Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 17
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 17 Eftir Guðlaug Albertsson S érstakt Sjóræningjahús hefur verið opnað á Vatn- eyri og eiga hjónin Alda Davíðsdóttir og Davíð Rúnar Gunnarsson heiðurinn af því. En innblást- urinn fyrir húsið sóttu þau til ruplandi sægarpa við Íslandsstrendur. Hugmyndin að Sjóræningjahúsinu kviknaði þegar Alda var að hefja lokaár sitt í námi í ferðamálafræði við Háskól- ann á Hólum og var farin að velta fyrir sér hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur að námi loknu. Hún vissi að það vantaði afþreyingu fyrir ferðamenn á Patreksfirði og fór því að leita í sögu svæðisins að einhverju spennandi til að byggja á. Í heimildum reyndist síðan að finna afar spennandi og dramatískar frásagnir af komum sjóræningja til Vatneyrar við Patreksfjörð seint á 16. öld og snemma á þeirri 17. Þær frásagnir urðu kveikjan að Sjóræningjahúsinu. Líf og fjör fyrir börnin Gert er ráð fyrir margþættri starfsemi í Sjóræningjahús- inu, en fyrst og fremst verður þó um sýningu að ræða sem segir sögur af sjóránum við Íslandsstrendur. Í húsinu verður þó einnig minjagripa- og handverksverslun, kaffihús og úti- svæði með leiktækjum fyrir börn. Hugmyndin er sú að fjöl- skyldur geti eytt þar tíma saman og að allir finni þá eitthvað spennandi við sitt hæfi. Þau Alda og Davíð eiga sjálfir börn og kannast vel við að börnunum leiðist á meðan fullorðna fólkið skoðar söfn og sýningar á ferðalögum og töldu sig því vita nokkuð vel hvað vantaði fyrir þennan hóp. Fyrir vikið er mikil áhersla lögð á upplifunarþáttinn við alla hönn- un, hvort sem það er á sýningunni sjálfri eða útisvæðinu. Þar sem verkefnið er stórt verður það unnið í mörgum skrefum og voru kaffihúsið og minjagripa- og handverksverslunin opnuð nú í vor. Á kaffihúsinu er uppi sýning um sjórán við strendur Íslands, en í framtíð- inni mun dæmið snúast við og kaffihúsið verða lítill hluti af heildarstarfseminni. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Á sjóræningjaslóðum Þau Davíð Rúnar og Alda nýta sér sagn- ir af ruplandi sægörpum við uppsetningu Sjóræningjahússins. Sjórán og sjóðheitt kaffi Patreksfjörður Dramatískar frásagnir af komum sjóræningja á Vatneyri eru kveikjan að nýjustu viðbótinni við ferða- þjónustu á Patreksfirði. Sjóræningjahúsið er staðsett í gamalli vélsmiðju nálægt höfninni á Patreksfirði. „Þessi vélsmiðja var mjög framarlega á sínu sviði um og upp úr 1930,“ útskýrir Alda. „Fyrri hluti hennar var byggður 1918 en hinn 1920.“ Í stað þess að rífa innviði hússins út með kurt og pí ákváðu þau hjónin að notfæra sér gróft yfir- bragð innréttinganna sem þar voru enda hæfa þær einstaklega vel starfsemi hússins og þeirri sögu sem því er ætlað að minna á. „Ég veit ekki hvort þessar hillur eru búnar að vera hér í húsinu frá upphafi en gamlar eru þær,“ heldur Alda áfram. „Þær voru notaðar undir „fittings“ sem mér skilst að sé pípulagningaefni. Þarna voru því geymd hné og minnkanir og stækkanir og ýmis- legt fleira sem ég kann ekki að fara með,“ segir hún hlæjandi. Innréttingarnar hafa enda vakið verðskuldaða athygli. „Um daginn komu hingað menn frá Húsa- friðunarnefnd sem voru virkilega sáttir og ánægð- ir með hvernig við höfðum haldið í þessar hillur og sögðu beinlínis að þetta væri til fyrirmyndar.“ Í dag eru hillurnar m.a. nýttar undir vínföng og veitingar á kaffihúsinu auk bóka sem leika sér- stakt hlutverk í Sjóræningjahúsinu. „Við erum með skiptibókamarkað sem heimafólkið er mjög duglegt að nota,“ segir Alda. „Að auki seljum við sjálf bækur sem tengjast sjóræningjum og sjófugl- um sem hér er mýgrútur af í bjarginu.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Frá vélsmiðju að veitingastað Gömlu innréttingarn- ar henta ekki síður vel fyrir vínföng en pípulagnaefni. Eldgamlar innréttingar Ekki verður annað sagt en vorið og sumarið það sem af er, hafi far- ið vel með Skagfirðinga, heyskap- ur bænda gengið vel og svo hefur hver stóratburðurinn af öðrum rið- ið yfir með tilheyrandi vopnaburði og drápum og í framhaldi af því gríðarlegum tilfinningasveiflum, stóryfirlýsingum og gráti mishátt- settra ráðamanna.    