Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 20

Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hælisbeiðandinn Paul Ramses hefur verið handtekinn og fluttur úr landi – til Ítalíu – fjölskyldunni sundrað og maðurinn hugsanlega settur í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hengja sig í stífustu formreglur og finna þannig leið til að losa sig við flóttamann og koma sér hjá því að taka umsókn hans til umfjöllunar. Þessi að- ferð er ábyggilega samkvæmt bókinni, allt kórrétt og ekkert upp á emb- ættismenn að klaga. En kring- umstæður þess fólks sem nú líður fyrir kalda reglustífni hrópa á skilning og mannúð. Ég held því ekki fram að við eigum að taka við hverjum þeim sem hingað vill koma. Það er full ástæða til þess að vera varkár í þeim efnum, en við eigum að hætta að nota okkur aðstæður sem eru þannig að við getum umsvifalaust losað okkur við hvern þann flóttamann sem sækir hér um hæli. Við eigum að taka um það pólitíska ákvörðun að hverfa frá þeirri lít- ilmótlegu stefnu og fjalla í framtíðinni um mál þeirra hælisbeið- enda sem sem hingað leita. Þess verður að gæta sérstaklega að ákvarðanir okkar stofni ekki við- komandi í aukna hættu. Nú er uppi ótti um að Ítalir sendi Paul Ramses til síns heima, sem er í Kenía. Fari svo er hann sagður í beinni lífshættu. Það er þá því mið- ur ekki í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld stefna hælisbeiðanda í voða. Á fjórða áratug síðustu aldar, í aðdraganda seinni heimstyrjald- arinnar, ráku íslensk stjórnvöld þýska borgara af gyðinglegum upp- runa úr landi og sendu þá beint í klær nasistaböðlanna. Seinna, þeg- ar afdrif þessa fólks voru rakin, kom í ljós að sumt af því lét líf sitt í útrýmingarbúðum nasista. Getum við Íslendingar þvegið hendur okkar og alfarið neitað ábyrgð á örlögum þeirra ein- staklinga? Það er að minnsta kosti ákaflega ólíklegt að fólkið hefði ver- ið myrt ef íslensk stjórnvöld hefðu nýtt það tækifæri sem þau vissu- lega höfðu til þess að vernda fólkið með því að veita því skjól hér á landi. ,,Vor saga geymir ýmsan auman blett,/ sem illa þolir dagsins ljós að sjá“.* Auðvitað viljum við gleyma aum- um blettum í fortíðinni, en þennan þátt sögunnar verðum við að muna meðan enn er hætta á að kuldaleg- ar ákvarðanir stjórnvalda hér stofni lífi flóttamanna í hættu. * Steinn Steinarr: Á rústum beitarhúsanna. ,,Vor saga geymir ýmsan auman blett“ Haukur Brynjólfsson fjallar um móttöku flóttamanna á Íslandi. Haukur Brynjólfsson » Við eigum að fjalla um mál hælisbeið- enda sem hing- að leita. Höf. er tæknimaður á Jarðvísindastofnun Háskólans. Í ÞRIÐJU grein laga um Seðlabanka Íslands frá 2001 stendur: „Meg- inmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi“ og í 4. greininni stendur: „Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangs- efnum sem samrýmast hlutverki hans sem Seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjár- málakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í land- inu og við útlönd.“ Stjórn stofnunar sem hefur þau hlutverk sem hér er líst og hefur mistekist jafnhrapalega og kemur fram í titli þessarar grein- ar tel ég að beri að víkja án frekari málalenginga. Ég mun þó rökstyðja hér kröfu mína um brotthvarf stjórn- arinnar frekar. Stýrivextir – eina stjórntækið? Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum heldur stjórn bankans því fram að eina stýritæki hennar séu stýrivextir. Það er hins vegar ljóst að bankinn hefur úr all- mörgum öðrum stýri- tækjum að moða og er bindiskyldan ein af þeim. Sem dæmi um virkni bindiskyldunnar þá hellti stjórnin olíu á eld þenslunnar með því að lækka bindi- skylduna í lok árs 2003 úr 4% í 2% en þá var búið að taka ákvörðun um mestu stór- iðjuframkvæmdir Ís- landssögunar sem námu um 25% af þjóðarframleiðsl- unni! Nú nýlega lækkaði stjórnin bindiskyldu af erlendri starfsemi bankanna niður í 0% til að mæta fjár- þörf þeirra svo ljóst er að hækkun á bindiskyldunni hefði aðeins getað náð til Íslands þegar ljóst var orðið að bankarnir fóru offari í innlendum lánveitingum. Til samanburðar má geta þess að Seðlabankinn í Kína hækkaði nýverið bindiskylduna úr 15% í 15,5% til að hafa hemil á út- lánaþenslu þarlendra banka. Jafnvægi í utanríkisviðskiptum? Stjórnin virðist engan veginn átta sig á því grundvallarhlutverki sínu að haga peningastefnunni þannig að jafnvægi ríki í utanríkisviðskiptum. Stjórninni finnst því ekkert at- hugavert við það að hækka vexti með það eitt að markmiði að draga að er- lenda vaxtamunarspákaupmenn til að styrkja gengi krónunnar tíma- bundið og vonast þannig til að það dragi úr verðbólgu. Þessi aðgerð er vægast sagt heimskuleg og má líkja því við að pissa í skóinn sinn – það næst smá ylur um stund en flestir gera sér líklega grein fyrir að hann verður býsna skammvinnur. Það mætti ætla að stjórinn í Seðlabank- anum væri í vöðlum í ljósi þess hversu lengi hefur verið migið en nú er loks farið að flæða upp úr þeim og margra ára fnykur leggst yfir þjóð- ina. Þensluhvetjandi vaxtahækkanir Stjórnin hefur ekki séð tilgang í því að svara mjög skilmerkilegum greinum Jóns Helga Egilssonar og Kára Sigurðssonar um að þegar vaxtamunur er orðinn of mikill fara vaxtahækkanir að leiða til þenslu í stað þess að slá á hana. Reynsla síð- ustu ára sýnir svo ekki verður um villst að þetta hefur einmitt gerst hér á landi. Ef menn skoða svo enn frek- ar grunnhugsunina á bak við kenn- inguna um beitingu vaxta til að hafa áhrif á þenslu kemur í ljós að hún hentar e.t.v. ekki svo vel á Íslandi, einkum eftir opnun fyrir fjármagns- flutninga. Ástæðan er sú, að störf í hinum tæknivædda útflutningsiðnaði eru ákaflega fá en störf tengd inn- flutningi eru hins vegar mun fleiri auk þess sem nánast allar neysluvör- ur eru innfluttar. Það er því alveg ljóst að vaxtahækkun sem hefur þau áhrif að styrkja gengið og skaða með því útflutningsiðnað en styrkja inn- flutningsiðnað og gera neysluvörur ódýrari mun frekar auka á þenslu en að draga úr henni. Vaxtahækkanir geta aukið verðbólgu Mislukkuð barátta stjórnarinnar gegn verðbólgu kristallast svo enn frekar í því að óhóflegar vaxtahækk- anir valda einnig verðbólgu beint því hvað geta skuldsett fyrirtæki annað gert en að velta fjármagnskostn- aðinum út í verðlagið. Skipta heimilin máli? Seðlabanki Bandaríkjanna brást með óvenjuafgerandi hætti við lausa- fjárkreppunni sem upp kom í tengslum við húsnæðismarkaðinn þar í landi. Meginmarkmið hraðrar vaxtalækkunar og samstarfs með fjármálafyrirtækjum var að tryggja að sem flest af of skuldsettum heim- ilum gætu staðið í skilum til að vand- inn myndi