Morgunblaðið - 19.07.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 17
VERÖNDIN býður Norðlendingum
til sannkallaðrar verandarstemmn-
ingar að hætti blúsmanna í Miss-
issippi forðum, þegar blúsinn var í
árdaga. Tónleikar Verandarinnar á
Listasumri á Akureyri, verða í Ket-
ilhúsinu annað kvöld kl. 20.
Þjóðsaga í Mississippi segir að ef
blúsmenn bíði við krossgötur í
myrkri, þá komi gamli skrattinn
Legba og stilli gítar þeirra. Þetta
hafi þau áhrif að blúsmenn geti öðl-
ast snilligáfu og dáleitt áheyrendur.
Sumir segja að Verandarvanir
þremenningarnir, gítarleikararnir
Björgvin Gíslason og Halldór Braga-
son og dr. Róbert Þórhallsson bassa-
leikari, hafi einmitt hitt Legba á
krossgötum nýverið og ætli að kveða
hann í kútinn í Ketilhúsinu annað
kvöld, og víst er að þeir kunna að
spila blús án hjálpar skrattakollsins.
Veröndin böðuð sól Blúsmennirnir Halldór Bragason, Björgvin Gíslason
og dr. Róbert Þórhallsson leika á kölska í Ketilhúsinu annað kvöld.
Gamli skrattinn Legba
kveðinn í kútinn
Veröndin spilar Mississippi blús í
Ketilhúsinu annað kvöld kl. 20
JÓNA Hlíf Halldórsdóttir er ung
listakona sem hefur verið virk í
myndlistarlífinu á Akureyri und-
anfarin ár og hefur nú innrás sína til
höfuðborgarinnar með einkasýningu
í 101 galleríi sem hún nefnir Aðlög-
un, auk þess að fyrir liggur sýning í
D-sal Listasafns Reykjavíkur á
næstunni.
Meginþema sýningarinnar er leik-
ur með form. Þetta er hornlagaður
partíhattur sem listakonan lagar að
rýminu í ýmsum útfærslum. Málað
með gulu á gólf virðist formið sem
fjarvíddarteikning, líkt og guli veg-
urinn sem liggur til Oz og við enda
hans glitrandi glimmertjald sem hyl-
ur endavegginn að undanskilinni
sjálfsmynd listakonunnar sem, líkt
og galdrakarlinn í ævintýrinu fræga,
felur sig á bak við grímu. Á ferðalagi
eftir gula veginum kynnist maður
tveimur ungmennum. Annað þeirra
birtist í myndbandi með umrætt
form lagað að andliti sínu svo hann
líkist einna helst kráku (eins og þær
birtast í teiknimyndum) en hinn, ein-
hverskonar trúður, hefur verið fest-
ur á ljósmynd með formið á milli fót-
anna eins og nýstárlegt hjálpartæki
ástarlífsins. Í þrívíðri yfirstærð ligg-
ur formið á gólfinu sem gjallarhorn
viðskiptalífsins sem úr ómar „Mök“.
Máski töfraorðið sem þarf til að allt
verði eins og á að vera, þ.e. ef ekki
dugar að skella saman hælum í þrí-
gang og hugsa heim. Jóna leikur
skemmtilega með rýmið en að sama
skapi er eins og hún hafi ekki alveg
ákveðið sig hvort betra væri að
vanda sig eða sleppa af sér beislinu.
Formheimurinn sjálfur er hins veg-
ar vel heppnaður með fagurfræði og
fantasíu í fyrirrúmi.
