Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 8. júlí, 190. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Víkverji var í hópi þeirra tugþús-unda ökumanna sem voru á far- aldsfæti um helgina. Ekki var að sjá að okurverð á bensíni hefði áhrif á ferðagleðina. Ekki gat Víkverji held- ur merkt það að bensínfótur öku- manna væri eitthvað léttari en áður, líkt og Blönduóslöggan og hennar starfsbræður hafa vitnað um. Vík- verji er tíður gestur á norðurleiðinni og sér á ferðum sínum mun sjaldnar til Blönduóslöggunnar en hér á ár- um áður, og það heyrir orðið til und- antekninga að mæta lögreglubíl í Borgarfirðinum eða Skagafirði. x x x Á suðurleið á sunnudagskvöldvarð Víkverji vitni að glæfra- og hraðakstri í nokkrum tilvikum og hugsaði til þess að vonandi yrðu þessir ökufantar teknir. Laust þá í höfuð Víkverja snilldarhugmynd. Af hverju ekki að taka upp borgaralegt hraðaeftirlit? Gefa fólki, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, heim- ild til að taka hraðamyndavél með sér í ferðalagið og leigja af lögregl- unni. Tæknin til að gera þetta kleift hlýtur að vera til staðar. Skilyrðin yrðu að vera m.a. hreint sakavottorð, háskólapróf og 35 ára aldurstakmark og að einungis að- stoðarökumaður gæti tekið myndir á ferð, annaðhvort af bíl að fara fram úr eða koma á móti á fleygiferð. Um- ræddir borgaralegir hraðaeftirlits- menn fengju síðan ákveðna prósentu af sektinni til ríkissjóðs, sem umbun fyrir sitt framlag. Að sjálfsögðu þyrfti að setja löggjöf um þessa starfsemi, m.a. til að vernda fólk fyr- ir árásargjörnum ökumönnum. Einnig yrði að merkja bíla hinna borgaralegu eftirlitsmanna með lím- miðum í aftur- og framrúðum. x x x Víkverji er ekki í nokkrum vafaum að þetta mun stuðla að hægari og öruggari umferð á þjóð- vegum landsins. Þetta mun einnig auka tekjur ríkissjóðs og gefa fólki um leið færi á að vinna sér inn smá- aukapening í sumarfríinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Emelía Eir fædd- ist 26. febrúar kl. 20.53. Hún vó 4.140 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbjörg I. Sigurbjörnsdóttir og Ragnar Reyr Ragnarsson. Kaupmannahöfn Hildi Ólafs- dóttur og Þórhalli I.Halldórs- syni fæddust tvíburar 17. júní kl. 16.50 og 16.51. Solveig t.v. vó 2.730 g, var 47 cm og Ey- rún t.h. vó 3.180 g, var 48 cm. Kópavogur Harpa Björg fæddist á heimili sínu 12. maí kl. 20.39. Hún vó 4.020 g og var 53 cm. Foreldrar hennar eru Ólafía Sólveig Einars- dóttir og Björn Ásbjörnsson. Danmörk Aron fæddist 28. mars síðastliðinn. Hann vó 5.050 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Þórunn Stefánsdóttir og Jesper Cramer Larsen. Reykjavík Dagur Hrafn fæddist 19. mars kl. 12.46. Hann vó 2.975 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Hulda Björk Guðmundsdóttir og Ingvar Freyr Guðjónsson. Reykjavík Ása Melkorka fæddist 22. mars kl. 9.21. Hún vó 3.435 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Daði Kristjánsson og Ída Sig- ríður Kristjánsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 æskilegur, 8 grasflöt, 9 angan, 10 greinir, 11 geil, 13 glaums, 15 fáni, 18 lítið, 21 rödd, 22 munnbita, 23 spilið, 24 heimska. Lóðrétt | 2 fiskinn, 3 súrefnið, 4 í vafa, 5 mergð, 6 ótta, 7 hól, 12 álygar, 14 snák,15 óða- goti, 16 áreiti, 17 sori, 18 jurtar, 19 kærleikurinn, 20 þyngdareining. