Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 13 ERLENT VERÐHÆKKANIR á matvælum og olíu eru efst á baugi á leiðtoga- fundi G-8-ríkjanna sem hófst í bæn- um Toyako á Hokkaido-eyju í Japan í gær. Leiðtogar G-8-ríkjanna ræddu í gær við leiðtoga sjö landa Afríku um þróunaraðstoð iðnríkjanna. Afrísku leiðtogarnir hvöttu iðnveldin til að gera þegar í stað ráðstafanir til að stemma stigu við hækkunum á olíu- og matvælaverði sem þeir sögðu koma harðast niður á fátæku fólki í Afríku. Samtök sem berjast fyrir aukinni aðstoð við Afríku gagnrýndu G-8- ríkin – einkum Frakkland, Ítalíu Japan og Kanada – fyrir að hafa ekki staðið við loforð um að auka aðstoð- ina. Leiðtogar G-8-ríkjanna sam- þykktu fyrir þremur árum að auka aðstoðina við Afríku um 25 milljarða dollara, sem svarar tæpum 2.000 milljörðum króna. Samtökin segja að G-8-ríkin séu langt frá því að ná því markmiði og til þessa hafi þau aðeins aukið aðstoðina um þrjá milljarða dollara, eða 230 milljarða króna. Leiðtogarnir ræddu fátæktina og matvælakreppuna á hádegisverð- arfundi með afrísku leiðtogunum. Þeir urðu þá að gera sér að góðu fjóra rétti en þegar komið var að kvöldverðinum var kreppan orðin svo mikil að „voldugustu magar heims neyddust til að afstýra hung- ursneyðinni miklu á Hokkaido með því að troða í sig átta réttum sem 25 matreiðslumeistarar sáu um að elda“, að sögn fréttavefjar breska dagblaðsins Guardian. bogi@mbl.is  "              ,     !, #, "", - +   (    .                    /0012*34*056'7768326/ 5&54 4 7 9  !"#$ # %&'##(" ) ) *$ !"  +  # +  , +  -"   "$) ." &++ /.! &0. %! % "1 " !1 , : 9+  $#   2  , 3     (    3) "  "    (""*, 4 +: 9+ ( 4   +  * 9 7)+ :  + ;&   4 5    4   66 6 6 65 6 64 6 6 6 6 6    +<. =     - +  >+ !"#   $ +   %!   71$  8*  .."  ! !  1 ! "   1$  9" $   $)  :") *$ ! 0 $'  1$  ' #   + ?@  ?    . -'A5&-0 5&BC7>ADE227 !"#   $ 7 + %!"" 4 7 9 .%  ;% - + =" *  4 7(+ "%$!   =" &  7(+ "% $ >$? 0  9 : 9+  ; 0 $ 0$ 7+  F "%$$$ =" G 3H 3+  % 2;  9 D  9 A + :  9;.% I  9 ="  9     9>+  + GH +J%B  9 ( (  (( (   7 ++    ( K(   )    J 9  +  5 6       $%; + , , A&LE M$"" ? :  +M$.!? : 9+ G 2;  9 I  9  9 D  9 A + :  9  %.! "% " %.!! %! %  %!! %#$" %.!. Matvælakreppa á nægtaborði G-8-ríkja Leiðtogafundur Dmítrí Medvedev Rússaforseti með George W. Bush. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRAKIÐ lá eins og hráviði umhverfis ind- verska sendiráðið í Kabúl eftir að sjálfsmorðs- árásarmaður ók bíl hlöðnum sprengiefni að hliði sendiráðsins í gær, í sprengingu sem heyrðist þvert um höfuðborg Afganistans. Óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka en minnst 41 týndi lífi og um 150 særð- ust í ódæðinu, verstu árásinni í borginni frá því stjórn talibana var steypt haustið 2001. Talibanar sverja af sér tilræðið sem afgönsk stjórnvöld telja erlenda aðila hafa átt hlut að. Sendiráðið er í þeim hluta borgarinnar sem á að vera hvað öruggastur og er árásin því talin mikið áfall fyrir stjórnina, sem hefur í gegnum tíðina sakað liðsmenn í her og leyniþjónustu Pakistans um að styðja öfgamenn, m.a. hópa sem hafa horn í síðu Indverja á svæðinu. Vígamönnum vex ásmegin Hundruð manna hafa fallið í árásum í Afgan- istan síðustu mánuðina. Þykja þær merki um að vígamönnum á landamærunum að Pakistan vaxi ásmegin, og að hluti pakistönsku leyni- þjónustunnar leggi liðsmönnum al-Qaeda hryðjuverkanetsins og annarra vígahópa lið. Ótti og ringulreið í Kabúl Á fimmta tug lét lífið og um hundrað og fimmtíu særðust, margir alvarlega, þegar öfgamaður ók bíl hlöðnum sprengiefni að hliði indverska sendiráðsins Í HNOTSKURN »Ódæðið nú og árásir síðustu mán-aða, ásamt mannfalli í röðum Banda- ríkjahers, hafa dregið athyglina að bar- áttunni gegn hryðjuverkum í landinu. »Djúp skörð voru höggvin í hersveitirá vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Bandaríkjahers í júní þegar 49 hermenn féllu, í blóðugasta mán- uðinum fyrir sveitirnar frá árinu 2001. Reuters Skelfing Afganskur lögregluþjónn ber slas- aðan mann frá vettvangi ódæðisins í gær. BRETAR verða að bregðast við hækkandi verðlagi á nauðsynjum með því að hætta að bruðla með mat, segir Gordon Brown forsætisráð- herra. Hann ræddi að sögn BBC við fréttamenn á leið sinni til G-8- fundarins í Japan og sagði að menn yrðu að ná saman um hnattræna áætlun vegna hækkandi verðlags. En Bretar yrðu að taka sig á. „Ef við ætlum að ná matarverði niður … verðum við öll að gera minna af því að fleygja mat sem kostar meðalheimilið í Bretlandi um átta pund á viku.“ Steve Webb, talsmaður flokks frjálslyndra demókrata í umhverf- ismálum, sagði að vandinn vegna bruðls með mat hefði orðið verri en ella vegna þess að stjórn Browns neitaði að sýna stórmörkuðunum nægilega hörku, þeir stýrðu birgðahaldi sínu illa og mikið af ætum mat færi í súginn. „Þeir neita að hafa á boð- stólum litlar pakkningar sem skipta öllu máli fyrir þann vaxandi fjölda sem býr einn og gera of mikið af því að bjóða fólki að kaupa eitt stykki af viðkvæmri vöru og fá eitt að auki í kaupbæti.“ kjon@mbl.is Ætur matur í súginn Gordon Brown Brown vill að fólk klári matinn sinn GESTIR San Fermin-hátíðarinnar sem sett var á sunnudag í Pamplónu á Spáni búa sig undir að grípa vin sinn sem hefur stokkið niður af brunni. Hátíðin var fyrst haldin árið 1591 og í ár eru tugþúsundir ferðamanna staddar í Pamplónu til að hlaupa undan nautum og fylgjast með nautaati. AP Partístuð í Pamplónu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.