Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 16
|þriðjudagur|8. 7. 2008| mbl.is
daglegtlíf
H
lutir sem maður býr
til sjálfur hafa oftar
en ekki meira tilfinn-
ingalegt gildi en
hlutir sem maður
kaupir úti í búð. Þeir sem sóttu
námskeið í rafmagnsgítarsmíð hjá
Gunnari Erni Sigurðssyni geta
örugglega staðfest þetta, en þeir
smíðuðu sér Fender Stratocaster
eða Telecaster rafmagnsgítara í
vetur undir handleiðslu Gunnars.
„Ég lærði að smíða rafmagnsgít-
ara hjá Þjóðverjanum Eki Hoffman
á eyjunni Formentera, svo fór ég
líka til Svíþjóðar og smíðaði kassa-
gítar hjá manni að nafni Michael
Sanden,“ segir Gunnar Örn sem
kenndi fjölbreyttum hópi fólks að
smíða rafmagnsgítara. „Kunningi
minn hjá Tækniskólanum hafði
samband við mig en hugmyndin
var búin að gerjast í upp undir ár.
Við renndum hálfpartinn blint í sjó-
inn, auglýstum námskeiðið í fjöl-
miðlum og byrjuðum að kenna í
febrúar. Ég var ekki viss hver að-
sóknin yrði en endaði með tíu nem-
endur. Þetta er fyrsta námskeiðið í
rafmagnsgítarsmíð sem haldið er á
Íslandi, ég fékk góða reynslu og
veit hvernig næsta námskeið verð-
ur byggt upp.“
Gunnar Örn segir námskeiðið
hafa gengið vonum framar. „Hand-
verkfærin voru aðeins af skornum
skammti en þetta gekk samt allt
vel því fólk var mjög jákvætt. Það
komu mjög góð hljóðfæri út úr
námskeiðinu og ég veit að allir
nemendurnir voru ánægðir með
sína gítara.“
Settum reglum fylgt
Það er nákvæmnisvinna að smíða
gítar og fara þarf eftir ströngustu
lögmálum til að gítarinn verði
hljómfagur. „Nemendurnir smíð-
uðu þetta allt frá grunni, þeir byrj-
uðu með fjórar spýtur og smíðuðu
búkinn, hálsinn, fingraborð og ann-
að. Öll smíðavinnan var í þeirra
höndum, þeir hefluðu, þjöluðu,
fræstu, pússuðu, sprautuðu, söguðu
og unnu alla bandavinnu á frum-
stæðan hátt. Böndin voru lamin í
með hamri eins og var gert hér áð-
ur fyrr í stað þess að pressa þau
eins og er oftast gert í dag. Það
þarf að fylgja ákveðnum ófrávíkj-
anlegum reglum þegar rafmagns-
gítar er smíðaður og nemendurnir
notuðu skapalón til að auðvelda sér
vinnuna. Það fór ekki mikill tími í
að útskýra hlutina uppi á töflu eins
í venjulegri kennslustund heldur
var meira rabbað saman á meðan
smíðinni stóð og þetta var mjög
skemmtilegt.“
Gunnar Örn segist hafa fengið
ótrúlega góð viðbrögð við nám-
skeiðinu. „Þetta gekk allt mjög vel
og aðstaðan var til sóma hjá Iðn-
skólanum. Það verður örugglega
námskeið í haust og annað eftir jól
því það er mikill áhugi fyrir þessu,
síminn hefur ekki stoppað. Þó fólk
ætli ekki endilega að leggja fyrir
sig gítarsmíð þá er stemning að
smíða einn gítar, ég tala nú ekki
um ef menn eru í hljómsveit að
nota handsmíðaðan gítar. Fyrir
mig persónulega er ótrúlega
skemmtilegt að upplifa að góðir
tónlistarmenn eru að spila á gítar
sem ég smíðaði.“
Smíðaði gítar fyrir
Björgvin Halldórsson
Hendur ófárra íslenskra tónlist-
armanna hafa handleikið gítara
sem Gunnar Örn hefur smíðað. „Ég
sé bæði um að gera við hljóðfæri
og smíða þau, ég hef gert gítara
fyrir til dæmis Ómar Guðjónsson í
Jagúar og Björgvin Halldórsson.
