Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 21

Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 21 MINNINGAR ✝ Jónas Þór Berg-mann fæddist í Reykjavík 23. apríl 1947. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 30. júní síðastliðinn. Foreldrar Jónasar eru Jón Guðmundur Bergmann fyrrver- andi aðalféhirðir, f. 1920 og Ágústa Bergmann hús- móðir, f. 1922. Systkini Jónasar eru Andreas, f. 1943, kvæntur Guðrúnu G. Bergmann, Ingibjörg, f. 1945, gift Þorbergi Halldórssyni, Halldór, f. 1956, kvæntur Önnu Láru Kolbeins og Guðrún, f. 1958, gift Gísla Gunn- ari Sveinbjörnssyni. Jónas giftist árið 1990 Hönnu Bergmann, f. 1943, en þau slitu samvistir. Jónas hóf nám í blikksmíði 17 ára gamall og tók sveinspróf 1970 og fékk meistarabréf 1974. Jónas starfaði sem blikksmiður alla tíð og var um tíma í stjórn Blikk- smiðafélagsins. Hann starfaði fyrst í Blikksmiðjunni Vogi frá 1964 til 1982 og frá 1982 í Blikk- smiðjunni Funa, síð- ar Blikkás-Funi þar sem hann starfaði til dánardags. Jónas iðkaði knattspyrnu frá barnsaldri með öllum flokkum Knattspyrnudeildar Víkings í Reykjavík og var dyggur stuðn- ingsmaður alla tíð. Útför Jónasar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegur mágur minn, Jónas, hefur kvatt þetta líf langt fyrir aldur fram. Á hugann leita minningar frá áratuga samleið. Áleitnastar frá fyrri árum þegar Jónas, þá einhleypur, fylgdi okkur í tómstundum og var hjálparhella okkar í öllum fram- kvæmdum. Þegar leiðir lágu saman fyrst var hann unglingurinn í tengda- fjölskyldunni, um það bil að eignast fyrsta bílinn og lærlingur í blikk- smíði. Fyrsta sameiginlega sumarfrí okk- ar var Balticaferðin margfræga. Síð- ar urðu útilegur, hestaferðir og dvöl í Steinsholti nánast árlegir viðburðir þar sem sumarfríum var eytt saman. Jónas sem trússari í hestaferðum vinahóps sem fór a.m.k. í 15 ár sam- fellt í lengri og skemmri ferðir er líka ógleymanlegur. Þar komu vel í ljós snyrtimennska og skipulagshæfileik- ar hans. Allt á vísum stað hvort sem það var geneverinn sem mátti taka fram þegar sást í náttstað eða púð- urdósirnar. Oft þurfti hann að fara aðrar leiðir en reiðfólkið og aldrei brást að Jónas beið þegar við riðum í hlað og voru þá engir gemsar, Tetra eða aðrar leiðir til að mæla sér mót ef eitthvað út af bar. Þessi dæmi lýsa vel bestu eiginleikum hans, enda er sá trúnaður og vinátta sem myndast í slíkum aðstæðum dýrmæt og þess naut Jónas. Eins átti stórfjölskyldan heimili í fjölskylduhúsi ömmu Mundu og Andreasar afa á Ljósvallagötu og mikil samheldni. Þar nutu tveir elstu synir okkar Andreasar nærveru og athygli skyldfólksins ekki síst frá Jónasi sem var nánast eins og fóstri fyrstu æviár þeirra. Það var svo 1982 sem Hanna kom inn í líf Jónasar. Þau felldu hugi sam- an og hófu sambúð á Ljósó. Hún var stóra frænkan sem flutti til Ameríku með fjölskyldu sinni þegar Jónas var 7 ára. Þau giftu sig svo 1990 undir ís- lenskri sumarsól úti í Breiðafjarð- areyjum. Þau byggðu sér raðhús í Grafarvogi og áttu afar fallegt heimili og garðurinn bar smekkvísi þeirra fagurt vitni. Hanna átti börn frá fyrra hjónabandi, Brett og Leanna, en þau Jónas áttu ekki börn saman. Þó að leiðir þeirra hafi skilið tel ég að árin með Hönnu hafi verið hamingju- ríkust í lífi hans á fullorðinsárum. En Jónas átti félaga sem hann vildi ekki skiljast við þrátt fyrir heitar bænir og fortölur ættingja og vina, en það var Bakkus. Hann stundaði alla tíð sína vinnu og var virtur og eft- irsóttur í sínu fagi en á seinni árum valdi