Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 15

Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 15 MENNING ANH D. Stack, verkefnastjóri hjá hinni virtu ljósmyndaraumboðs- skrifstofu Black Star í New York, segir Flickr-ljósmyndavefinn vega sífellt þyngra þegar kemur að kaupum fyrirtækja á ljósmyndum og tekur sem dæmi íslenska ljós- myndarann Rebekku Guðleifs- dóttur, ljósmyndir sem Toyota- umboðið á Íslandi keypti af henni fyrir auglýsingar á Toyota Prius. Stack nefnir einnig sem dæmi að Microsoft hafi keypt myndir af Flickr-ljósmyndurum til að nota í Vista-stýrikerfið og að BBC og tímaritið Economist hafi einnig not- ast við ljósmyndir þaðan. Stack segir Black Star þó ekki hafa trú á því að Flickr nái svipaðri stöðu og umboðsskrifstofan hefur því viðskiptavinir hennar gangi alltaf að fagmennskunni vísri. Stof- an þekki verk ljósmyndara sinna í þaula og geti ábyrgst að jafnvel erf- iðustu og flóknustu verkefnum verði lokið almennilega og innan settra tímamarka. Stack segir Flickr bjóða, engu að síður, upp á mikla möguleika fyrir ljósmyndara, bæði atvinnu- og áhugamenn. At- vinnumenn eigi hiklaust að íhuga Flickr-vefinn vilji þeir koma sér betur á framfæri, geti t.d. samein- ast og myndað hóp á vefnum og veitt áhugaljósmyndurum góð ráð. Um leið sýni þeir hversu færir þeir séu í sínu fagi og sérhæfðir. Ljós- myndarar geta ekki lengur hunsað vefinn. Mikilvæg- ur vefur Fyrirtæki kaupa myndir af not- endum Flickr Flickr Frá sýningu LR á ljós- myndum Íslendinga á Flickr. ÞAÐ sætir tíðindum á krepputím- um að eitthvað fáist ókeypis. Í al- menningsgörðum New York- borgar stendur nú yfir listahátíð með stórviðburðum á hverju fimmtudagssíðdegi kl. 17.30. Meðal viðburða í Central Park eru sýn- ingar New York Classical Theatre á leikritinu Misalliance eftir George Bernard Shaw og Gorilla Repertory Theatre sýnir Hamlet eftir Shakespeare við Cloisters í Fort Tryon-garðinum í Inwood. Næsti viðburður á fimmtudaginn kemur verður í Union Square- garðinum en þar halda leikarar og söngvarar úr „off“ Broadway- leikhúsunum tónleika, þar á meðal leikarar úr sýningunum Altar Boyz og Blue Man Group, og er búist við miklu fjölmenni. Frítt er á allar sýningarnar. Altaris- drengir rokka frítt Leikrit Altarisdrengirnir á sviði. Einleikshátíðinni Act Alone lauk vestur á Ísa- firði um helgina en í kvöld geta þeir höf- uðborgarbúar sem ekki sáu sér fært að fara vestur fengið smásýnis- horn af réttunum í Iðnó. Þar verða erlendu sýningarnar þrjár sem voru á hátíðinni og hefjast þær kl. 18. Þá er sýnd búlgarska fjölskyldusýningin Chick With a Stick en kl. 20 er komið að rússneskri útgáfu Völuspár. Dagskránni lýkur svo með sýningu tékkneska einleiksins Fragile kl. 22. Miðaverð á allar sýningarnar er 3.500 kr. en miðaverð á staka sýningu er 1.500 kr. Leiklist Austurevrópskir einleikir Úr Chick With a Stick. KINOWELT Home Enterta- inment-útgáfan í Þýskalandi hefur boðað nýja DVD-útgáfu 25. júlí, á víðfrægri gerð Ing- mars Bergmans af Töfraflaut- unni eftir Mozart, frá árinu 1975. Meðal ítarefnisins sem fylgir útgáfunni verður viðtal sem Hrafn Gunnlaugsson tók við kvikmyndaleikstjórann sænska sumarið 1987 á Íslandi. Í viðtalinu sagði Bergman frá því