Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Úff, maður er varla kominn inn úr dyrunum þegar kallað er út í rústabjörgun.
VEÐUR
Björn Bjarnason, formaður Þing-vallanefndar, hefur bannað
þyrluflug í Þingvallaþjóðgarði.
Ástæðan fyrir banninu var mikiðónæði af þyrluflugi í þjóðgarð-
inum að undanförnu. Þar hefur
annars vegar verið um að ræða út-
sýnisflug með auðuga, útlenda
ferðalanga og hins vegar hafa þyrl-
ur flutt byggingarefni og verkfæri
fyrir íslenzka auðmenn, sem eru að
stækka og endurbæta sumarbú-
staðina
sína í þjóð-
garðinum.
Í Þórs-mörk
vissu
tjaldbúar varla hvaðan á þá stóð
veðrið þegar þyrlur lentu þar í
fjallakyrrðinni með rússneska auð-
menn, sem höfðu verið í laxveiði og
tyllt sér niður á Heklutind til að
skála fyrir góðum afla áður en flog-
ið var til veizluhalda í Básum.
Það voru hins vegar íslenzkirkaupsýslumenn, sem lentu á
planinu við Bauluna í Norðurárdal
til að kaupa sér pylsu, í hléi frá lax-
veiði í Kjarrá. Sagan segir reyndar
að þeir hafi gleymt veskinu.
Er samanburðurinn við rússneskaauðkýfinga hagstæður fyrir
kaupsýslumenn, sem búa og starfa
á Íslandi?
Kaupsýslumennirnir stýrakannski fyrirtækjum, þar sem
gengið hefur lækkað rækilega og
þar með sparnaður einhverra, sem
láta sér tjaldstæðið og prímusinn
duga. Og kannski þurfa þeir að
segja upp fólki í haust.
Við þær aðstæður er hvorki klóktað nota þyrlur til að byggja
sumarhallir í Þingvallaþjóðgarði né
að þyrlast á milli sjoppa á lands-
byggðinni til að sýna vald sitt og
stöðu.
STAKSTEINAR
Hagstæður samanburður?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
$
$ $
$
*$BC
!""""# " !" $
""! " " *!
$$B *!
%& '("
(&
(" # !") !
<2
<! <2
<! <2
%#"'
(* +,(- !.
D2E
62
F
8
% $"#
"" & !
$!
B
'!" (
) "" !"""
!""# " "" *! " "
$""# *
$ + $! " * !
+ , $ " !
$!
&"#" "" "#" /0 ((!11
!"( (2! !(* +
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
RÍKISSTJÓRN Danmerkur hefur
skipað Jørn Lund, forstjóra DSL,
Det danske sprog- og litterat-
urselskab, formann Sjóðsins fyrir
danskt-íslenskt samstarf. Hann
tekur við stjórnarformennskunni
af Bent A. Koch, fyrrverandi að-
alritstjóra, sem lætur af henni að
eigin ósk eftir 44 ára starf.
Stjórnarfundur var haldinn í
sjóðnum í Reykjavík fyrir
skömmu. Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands tók m.a. á móti
stjórnarmönnum á Bessastöðum.
Þá funduðu stjórnarmenn með
Auði Hauksdóttur dósent í dönsku
og Michael Dal lektor í dönsku við
Háskóla Íslands.
Sjóðurinn var settur á stofn eft-
ir seinna stríð og útdeilir á ári
hverju um þremur milljónum
króna m.a. til náms- og skólaferða
og til íslenskra og danskra lista-
manna.
Bent A. Koch, sem verður brátt
áttræður, er mikill Íslandsvinur
og kom m.a. við sögu í handrita-
málinu.
Nýr formaður
sjóðsstjórnar
Jørn Lund Bent A. Koch
SULTARTANGASTÖÐ mun ekki framleiða raf-
magn til loka ágústmánaðar og verður síðan rekin
með hálfum afköstum til áramóta, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu Landsvirkjunar. Orsök-
in er bilun í báðum spennum stöðvarinnar og áætl-
ar Landsvirkjun að heildarkostnaður vegna bil-
ananna verði 150–200 milljónir króna.
Í Sultartanga eru tvær vélar til raforkufram-
leiðslu, samtals 120 MW, og spennir við hvora vél.
Alvarlegar bilanir urðu í spennunum í fyrra og
voru báðar vélar stöðvarinnar þá stöðvaðar um
tíma. Hægt var að gangsetja annan spenninn í
febrúar sl. með því að nota varahluti úr hinum.
Þeim spenninum sem var starfhæfur sló síðan út
11. júlí. Ljóst er að spóla í honum er skemmd og
mun viðgerð ekki ljúka fyrr en eftir 5–6 mánuði.
Spennarnir eru franskir og er langur afgreiðslu-
frestur á búnaði af þessu tagi.
Til stóð að koma hinum spenninum í gang í apríl
s.l. en spóla sem þá átti að setja í spenninn reynd-
ist hafa skemmst í flutningum og var ónothæf. Ný
spóla í hann mun vera væntanleg og er reiknað
með því að spennirinn komist í gagnið um mán-
aðamót ágúst/september n.k. gudni@mbl.is
Óspennandi ástand á Sultartanga
Ekkert rafmagn kemur nú frá Sultartangastöð vegna bilunar í spennum
Ljósmynd/Landsvirkjun
Bilun Spennar Sultartangastöðvar hafa bilað
undanfarið og eru nú báðir óstarfhæfir.
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Þessa dagana er verið að
mála kirkjuna á Blönduósi. Litur sá
er valinn hefur verið á kirkjuna er
lítið eitt dekkri en sá sem fyrir var.
Skiptar skoðanir eru meðal bæj-
arbúa með þessi litaskipti en loka-
ákvörðun um þessa breytingu á
kirkjunni á arkitektinn dr. Maggi
Jónsson. Jákvæðir Blönduósingar
segja sín á milli að þeir hafi séð það
svartara í kirkjumálum þjóðarinnar.
Jafnframt segja þeir sem vel þekkja
til fugla að fuglaskíturinn muni nú
njóta sín til muna betur á kirkjunni
eftir nýmálun en áður. Á þessari
mynd má sjá listaverk arkitektanna
Guðjóns Samúelssonar og dr.
Magga Jónssonar.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduóskirkja Gamli skólinn í forgrunni en nýja kirkjan í bakgrunni.
Kirkjan á Blönduósi dökknar
Í HNOTSKURN
»Nýja kirkjan á Blönduósivar vígð 1. maí 1993.
»Dr. Maggi Jónsson teikn-aði og hannaði hana.
»Kirkjan tekur 250 manns ísæti og í kjallaranum er
aðstaða fyrir safnaðarstarf.