Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
P
áll Stefánsson, Kristján B.
Jónasson og Halldór Lár-
usson hleyptu fyrir einu
og hálfu ári af stað ljós-
myndaverkefninu Knatt-
spyrnuálfan Afríka. Markmiðið er að
draga fram nýja og jákvæða mynd af
Afríku með því að sýna hve hlutverk
knattspyrnu í daglegu lífi Afríkubúa
er fyrirferðarmikið og að íþróttin geti
verið táknmynd þess krafts sem býr í
þjóðum álfunnar.
Ætlunin er að ferðast til 15 Afríku-
landa þar sem Páll tekur myndir af
knattspyrnuiðkun heimamanna, en
það er þriðjungur af löndum álfunnar.
Kristján og Halldór aðstoða ljós-
myndarann í ferðunum og vinna að
því að búa verkefnið í hendur útgef-
enda um allan heim. Gerð verður ljós-
myndabók þar sem afrískir höfundar
skrifa um hlutverk knattspyrnu í
heimalöndum þeirra og álfunni allri
og koma á út í tengslum við
heimsmeistarakeppnina í fótbolta í
Suður-Afríku árið 2010.
Verkefnið er nú hálfnað því sjö lönd
eru að baki. Fyrsta ferðin var farin í
maí 2007 til Kamerún og síðan rak
hver heimsóknin aðra með tilheyrandi
myndaseríum, en áætlað er að verk-
efninu ljúki vorið 2009.
Markmið ferðanna er alltaf hið
sama, að mynda fjölbreytileika og
kraft afrískrar knattspyrnu. „Við vilj-
um sýna þá mynd sem í raun blasir
við í löndum Afríku,“ segir Páll.
„Hungursneyð, borgarastyrjöld og
önnur neyð eru ekki daglegt brauð
langflestra Afríkumanna. Myndunum
er ætlað að sýna þann jákvæða kraft
sem maður skynjar í löndum Afríku.
Flestir Afríkubúar tengja sig ekki við
þá mynd sem er dregin upp af þeim í
vestrænum fjölmiðlum.“
Myndir á sýningu hjá SÞ
Hluti af myndunum var sýndur nú í
júní á ljósmyndsýningu í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New York á
vegum fastanefndar Íslands. Sýn-
ingin var fyrst og fremst ætluð fasta-
fulltrúum og starfsfólki SÞ en þeir fé-
lagar segja að hún hafi verið mjög
mikilvæg fyrir verkefnið. Sérstaklega
voru þeir forvitnir um viðbrögð Afr-
íkumannanna. „Við fengum einfald-
lega staðfestingu á því að tilraun okk-
ar til að segja frá Afríku á forsendum
íbúanna sjálfra hefur tekist. Um leið
opnuðust okkur ýmsar dyr í þeim
löndum sem ætlunin er að fara til á
næstunni,“ segir Halldór Lárusson.
„Fótbolti er alls staðar í Afríku, “
segir Kristján B. Jónasson. „Afr-
íkubúar líta á heimsmeistarakeppnina
árið 2010 sem stórsigur fyrir ímynd
álfunnar því í nokkrar vikur beinast
augu alls heimsins að Afríku og afr-
ískri knattspyrnu. Nú leika yfir 6000
Afríkubúar með evrópskum fé-
lagsliðum og stóru liðin sigta út næstu
kynslóð afburðaleikmanna í helstu
fótboltalöndum álfunnar. Framtíð fót-
boltans er án efa óhugsandi án Afr-
íku.“
Heiðursgestur fellur
Félagarnir segja ferðirnar til Afr-
íku hafa verið mikið ævintýri: „Við
höfum komið í þorp sem enginn hvít-
ur maður hefur stigið fæti svo elstu
menn muna og við höfum komið í
þorp þar sem krakkarnir benda og
öskra: White Man!“ segir Páll. „En
við brjótum ísinn með því að sýna fót-
boltanum áhuga. Fólkið finnur að það
á eitthvað sameiginlegt með okkur og
leið skapast forsendur til að taka
myndir og eiga góð samskipti. Eng-
inn okkar er fanatískur knattspyrnu-
áhugamaður, raunar langt í frá, en
við erum allir heillaðir af því sem við
sjáum á afrískum fótboltavöllum.
Orkan er gríðarleg. Leikmennirnir
virðast algerlega gleyma sér. Boltinn
er kannski bara hnykill úr þurrk-
uðum greinum. Enginn er í takkas-
kóm, sumir eru í einum skó og hafa
hann á skotfætinum. Mörkin eru net-
laus og vellirnir eru holóttir eða úr
gljúpum sandi. En fótboltinn er spil-
aður af ótrúlegri ástríðu og leikgleði.“
Þeir hafa lent í alls kyns furðu-
legum aðstæðum, meðal annars verið
boðin apa- og skógarrottukássa í
regnskógum Kamerún, sem þeir
reyndar afþökkuðu og sjá ekki eftir
því. Páli og Halldóri var líka boðið að
vera heiðursgestir á mikilli þorpshá-
tíð í hálöndum Kamerún.
