Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÓRTÁN lögreglumenn á bílum
voru á vakt til að sinna útköllum sl.
laugardagskvöld, eins og fram hef-
ur komið á síðum Morgunblaðsins.
Voru 24 lögreglumenn á vakt í
heildina þetta kvöld, ef með eru
taldir 6 lögreglumenn í umferð-
ardeild, sem sinna umferðareft-
irliti, 3 í almennri deild, sem ekki
eru á bílum, og 1 á svæðisstöð.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðu-
neytinu kemur fram að alls hafi 44
lögreglumenn verið á vakt aðfara-
nótt sunnudags á höfuðborgar-
svæðinu, þegar mest var. Í þeirri
tölu eru lögreglumenn í almennri
deild sem sinna útköllum auk
þeirra sem starfa á skrifstofu, 2
lögreglumenn frá umferðardeild, 6
sérsveitarmenn sem sinna verk-
efnum á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum auk 5 lögreglumanna
hjá fjarskiptamiðstöð ríkislög-
reglustjóra, en þeir sinna landinu
öllu, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„ÞAÐ ER forgangsmál hjá núver-
andi borgarstjórnarmeirihluta að
auka öryggi borgarbúa. Ég lagði á
það áherslu á fundinum að löggæsl-
an í borginni yrði efld og gerð sýni-
legri, en ráðherra kvartar undan því,
sem við vitum vel, að lögregluna
vantar fjármagn,“ segir Ólafur F.
Magnússon borgarstjóri, en hann
fundaði með dómsmálaráðherra um
löggæslu í borginni í gærdag.
Dómsmálaráðherra fagnar því
framtaki Reykjavíkurborgar að ráða
sérstaka menn, miðborgarþjóna, til
að auka öryggisgæslu í miðborginni.
Var það niðurstaða fundar borgar-
stjóra og dómsmálaráðherra að sam-
starf af þessu tagi ætti að þróa
áfram í samvinnu lögreglu og sveit-
arfélaga.
Að sögn Ólafs var ekki rætt sér-
staklega um hreyfanlega stöð lög-
reglu á Lækjargötu, en Ólafur
kveðst afar hlynntur því að slík stöð
verði tekin í notkun.
Nærþjónusta ætti að vera á
hendi sveitarfélaganna
Minni sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu hafa kvartað undan
skertri nærþjónustu eftir samein-
ingu lögregluembættanna. Kópa-
vogsbær ætlar að bjóða út hverfa-
gæslu til að bregðast við vandanum
en bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist
andvígur slíkum hugmyndum því
lögreglan sé lögum samkvæmt á
hendi ríkisins og ríkið verði að upp-
fylla sínar skyldur. „Ég er almennt
þeirrar skoðunar að nærþjónusta
eigi eftir því sem tök eru á að vera á
hendi sveitarfélaganna,“ segir Ólaf-
ur, aðspurður hvaða skoðun hann
hafi á því að lögregla verði færð til
sveitarfélaga.
Hverfagæsla kemur aldrei í
stað öflugrar löggæslu
Ráðherra og borgarstjóri eru
sammála um mikilvægi öflugrar lög-
gæslu. Ávinningur sé að skipulegu
samstarfi lögreglu og borgaryfir-
valda. Ráðherra og borgarstjóri
ræddu um hverfagæslu til eftirlits
með tilteknum svæðum, grun-
samlegum eða óeðlilegum manna-
ferðum og hópasöfnun unglinga og
miðlun upplýsinga um slíkt til lög-
reglu. Var ákveðið, að hugað skyldi
að gerð samkomulags lögreglu og
Reykjavíkur um skipulegt samstarf
um hverfagæslu. Voru ráðherra og
borgarstjóri samt sammála um að
hverfagæsla kæmi aldrei í stað öfl-
ugrar löggæslu í borginni.
Hverfagæsla ekki í stað löggæslu
Ráðherra fagnar miðborgarþjónum
Borgarstjóri vill stöð á Lækjargötu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Löggæsla Gengið til fundar við ráðherra. Borgarstjóri leggur áherslu á að
efla löggæslu og vill hreyfanlega lögreglustöð í Lækjargötu.
„ÞESSI tillaga liggur fyrir sem
sameiginlegt Evrópuþing verður að
taka afstöðu til. Einstök lönd hafa
rétt til að banna þetta hjá sér,“ seg-
ir Árni Snæbjörnsson, hlunninda-
og jarðræktarráðunautur hjá
Bændasamtökunum, um tillögu
Evrópuþingsins um bann við sölu
selafurða innan aðildarríkja Evr-
ópusambandsins.