ekki aukast enn frekar. Minnist þess einhver að hagur hinna skuldsettu heimila landsins hafi kom- ið upp í tengslum við hver viðbrögðin ættu að vera við aðsteðjandi vanda í íslensku efnahagslífi? Hvað næst? Nú blasir því við að stjórn Seðla- bankans ætti að beita sér fyrir því að lækka stýrivextina hratt þar sem vaxtamunaviðskipti hafa hvort sem er stöðvast og því er vandséð hvaða tilgangi það þjónar að halda vöxtum svo háum sem nú er. Þegar við- skiptahallinn hverfur mun svo gengi krónunnar smám saman styrkjast í samræmi við raunverulegan styrk hagkerfisins. Nýjustu aðgerðir stjórnar bankans með nýrri skulda- bréfaútgáfu virðast hins vegar mið- ast við að halda áfram að pissa í yf- irfullu vaðstígvélin og ná tímabundinni styrkingu á genginu með aðstoð spákaupmanna. Hvað veldur? Getur verið að seðlabankastjór- anum sé svo umhugað um að koma tilteknum peningaöflum í þessu landi í vanda að hann láti sér í léttu rúmi liggja þó hann geri þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja gjaldþrota í leiðinni? Hverjir eiga að taka pokann sinn? Helgi Hjálmarsson skrifar um Seðlabankann og landsstjórnina Helgi Hjálmarsson » Stjórn stofnunar sem hefur þau hlutverk sem hér er líst og hefur mistekist jafnhrapalega og kemur fram í titli þessarar greinar tel ég að beri að víkja án frekari málalenginga. Höfundur er verkfræðingur. YFIRLÝSING sem hefur komið frá UTL varðandi mál Paul Ramses breytir mjög litlu. Ramses fékk vega- bréfsáritun á Ítalíu vegna þess að það er ekkert beint flug frá Keníu til Íslands. Og það er ekki skrítið að hann sæki um hæli hér á landi, þar sem hann á sérstök tengsl við landið. Í lögum, eins og UTL bendir á í yfirlýsingu, kemur fram að samkvæmt reglum Dyflinn- arsamningsins beri ítölsk yfirvöld ábyrgð á að fjalla um hæl- isumsókn mannsins. Bæði samkvæmt ís- lenskum lögum og þeim reglum sem gilda um samvinnu þeirra ríkja sem eru aðilar að Dyflinn- arsamstarfinu er heimilt að víkja frá þessum almennu reglum. Ég legg áherslu á að það er heimilt – ekki skylt. Það er ekki óvenjulegt að taka tillits til kringumstæðna mannsins sem sækir um hæli hér á landi, og stjórnvöld hafa vald til að leyfa manni eins og Paul Ram- ses að dvelja hér. Í raun er það í samræmi við 46. gr. laga um út- lendinga nr. 96/2002 þar sem stendur m.a.: „Ekki skal endursenda flótta- mann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nær- tækast sé að hann fái hér vernd.“ Hér gilda ofangreind íslensk lög í þessum efnum, sem Útlend- ingastofnun ber að fara eftir í einu og öllu í sínum störfum. Í þessum lögum hefur nú þegar verið tekið tillit til Dyflinn- arsamningsins, sem ekki er lög hérlendis, heldur staðfestur af Al- þingi og birtur í C-deild Stjórn- artíðinda. Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dómsmálaráðuneyt- isins og dóms- málaráðherra ber ábyrgð á öllum ákvörðunum Útlend- ingastofnunar, enda þótt hægt sé að kæra þær til ráðherrans. Hér er um að ræða mann sem hefur unn- ið á Íslandi sem sjálf- boðaliði í heilt ár, á lítið barn sem fædd- ist hér, og á konu hér sem er að bíða eftir honum og saknar hans mjög – þetta tel ég að megi skilgreina sem „sérstök tengsl“. Ég hef líka áhyggj- ur af því að Ítalía hefur oft verið gagn- rýnd af Sameinuðu þjóðunum vegna meðferðar á flótta- mönnum. Málið