hvaða þýðingu það hafði fyrir hann persónulega að vera kvik- myndaleikstjóri. Hann lýsti því einnig hvernig myndir hans urðu til, með því að hann hafði sjálf- ur fulla stjórn á öllum þáttum sköpunarinnar frá upphafi til enda. Kvikmyndir Viðtal Hrafns við Bergman á DVD Ingmar Bergman KVÖLDGANGA hefst í Kvos- inni kl. 20 á fimmtudagskvöld, í leiðsögn menningarstofnana Reykjavíkurborgar. Menning- arlífið í miðborginni verður kynnt fyrir innflytjendum og öllum öðrum sem áhuga hafa á samskiptum milli menningar- heima. Hvar eru bókasöfnin og söfnin, leikhúsin, frægar stytt- ur og skemmtilegir staðir? Hvað kostar inn? Leiðsögn verður á spænsku, pólsku og ensku en hóparnir þrír hittast í göngu- lok í Hafnarhúsinu þar sem Sverrir Norland, hirð- skáld Hins hússins nú í sumar, tekur lagið fyrir gestina. Lagt er af stað frá Grófarhúsi, gangan er ókeypis og allir velkomnir. Menning Reykjavík safarí á fimmtudagskvöld Þjóðleikhúsið. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er sígaunatónlist. Sígaun- arnir trúðu því samt að það væri ekki hægt að skrifa laglínurnar þeirra niður, því þær höfðu gengið mann fram af manni í hundruð ára,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari, en hún heldur fyrstu tónleika sumarsins í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar ásamt píanóleikaranum Siiri Schütz. Þær spila ungverska tónlist, eftir Jó- hannes Brahms, Leo Weiner og Rezsö Kokai. Tónskáldin gerðu það sem sígaunarnir töldu ómögu- legt, auðvitað á sinn hátt, en andi súrrandi hringdansa og ang- urværra þjóðlaga verður allt um kring í Sigurjónssafni í kvöld kl. 20.30. „Svo hefur mér alltaf þótt mjög vænt um sónötuna eftir Brahms sem við ætlum líka að spila. Það er Es-dúr-sónatan, sem er síðasta kammerverkið sem hann samdi.“ Freyja segir að einfalt mál hafi verið að tengja saman þýska róm- antíkerinn Brahms og Ungverjana Weiner og Kokai. „Brahms var fyrsta klassíska tónskáldið sem notaði ungverska dansa í sinni tón- list,“ segir hún, en fleira kemur til: „Ég hef sjálf verið að spila mikið í Austur-Evrópu síðustu tvö ár og hef ferðast mikið um Tékkland og Ungverjaland. Þar hef ég komist í kynni við þjóðlaga-klarinettuleik- ara sem hafa kynnt mig fyrir ung- versku tónlistinni. Ég hef verið að hugsa mikið um hana í vetur.“ Freyja segir að klarinettan sé mikið notuð í ungverskri tónlist, en að þar í landi sé líka til „frænka“ klarinettunnar, eins- konar þjóðlagafrænka. „Tónstig- arnir sem þeir nota komu með Tyrkjum á 14. öld, en sígaunarnir gerðu tóntegundirnar og laglín- urnar að sínum.“ Sígaunar í Laugarnesinu Ungverskt fjör þegar sumartónleikar hefjast í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Morgunblaðið/G.Rúnar Listilegar Freyja Gunnlaugsdóttir, Siiri Schütz og Þorbjörg Jónsdóttir, en myndbandsverk eftir hana verður fléttað inn í tónlistina. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Á HVERJU ári streyma hugmyndir inn frá skap- andi og skemmtilegum Reykvíkingum sem vilja setja svip sinn á Menningarnótt. Landsbankinn og Menningarnótt hafa tekið höndum saman um að veita frumlegum og sérstökum hugmyndum brautargengi á Menningarnótt með styrkjum úr Menningarnæturpotti Landsbankans. Nýjungin er liður í nýundirrituðum þriggja ára samstarfs- samningi Höfuðborgarstofu við bankann. