Morgunblaðið - 08.07.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 08.07.2008, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KAUPÞING Capital Partners, keypti 15,8% hlut í matvælaheild- sölukeðjunni Booker í lok júní, af Milton, fjárfestingafélagi í eigu Baugs, og samþykkti jafnframt að halda hlutabréfunum í eitt ár. Þeg- ar leitað var skýringa hjá Kaup- þingi kom fram að menn sæju ein- faldlega gott fjárfestingartækifæri í Booker. Kaupþing hafði áður átt 6,2% í félaginu en seldi þann hlut sinn jafnt og Milton, yfir til Kaup- þings Capital, í viðskiptum þar sem alls 42,2% hluta í Booker skiptu um hendur. Fagfjárfestar juku þá hlut sinn um 20% og eiga 43,7% í Boo- ker-keðjunni. Stefnt er að því að skrá Booker á aðallista Londons Stock Exchange næsta vor. sigrunrosa@mbl.is Segja fjárfestingu í Booker tækifæri Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaupþingssjóður keypti nær fjórðungs- hlut í Booker af Kaupþingi og Baugi ● MAREL hefur opnað nýja 9.500 fermetra verksmiðju í Nitra í Slóvak- íu. Í tilkynningu frá félaginu segir að verksmiðjan komi til með að styrkja framleiðslugetu fyrirtækisins veru- lega. Starfsmönnum komi til með að fjölga úr 120 í 300 þegar hámarks- framleiðslugetu sé náð. Helsta framleiðsla Marel í Nitra er staðlaðir íhlutir í þann hátæknibúnað sem Marel framleiðir en í tilkynningunni segi að með nýlegum kaupum á Stork Fork Systems sé Marel nú orð- ið að leiðandi framleiðanda á þeim á heimsvísu. sigrunrosa@mbl.is. Ný verksmiðja Marels 7%              ! " #$$% DN +; +   *! # ! *  4 5 ! 2    4 5 ! 67# ! 4  ,  ! 8! 6#5 !9  :# # -   4 5 ! . 5;  2  !  #,  :# # ! <   ! 0=>?@ 0  12 A#  A!, ! B  ! /## ! O )N  7  " ! *   *C *   =    = 6 2  D  2  @E   ! B   #  ! F ##  ! D &  A  9   *    82 4  ! 8 5 ! 8  H                                                       F #5  # # B, $   #G . 5 0   (H" )")' ' 'H"' )') 1 I)"( "('' '' "I( I'I) 1 I)'"" 1   ))"H ')' 1 1 1 H)H' I' 1 ( " '"" ('  H " ( ' )(( ) I)H I( )I' 1 IH  'H) H" 1 1 1 H((  1 (I "H '") (( " HH "( (H 'H ))H  I)) II I' ' ' " '" H) '' 1 ) H)H  "     #5 1   ' 'I  1     " 1 ' 1 1 1 ' ( 1 1 1   1 J #    #  # H(') ((') ((') ((') ((') ((') H(') ((') ((') ((') ((') ((') H(') ((') H(') H(') H(') ((') ((') "') "''( "') ((') ((') (') *B *B *B ?<K P ?<K *     3 3 ?<K  - 2K     3 3 J C L # @ #       3 3 B06 J*K       3 3 ?<K 1 ?<K &H     3 3 ÞETTA HELST ... ● MJÖG lítil velta var með hlutabréf í kauphöllinni í gær en úrvalsvísitalan hækkaði þó um 0,72% og endaði í 4.326 stigum. Heildarveltan nam rúmum 15,6 milljörðum, þar af var velta með hlutabréf um 1,1 millj- arður. Hlutabréf Glitnis hækkuðu mest eða um 1,96% og þá hækkuðu bréf Landsbankans um 1,75%. Mest lækkun varð á bréfum Bakkavarar eða um 1,12% og bréfum SPRON um 0,88%. Krónan styrktist um 1,6% og endaði gengisvísitalan í 152,9 stig- um. sigrunrosa@mbl.is Vísitalan upp á við ● DANSKA fríblaðið Nyhedsavisen, sem var áður í eigu Baugs, berst nú fyrir lífi sínu. Í veginum er skuld upp á um 250 milljónir danskra króna við fyrrum meirihlutaeiganda blaðsins, Stoðir en þær eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Í frétt danska blaðsins Börsen kemur fram að mögulegir fjárfestar haldi að sér höndum á meðan skuld blaðsins sé ógreidd en Nyhedsav- isen er nú sagt tapa um 20 millj- ónum danskra króna á mánuði. Hjá Stoðum þarf því að ákveða hvort sé vænlegra að afskrifa þessa 250 milljóna króna skuld og freista þannig nýrra fjárfesta eða reyna að fá skuldina greidda og koma jafnvel þannig í veg fyrir að það takist að fá inn nýja fjárfesta. sigrunrosa@mbl.is Erfið ákvörðun Stoða JÁKVÆÐUR gjaldeyrisjöfnuður bankanna hefur aukist um 54,5 milljarða milli mánaða og var í júní- mánuði að meðaltali 838 milljarðar, að því er fram kemur í upplýs- ingum frá Seðlabanka Íslands. Aukning gjaldeyriseigna nam að meðaltali 507,7 milljörðum yfir mánuðinn á meðan aukning gjald- eyrisskulda nam að meðaltali 453 milljörðum króna. Frá áramótum hefur jákvæður gjaldeyrisjöfnuður aukist um 72% en hann hefur aukist um 166% frá því í júní í fyrra. Jákvæðari stöðu gjaldeyrisforð- ans má að mestu leyti rekja til gengislækkunar krónunnar í