hann að eyða miklu af frítíma sínum með honum og verður þá oft lítill tími aflögu fyrir vini sem ekki vilja eyða tímanum þannig. Fyrir okkur öll sem þótti vænt um hann var þetta mikil sorg og eftirsjá að samveru með Jónasi sem hafði svo góða nærveru ella. Einstakur ljúf- lingur í öllum samskiptum en mjög dulur svo ekki var alltaf gott að átta sig á hvað inni fyrir bjó. Fyrir einu ári fékk hann blóðtappa og fór svo að hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í síðustu viku. Samúð mín innileg er með tengdaforeldrum mínum, Hönnu og systkinunum. Ég bið góð- an Guð að vera með þeim og okkur sem syrgjum Jónas. Ég bið fyrir Jón- asi mínum og þakka allt sem hann var mér og mínum. Guðrún G. Bergmann. Okkur systrum langar að minnast okkar ástkæra bróður, Jónasar, í fáum orðum. Við eigum aðeins góðar minningar um góðan dreng. Bróðir okkar var skemmtilegur, ljúfur í skapi og hafði létta lund. Jónas var afar tengdur okkur systkinum sínum og börnum okkar og var mikill uppáhaldsfrændi þeirra. Hann kom sér alls staðar vel og var skemmtilegur í góðra vina hópi og hrókur alls fagnaðar innan um sitt heimafólk. Bróðir okkar var fastagestur á heimilum okkar og kall- aði okkur báðar alltaf uppáhaldssyst- ur sínar. Hann var í senn stóri bróðir og litli bróðir okkar og stólaði á að við syst- urnar aðstoðuðum hann í innkaupum og útréttingum sem voru tæpast hans sterkasta hlið. Enda var það alltaf sjálfsagt þar sem bónbetri maður var vandfundinn. Í staðinn hringdum við alltaf í hann ef eitthvað þurfti að gera sem útheimti verksvit og nákvæmni. Enda var hann lag- hentur með afbrigðum. Alltaf boðinn og búinn sama hversu mikil fyrirhöfn það var fyrir hann. Jónas var mikill matmaður. Steik- ur og sósur áttu upp á pallborðið, en ef soðning var á borðum á árum áður þá brá Jónas sér yfirleitt á Bæjarins bestu. Samt sagði hann alltaf: „Ég hef aldrei á ævinni orðið svangur.“ Það verður erfitt að hugsa sér til- veruna án Jinna blikk eins og við köll- uðum hann oft í gríni. Að sama skapi verða fjölskylduboðin ekki söm án hans en við yljum okkur við góðar minningar um kæran bróður okkar. Megi hann hvíla í friði. Ingibjörg og Guðrún. Ein fyrsta minning mín um Jónas föðurbróður minn er í hringiðu helstu ástríðu hans, knattspyrnunnar, þeg- ar lítill stubbur rétt byrjaður að sparka tuðru er dreginn á völlinn með pabba sínum og Jónasi frænda. Stórleikur var framundan, KR- Víkingur, og ekki voru þeir bræður sammála um ágæti liðanna enda Jón- as annálaður stuðningsmaður Vík- ings og pabbi KR-ingur. Að sjálf- sögðu hélt stubburinn með KR eins og pabbi hans en miklum fortölum var beitt á þann stutta til að sanna ágæti Víkinganna enda stutt síðan þeir hömpuðu titlinum. Flestar minningar mínar um þenn- an dugnaðarfork frænda minn snúast um ástríður hans hvort sem það er fótboltinn, jeppaferðir eða trússferðir fyrir frændur okkar í hestaferðum um hálendið.Fyrsta jeppaferðin mín með Jónasi var suður Kjöl 1979 og ég þá rétt rúmlega 11/2 árs og þakka ég honum einna helst þá fjallabakteríu sem ég er haldinn enn í dag. Hálend- isferðirnar áttu eftir að verða ansi margar og á hverju sumri keyrði karl- inn jeppa með kerru um hálendið þvert og endilangt í hestaferðalögum Andreasar bróður síns og kom aldrei nokkur annar til greina í það mikil- væga starf. Seinasta ferðin sem við feðgarnir og Jónas frændi fórum sam- an var farinn fyrir nokkrum árum. Ég vann það sumar sem leiðsögu- maður á Vatnajökli og kom þá ekki annað til greina en að þeir bræður legðu saman land