Morgunblaðið - 19.07.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 9
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
AGNES Stefánsdóttir, fornleifa-
fræðingur og deildarstjóri hjá
Fornleifavernd ríkisins, sendi í gær
lögfræðingi Hafnarfjarðarbæjar
bréf þar sem hún fer fram á að frek-
ari jarðvegsframkvæmdir við leik-
skólann Hvamm verði stöðvaðar.
Ljóst er að hluti af tröðum Jófríð-
arstaða voru grafnar í sundur þegar
færanlegar stofur voru settar niður
við leikskólann. Agnesi var bent á
skemmdirnar í fyrradag og hófst
hún þegar handa við að safna gögn-
um um málið.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra,
segir að framkvæmdum sé nú þegar
lokið.
Unnið með íbúum
Íbúar við Staðarhvamm hafa lýst
yfir óánægju með framkvæmdirnar,
eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær. Gísli Ó. Valdimarsson, formað-
ur skipulags- og byggingarráðs
Hafnarfjarðar, segir að málið hafi
verið afgreitt 3. júní sem stöðuleyfi
til eins árs. Ráðgjafastofa sé að
vinna mikla úttekt á svæðinu og
samkvæmt drögum, sem verði tekin
fyrir á fundi ráðsins á þriðjudag, sé
velt upp mögulegum breytingum á
Staðarhvammi. Tækifæri sé til að
hliðra honum til um einn til tvo
metra að lóðarmörkum við kirkju-
lóðina og með því sé hægt að færa
umferðina örlítið frá raðhúsunum.
Einnig sé hægt að auka aðgengið að
leikskólanum fyrir þjónustubíla.
Ennfremur sé verið að vinna í því að
fá leyfi hjá kaþólsku kirkjunni til að
nota bílastæði í brekkunni fyrir
starfsfólkið.
Í mótmælabréfi íbúanna til
bæjarins kemur fram að vegna
stækkunar leikskólans verði að
minnsta kosti 170 bílar á ferð í Stað-
arhvammi kvölds og morgna og þar
séu aðeins 38 bílastæði til almenn-
ingsnota. Árni segir að stæðin séu
fleiri og ráðgjafarnir geri ekki ráð
fyrir eins mikilli umferð og íbú-
arnir.
Íbúarnir kvarta undan afskipta-
leysi. Árni segir að fundað hafi verið
með þeim. Þeir viti að verið sé að
gera úttekt á umferðarmálunum og
vilji sé til þess að bæta aðkomuna.
„Við erum vissulega að vinna með
íbúunum en þeim finnst ekki nóg
gert,“ segir hann. „Við erum að
reyna að gera hlutina þannig að það
náist sátt.“
Eyðilegging á minjum á svæðinu
kemur á óvart, að sögn Árna. Þetta
sé þekkt búsetusvæði og á sam-
þykktu deiliskipulagi frá 2004 séu
sérstök svæði hverfisvernduð, sem
þýði að þar séu minjar sem ekki eigi
að hrófla við. Hús leikskólans séu
fyrir utan þessi svæði, á grænu
svæði samkvæmt skipulaginu, sem
sé til sérstakra nota. Þar sé reitað
út leiksvæði og þar hafi stofurnar
verið settar niður. Forstöðumaður
Byggðasafns Hafnarfjarðar hafi í
fyrradag fengið það verkefni að fara
dýpra í málið og niðurstaðan verði
tekin fyrir á fundinum eftir helgi.
Ólýðræðisleg vinnubrögð
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, segir að
um tvö mál sé að ræða. Annars veg-
ar að kynna framkvæmdirnar fyrir
íbúum og gera þær í sátt og sam-
lyndi við þá og hins vegar hugs-
anlegar skemmdir á fornminjum.
„Þetta er enn eitt dæmið um
hroðvirknisleg og ólýðræðisleg
vinnubrögð þessa meirihluta,“ segir
Rósa. „Enn reynir meirihlutinn að
komast hjá því eins og hægt er að
hafa íbúana með í ráðum og íbúa-
lýðræði meirihluta Samfylking-
arinnar er í orði en ekki á borði.“
Fornleifavernd ríkisins bregst við stækkun leikskóla
Hús leikskólans utan
við vernduð svæði
Ljósmynd/Halldór Halldórsson
Eyðilegging Tröðin að Jófríðarstöðum við leikskólann grafin í sundur.
KNATTSPYRNUMÓT norrænna
laganema, Culpa Cup eða Sakar-
bikarinn, fór fram á Gróttuvell-
inum í Reykjavík á dögunum. Öttu
þar kappi laganemar frá Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð
og Íslandi. Lið lagadeildar Háskóla
Íslands, Club Orator, fór með sigur
af hólmi.
