Svarhlut- fall var 37,97%. Já sögðu 97 eða 81%. Nei sögðu 22 eða 18%. Skrifað var undir samkomulag við Samtök fyrir- tækja í heilbrigðisþjónustu mánudag- inn 23. júní. Samningurinn gengur út á sömu kjarabætur (afturvirkt frá 1. maí sl.) og samið var um við fjármála- ráðuneytið og undirritað 25. maí sl. Sjúkraliðar semja við SFH LANDSPÍTALI og Lýðheilsustöð hafa gengið til samstarfs um að vinna gegn tóbaksnotkun sjúklinga með skipulagðri fræðslu fyrir þá, viðeigandi meðferð og með gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk á sjúkrahúsinu. Markmiðið er að þeir sem leita til Landspítala eftir þjónustu fái við- eigandi meðferð sem styður þá til tóbaksleysis á meðan legið er inni. Í samningnum er kveðið á um samstarf milli Landspítala og Lýð- heilsustöðvar um stefnumótun er varðar tóbaksnotkun sjúklinga á spítalanum. Samningurinn er til þriggja ára. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að komið verði virkt ferli innan Land- spítala sem tryggi að meðferð við tóbaksnotkun sé fastur liður í allri meðferðaráætlun fyrir þá sem þurfa. Unnið gegn tóbaksnotkun sjúklinga Hvaða leið er verið að tala um? Ermarsund er sund í Atlantshafi á milli meginlands Evrópu og Stóra-Bretlands og tengir Norðursjó við Atlantshafið. Leiðin sem Benedikt syndir er 34 km á milli borganna Dover og Calais. Hvenær syntu menn fyrst yfir sundið og hversu mörgum hefur tekist það? Fyrsta Ermarsundið var synt 1875. Fleiri hafa klifið Everesttind en synt yfir Ermarsund. Um 900 manns hefur tekist að synda yfir sundið. Þrír Íslendingar hafa reynt, Eyjólfur Jónsson, Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson. S&S ÞRÁTT fyrir að heimsmarkaðs- verð á hráolíu hafi lækkað í gærmorgun er enn óvíst hvort það skilar sér til neytenda hér á landi í lækkun á bensínverði, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá N1. „Núna stöndum við á krossgötum. Við verðum að sjá hvernig markað- urinn stendur eftir daginn í dag en ég þori ekki að segja neitt um það á þessari stundu. Við tökum stöðuna aftur á morgun og sjáum þá hvernig þróunin verður,“ segir Magnús. Lækkunin í gær er rakin til hreyf- inga í viðræðum um kjarnorkuáætl- un Írana. Í kjölfarið varð lækkun þegar markaðir voru opnaðir eftir helgina, í Bandaríkjunum lækkaði verð á hráolíu um 1,52 dali tunnan og í Bretlandi lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 10 sent. Það virðist þó ekki þýða að bensínið lækki strax í kjölfarið. Krónan vó upp á móti „Málið er að í síðustu viku hækk- aði heimsmarkaðsverðið mjög mikið, einmitt vegna yfirlýsinga um Íran og við erum enn ekki komin í þá stöðu að geta lækkað aftur,“ segir Magnús og bætir við að þakka megi styrk- ingu krónunnar fyrir að verðið hafi ekki hækkað enn meira. „Það sem hefur verið að gerast á liðnum vikum er að heimsmarkaðs- verð hefur farið hækkandi og krónan veikst, sem er mjög óvenjuleg staða. En í síðustu viku hækkaði verðið og krónan styrktist, að vísu ekki nóg, en þó til þess að draga úr þessari hækk- un.“ unas@mbl.is Olíuverðið á kross- götum Bensín Hann er dýr, dropinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.