undir fót og kíktu í heimsókn austur. Þar áttum við ynd- islegan dag í faðmi Suðursveitarfjalla enda brunað á fullri ferð á vélsleðum um jökulinn. Þessi ferð okkar er kannski besta minning mín um hve sterkt samband þeirra bræðra var, enda voru þeir ekki aðeins bræður heldur miklir vinir að auki. Þetta sterka vinasamband byrjaði snemma enda kenndi karlinn pabba að keyra aðeins 11 ára gömlum á VW Bjöllu. Ég hugsa að stóri bróðir hafi unnið sér inn ansi marga punkta með þeim gjörningi þó amma hafi ekki verið eins hrifin af uppátækinu. Seinna meir þegar ég hóf mitt nám í blikk- smíði var Jónas mér stoð og stytta í náminu og fóru ófáar kvöldstundirnar í að undirbúa mig fyrir sveinsprófið. Það er ekki síst honum að þakka ár- angurinn sem náðist, enda listasmið- ur í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Fyrstu kvöldin í undirbúningnum fyrir prófið heyrðist eftirfarandi vísa oft á tíðum enda næg tilefni. Smíðar allt skakkt og bjagað, sem enginn getur lagað. Á sér þó eina von: undraefnið sílikon. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna við hlið frænda míns hjá þeim Kolla og Grétu í Funa og held ég að fáir geri sér grein fyrir hversu mikils hann mat vináttu þeirra hjóna og má segja að þau hafi verið hans önnur fjölskylda. Með miklum söknuði kveðjum við þig, frændi. Arnar, Ýr og Hnikarr Örn. Við systkinin munum aldrei gleyma Jinna blikk eða Nóna frænda. Frá æsku munum við eftir því að Jónas mætti alltaf með sprengfullan bílinn af snakki og nammi fyrir litlu frænd- systkinin sín. Hann átti það til að kalla okkur „Smússí“ eða „Smússí- líus“ og spyrja okkur að því reglulega hvort við værum nú virkilega orðin stærri en hann og hann sem sagðist þó vera með stærri og myndarlegri mönnum. „Er þetta þinn rétti háralitur?“ spurði hann oft í gríni og þegar við tókum lagið stakk hann iðulega upp á því að syngja „Sá ég spóa“ við misgóð- ar undirtektir. Jónas var hress, skemmtilegur og með hjarta úr gulli. Honum þótti aug- ljóslega mjög vænt um litlu frænd- systkini sín og okkur um hann. Við munum sakna hans sárt. Megi hann hvíla í friði. Ingi Örn, Berglind og Birgir. Jónas frændi var skemmtilegur maður og hans verður sárt saknað. Hann reyndist allri fjölskyldunni ein- staklega vel og var okkur systkinun- um kær. Jónas var tíður gestur á heimili foreldra okkar og við áttum margar gleðistundir með honum. Hann var örlátur á tíma sinn og með eindæmum bóngóður, en þegar Jónasi var þakkað fyrir viðvik klykkti hann gjarna út með þeim einkunn- arorðum að hann hefði aldrei verið sporlatur maður. Frændi var ættrækinn og veitti okkur stuðning á æskuárum okkar og vináttu og hjálpsemi þegar við ux- um úr grasi. Fyrir það erum við þakklát og kveðjum hann með sökn- uði og virðingu. Birna, Ágústa og Halldór. Hlýtt og notalegt viðmót er það fyrsta sem ég man eftir í fari Jónasar er ég sá hann fyrst í blikksmiðjunni Vogi árið 1972 og þá tókst með okkur náinn og góður kunningsskapur, það voru því döpur tíðindi að heyra að hann væri látinn. Jónas lauk sveinsprófi í blikksmíði árið 1970 og var orðinn einn af lyk- ilmönnum í smiðjunni og fyrirmynd okkar hinna sem vorum að hefja nám í faginu. Það varð keppikefli okkar yngri mannanna að standa okkur vel til að fá að vinna með Jónasi sem okkur þótti bæði fyndinn og skemmtilegur. Jónas vann í blikksmiðjunni Vogi til ársins 1982 en hóf þá störf í Blikk- smiðjunni Funa sem síðar varð Blik- kás-Funi ehf. og vann þar til dauða- dags. Á þeim rúmu 30 árum sem við störfuðum saman má segja að aldrei