Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 29 Þrátt fyrir að tónlistarhátíð-inni í Hróarskeldu sé lokiðer ekki þar með sagt að há- tíðarhöld séu að baki. Komið var til Kaupmannahafnar þar sem djasshátíðin er í fullum gangi. Þó svo að gestir djasshátíðarinnar séu töluvert eldri en á Hróarskeldu er fjörið engu minna. Og tilvalið að hvíla lúinn líkama, liggjandi á torg- um, með seiðandi djassinn í eyr- unum.    Ef farið er yfir Hróars-kelduhátíðina á hundavaði má segja að upp úr hafi staðið tón- leikar Kings of Leon, Neil Young og jafnvel Radiohead. Sárt var að missa af Hot Chip, en hún fór víst á kostum. Og þá fékk My Bloody Val- entine fullt hús tjalda í Hróars- keldupóstinum. En eins og gengur og gerist á slíkri hátíð verður ein- hverju að fórna. Ekkert atriði olli þó verulegum vonbrigðum. Nema kannski Judas Priest. Gengi krónunnar olli frekar vonbrigðum. Bjór á tónleikasvæð- inu kostaði rúmar sex hundruð ís- lenskar krónur, og greiða þurfti um þúsund krónur fyrir sæmilega sveitta samloku.    Gestirnir komu lítið á óvart.Flestir á þrítugsaldri og til í hvað sem er. Væg vannæring var einkennandi og ljóst að heróínlúkk- ið er enn geysivinsælt. Þá setti sól- in svip á fatatískuna, en karlmenn voru flestir í rifnum (stutt)buxum og Converse-skóm. Stúlkurnar í sandölum og stuttum pilsum. Sígaunar voru nokkuð áberandi á hátíðinni að þessu sinni. Gengi þeirra herjuðu á tjaldsvæðin á meðan stærstu tónleikarnir voru. Í kjölfarið seldust tjaldlásar upp. Sígaunarnir voru einnig skæðir á tónleikasvæðunum. Heilu fjöl- skyldurnar voru í fullri vinnu við að tína upp tóm ílát. Á hverjum tónleikum mátti sjá fjölda fólks skríðandi eftir jörðinni, í leit að ílátum. Nokkrum sinnum kom til átaka. Glasabörnin voru svo áköf að upp úr sauð milli þeirra. Minnti það um margt á barnaleikinn Hundabein.    Önnur átök sáust ekki á hátíð-inni. Einna næstur því að lenda í reiðum tjaldgestum var svefnvana Dani sem ákvað að klifra út fyrir svæðið til að reka nokkrar kýr sem voru í grennd. Það gramdist öðrum enda aðferð- irnar vægast sagt ómannúðlegar. En úr þeim ágreiningi leystist og Daninn fór fljótlega sjálfviljugur að sofa. Þó ekki fyrr en nokkur tjöld voru jöfnuð við jörðu.    Nokkrar nýjungar voru kynntartil leiks. Meðal þeirra litla forritið í símann til að finna félaga sína. Íslendingar eru gjarnir á að gleyma hleðslutækjum heima þeg- ar þeir fara til útlanda og því reyndi ekki á tæknina. Í stað þess var treyst á öruggt kerfi. Að vera alltaf á sama stað á tónleikum. Það virkaði full- komlega.    Hátíðin heppnaðist því allvel. Áeinum degi djasshátíðarinnar var blaðamaður hræddari við vasa- þjófa en á fimm dögum meðal skít- ugra ungmenna. Ef stefnir í sólríka hátíð mun ég eflaust snúa aftur. andri@mbl.is Úr rokkinu yfir í djassinn Á HRÓARSKELDU Andri Karl » Væg vannæringvar einkennandi og ljóst að heróínlúkkið er enn geysivinsælt. Ljósmynd/Íris Ann Smá hvíld Að sækja tónleika getur verið lýjandi til lengdar og því nauðsynlegt að hvíla sig vel á milli. ÍS LE N S ÍS LE ÍS LE ÍS LE K A SI AA. IS M S ISI A 40 989 4 8 05 /0 8 05 /0 8 05 /0 8 05 / 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.