„Það eru nokkuð mörg lönd sem
eru búin eða ætluðu að banna inn-
flutning í sínum löndum. Þannig að
maður er logandi hræddur um að
þetta fari í gegn. Þá eyðileggjast
þessir markaðir alveg. Grænlend-
ingarnir munu fara rosalega illa út
úr því. Þeir hafa miklar tekjur af
selveiðum, m.a. á mörkuðum í Evr-
ópu. Það eru nokkur lönd búin að
banna þetta og svo var þetta lagt
fyrir Evrópuþingið núna fyrir
skömmu. Þannig að það eru vissar
þjóðir sem hafa verið að vinna af
kappi við að undirbúa þetta.“
Veiddir við Breiðafjörð
Aðspurður hvers konar verslun
myndi leggjast af yrði bannið að
veruleika segir Árni að selskinnin
séu seld, meðal annars skinn héðan.
Hér á landi sé einkum um að
ræða selveiði við Breiðafjörð og
Húnaflóa og að lauslega megi áætla
að tekjur af skinnasölu til útlanda
séu um hálf milljón króna á ári.
„Hverfandi“ lítið af landsel sé
veitt á Íslandi. Á Grænlandi vegi
selurinn hins vegar þyngra í þjóð-
arbúskapnum en þorskurinn geri
hér á landi. Grænlendingar gjör-
nýti selinn, skinnið sé selt, kjötið
fari til manneldis og úr selnum séu
framleiddar ýmsar heilsuvörur sem
fást meðal annars í búðum hér, svo
sem sellýsi, sem sé feiknalega hollt.
„Þetta er spurning um líf eða dauða
fyrir þá.“ Þeir fóru hroðalega út úr
því þegar markaðir fyrir skinn í
Evrópu eyðilögðust fyrir 30 árum. “
baldura@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Selir Evrópusambandið vill banna
viðskipti með selaafurðir.
„Logandi
hræddur
við þetta“
TVEIR svindlarar hafa verið á ferð
um Suðurland og hafa þeir gabbað
afgreiðslufólk verslana. Ekki er bú-
ið að leggja fram kæru vegna máls-
ins. Tilkynnt var í gær að tveir
karlmenn hefðu komið í verslun
Bónuss á Selfossi og haft fé af af-
greiðslufólki. Grunur leikur á að
mennirnir hafi leikið sama leikinn
annars staðar.
Svindlið fer þannig fram að
mennirnir taka upp stór seðlabúnt
og segjast vilja skipta fénu yfir í tvö
þúsund og fimm þúsund króna
seðla. Hætta þeir svo við skiptin en
tekst á einhvern hátt að halda eftir
peningum verslunarinnar án þess
að afgreiðslufólk verði þess vart.
Tókst mönnunum þannig að
svíkja út á fimmta tug þúsunda í
Bónus.
Gabba af-
greiðslufólk
ÞRÍR bandarískir fyrrverandi sérsveitarmenn
eru staddir á landinu þessa dagana með það að
markmiði að koma 55 manna hópi Íslendinga í
enn betra form. Um er að ræða svokallaða „Hell
Weekend“ námskeið á vegum fyrirtækisins Boot
Camp og munu þátttakendur m.a. fara í sjóinn
og klífa fjöll, allt án svefns í 36 tíma. Kory
Knowles, einn sérsveitarmannanna, segist
ánægður með styrk Íslendinganna.
Bandarískir sérsveitarmenn þjálfa hóp Íslendinga
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Án svefns í 36 stundir í æfingaskyni
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
MÉR SÝNIST sem þetta sé svona
viku, hálfum mánuði á undan venju-
legu ári. Ég held að þetta sé með
betri árum sem við höfum upplifað
frá því við hófum kornrækt árið
1991, segir Sigurður Ágústsson,
kornbóndi í Birtingaholti í Hruna-
mannahreppi, um sprettuna í sumar.
Sigurður, sem sáði helmingi meira
korni í ár en í fyrra, segir að of
snemmt sé að áætla hversu mikil
uppskeran verði. Nú standi yfir það
viðkvæma tímabil þegar ein frost-
nótt getur eyðilagt fyllinguna í korn-
inu sem er að myndast í axinu og þar
með alla uppskeru. Þessu tímabili
muni ljúka á næstu tveimur til þrem-
ur vikum.
Yrkin misgóð en akrarnir góðir
Ólafur Eggertsson, kornbóndi á
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tók
undir að sprettan í ár væri mjög góð.
Kornverðið hefði hækkað umfram
framleiðslukostnað, eða um helming
frá því í fyrra. Yrkin væru misgóð en
akrarnir almennt gróskumiklir.
Útlit fyrir afbragðs
kornuppskeru í ár
Sprettan viku til hálfum mánuði á undan venjulegu ári
Í HNOTSKURN
»Sigurður Ágústsson korn-bóndi í Hrunamanna-
hreppi vonast til að uppskeran
verði frá 3,5 til 4,5 tonn á
hektara af þurru korni, of
snemmt sé þó að áætla það.
»Sigurður segir umfangkornræktarinnar fara vax-
andi í uppsveitum Árnessýslu,
ræktun sé hagstæðari en fyrr.
Margir stóðu
vaktina