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bukks, 4 bætir, 7 kækur, 8 ólund, 9 tár, 11 riða, 13 hali, 14 græða, 15 vala, 17 láns, 20 vin, 22 neyði, 23 ólíkt, 24 aftra, 25 tjara. Lórétt: 1 búkur, 2 kákið, 3 sárt, 4 bjór, 5 tauta, 6 ruddi, 10 ámæli, 12 aga, 13 hal,15 vansa, 16 leyst, 18 álíka, 19 setja, 20 vika, 21 nótt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. O–O a6 7. Bb3 b5 8. a4 b4 9. e4 Bb7 10. Rbd2 Be7 11. e5 Rfd7 12. Rc4 O–O 13. Rd6 Bxd6 14. exd6 cxd4 15. Rxd4 Rc5 16. Bf4 Df6 17. Bg3 Rbd7 18. Bc2 Hfc8 19. He1 g6 20. Dd2 Bd5 21. Hac1 b3 22. Bb1 Rxa4 23. Hc7 Rab6 24. Hec1 e5 25. Rc6 Hxc7 26. Re7+ Kg7 27. Hxc7 Dxd6 28. Hxd7 Rxd7 29. Dxd5 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skömmu í Foros í Úkraínu. Alex- ey Shirov (2740) frá Spáni hafði svart gegn Alexander Onischuk (2664) frá Bandaríkjunum. 29… Hc8! og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt í ljósi þess að bæði hrókur svarts og drottning eru friðhelg. Magnus Carl- sen (2765) frá Noregi varð einn efstur á mótinu og nálgast hann nú óðfluga 2800 stigamúrinn. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stilling. Norður ♠KD842 ♥76 ♦Á ♣D10874 Vestur Austur ♠75 ♠Á93 ♥9 ♥D104 ♦KDG109865 ♦432 ♣K9 ♣Á652 Suður ♠G106 ♥ÁKG8532 ♦7 ♣G3 Suður spilar 4♥. Það þarf mikla stillingu til að segja aldrei neitt með áttlitinn í vestur. Í leik Íslands og Englands á EM vakti Bjarni Einarsson í fyrstu hendi 4♥ og Paul Hackett kyngdi því, þegjandi og hljóðalaust. Hackett hitti á að koma út með ♣K, sem banar spilinu örugglega. Austur fékk næsta slag á ♣Á, lagði nið- ur ♠Á, spilaði svo enn laufi og tryggði vörninni slag á tromp. Hjartanía vest- urs vinnur vel með ♥D104. Þessi góða niðurstaða Englending- anna fór þó fyrir lítið, því á hinu borð- inu fékk Aðalsteinn Jörgensen að vinna 5♦ í vestur. Þar voru synir Pauls í vörninni, Jason og Justin Hackett. Jason kom út með ♦Á og skipti yfir í hjarta. Bróðir hans spilaði enn hjarta, sem Aðalsteinn trompaði og lagði niður nokkra kílómetra af tíglum. Og viti menn, norður henti tveimur laufum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú veist hvað þú gerir best og í dag ættir þú að skara fram úr á því sviði. Það gefur þér sjálfstraust sem aðrir taka eftir. Í kvöld geturðu mætt hverju sem er. (20. apríl - 20. maí)  Naut Aðrir hafa þrælað til að þú hafir það gott. Það er því auðveldara fyrir þig að launa greiðann og gera það sama fyrir komandi kynslóðir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt í samskiptum við sterkar persónur, og það finnst þér sérlega spennandi. Auðvitað er þetta ansi erfitt en þú vilt hafa það þannig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert loðin um lófana núna. Það er mikilvægt halda fjárstreyminu í lagi svo ekki verði stöðnun. Í kvöld skaltu ekki reyna að sannfæra þá sannfærðu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þarfnast ástin fórna? Að gera ein- hvern sem þú elskar hamingjusaman er stórkostlegt, ekki skelfilegt. En ef þér finnst leiðinlegt að hjálpa fólki, skaltu pæla betur í því. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú flaggar þínu besta í dag. Þú ert ráðríkur en heillandi og það virkar svo vel að enginn stenst þig. Fólk mun hópast að til að hjálpa þér og það með bros á vör. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér en þú ert rausnarlegur og góðhjartaður. Hlustaðu án þess að dæma. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur útvegað það sem aðrir þarfnast. Þeim finnst þú ómissandi, en segja það ekki af hræðslu við að þú viljir fá greitt fyrir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þegar þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig í dag þá verðurðu á sama tíma fulltrúi þeirra sem eiga erfitt með að tjá sig. Þú munt verða dáður fyrir vikið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú stendur í stórræðum þessa stundina með öðrum. Þú hefur hugrekki og það ætti að duga til að þú getir komið þér á framfæri. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Velgegni í dag reynist þér auð- veld. Þú heldur þig við reynda formúlu og ættir að breyta þeim sem ekki virka leng- ur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Með því að beita sjálfur sama ráði og þú vanalega gefur öðrum muntu verða stórstjarna í þínum heimi. Á þennan hátt mun fordæmi þitt verða fordæmi ann- arra. Stjörnuspá Holiday Mathis 8. júlí 1361 Bardagi var háður á Grund í Eyjafirði, Grundarbardagi. Þetta var aðför Eyfirðinga að Smiði Andréssyni hirðstjóra og þrjátíu manna fylgdarliði hans. Smiður féll og átta af hans mönnum en fimm Eyfirð- ingar. 8. júlí 1903 Síldarsöltun hófst á Siglufirði. Norskt skip, Marsley, kom með 60-70 tunnur af síld sem veidd var í reknet nóttina áð- ur. Þetta var upphaf síldaræv- intýrisins sem stóð í 65 ár. 8. júlí 1933 Tuttugu kindur af karakúl- stofni komu til landsins frá Halle í Þýskalandi, ætlaðar til kynbóta. Síðar kom í ljós að þær báru með sér mæðiveiki og garnaveiki. 8. júlí 1950 Fyrsta Landsmót hestamanna var sett á Þingvöllum. Gestir voru um fjögur þúsund og komu margir þeirra ríðandi úr öðrum landshlutum. Hreinn frá Þverá í Blönduhlíð var þá talinn glæsilegasti hestur á Ís- landi. 8. júlí 1951 Bjarg lenti á rútu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Ísa- fjarðar. Í bifreiðinni voru þrjátíu íþróttamenn, tveir þeirra biðu bana og tveir slös- uðust mikið. 8. júlí 2006 Björgunarsveitarmennirnir Haraldur Haraldsson og Sam- úel Albert Ólafsson sigu niður Glym, hæsta foss landsins (198 metra), fyrstir manna svo vit- að sé. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Þóra Björk Sveinsdóttir og Skúli Flosason eiga fimmtíu ára brúðkaups- afmæli í dag, 8. júlí. Þau eru að heiman. Gullbrúðkaup „Það er nú ekki stórvægilegt því að konan mín er í Síberíu,“ útskýrir Ragnar Arnalds, afmælisbarn dagsins, inntur eftir því hvað hann hyggist gera í tilefni dagsins. Í kvöld hyggst hann þó fara út að borða með dætrum sínum. „Ég hef ekki verið upp- lýstur nákvæmlega um það hvað til stendur,“ bæt- ir hann við dularfullur. Ragnar hefur fengist við margt gegnum tíðina, m.a. hefur hann gegnt stöðu formanns Alþýðu- bandalagsins og verið fjármálaráðherra, svo eitt- hvað sé nefnt. Í dag er hann formaður bæði Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evr- ópumálum, og Félags fyrrverandi alþingismanna. Ekki vantar svörin þegar Ragnar er spurður hvort einhver afmæl- isdagur sé honum sérstaklega minnisstæður. Það var 15 ára afmælið, en þá var hann staddur á Arnarvatnsheiði með þekktum manni, Vil- hjálmi Þór, en afmælisbarnið var hestastrákurinn hans. „Hann var nú ekki margmáll maður og sagði ekki nema eina setningu við mig allan daginn,“ segir Ragnar þegar hann hugsar til baka, „ætli það hafi ekki verið eigum við að fá okkur að borða?“ Tvö leikrit og ein skáldsaga eru í bígerð, en þar að auki spilar Ragnar á klarínett og fer í Laugardalslaugina á hverjum degi. „Ég fer alltaf undir kvöld, það er svo gott fyrir svefninn,“ bætir hann við, „ég sleppi aldrei degi úr ef ég er í bænum.“ andresth@mbl.is Ragnar Arnalds, rithöfundur, sjötugur Fer í laugina á hverjum degi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.