22 erlendir laganemar komu til
landsins til að taka þátt. Flestir
komu frá Finnlandi en Ketill Ein-
arsson, alþjóðaritari Orators, fé-
lags laganema við Háskóla Íslands,
vill meina að íslenskir laganemar
og finnskir eigi góða samleið. „Við
sjáum hlutina með sömu augum,“
segir hann sposkur en ber þó öllum
gestunum söguna vel.
Skandinavarnir fóru í fylgd gest-
gjafanna í Alþingishúsið, á Þing-
velli, að Gullfossi og Geysi og fengu
leiðsögn um næturlíf Reykjavíkur.
Það væsti ekki um gestina og kveld-
ið fyrir mótið var boðið upp á grill-
að hvalkjöt með öllu tilheyrandi.
„Þetta rann ljúflega niður með
kartöflusalati frá mömmu og pipar-
sósu,“ segir Ketill en hik var á mat-
argestum til að byrja með, enda
hvalkjöt víða forboðinn munaður.
Mótið var haldið í fyrsta sinn árið
1936 í Sigtuna í Svíþjóð og er nú
haldið á tveggja ára fresti. Móti
ársins 2010 verður valinn staður í
október á fundi alþjóðaritara allra
lagadeildanna í Uppsölum.
skulias@mbl.is
Að leik loknum Kampakátir laganemar brugðu á leik eftir keppnina.
Norrænir laganemar
öttu kappi í fótbolta
Um hvað snýst deilan?
Málið er tvíþætt. Annars vegar um
eyðileggingu minja vegna bráða-
birgðastækkunar leikskólans
Hvamms í Hafnarfirði. Hins vegar
hafa íbúar við Staðarhvamm mót-
mælt stækkuninni á þeim forsendum
að þeir hafi ekki verið hafðir með í
ráðum og botnlangagatan beri ekki
aukna umferð.
Hvað er stöðuleyfi?
Stöðuleyfi er þegar sveitarstjórn gef-
ur tímabundið leyfi fyrir færanleg
mannvirki sem eiga ekki að vera til
framtíðar. Undir þetta falla t.d. fær-
anlegar skólastofur og vinnuskúrar.
Byggingarleyfi þarf hins vegar að
byggjast á skipulagi eins og t.d. sam-
þykktu deiliskipulagi eða grenndar-
kynningu.
S&S BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra hefur skipað Halldór
Björnsson, settan héraðsdómara við
Héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti
héraðsdómara við Héraðsdóm Aust-
urlands frá og með 1. september.
Þá hefur ráðherra sett í embætti
héraðsdómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur frá 1. september þær
Önnu Mjöll Karlsdóttur lögfræðing
til og með 15. apríl 2010 og Ragnheiði
Harðardóttur vararíkissaksóknara til
og með 31. ágúst 2010, meðan á leyfi
skipaðra dómara stendur.
Dómsmálaráðherra fór ekki eftir
áliti matsnefndar þegar dómari var
skipaður við Héraðsdóm Austur-
lands, en nefndin taldi að Anna Mjöll
væri „best til þess fallin að hljóta
skipun að þessu sinni,“ eins og sagði í
áliti nefndarinnar.
Ráðherra
skipaði nýja
dómara SJÓMANNAFÉLAG Íslands hefur
nýverið gengið frá kjarasamn-
ingum fyrir félagsmenn á skipum
Hafrannsóknastofnunar Íslands og
Landhelgisgæslu Íslands. Samning-
arnir voru samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum, en
33 greiddu atkvæði.
Einnig hefur félagið skrifað und-
ir nýjan kjarasamning við Samtök
atvinnulífsins vegna félagsmanna
okkar á kaupskipum og var hann
samþykktur.
Sjómenn
samþykktu
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
ÚTSALA
Enn meiri verðlækkun
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mánud.-föstud. 10-18
Opið laugard. í Bæjarlind 10-15
Gallabuxur
Ný sending
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands
ÚTFÖR Ragnars Kjartanssonar,
fyrrverandi stjórnarformanns
Hafskips hf., fór fram frá Bú-
staðakirkju í gær, en hann lést
12. júlí sl. á 67. aldursári. Lík-
menn voru Pétur Sveinbjarn-
arson, Ólafur B. Thors, Björg-
ólfur Guðmundsson, Eggert
Hauksson, Eiríkur Pálsson, Örn
Sigurðsson, Styrmir Gunnarsson
og Páll Bragi Kristjónsson. Séra
Pálmi Matthíasson jarðsöng.
Morgunblaðið/Frikki
Útför Ragnars Kjartanssonar