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður höfuðborg- arstofu segir að hugmyndin að Menningarnæt- urpottinum sé komin frá Landsbankanum sem hafi frá upphafi verið bakhjarl Menningarnætur. „Það urðu vatnaskil í okkar samstarfi fyrir þrem- ur árum þegar bankinn fór að taka öflugri og hug- myndaríkari þátt í Menningarnótt. Nú vildi bank- inn koma betur til móts við grasrótina. Það kemur fyrir að með hugmyndir sem krefjast mikillar hugdirfsku þurfi að róta vel í landslaginu til að þær geti orðið að veruleika. Í þeim tilfellum höf- um við verið varfærnari. Við ákváðum að við myndum leggja okkur vel fram við að koma til móts við þá sem hafa lagt fram skapandi hug- myndir út frá þemanu í ár – Torg í borg – og þar erum við að tala um litlu „ósýnilegu“ torgin jafnt og þau stóru. Þær hugmyndir sem komnar eru inn koma allar til greina til að fá styrk úr Menning- arnæturpotti Landsbankans, en við viljum gefa aukafrest fyrir þá sem enn liggja á hugmyndum sínum. Það er hugmyndaríkt fólk út um allan bæ.“ Sif segir að atriðin sem styrkt verða úr Menn- ingarnæturpotti Landsbankans verði merkt sér- staklega í dagskrá hátíðarinnar. Hugmyndir skulu sendar á netfangið menning- arnott@reykjavik.is eigi síðar en 18. júlí. Landsbankinn kyndir pottinn Morgunblaðið/Frikki Kindugar Listrænn búfénaður á Menningarnótt. Samstarf um styrki til verkefna á Menningarnótt um þemað Torg í borg Hvað er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar? Safnið er sjálfseignarstofnun og á og varðveitir frumverk Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara, vinnuskissur, teikningar, gögn og greinar um Sig- urjón, verkfæri listamannsins og eignir. Safnið er til húsa í fyrrum vinnu- stofu hans á Laugarnestanga. Hver var Sigurjón Ólafsson? Sigurjón naut tilsagnar Ásgríms Jónssonar listmálara og Einars Jónssonar myndhöggvara en nam frá 1928 í Konunglegu Akademíunni í Kaupmanna- höfn og síðar í Róm. Hann var á sínum tíma talinn meðal efnilegustu myndhöggvara yngri kynslóðarinnar í Danmörku. Hann sneri heim að stríði loknu og var meðal brautryðjenda abstraktlistarinnar á Íslandi. Sigurjón lést 1982. S&S Leirlist Sigurjón Ólafsson mótar í leir. 5. júlí Sebastiano Brusco leikur pí- anóverk eftir Schubert og Chopin. 22. júlí Steinunn Skjenstad og Sofia Wilkman flytja ljóð eftir Mahler, Webern og Strauss. 29. júlí Anna Áslaug Ragnarsdóttir spilar Bach, Beethoven og Chopin. 5. ágúst Lög um börn, fyrir börn. Þórunn Elín Pétursdóttir og Anna Rún Atladóttir flytja. 12. ágúst Guðrún Ingimarsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir flytja ís- lensk leikhússlög. 19. ágúst Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran spila verk eftir Bach, Karólínu Eiríksdóttur o.fl. 26. ágúst Íslenski saxófónkvartett- inn spilar verk eftir Bozza, Piaz- zolla, Frescobaldi o.fl. 2. september Söngur, flauta, harpa. Gerður Bolladóttir, Pamela De Sensi og Sophie Schoonjans flytja m.a. Almanaksljóð Önnu Þor- valdsdóttur við kvæði Bolla Gúst- afssonar. Sumartónleikar Þriðjudaga, kl. 20.30. Kaffistofan er opin eftir tónleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.