hafi borið skugga á vináttu okkar og hann var alla tíð eitthvað miklu meira en bara vinnufélagi. Jónas starfaði alla tíð sem flokks- stjóri og verkefnisstjóri og má segja að hæfni hans í mannlegum sam- skiptum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir óskuðu sérstaklega eftir honum í vinnu og biðu frekar ef hann var upptekinn heldur enn að fá annan í hans stað. Jónas var mikið snyrtimenni og alla tíð vel til fara, og reglumaður í mörgu en um langt árabil átti hann í baráttu við bakkus eins og margur. Þótt bakkusi tækist að trufla líf hans töluvert tókst honum aldrei að ræna hann heiðarleikanum og trúnaðinum við þá sem stóðu honum nærri. Jónas gat verið fastur fyrir og fljótur að taka ákvarðanir sem eng- inn fékk breytt og það er því í hans anda hvernig hann kveður þetta líf því oft þegar umræða var um þrautir manna og sjúkdóma, sagði hann í léttu gríni, „ég vil nú helst vakna dauður einn daginn“. Um leið og við vinir og vinnufélag- ar Jónasar kveðjum kæran vin og fé- laga sendum við aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Far þú í friði, kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt. Kolviður Helgason. Jónas frændi dáinn! Þú sagðir nú alltaf að þú vildir ekki verða gamall, en eitthvað finnst mér þú nú hafa verið fljótur á þér. Við minnumst þín fyrir hvað þú varst skemmtilegur og þinn einstaka húmor, það var gaman að vera í návist þinni og marga góða frasa hefur maður tekið upp eftir þér. Börnunum okkar var mjög brugðið við snögglegt andlát þitt og Bjarki sagði: „Hver á þá að kalla mig smússilíus.“ Við minnumst skemmti- legra heimsókna þinna til okkar og við til þín og Hönnu. Okkar skemmtilegustu stundir voru í gamla daga þegar við rúntuð- um um í þínum glæsilegu jeppum heilu helgarnar og heimsóttum fólk og fórum í torfærur. Sértaklega er minnisstæð ferð sem við fórum tveir í Þórsmörk og Toyotan drap á sér í miðri Krossá. Þú varst fagmaður al- veg fram í fingurgóma og það var frá- bært að vinna með þér, það lék allt í höndunum á þér. Ég þakka þér sérstaklega fyrir alla hjálpsemina í gegnum árin og þá sérstaklega þegar þú tókst þér sum- arfrí og slóst upp með mér húsinu við Dalhús 57. Það er komið að leiðarlokum, elsku frændi minn, og minningarnar um þig mun ég geyma alla tíð, ég á eftir að sakna þín mikið. Ég votta foreldr- um þínum og systkinum samúð mína og Hanna mín, þér líka, ég veit að þér þótti óskaplega vænt um kallinn og gerir enn. Hvíl í friði frændi minn. Þinn frændi og vinur, Guðmundur Karl Bergmann og fjölskylda. Jónas Þór Bergmann Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR P. ANNILÍUSSON húsgagnasmiður, Hjallaseli 35, Reykjavík, lést föstudaginn 4. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Seljahlíð. Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Svavar McKinstry, Guðrún Guðmundsdóttir, Sveinn Einar Magnússon, Erna Björg Guðmundsdóttir, Guðþór Sverrisson, Björgvin Trausti Guðmundsson, Nína Berglind Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, sonur og tengdasonur, BJARNI JÓNAS INGIMARSSON, Akurbraut 46, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 6. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Sara Harðardóttir, Sara Ross Bjarnadóttir, Ásta Vigdís Bjarnadóttir Gabríel Orri Karlsson, Ásta Vigdís Bjarnadóttir, Ingimar Elíasson, Sarah Ross Helgason og aðrir aðstandendur. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista  Fleiri minningargreinar um Jónas Þór Bergmann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.