Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 12

Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson og Önund Pál Ragnarsson VEIÐIMENN á nessvæðinu í Laxá í Aðaldal hafa veitt afar vel síðustu daga og allt boltalaxa. Bubbi Morth- ens var einn veiðimannanna í vik- unni og segist hann hafa verið í veislu. „Ég fékk laxa sem voru 20, 16, 15 og 9 pund,“ segir Bubbi. „Þann stærsta fékk ég á Kirkju- hólmabroti. Hann var veginn 22 pund í háfnum, sem vó tvö pund. Hann var 96 cm langur og lúsugur. Ég fékk alla laxana á litla black&blue túbu.“ Bubbi, sem er mikill unnandi Nessvæðisins, sagði fisk alls staðar á svæðinu og reyndir Laxármenn sem hafi verið við veiðar staðhæfi að ástandið hafi ekki verið svona gott í mörg herrans ár. Stórlaxaveiðin heldur áfram í Laxá. Í gær komu 18 og 19 punda laxar úr ánni og alls hafa nú fimm laxar yfir 20 pund veiðst. Einnig hefur frést af löxum yfir tuttugu pund í Sandá í Þistilfirði og Hofsá í Vopnafirði. Mokað upp á Vesturlandi Af Vesturlandi berast tómar góð- ar fréttir úr laxveiðinni. Í fyrradag höfðu 470 laxar veiðst í Elliðaánum en á sama tíma í fyrra höfðu þar að- eins veiðst 230. Þessi aukning hefur orðið þrátt fyrir að kvótinn hafi ver- ið minnkaður niður í tvo laxa á vakt. Rúmlega 1.400 laxar hafa farið í gegnum teljarann í ánni, svo mikið magn af fiski er nú þar fyrir ofan. Engu að síður gengu aðeins fimm og sjö laxar gegnum teljarann und- anfarna tvo daga, en selur var í ósn- um. Selurinn var veiddur í fyrra- kvöld og strax í gærmorgun sáust að sögn sjónarvotts raðir af laxi á Neðri Breiðu sem biðu þess að ganga í ána. Grímsá loðin af laxi Síðasta holl í Langá veiddi hvorki meira né minna en 120 laxa. Veiði- maður sagði mokveiði í Kjósinni en þar veiddust þrjátíu stykki á morg- unvaktinni í fyrradag. Sami heimild- armaður sagði Grímsá „loðna af laxi“ og þriggja daga holl í Hítará fékk 76 laxa nú fyrir skemmstu. Þá hefur veiði í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði og hjá veiði- félögum á Hvítárvöllum verið afar lífleg. Í Leirvogsá, þar sem veitt er á tvær stangir hefur svo verið sann- kallað mok að undanförnu. Síðustu þrír dagar fyrir gærdaginn gáfu þar 23, 16 og 47 laxa á stangirnar tvær, sem verður að teljast ansi gott. Ástandið í Laxá ekki verið jafngott í mörg herrans ár Ljósmynd/Haraldur Eiríksson Alsæll Bubbi náði þessum stóra hæng og fleiri stórlöxum í Laxá í Aðaldal. Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ sem mér finnst ótrúlegast er að fólk sem kemst í þessa stöðu og er svona einbeitt að misnota valdið skuli geta það svona auðveldlega,“ segir Gunnar Árnason, lóðareigandi á Álftanesi, sem sakar bæjarstjórn- ina um valdníðslu og yfirgang. Lóðareigendur, sem ásamt Gunn- ari eru Hlédís Sveinsdóttir og Hen- rik Thorarensen, keyptu sér lóðina í Miðskógum 8 á Álftanesi árið 2005. Ætlun þeirra var að byggja íbúða- hús á lóðinni en nú, þremur árum síðar, hefur enn ekki fengist bygg- ingaleyfi. Hinn 17. júlí var svo sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi nýtt deiliskipulag, sem bannar að byggt sé á lóðinni. Í bréfi frá lögfræðingi lóðaeiganda, Gesti Jónssyni, til bæj- arstjórnar segir að fyrirhugað deili- skipulag feli í sér hreina og klára eignaupptöku og í raun þjófnað, þar sem ekki hafi verið haft samráð við lóðareigendur á neinu stigi málsins. Einkahagsmunir hátt settra Að sögn lóðareigenda var umsókn þeirra því sem næst í höfn þegar bæjarstjórnarskipti urðu á Álftanesi í maí 2006, en eftir það hafi nýr meirihluti beitt öllum tiltækum ráð- um til að hafna byggingaleyfinu. Ekki fáist betur séð en að það sé gert til að þóknast tilteknum áhrifa- manni í bæjarstjórninni, sem býr á aðliggjandi lóð og mótmælti kröft- uglega byggingaráformunum þegar þau voru fyrst lögð fram. „Ég furða mig á því hvernig samstaðan getur haldist í bæjarstjórn, gegn fólki sem hefur ekki framið annan glæp en þann að kaupa sér byggingarlóð með löglegum hætti og vilja byggja sér heimili í bænum,“ segir Gunnar. Lóðareigendur hafa leitað til fjölda aðila eftir staðfestingu á því að Miðskógar 8 hafi talist til íbúða- byggðar þegar lóðin var keypt. Nú síðast féll dómur í Hæstarétti hinn 17. apríl þar sem segir að ekki hafi verið færðar sannanir fyrir öðru en því að um byggingalóð sé að ræða samkvæmt gildandi deiliskipulagi síðustu 25 ára. Sigurður Magnús- son, bæjarstjóri Álftaness, segir hinsvegar óútkljáð hvort lóðin sé innan eða utan deiliskipulags. „Það liggur ekki fyrir um það dómur og sveitafélagið á þess kost að sanna hið gagnstæða í málaferl- um ef þau verða. Hinsvegar er alveg ljóst, burtséð frá því hvernig dómur félli, að sveitafélagið vill ekki að þarna sé byggt ofan í fjöru svo það væri skynsamlegast að setjast niður og athuga hvort ekki næðist sam- komulag. Ég hefði helst kosið að ná sáttum í þessu máli.