Svo hef ég gert við hljóðfæri fyrir
Fræbbblana og fleiri,“ segir Gunn-
ar Örn.
Hann segir að lokum að allir séu
velkomnir á námskeið til sín í raf-
magnsgítarsmíð. „Það þarf ekki
sérstaklega mikla smíðareynslu
þegar menn eru að gera svona und-
ir handleiðslu, það hafa flestir
reynslu frá grunnskóla og það er í
sjálfu sér nóg. Í vetur var hér fólk
á öllum aldri, alveg niður í 18 ára
og upp í um fimmtugt.“
Kennir galdurinn að baki
rafmagnsgítar rokkhetjanna
Sagið fauk og lakklykt lá
í loftinu þegar tíu manns
tóku sig saman og lærðu
rafmagnsgítarsmíð undir
handleiðslu Gunnars
Arnar Sigurðssonar.
Lilja Þorsteinsdóttir
spjallaði við gítarsmið-
inn og Pál Ólafsson, einn
nemendanna á nám-
skeiðinu.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Gítarsmiðurinn Gunnar Örn Sigurðsson hefur smíðað ófáa rafmagnsgítara eftir að hann lærði fræðin.
www.luthier.is
http://web.mac.com/pallolafs-
son/stratocaster/Heim/
Heim.html
Ljósmynd/ Páll Ólafsson
Byrjað með fjórar spítur Þau eru
mörg handtökin að baki rafmagns-
gítarsmíðinni, en allir byrjuðu nem-
endurnir með fjórar spítur. Við
smíðina þarf síðan að fylgja ófrá-
víkjanlegum reglum og ströngum
lögmálum til að gripurinn verði
hljómfagur.
„Ég hef lært gítarleik og mig hefur alltaf langað í Fender Stratocaster,“ segir
Páll Ólafsson sem smíðaði sér rafmagnsgítar á námskeiðinu í vetur. „Ég sá fyrir
tilviljun auglýsingu frá Iðnskólanum þar sem bauðst að handsmíða svoleiðis
grip og ég stökk á tækifærið. Þetta var frábær tími og ég var alveg ómögulegur
ef ég missti af einni kennslustund.“ Páll segir að Gunnar Örn hafi lagt sig allan
fram við að gera námskeiðið skemmtilegt. „Gunnar kom því í kring að ýmsir
hljóðfæraleikarar komu í tímana og spiluðu fyrir okkur á gítara sem hann hafði
sjálfur smíðað, svo kom hann sjálfur með mismunandi gítara til að sýna okkur.“
Páll segir námskeiðið hafa verið fróðlegt og hann er mjög sáttur við útkom-
una. „Það var gríðarlega skemmtilegur hópur á námskeiðinu, allir unnu vel
saman og hjálpuðust að. Ég lærði mikið á verkfæri og hvaða aðferðir eru not-
aðar en mér fannst eiginlega erfiðast að velja litinn,“ segir Páll og hlær. „Ég er
rosalega ánægður með útkomuna, ég ákvað að hafa litinn „sunburst tobacco“ til
að gefa honum skítugt útlit og hann lítur út fyrir að hafa verið á einhverri búllu í
20 ár.“
Stökk á tækifærið
Morgunblaðið/G.Rúnar
Neminn Pál Ólafsson hafði lengi langað í Fender Stratocaster.
Rafmagnsgítarar eru með
nema (pickup) sem breytir titr-
ingi frá strengjunum í raf-
straum, sem er svo hækkaður
með magnara og hátalara.
Flestir rafmagnsgítarar hafa
sex strengi en djassgítarleik-
arar og þeir sem spila harðari
rokktónlist nota sumir sjö
strengi.
Fyrstu rafmagnsgítararnir
voru notaðir af djassgítarleik-
urum á fjórða áratug 20. aldar.
Gítarmolar