hennar Ro- semary er annað mál, en ég vil líka benda á að samkvæmt alþjóð- legum lögum eru réttindi til að halda fjölskyldum saman viðurkennd sem grunnmannrétt- indi í Evrópu. Þetta er lagabreyt- ing sem flóttamannafulltrúi Sam- einuðu þjóðanna hefur krafist mörgum sinnum að verði sett í ís- lensk lög. Ég vil líka benda á að í yfirlýsingu UTL er ítrekað að Paul Ramses hafi unnið hér án leyfis. Samkvæmt lögum í Svíþjóð mega hælisleitendur vinna á með- an hælisumsókn þeirra er tekin til meðferðar. Kannski er þetta eitthvað til íhugunar fyrir okkur varðandi okkar eigin löggjöf. Já, það vantar lagabreytingar varðandi flóttamannamál. Sem stendur getum við hjálpað Paul Ramses samkvæmt íslenskum lögum. Paul Ramses hefur sótt um hæli hér á landi, hefur sér- stök tengsl við landið, og stjórn- völd höfðu og hafa ennþá fullt vald til að veita honum hæli hér á landi samkvæmt okkar eigin lög- um. Mál Paul Ramses – hvað er til ráða? Paul F. Nikolov skrifar um flóttamanninn Paul Ramses Paul F. Nikolov »Ég tel að maður sem hefur unnið hér sem sjálfboðaliði í heilt ár, og á lítið barn sem fæddist hér, sé í „sérstökum tengslum“ við land og þjóð. Höfundur er varaþingmaður Vinstri-grænna. SEM „sjónvarps- sjúklingur“ horfi ég oft á útsendingar frá Alþingi. Dag einn í vor steig þar í pontu gamall þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem mun hafa verið frystur út úr þinginu á sinni tíð. Nú mætt- ur sem þingmaður Samfylkingarinnar. Honum mælist oft vel, en að þessu sinni var hann að mæra rík- isstjórnina og kynnti í því sambandi ályktun frá Sambandsstjórn- arfundi Lands- sambands eldri borg- ara, sem lögð var fram af vinnuhópi LEB, FEB í Reykja- vík, SES og 60+. Mér var ekki kunn- ugt um að Lands- samband eldri borg- ara væri gengið í þessa flokka, eða öf- ugt! Síðan kom þessi ályktun sem frétt í Mbl. Ég taldi víst að þetta væri einhver misskilningur sem stjórn LEB hlyti að leiðrétta. En það var óþarfi að gera sér vonir um það því þegar mér barst blaðið mitt „Listin að lifa“ sem er málgagn eldri borgara, var ályktunin komin þar. Þetta er sem sagt ályktun sam- bandsstjórnarfundar LEB, þar lögð fram af áðurnefndum vinnu- hópi. Eru SES og 60+ sem sagt orðnar deildir í Landssambandi eldri borgara? Nú er það svo að það eru fleiri stjórnmálaflokkar í landinu og með sína eldri borgara sem eru auðvitað margir hverjir félagar í FEB, var þeim boðið að vera flutningsmenn umræddrar álykt- unar? Ég á ekki von á því! Að mínu mati eru þetta ólíðandi vinnubrögð stjórnar LEB. Stjórn LEB ber skylda til að leiðrétta þessi mistök og biðja félaga sína afsökunar á þeim. Þeir sem eru svona pólitískt heitir verða að beina þeim hita í aðrar áttir – það skal tekið fram að andmæli mín beinast ekki gegn umræddri ályktun sem slíkri. Þessi stutta grein verður ekki lengri, en ég leyfi mér að minna á 1. gr. 2. í lögum FEB. Hún hljóðar svo: „Félagið er skipulagslega óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.“ Landssamband eldri borgara, 60+ og SES Jónsteinn Haraldsson segir vinnubrögð stjórnar LEB ólýðandi Jónsteinn Haraldsson »Mér var ekki kunnugt um það að LEB væru í svona nánu sambandi við stjórnmála- samtök. Höfundur er eldri borgari og fyrrum starfsmaður á dagblaði og bóksali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.