Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Meistara-flokkssúpur Masterklass        Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. Tveir dagar til stefnu  Hjúkrunarfræðingar hafa fundað stíft með samninganefnd ríkisins og segja loks komna hreyfingu á málin  Ef ekki semst hefst yfirvinnubann á fimmtudaginn Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „VIÐ erum að skoða nýjar hugmyndir núna sem okkur sýnist að gæti verið ávinningur af fyrir báða aðila og öllum líst vel á,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, en samningaviðræðum var slegið á frest í gær eftir rúmar sex klukkustundir og þykir góðs viti hve lengi var fundað. Að sögn Elsu hafa viðræðurnar ávallt gengið vel en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem deiluaðilar hafi fundið einhvern snertiflöt. „Við höfum svo sem ekki undan neinu að kvarta í samningaferlinu, allir hafa komið fram af miklum heilindum, en það er fyrst núna sem við erum með eitthvað áþreifanlegt á borðinu til að vinna með og það gefur vonir.“ Ætla má að yfirvofandi yfirvinnubann setji þrýst- ing á deiluaðila. „Ég held að stjórnvöld sjái að það er góð samstaða meðal hjúkrunarfræðinga og að okkur er full alvara með þessu yfirvinnubanni. Svo auðvitað geri ég ráð fyrir að það ýti á eftir báðum aðilum, því það er öllum í hag að ná að semja í tíma,“ segir Elsa. Fundi verður haldið áfram kl. 9.30 í dag og segist Elsa bjartsýn. „Það er engin ástæða til annars, við erum komin í ákveðinn farveg og ef ekkert óvænt kemur upp á ætti þetta að ganga vel.“ LANDEIGENDUR á Bakka og Siglingastofnun hafa hætt samningaviðræðum vegna landsins sem þarf undir fyrirhugaða Landeyjahöfn í Bakkafjöru. Ekki tókst að ná grundvelli til að semja og hefur málið því verið sent til samgönguráðuneytis, sem fer með heimild til eignarnáms á landinu samkvæmt lögum sem samþykkt voru á síðustu dögum þings í vor en sækja þurfti sérstaklega um heim- ildina á Bakka þar sem í hafnarlögum var ekki að finna heimild fyrir eignarnámi vegna hafnar. „Auðvitað vonar maður alltaf að samningar takist, en ef það er alveg útséð um það munum við nýta okkur eign- arnámsheimildina, til þess er hún fengin,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Þegar hefur verið samið um grjótnám sem nýta á í sjóvarnargarða umhverfis höfnina. Að sögn Kristjáns er framkvæmdin því komin á góðan skrið og ekki hefur orðið töf þrátt fyrir að illa gangi að semja við landeigendur. „Við erum búin að bjóða fram- kvæmdina um Landeyjahöfn og veginn út og fengum góð tilboð, eða um 60% af kostnaðaráætlun, svo það stendur til að skrifa undir núna á næstu dögum.“ unas@mbl.is Land undir Bakkafjöruhöfn verður tekið eignarnámi Samningar milli landeigenda og Siglingastofnunar í strand HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði í gær karlmann sem grunaður er um al- varleg kynferðisbrot gagnvart sjö stúlkubörnum í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í máli hans eða í mesta lagi til 13. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldi yfir manninum átti að ljúka í gær, samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Reykjaness frá því á fimmtudag, en Hæstiréttur felldi hann úr gildi. Maðurinn hefur nú verið ákærður og mál hans verið þingfest fyrir dómi. Sakarefnin eru tilefni 22 ákæruliða. Nægilega sterkur grunur Maðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi síðan 3. apríl þegar upp komst um brot hans. Rannsókn málsins hefur verið viðamikil en stúlkurnar sjö sem honum er gefið að sök að hafa brotið gegn eru fæddar á tímabilinu 1994 til 1998, þeirra á meðal er stjúpdóttir hans. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins sé nægilega fram komið að sterkur grunur sé um að maðurinn hafi framið þau brot gegn stjúpdóttur sinni sem honum eru gefin að sök í ákærunni. Þess vegna skuli gæsluvarðhaldið fram- lengt. Fyrst um sinn sat hann í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn- arhagsmuna en nú vegna almanna- hagsmuna. Héraðsdómur taldi skil- yrði fyrir því ekki uppfyllt. Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en Oddgeir Einarsson hdl. er verjandi manns- ins. onundur@mbl.is Ákærður og varðhaldið framlengt ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sem var í æfingaflugi við mynni Hval- fjarðar sótti í gærkvöldi mann sem hafði ökklabrotnað í hlíðum Esj- unnar. Jeppabifreið var ekið utan í veg- rið Ölfusárbrúar. Draga varð bif- reiðina burt en engin meiðsl urðu á fólki. Brúin var lokuð um tíma. Innbrot á Suðurnesjum Tvö innbrot voru tilkynnt lögregl- unni á Suðurnesjum í gær. Brotist var inn á vinnusvæði Nesprýði við Vesturbraut og inn í vinnuskúr á námusvæði við Stapafell. Ökklabrotnaði í Esjunni TANKBÍLL frá G.G.-Flutningum valt um sex metra ofan í skurð á vinnusvæði rétt við Vest- urlandsveg við hlíðar Úlfarsfells í gær, skammt frá nýbyggingum Bauhaus sem nú rísa. Ökumaðurinn slapp ómeiddur og engan sak- aði. Bíllinn var með vatn í tanknum og sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var því engin hætta á jarðvegsmengun eða annarri mengun vegna slyssins. Bíllinn var að keyra framhjá skurðinum þegar vegbrún brast undan honum og því fór sem fór. Tilkynning barst til lögreglu um klukkan 17.20 en að sögn varðstjóra var byrjað að vinna að því að koma bílnum á réttan kjöl og ná honum upp að ganga sjö í gærkvöldi. Vegkantur hrundi undan tankbíl „ÞAÐ er sorglegt að þetta skuli þurfa að enda með þessum hætti, en við áttum svo sem von á því,“ segir Torfi Sigurðsson, lög- maður landeigenda á Bakka. „Við höfum ýmislegt við framkvæmdina að at- huga og landeigendur hefðu viljað fá að segja meira um hvernig þessu yrði háttað, þetta er nú einu sinni þeirra land. En fyrst að valið er að fara með þetta í eign- arnám þá þurfa þeir að sæta ákveðinni nið- urstöðu og þiggja bætur fyrir hana.“ Torfi segir þó að eignarnámið sé ekki endilega slæm nið- urstaða fyrir landeig- endur fjárhagslega, þeim hafi verið boðnar svo lágar upphæðir í samningaviðræðum að það geti verið allt eins gott að fá metnar skaðabætur. „En þetta snýst ekki bara um pen- ingana, heldur að fram- kvæmdin sé sem hag- kvæmust fyrir þau sem landeigendur.“ Torfi segir þó enn ekki loku fyrir það skotið að samkomulag náist, af hálfu landeigenda. Sorglegt að þetta sé niðurstaðan Hvað felst í yfirvinnubanni? Frá og með 10. júlí munu hjúkrunarfræðingar einungis skila vinnuframlagi í samræmi við um- samið starfshlutfall. Meðalstarfshlutfallið er 77% og flestir vinna mikla yfirvinnu. Hvenær var yfirvinnubann ákveðið? Meðlimir FÍH kusu um miðjan júní og var boðað til bannsins hinn 25. júní með 95% stuðningi. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.