Eftir gula veginum
Morgunblaðið/Valdís Thor
Mök „Máski töfraorðið sem þarf til
að allt verði eins og á að vera.“
MYNDLIST
101 gallerí
Opið fimmtudag til laugardags kl. 14–
17. Sýningu lýkur 15. ágúst. Aðgangur
ókeypis.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
bbbmn
Jón B. K. Ransu
Á þessu ári eru öld liðin frá fæðingu
Stórvals – Stefáns Jónssonar frá
Möðrudal – og af því tilefni hefur
Gallerí Turpentine opnað yfirlits-
sýningu á verkum hans. Eftir Stór-
val, sem einkum er kunnur fyrir
bernsk málverk af Herðubreið og
hestum, liggur talsverður fjöldi
verka sem rúmast auðvitað ekki á
einni sýningu en aðstandendur gall-
erísins hafið tekið þann pól í hæðina
að sýna verk frá upphafi málarafer-
ilsins (elstu verkin er frá 1948) þegar
Stórval er að leita að sínum tóni, og
svo breiddina á ferlinum til ársins
1992, fremur en að sýna eingöngu
vinsælustu verkin (Herðubreið og
hrossin).
Því kann sýningin að koma mörg-
um á óvart því þar birtist hinn sjálf-
menntaði Stórval sem leitandi lista-
maður – næmur fyrir áhrifum úr
umhverfinu og þá ekki síst hrær-
ingum í myndlist – og nokkuð til-
raunakenndur í efnistökum og við-
fangsefnum. Nefna má að á
sýningunni getur að líta eitt verk
sem minnir á geómetríska afstrak-
sjón og önnur sem leiða hugann að
„nýja málverkinu“, eða einkennast
af expressjónískum dráttum. Sum
verkanna, einkum þau sem eru á
mörkum hins óhlutbundna (líkt og
mörg Herðubreiðarverkanna vissu-
lega eru), minna á verk þekktra at-
vinnumanna, gott ef ein Herðubreið-
in hverfur ekki inn í mystískt
litaflæmi, dálítið í anda verka sumra
bandarískra málara á 6. áratug síð-
ustu aldar. Eitt verkanna, sem er fí-
gúratíft, er unnið með úðabrúsa í
anda graffitís. Stórval málaði gjarn-
an á það sem hendi var næst og er
efnisáferð verkanna því býsna fjöl-
breytt.
Viðfangsefnin eru einnig af ýms-
um toga og frá ólíkum stöðum á
landinu. Aðeins einn veggur er til-
einkaður hestamyndum og annar
Herðubreiðarverkum. Önnur verk
skírskota til mismunandi nátt-
úruforma en öll bera þau vitni sér-
stæðri form- og litaskynjun. Bestu
verk Stórvals miðla innileika, fersk-
leika og skapandi hvatvísi sem fáum
er gefið. Þótt hann hafi orðið fyrir
áhrifum frá Kjarval og fleiri mál-
urum, þá er sýn Stórvals samt sem
áður frumleg og hefur sjálfsagt hrif-
ið ýmsa listamenn.
Upphenging verkanna er
skemmtilega „gamaldags“ og í anda
Stórvals. Á einum vegg er sýning á
ljósmyndum eftir Einar Fal Ingólfs-
son af listamanninum glöðum í
bragði á vinnustofunni, að „signera“
málverk sem bandaríski ljósmynd-
arinn og safnari bernskrar mynd-
listar, Mary Ellen Mark, hafði ný-
verið fest kaup á. Persónuleiki
Stórvals kemur þar glöggt fram við
aðstæður þar sem hann var í essinu
sínu – athafnasamur og umlukinn
myndum.
Úrval Stórvals
Morgunblaðið/Valdís Thor
Leitandi „Þar birtist hinn sjálfmenntaði Stórval sem leitandi listamaður – næmur fyrir áhrifum úr umhverfinu og
þá ekki síst hræringum í myndlist – og nokkuð tilraunakenndur í efnistökum og viðfangsefnum.“
Anna Jóa
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Opið þri.-fö. kl. 12-8, lau. kl. 12-17.
Ókeypis aðgangur.
Stórval – Yfirlitssýning
ein stærstu myndlistarver©laun í heimi kynna
26 norræna myndlistarmenn
í listasafni kópavogs – ger©arsafni
hamraborg 4 | kópavogi | 19. júní – 10. ágúst
opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17
lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15
www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com