Hins vegar er ýmislegt að gerast í bæjarmálunum, nýtt pósthús er í byggingu við Ártorgið og verður vafalítið hin reisulegasta bygging, en þá er eftir að fá gamla pósthús- inu, sem er falleg bygging við Kirkjutorgið í hjarta gamla bæjar- ins, verðugt framtíðarhlutverk og ætti það að vera hluti af tillögum sem Áslaug Árnadóttir arkitekt er að vinna fyrir sveitarfélagið varð- andi útlit og uppbyggingu Aðalgöt- unnar og gamla bæjarins. Það er svæði sem raunar nær frá Eyrinni að Faxatorgi.    En einmitt við Faxatorgið hefur um nokkurt skeið verið áformað að byggja menningarhús, eitt þeirra fjölmörgu sem rísa eiga á lands- byggðinni, í tengslum við Safna- húsið, sem hefur fram til þessa hýst Bóka- og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Yrði gamla Safnahúsið ásamt hinu nýja menningarhúsi glæsi- legur hornsteinn gamla bæjarins að sunnan, en auk þess gefa Fax- atorginu mjög fallega umgjörð. Í núverandi Safnahúsi er auk bóka- og skjalasafns einnig ágætur sýningarsalur þar sem velflestir bestu listamenn þjóðarinnar hafa sýnt myndverk sín. Nú hefur hins vegar í sveitarstjórn komið fram sú hugmynd að falla frá upphaf- legum áformun en byggja nýtt menningarhús í tengslum við Ár- skóla.    Mjög eru skiptar skoðanir um ágæti þessarar hugmyndar, og ljóst að margir telja stigið stórt skref til baka, ef það fjármagn sem koma skal í menningarhús verður nýtt til uppbyggingar skólamannvirkja, þó sannanlega blómstri mikil menning innan allra skólahúsa landsins. Einnig mun, til þess að gera, nýlega fullgert og glæsilegt íþróttasvæði lagt undir byggingar og bílastæði að allt of stórum hluta. Þá mun gamla Safnahúsið verða skilið eftir, óbreytt en í tengibygg- ingu milli nýja hússins og þess gamla átti meðal annars að koma fyrir lyftu til aukins aðgengis fyrir fatlaða og einnig átti í húsinu að mæta mjög aðkallandi þörf fyrir bætta aðstöðu til vinnu og rann- sókna á héraðsskjalasafninu, sem er eitt hið besta á landinu, og er löngu orðið mjög aðþrengt með rými.    Þá stendur til að hefja nú í næsta mánuði enduruppbyggingu á „Sýslumannshúsinu“ svonefnda, eða Kaffi Krók, sem varð eldi að bráð í upphafi árs. Er það öllum mikið fagnaðarefni að brunarúst- irnar skuli innan tíðar fjarlægðar og hafist handa við hreinsun og viðgerðir, en ungt athafnafólk hef- ur nú keypt húsið og hyggst end- urgera það í upprunalegri mynd.    Síðar í sumar mun að venju verða haldin Landbúnaðarsýning í reið- höllinni við Sauðárkrók, og hafa forsvarsmenn sýningarinnar látið hafa eftir sér að í ár verði sýningin stærri og glæsilegri en á und- anförnum árum, enda sífellt fleiri og fleiri fyrirtæki sem sjá sér hag í að kynna og sýna vörur sínar á einum stað, þar sem bændur og fjölmargir hagsmunaaðilar víðs vegar að af landinu koma og skoða það sem nýjast er af því sem til- heyrir búskap og landbúnaði. SAUÐÁRKRÓKUR Björn Björnsson fréttaritari Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sumarblíða Vorið og sumarið hafa farið vel með Skagfirðinga. úr bæjarlífinu ÞAÐ vita allir Íslendingar að fljótt skipast veður í lofti, eina stundina er sólskin og stuttbuxnaveður en hálftíma síðar er rok og haglél. Í þessari hverfulu veðráttu okkar Ís- lendinga lendum við oft í því að vera of heitt eða of kalt. Lausnin er þessi sniðugi jakki sem má fylla eða tæma að vild. Samkvæmt vefsíðunni merrell- .com þar sem jakkinn er seldur eru á honum vasar sem fylla má með einangrun að eigin vali þegar kuld- inn sækir að. Jafn auðvelt er síðan að tæma þá aftur þegar hlýnar í veðri. Fyllingin getur verið af hvaða tagi sem er, frá gömlum dag- blöðum til laufblaða, en hugmynda- flugið verður að ráða ferðinni í vafasömum aðstæðum. Sá sem klæðist jakkanum stjórnar hversu þægilegur hann er hverju sinni því hægt er að fylla bara nokkra vasa í einu og hagræða eftir loftslagi. Af augljósum ástæðum ætti útivistar- fólk ekki að láta þennan jakka fram hjá sér fara, því hægt er að hjóla eða hlaupa í léttri skelinni og fylla hana svo þegar kominn er tími til að tjalda. Jakkinn er framleiddur úr 100% endurnýttu efni, er vatnsheldur og framleiddur fyrir bæði kyn. Hann kostar 99 dollara á internetinu en vafasamt er að skjóta á verð í ís- lenskum krónum vegna geng- issveiflna. liljath@mbl.is Nytsamlegur ruslajakki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.