“ Sigurður segir það hafa verið stefnu meirihlutans frá upphafi að vernda strandsvæðin við Álftanes. „Við viljum fylgja eftir okkar stefnu og það væri ekki í stíl við hana að leyfa að byggja þarna niðri í fjöru.“ Landeigendur segjast hafa lýst yfir vilja til að selja bænum lóðina, enda langþreyttir á málþófinu, en þeirri tillögu hafi ekki verið svarað. „Það er eins og þau séu að bíða eftir að við verðum fjárhagslega ráðþrota og hreinlega gefumst upp.“ Lóðareigendur segjast í gísl- ingu á Álftanesi Telja að einkahagsmunir ráði förinni Morgunblaðið/RAX Nesið Er gott að búa á Álftanesi? Í HNOTSKURN »Miðskógar 8 eru 1.490 m²sjávarlóð í grónu íbúða- hverfi, en deilt er um hvort hún sé innan deiliskipulags »Byggingaleyfi var fyrsthafnað 2006 vegna þess að húsið væri 20 cm of hátt. »Lóðareigendur segja aðþeim hafi ekki boðiðst að lækka húsið og senda inn aðra umsókn, því þeim hafi í fram- haldi verið tilkynnt að lagt yrði bann við byggð á lóðinni. OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verðið á bensíni og dísilolíu í gær, í kjölfar þess að bensínstöðvar N1 buðu í gær og í fyrradag upp á fimm króna af- slátt af eldsneyti á þjónustustöðvum sínum um land allt. Bættist tilboðið við 1,20 króna lækkun N1 á bensíni og dísilolíu á miðvikudag. Með afslættinum var verðið 170,60 krónur fyrir lítra af bensíni en 188,60 fyrir lítra af dísilolíu. Sama verð var á afgreiðslustöðv- um Olíuverzlunar Íslands, Olís, og þá miðað við verð í sjálfsafgreiðslu. Svipað verð var hjá Skeljungi, þar kostaði bensínið 170,7 krónur lítrinn, en lítri af dísil 188,6 krónur. Verðið var einnig svipað hjá félög- unum sem leggja áherslu á sjálfsaf- greiðslu á stöðvum sínum. Hjá Atlantsolíu kostaði bensín- lítrinn 168,90 krónur en lítri af dísil 186,50 krónur. Hjá Orkunni, dóttur- félagi Skeljungs, var lægsta verðið 161 króna á bensín en 179,4 krónur á dísil í afgreiðslustöðinni við Hreða- vatnsskála; algengasta verðið hjá fé- laginu var hins vegar 168,8 krónur bensínið og 186,4 krónur dísilolían. Hjá ÓB bensíni, dótturfélagi Olís, kostaði bensínið 168,90 krónur og dísill 186,50 krónur. Hjá EGÓ, dótt- urfélagi N1, kostaði bensínið 168,90 kr., dísill 186,50 kr. baldura@mbl.is Eldsneytisverðið lækkar hjá öllum olíufélögunum Fylgdu í kjölfar N1 sem lækkaði lítraverðið um fimm krónur Morgunblaðið/Kristinn Samkeppni Olíufélögin hafa lækkað verðið í takt frá því N1 reið á vaðið. Í HNOTSKURN »Eldsneytið var ódýrast ásjálfsafgreiðslustöð Ork- unnar við Hreðavatnsskála í gær, þar kostaði bensínið 161 krónu lítrinn en lítrinn af dísil 179,4 krónur. ÞESSIR fjörugu krakkar gerðu það eina rétta í stöðunni í blíðviðrinu sem var í Reykjavík í gær: Hoppa út í Elliðaárnar. Litlu fossarnir eru neðarlega í dalnum, rétt hjá Sprengisandi. Þeir eru vinsælir meðal krakka til að busla í, auk þess sem drengir sjást þar oft reyna að hjóla yfir ána. Morgunblaðið/Valdís Thor Að leik í fossum Elliðaáa LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði kom að þremur mönnum um tvítugt aðfaranótt föstudags þar sem þeir höfðu gert sér að leik að skjóta fugla sér til skemmtunar. Höfðu þeir skotið tólf fugla hið minnsta þegar lögreglu bar að, mestmegnis fýla. Lögreglumenn lögðu hald á tvær haglabyssur sem mennirnir notuðu, en þær voru ekki skráðar á menn- ina. Samkvæmt lögreglunni á Höfn er málið rannsakað sem brot á vopnalögum og brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. andresth@mbl.is Skutu fugla sér til gamans HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt mann á fimmtugsaldri til 30 daga skilorðsbundins fangelsis fyr- ir að afla sér og hafa í vörslum sín- um 26 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Þá var harður diskur gerður upptækur. Taldi dómurinn til refsiþyng- ingar að sumt af myndefninu var mjög gróft en á móti þótti horfa til málsbóta að ákærða hafði ekki áður verið gerð refsing auk þess sem hann játaði brot sín fyrir dómi. Kristinn Halldórsson héraðsdómari kvað upp dóminn. andresth@mbl.is 30 dagar fyrir barnaklám

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.