„Þegar við komum á staðinn sátu
um 200 manns undir stóru tré og
hlýddu á þrjá höfðingja halda tölu,“
segir Halldór. „Ég var leiddur upp á
pall og til sætis á stól við hliðina á öld-
ungunum. Um leið og ég settist féll
stóllinn saman svo ég datt aftur fyrir
mig og lá þarna afvelta eins og sann-
ur heiðursgestur með fæturna upp í
loft. Viðstaddir veltust um af hlátri en
höfðingjarnir fipuðust merkilega lít-
ið.“
Alls ólík stemning var þegar þeir
komu til eyjarinnar Zanzibar í Tan-
saníu. „Þarna er ein fallegasta strönd
í heimi,“ segir Páll. „Það var tekið að
rökkva þegar okkur bar að og við
horfðum yfir snjóhvíta ströndina,
baðaða í stórkostlegri kvöldbirtu og
hugsuðum með okkur að nú vantaði
ekkert nema fólk í fótbolta. Í sömu
svipan komu tíu masai-stríðsmenn
hlaupandi í fullum skrúða og byrjuðu
að spila af miklum móð í flæðarmál-
inu. Það hefði ekki verið hægt að svið-
setja þetta. Þetta var einfaldlega of
ótrúlegt.“
Ævintýri á bögglabera
Páll er orðinn allkunnugur löndum
Afríku, en hann vinnur einnig að því
að taka myndir af stöðum í álfunni
sem eru á heimsminjaskrá
UNESCO.
„Ég hafði verið nokkuð lengi einn á
ferð. Það er auðveldara að vera einn
þegar maður tekur myndir af bygg-
ingum því þær eru jú kyrrstæðar. Nú
var komið að lokaáfanga sem var sá
frægi staður Timbúktú í norðurhluta
Malí. Þangað er langur vegur og ég
ætlaði að fljúga frá Mopti í miðhluta
landsins. Það hafði verið gríðarlega
erfitt að fá miða í þetta flug. Mér var
sagt að vélin væri algerlega yfirbók-
uð. Síðan kemur að brottfarardegi og
ég hafði hugsað mér að taka leigubíl
út á flugvöllinn í Mopti. Eini starfandi
leigubílstjóri bæjarins hafði hins veg-
ar krækt í stóran túr daginn áður og
var dottinn í það og því bauðst næt-
urvörðurinn til að hjóla með mig sitj-
andi á bögglaberanum á vind- og
gíralausu hjóli, sjö kílómetra leið.
Þetta byrjaði svo sem ágætlega en
svo kom sólin upp, mér varð illt í
bossanum og maðurinn byrjaði að
svitna og ég að efast. Þarna var ég á
vegum UNESCO en var nú orðinn að
hræðilegum hvítum nýlenduherra.
Þegar kílómetri var eftir af leiðinni
var malbikið á þrotum. Ég ákvað að
þyrma manni og rassi og gekk því síð-
asta spölinn. Hins vegar var ekkert
lífsmark í flugstöðinni og á mig runnu
tvær grímur. Ég barði þar allt að ut-
an uns loks kom skúringakall og
hleypti mér inn í mannlausa bygg-
inguna. Þremur mínútum fyrir brott-
fararstund birtist svo hundrað manna
þota á himninum, bara allt í einu, og
húrraði niður eins og steinn. Land-
gangur var töfraður fram eins og fyr-
ir kraftaverk. Út á hann gekk flug-
stjórinn og kallaði: Mr. Stefánsson,
Mr. Stefánsson. Ég hljóp upp í vélina
og í henni sat einn einasti farþegi. Við
vorum tveir í yfirbókaðri vél til Tim-
búktú.“
Páll og Kristján leggja brátt af stað
til Búrkína Fasó og Malí. „Nú er
regntími og miklir sumarhitar og þar
sem þessi lönd eru í hópi fátækustu
ríkja heims eru fæstir vegir malbik-
aðir. Við búumst við drullu,“ segir
Kristján. „Maður er samt titrandi af
tilhlökkun,“ bætir Páll við. „Maður
fær Afríkuveiki. Það er allt svo
óþægilega rólegt í Evrópu. Ég hef
ákveðið að flytja í þjónustuíbúð í
Kaíró þegar ég hef aldur til. Það er
alltaf eitthvað að gerast í 20 milljón
manna borg.“
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Á ströndinni Fótbolti er alls staðar og er spilaður af ástríðu og leikmennirnir gleyma sér.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Að leik Hlutverk knattspyrnu í daglegu lífi Afríkubúa er fyrirferðarmikið.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Með boltann Knattspyrnumaður framtíðarinnar sýnir fimi sína.
» „Myndunum er ætl-að að sýna þann já-
kvæða kraft sem maður
skynjar í löndum Afr-
íku. Flestir Afríkubúar
tengja sig ekki við þá
mynd sem er dregin upp
af þeim í vestrænum
fjölmiðlum.“
Fótboltaástríða
Afríkubúa fest á mynd
Páll Stefánsson, Krist-
ján B. Jónasson og
Halldór Lárusson
ferðast um Afríku og
vinna að gerð ljós-
myndabókar um knatt-
spyrnu í álfunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristján, Páll og Halldór „Við erum
allir heillaðir af því sem við sjáum á
afrískum fótboltavöllum.“
Saman hafa þeir félagar stofn-
að fyrirtækið PHK-Books sem er
framleiðandi bókarinnar, selur
hana tilbúna til útgefenda um
allan heim og heldur utan um
sýningarhald fyrir verkefnið.
Löndin voru valin með tilltiti
til þess hvar þau stóðu á styrk-
leikalista FIFA, alþjóða-
knattspyrnusambandsins, og að
komið væri við í öllum hlutum
álfunnar.
Ljósmyndabókin