Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist í (Vestur-)Hamri í Hafnarfirði 6. jan- úar 1927. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 25. júní síðast- liðinn. Helga var dóttir hjónanna Guðmundínu Sig- urborgar Guð- mundsdóttur frá Breiðuvík í Rauða- sandshreppi f. 21.7. 1899, d. 14.6. 1981 og Haraldar Þórðarsonar sjó- manns frá Kröggólfsstöðum í Ölf- usi f. 12.3. 1897, d. 2.12. 1941, en hann fórst með togaranum Sviða. Systkini Helgu eru Ólöf (1923), Ragnhildur (1923), Ingveldur (1924–1988), Guðbjörg (1928– 1992) og Guðbjartur (1930). Bryndís Svavarsdóttir, eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Fyrir átti Lúther tvö börn, sem eiga átta börn og tvö barnabörn. 2) Ragnhildur Jóna, f. 23.3. 1948, á þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Ragnar Rúnar, f. 15.11. 1950, kona hans er Penkhae Phiubaikham. Ragnar á eina dóttur, fósturson og eitt barnabarn og Penkhae á fjög- ur börn. 4) Haraldur, f. 30.9. 1952, kona hans er Helga Haraldsdóttir. Þau eiga fjóra syni og fjögur barnabörn. Fyrir átti Haraldur tvær dætur sem eiga fjögur börn. 5) Sigurboði, f. 28.7. 1956, d. 19.2. 1974. 6) Hafsteinn, f. 7.11. 1958, kona hans er Áslaug Jakobsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 7) Sverrir, f. 10.9. 1960, kona hans er Birna Rut Þorbjörnsdóttir. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 8) Grétar, f. 23.4. 1963, kona hans er Díana Von Anken. Þau eiga tvo syni, fyr- ir átti Díana tvö börn. Helga verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Helga giftist Þor- geiri Þórarinssyni úr Selvogi f. 4.11. 1922, d. 22.3. 2006. For- eldrar hans voru Þórarinn Snorrason úr Selvogi, f. 27.12. 1875, d. 7.11. 1970, og seinni kona hans Ragnhildur Jóns- dóttir úr Stíflisdal í Þingvallasveit, f. 6.11. 1885, d. 14.7. 1935. Helga og Geiri, eins og hann var allt- af kallaður, byrjuðu sinn búskap á Garðaveginum í Hafnarfirði en fluttu á Maragötu 1 í Grindavík haustið 1974. Þau bjuggu í Grindavík þar til þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Helga og Geiri eignuðust átta börn, sjö syni og eina dóttur. 1) Lúther, f. 25.7. 1946, kona hans er Nú ertu, elsku mamma mín, farin heim í dýrð Drottins. Sakna þín! Við vorum alltaf svo góðar vinkonur. Húmorinn þinn var einstakur, hvað við gátum hlegið mikið saman, og sáum oft skemmtilegar hliðar á hinu mannlega striti lífsins, takk fyrir allt, elsku mamma. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hvíl í friði. Þín dóttir, Jóna. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma okkar, en á góðan stað ertu komin og afi hefur tekið vel á móti þér, eflaust boðið þér upp í einn dans. Minningarnar alveg streyma hjá okkur enda var alltaf svo æðislegt að koma til ykkar afa í Grindavík, alltaf fullt borð af kræsingum og umhyggjan til okkar sást langar leiðir. Þið afi höfðuð sko mótað ykk- ur frábært líf þarna í Grindavík og einnig á Laugarvatni sem við systk- inin vorum óspart hjá ykkur og allt- af með nýbakaðar kleinur og mjólk með.Við munum sérstaklega eftir Helga Haraldsdóttir Atvinnuauglýsingar Blaðbera vantar strax í júlí og ágúst í Keflavík • í afleysingar • í sumarafleysingar • í fasta stöðu Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463 Blaðbera Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Til leigu íbúðir og bílskúrar Til leigu 3ja herb. íbúð í lyftuhúsi við Sóleyja- rima ásamt stæði í bílageymslu. 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi við Krummahóla. Einnig tveir sam- liggjandi bílskúrar við Krummahóla. Framan- greindar eignir eru lausar strax. Uppl. veitir Ásbyrgi fasteignasala ehf. Suðurlandsbraut 54, Rvk. s. 568-2444 Tilboð/Útboð Útboð Gervigrasvöllur Línuhönnun hf. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals óskar eftir tilboðum í verkið: Knattspyrnufélagið Valur - lagning „þriðju kynslóðar“ gervigrass Hlíðarenda. Verkið felst í útvegun og lagningu „þriðju kynslóðar“gervigrass á æfingavelli Hlíðarenda. Helstu verkþættir eru útvegun og niðurlagning gervigrass (stærð 72x109m). Auk þess skal útvega fótboltamörk, hornstangir og vallar- merkingar. Verkinu skal að fullu lokið 5. september 2008. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Línu- hönnunar hf., Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykja- vík frá og með þriðjudeginum 8. júlí 2008, kl. 14.00. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 18. júlí nk. kl. 10.00. Ýmislegt Vilji skiptir mestu! Auðvitað er fyrirvaralítil brottvísun Kenýu- manns úr landi opinber aðgerð, sem margir láta sig varða, þar eð hann telur lífi sínu ógnað í heimalandinu. Sé ógnin raunveruleg er brottvísunin risamál fyrir hann og lýðveldið. Liggi líf við, hljóta Útlendingastofnun, lög- regluyfirvöld og þjóðin að krefjast, að traustra gagna verði aflað fyrir dómi og að opinbert íslenskt vald verði ekki framselt einhverjum, sem þjóðin hefur ekkert yfir að segja. Stjórnar- skrá okkar skyldar dómendur til að fara með dómsvaldið og þá og aðra valdhafa til að virða mannréttindi.Tilvísun í Dýflínarsáttmála breytir því ekki. Áður var unnt að ljúka hér landhelgisbrotamálum erlendra togara á fáum dægrum fyrir dómi. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA STEFÁNSSONAR, Skógarlundi 19, Garðabæ. Sigrún Vilbergsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Jóhann Örn Ásgeirsson, Gréta Guðnadóttir, Róbert Ólafsson, Aron, Birna, Vilberg og Guðni. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÞORBERG KRISTINSSON, Víðihvammi 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 1. júlí. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 10. júlí kl. 13.00. Anna Jóhannsdóttir, Jóhann Þ. Jóhannesson, Svanhildur I. Jóhannesdóttir, Guðmundur G. Kristinsson, Kristinn Jóhannesson, Guðrún F. Guðmundsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, HELGA SIGURLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Faxabraut 13, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, mánudaginn 30. júní. Helga verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00. Elín Ólöf Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURGRÍMSSON frá Holti, Seftjörn 12, Selfossi, sem lést sunnudaginn 29. júní á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn 10. júlí kl. 14.00. Jóna Ásmundsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson, Ásmundur Jónsson, Ufuoma Overo Tarimo, Guðlín Katrín Jónsdóttir, Ingveldur Björg Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Unnarsson, Sigurgrímur Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.