síð- asta mánuði þegar hún veiktist um 7% líkt og bent var í Vegvísi Lands- bankans í gær en bankarnir hafi að undanförnu unnið að því að bæta gjaldeyrissstöðu sína í því skyni að verja eigið fé sitt fyrir viðkvæmri krónu. Einnig þurfa fjármálafyrirtæki að taka tillit til verulega hertra reglna Seðlabankans sem tóku gildi 1. júlí sl. Þar er kveðið á um að mis- vægi gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrirtækja megi að- eins nema 10% af eigin fé, en áður var 30% mismunur leyfilegur. Stærstu viðskiptabankarnir hér hafa þó heimild til að hafa sér- stakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, utan við almennan gjaldeyr- isjöfnuð, í þeim tilgangi að verja eigin fé sitt gagnvart neikvæðum áhrifum af gengisbreytingum krón- unnar. sigrunrosa@mbl.is Gjaldeyrisjöfnuður bankanna jákvæður FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is AF tíu ríkjum sem gengu í Evrópu- sambandið árið 2004 settu sjö ríki sér strax það markmið að taka upp evr- una. Síðan þá hefur þremur ríkjum tekist að uppfylla nauðsynleg skilyrði til upptöku evru sem gjaldmiðils. Það eru Slóvenía, Kýpur og Malta. Tilkynnt var 7. maí sl. að Slóvakía myndi taka upp evruna 1. janúar 2009. Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur ekki tekist að uppfylla skil- yrðin. Pólland, Tékkland og Ung- verjaland hafa viljað bíða þar sem að- stæður í efnahagslífinu hafa ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru. Miklar gengissveiflur krónunnar, aukin verðbólga og minni fjár- málastöðugleiki hefur undanfarið ýtt undir þá skoðun að Ísland þurfi að taka upp evru og kasta krónunni. Það er þá nefnt sem ein helsta ástæða fyrir inngöngu í Evrópusambandið, sem er skilyrði evruaðildar. Flestir átta sig á að þetta leysir ekki núver- andi vanda í íslensku efnahagslífi. Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, sagði í fyr- irlestri í Háskóla Íslands í síðasta mánuði að það gæti tekið tíu ár að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. Slíkt yrði ekki gert á morgun. Fyrst yrðum við að taka skellinn og aðlaga gengi krónunnar nýja gjald- miðlinum. Það yrði ekki sárs- aukalaust. Ríki sem taka upp evru þurfa að uppfylla skilyrði Maastricht- sáttmálans um efnahagslega sam- leitni. Í meðfylgjandi töflu sést að skilyrðin lúta að verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk af- komu hins opinbera og skuldum þess. Löndin sem hafa ekki fengið inn- göngu í efnahags- og myntbandalag Evrópu uppfylla ekki þessi skilyrði. Ekki er ljóst hversu auðveldlega ís- lensk stjórnvöld gætu uppfyllt þau sæktust þau eftir aðild að evrunni og enn síður er ljóst hverju þyrfti að fórna til að ná því markmiði. Þrjú lönd af tíu hafa tekið upp evru  Það reynist nýjum aðildarlöndum ESB erfitt að uppfylla efnahagsleg skilyrði fyrir upptöku evru  Dósent í London School of Economics segir það geta tekið tíu ár að taka upp annan gjaldmiðil ● ÞETTA er álit Samtaka evrópskra verkalýðsfélaga á þeirri ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka í síð- ustu viku stýrivexti sína um 4,25%. Samtökin segja á vefsíðu sinni að aðstæður í efnahagslífinu séu nógu slæmar nú þegar og að með hækk- uninni muni líkurnar á því að illa fari aukast enn frekar, mest á kostnað hins almenna launþega. sigrunrosa@mbl.is Seðlabanki Evrópu gerir illt enn verra Verðstöðugleiki Verðbólga skal ekki vera meiri en sem nemur 1,5 prósentum meiri en í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæðustu verðbólguþró- unina. Vaxtamunur Nafnvextir lang- tímaskuldabréfa skulu ekki vera meira en 2 prósentum hærri en langtímavextir í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæð- ustu verðbólguþróunina. Stöðugleiki í gengismálum Ríki skal hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) í a.m.k. tvö ár án gengisfell- ingar. Gjaldmiðill ríkisins má ekki sveiflast um meira en ±15% í kringum það miðgildi sem ákvarðað er í ERM II. Afkoma hins opinbera Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Skuldir hins opinbera Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%. Skilyrði fyrir upptöku evru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.